Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 26
26 finnur.is 9. febrúar 2012
E
f ætlunin er að verða
bestur í einhverju getur
verið gott að vera fyrst-
ur til. Það er einmitt
það sem Fisker gerði þegar fyr-
irtækið hóf framleiðslu á fyrsta
fernra dyra lúxusrafmagns-
bílnum. Fisker var stofnað árið
2007 af Henrik Fisker og nokkr-
um fjárfestum. Áður hafði Hen-
rik Fisker unnið sem hönnuður
hjá m.a. BMW og Aston Martin
og sem dæmi um bíla sem hann
hefur hannað eru BMW Z8,
Aston Martin DB9 og V8 Van-
tage.
Hollywoodstjörnur
kaupa Fisker
Fisker Karma fór í sölu á
þessu ári og hafa fyrstu kaup-
endurnir fengið sína bíla af-
henta, þeirra allra fyrstur var
stórleikarinn Leonardo DiCaprio.
Var hann meðal annars á undan
umhverfissinnanum og fyrrum
varaforseta Bandaríkjanna Al
Gore til þess að fá sitt eintak. Al
Gore hafði áður aðstoðað Fisker
við að fá stórt lán frá banda-
ríska ríkinu til að Karma gæti
orðið að veruleika, en það hefur
eflaust þótt söluvænlegra að Di-
Caprio fengi fyrsta bílinn. Síðan
þá hafa fleiri Hollywoodstjörnur
sem vilja líta út fyrir að vera
umhverfisvænar fengið sér Fisk-
er Karma enda þrá þær það ef-
laust að keyra um á lúxusbíl á
ný eftir nokkur ár á Prius.
Fisker ætlar sér stóra hluti og
hyggst selja bíla um allan heim.
Í Finnlandi munu um 15 þúsund
bílar vera framleiddir á ári en í
aðalverksmiðjunni í Bandaríkj-
unum verður ársframleiðslan 75
til 100 þúsund bílar. Stefnt er að
því að helmingurinn af þeim bíl-
um verði fluttur til annarra
landa og er það hæsta hlutfall
allra bandarískra bílaframleið-
enda. Bandaríska verksmiðjan
var áður í eigu bílarisans GM en
þónokkurt samstarf hefur verið
á milli þeirra og Fisker. Dæmi
um það er litla bensínvélin sem
er í Karma en hún er framleidd
af Chevrolet sem er í eigu GM.
Þokkalegur
verðmiði
Chevrolet-bensínvélin er 2,0
lítra fjögurra strokka með túrb-
ínu og skilar 260 hestöflum.
Hún er einungis ætluð til þess
að hlaða rafgeymana. Þó er
hægt að nota hana til þess að
keyra þegar allt rafmagnið er
búið af geymunum eftir 480
kílómetra. Rafmagnsmótorarnir
eru ekki slappir en þeir eru tveir
og saman skila þeir 402 hest-
öflum og 1299 nm af togi. Það
er meira tog en ofurbíllinn Bu-
gatti Veyron Grand Sport hefur
upp á að bjóða.
Í bili er Karma eini bíllinn frá
Fisker en í framtíðinni er m.a.
stefnt að því að framleiða
blæjubíl og ódýrari bíl og munu
þeir einnig vera rafmagnsbílar.
Verðmiðinn á Karma er þokka-
legur eða rúmar 12 milljónir, og
þá er eftir að flytja hann til Ís-
lands.
jonas@giraffi.net
Nýr bílaframleiðandi ætlar sér stóra hluti í sölu rafmagnsbíla
Fisker er fyrsti fjögurra dyra lúxus rafbíllinn. Hann skilar meira togi en Bugatti Veyron og munar um slíkt.
Leonardo DiCaprio fékk fyrsta bílinn
Hagnaður japanska bílaframleið-
andans Honda Motor’s dróst
saman um 71,4% á fyrstu níu
mánuðum rekstrarársins. Helstu
ástæður fyrir samdrættinum eru
jarðskjálftinn í mars og flóðbylgj-
an í kjölfarið. Flóðin í Taílandi og
hátt gengi jensins gagnvart
helstu gjaldmiðlum.
Nam hagnaðurinn 139,89 millj-
örðum jena, 226 milljörðum
króna. Á sama tímabili árið á
undan, mars-desember, nam
hagnaðurinn 489,53 milljörðum
jena, samkvæmt upplýsingum frá
Honda.
Sala Honda dróst saman um
17,6% og rekstrarhagnaðurinn
dróst saman um 77,2%.
71,4% samdráttur hjá
bílaframleiðanda
Honda í
háska
Reuters
Nú hallar undan fæti hjá Honda og
hagnaður er minni en var í fyrra.
Toyota Land Cruiser 120 VX
3,0 dísel, nýskr. 01/2008, ekinn 81 þ.
km, sjálfskiptur, Navi, bakkmyndavél,
sóllúga, aukasæti, einn eigandi, bílinn
er með öllu. Verð 6.900.000. Ath.
skipti. Raðn. 116794
Kia Rio EX
Bensín, nýskr. 06/2006, ekinn 114
þ. km, sjálfskiptur, krókur, fjarstýrðar
samlæsingar. Verð 950.000. Ath.
skipti. Raðn. 170556
Toyota Avensis Sol
1,8 bensín, nýskr. 01/2006, ekinn 85
þ. km, sjálfskiptur, flott eintak, einn
eigandi. Verð 1.850.000. Ath. skipti.
Raðn. 170558
Toyota Land Cruiser 120 GX
3,0 dísel, 33” breyttur, nýskr.
03/2006, ekinn 78 þ. km, sjálfskiptur,
dráttarbeisli, einn eigandi, topp
þjónusta. Verð 4.850.000. Ath.
skipti. Raðn. 116802
Toyota Corolla Sol
Bensín, nýskr. 12/2010, ekinn
9 þ. km, sjálfskiptur, michelin
heilsársdekk, bílinn er eins og nýr.
Verð 3.690.000. Ath. skipti.
Raðn. 170563
Toyota Yaris Terra
Bensín, nýskr. 03/2008, ekinn 48
þ. km, beinskiptur, samlitur, spoiler,
álfelgur, mjög flottur bíll.
Verð 1.590.000. Ath. skipti.
Raðn. 116829
Renault Trafic
9manna, 1,9 dísel, nýskr. 10/2006,
ekinn 160 þ. km, beinskiptur.
Verð 1.890.000. Ath. skipti.
Raðn. 300226
Toyota Rav4 GX
2,0 bensín, nýskr. 01/2007, ekinn 86
þ. km, sjálfskiptur, stigbretti, krókur,
og fleira, einn eigandi, góður bíll.
Verð 2.390.000. Ath. skipti.
Raðn. 116776
Nissan Patrol Luxury
3,0 dísel, nýskr. 07/2005, ekinn
132 þ. km, sjálfskiptur, filmur,
krókur, 7 manna, einn eigandi. Verð
3.490.000. TILBOÐ 2.950.000.
Ath. skipti. Raðn. 170426
Toyota Corolla Terra
Bensín, nýskr. 06/2007, ekinn
85 þ. km, beinskiptur, filmur, nýir
bremsudiskar og klossar, góð
heilsársdekk. Verð 1.490.000.
Ath. skipti. Raðn. 170533
Toyota Auris Sol
Dísel, nýskr. 02/2008, ekinn 50 þ.
km, sjálfskiptur. Verð 2.290.000.
Ath. skipti.
Toyota Hilux
3,0 dísel, 35” breyttur, nýskr.
11/2007, ekinn 71 þ. km, beinskiptur,
heitklæðning, pallhús, krókur, einn
eigandi, flottur bíll. Verð 4.650.000.
Ath. skipti. Raðn. 116743
Notaðir bílar
Njarðarbraut
Sími 420 6600
www.toyotareykjanesbae.is
Notaðir bílar Reykjanesbæ