Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 12
fasteignir Arco-lampinn var hannaður af þeim Achille og Pier Gia- como Castiglioni árið 1962. Lampinn þykir ágætt dæmi um hönnunargrip sem jaðr- ar við að vera listaverk. Í frumvarpinu er lagt til að ungt fólk geti stofnað sér- staka húsnæðissparn- aðarreikninga hjá bönkum eða sparisjóðum, sem veiti við- komandi skattaafslátt innan vissra marka. Þá er líka lagt til að framfærendur barna undir 16 ára aldri njóti ívilnana, þar sem börn eru ekki sjálfstæðir skattaðilar. Við erum ekki að leggja til að taka upp skyldusparnað, heldur er ver- ið að opna á valmöguleika í sparnaði með því að fara þessa leið,“ segir Eygló Harðardóttir al- þingismaður. Dregur úr skuldsetningu heimila Eygló er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um húsnæð- issparnaðarreikninga. Lagt er til í frumvarpinu að skattaafslátturinn skuli vera 20% af innleggi hvers tekjuárs, en þó aldri hærri en 200 þúsund kr. á ári. Reikningarnir verði bundnir til 10 ára, en verði lausir við kaup á fasteign eða vegna viðhalds fasteignar. Einnig er lagt til að vaxtatekjur af um- ræddum reikningum verði und- anþegnar fjármagnstekjuskatti. „Undirtektir annarra þing- manna hafa verið jákvæðar, þann- ig að ég vona sannarlega að frumvarpið verði að veruleika,“ segir Eygló. „Hvatinn til sparnað- ar þarf að vera til staðar, auk þess sem slíkur sparnaður leiðir án efa til aukins stöðugleika í þjóðfélaginu og dregur úr skuld- setningu heimilanna. Ég er sann- færð um að þessi leið verði já- kvæð fyrir almenning og sömuleiðis hið opinbera.“ Lagt er til í frumvarpinu að lög- in öðlist gildi 1. júlí á þessu ári. „Því fyrr því betra, það kemur sjálfsagt í ljós á næstunni í hvaða farveg frumvarpið fer,“ segir Eygló Harðardóttir. Er ekki forræðishyggja Ingibjörg Þórðardóttir, formað- ur Félags fasteignasala, segist fagna öllum tillögum um sparnað vegna húsnæðiskaupa. „Ég lít ekki á þetta sem forræð- ishyggju, sparnaður og ráðdeild- arsemi er af hinu góða. Flestir eru líklega sammála um mikilvægi líf- eyrissjóðanna, þeim er ætlað að sjá um framfærsluna á efri árum. Húsnæðissparnaðarreikningar eru ekki ósvipaðir, þeim er ætlað að hjálpa til við stærstu fjárfest- ingu þorra fólks á lífsleiðinni. Allir þurfa þak yfir höfuðið og þess vegna er svo mikilvægt að fólk leggi fjármuni til hliðar strax á yngri árum. Eins og staðan er í dag er nokkuð algengt að for- eldrar og nánasta venslafólk hlaupi undir bagga með ungu fólki í tengslum við sín fyrstu fasteignakaup. Slíkt sparnaðar- form mun örugglega létta fólki að kaupa sína fyrstu fasteign og þess vegna fagna ég þessu frum- varpi.“ Sparimerkjagifting Á árunum 1957 til 1993 var öll- um ungmennum á aldrinum 16- 25 ára skylt að spara ákveðinn hluta launanna. Vinnuveitandinn greiddi þá sparnaðinn með spari- merkjum, sem límd voru í sér- staka sparimerkjabók. Merkin var hægt að leysa út við 26 ára aldur, einnig var hægt að sækja um undanþágur vegna náms, íbúðar- kaupa eða við giftingu. „Sparimerkin komu mörgum óskaplega vel á sínum tíma. Við verðum þó að gera ráð fyrir að nýtt húsnæðissparnaðarkerfi kalli ekki á sparimerkjabrúðkaup eins og tíðkuðust nokkuð hér á árum áður,“ segir Ingibjörg Þórð- ardóttir. karlesp@simnet.is Dregur úr skuldsetningu, segir flutningsmaður lagafrumvarps um húsnæðissparnaðarreikninga Hvatinn til sparnaðar sé til staðar Ingibjörg Þórðardóttir Eygló Harðardóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsin í Vestmannaeyjum. Fyrir ungt fólk er talsverður hjalli að kaup sína fyrstu fasteign. Að eiga pening á bók væri þá góður kostur, að mati alþingismanna sem hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir slíkum reikningum. Reikningarnir verði bundnir til 10 ára, en verði lausir við kaup á fasteign eða vegna við- halds fasteignar. Einnig er lagt til að vaxtatekjur af umræddum reikn- ingum verði undanþegn- ar fjármagnstekjuskatti. Í greinargerð með frumvarpi þingmannanna sem vilja hús- næðissparnaðarreikninga og sér- staka lagasetningu um þá, segir að skattaívilnanir þær sem í slíku myndu felast yrðu hrein og klár viðbót við önnur opinber úrræði sem auðvelda eiga fólki að eign- ast húsnæði. Af þeim sem fyrir eru megi nefna vaxtabótakerfið og starfsemi Íbúðalánasjóðs „Sparnaðurinn verði að lág- marki bundinn í tvö ár ef við- komandi sýnir með óyggjandi hætti fram á öflun íbúðar- húsnæðis til eigin nota, þ.m.t. búseturéttur, eða að hafin sé bygging eða verulegar end- urbætur slíks húsnæðis en ann- ars verði heildarinneignin laus til frjálsrar ráðstöfunar að liðnum tíu árum. Tilgangur frumvarpsins er jafnframt sá að hvetja til al- menns sparnaðar vegna eigin fjárframlags til öflunar íbúðar- húsnæðis,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Börnin njóti afsláttarins Þar er bent á að sams konar átak hafi verið gert með lögum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þau lög séu úr gildi fallin en efni þeirra sé þó haft til viðmiðunar í lagafrumvarpinu nú að nokkru leyti. Ekki séu t.d. eins ítarleg ákvæði um form og efni þeirra samninga sem um ræðir. Einnig sé lagt til að vaxtatekjur af um- ræddum reikningum verði und- anþegnar fjármagnstekjuskatti. Frumvarpið geri sömuleiðis ráð fyrir að börn undir 16 ára aldri sem ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar geti notið skattaf- sláttarins. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að því sem óráðstafað er verði ráðstafað til framfær- enda ungmennisins sem að jafn- aði séu tveir. sbs@mbl.is Ýmis nýmæli lögð til í frumvarpinu Viðbót við opin- beran stuðning Morgunblaðið/Ómar Lagt er til að vaxtatekjur af húsnæðisreikningum verði skattfrjálsar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.