Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 17
9. febrúar 2012 finnur.is 17 Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 – Pantaðu bás á www.kolaportid.is Eftirtaldir aðilar verða í Kolaportinu um helgina: KOLAPORTIÐ Nú eru þorrablót Sterkur hákarl og gæða harðfiskur Kofareyktur rauðmagi SJÁVARPERLURÁFRAM 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM PÓSTKORTUM ÞESSA HELGI Á skiltinu fyrir ofan skúrana stendur „ANGLO ICELANDIC COAL COMPANY“ Hringið inn svarið í 896-5142 - Reynir Glænýjir línuýsubitar 1.195 kr. kílóið HVAÐAN ER ÞESSI MYND? V ið hjónin keyptum þessa íbúð hér við Breiðvang- inn snemma árs 1976 í húsi sem þá var aðeins hálfbyggt. Fengum þetta fokhelt og áttum þá mikið verk fyrir höndum við að koma öllu í stand. Í þetta fór hver laus stund í marga mánuði,“ segir Þórir Stein- grímsson sem býr með Margréti Ólöfu Sveinbjörnsdóttur eig- inkonu sinni við Breiðvang í Hafn- arfirði. „Á þessum árum var einfald- lega miðað við að fólk ynni sjálft við framkvæmdir og tæki þær í áföngum. Fólk keypti íbúðir yf- irleitt fokheldar eða tilbúnar undir tréverk og sá svo sjálft um af- ganginn. Þannig hjálpaðist stór- fjölskyldan öll að hér á Breiðv- angi. Ég greip í smíðar og málningu, tengdapabbi sem er rennismiður greip í pípulagnir og mágur minn sem er rafvirki sá um lagnir. Og loksins rétt fyrir jól 1976 fluttum við hingað inn; þá var þetta komið í þokkalegt horf og hægt að flytja inn þó veggir væru enn bara grófmálaðir og hvergi komnar hurðir.“ Menning sem hvarf Norðurbærinn í Hafnarfirði byggðist upp á árunum milli 1970 og 1980. Í hverfinu eru bæði blokkir og einbýlishús og í síð- arnefnda flokknum nokkur fjöldi svonefndra viðlagasjóðshúsa sem reist voru í kjölfar Eyjagossins ár- ið 1973. Húsin við Breiðvang voru byggð um líkt leyti. „Ég flutti hingað í Hafnarfjörð- inn árið 1968 og get sjálfsagt talið mig gegnheilan Gaflara í dag. Og konan mín hefur búið hér alla sína tíð, þó hún sé raunar fædd fyrir austan fjall,“ segir Þórir sem minnist fyrstu áranna á Breiðv- angi sem skemmtilegs tíma. „Hér var þetta mikið fólk allt á svipuðu reki sem eðlilega kynnt- ist, enda með börn á líkum aldri og viðfangsefnin svipuð,“ segir Þórir. „Maður tók tali nágrannana sem stóðu hér úti að naglhreinsa og auðvitað hljóp fólk undir bagga hvað með öðru þegar þurfti að bera stafla af timbri eða koma innbúi úr vörubíl og inn í hús. En þetta er breytt. Verktakar sjá um allan pakkann við framkvæmdir og með því hvarf ákveðin fé- lagsleg menning við framkvæmdir sem ég sakna. Það er líka af sem áður var hér í botnlanganum okk- ar að fólkið komi saman. Sú var tíðin að hér var alltaf haldið eitt stórt grillpartí á sumrin en þegar frumbyggjarnir hér fóru að tínast í burtu lagðist þetta af.“ Tæknimaður með Jökli Þórir starfaði í áratugi sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu en lét af störfum um sl. mánaðamót. Sem slíkur kom hann að upp- tökum og útsendingum á mörg þúsund útvarpsþáttum. Hann segir marga þessa þætti sér minnisstæða og nefnir þar meðal annars þætti Jökuls Jakobssonar, Gatan mín, sem voru á dag- skránni um 1970 en þeir hafa nokkrum sinnum verið end- urfluttir og eru í dag raunar að- gengilegir á vefsetri RÚV. „Í minningunni voru þetta allt meira og minna karlar sem Jökull ræddi við. En í nokkrum tilvikum voru konur til frásagnar sem kom- ust sérstaklega vel frá sínu. Ég man til dæmis enn hve gaman var að ganga með þeim Jökli og Vig- dísi Finnbogadóttur um Ásvalla- götuna, þar sem hún ólst upp og sagði frá húsunum og fólkinu svo skemmtilega að allt bókstaflega lifnaði við og hlustendur voru sem staddir í þessari götu í gamla vesturbænum í Reykjavík.“ sbs@mbl.is Gatan mín Breiðvangur í Hafnarfirði Ég er orðinn gegnheill Gaflari Ljósm/Halldór Friðgeir Þau Þórir Steingrímsson og Margrét Ólöf Steingrímsdóttir hafa búið við Breiðvanginn í Hafnarfirði síðan 1975. „Fólk keypti íbúðir yfirleitt fokheldar eða tilbúnar undir tréverk og sá svo sjálft um afganginn,“ segir Þórir. Hafnarfjörður Breiðvangur Álftanesvegur Re yk ja ví ku rv eg ur Hjallabraut Flókagata H er jó lfs ga ta Virðing hf. hefur lokið samningi um langtímafjármögnun nýbygg- inga Byggingafélagsins Framtaks ehf. við Skyggnisbraut 20-24 í Úlfarsárdal í Reykjavík, þar sem Framtak er að reisa þrjú fjögurra hæða fjölbýlishús með alls 51 leiguíbúð. Sameinaði lífeyrissjóð- urinn og Stafir lífeyrissjóður munu leggja til peninga að fram- kvæmdum loknum. Bygging fjölbýlishúsanna hófst sumarið 2010 og er verkefnið áfangaskipt. Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til leigu í apríl nk. og að allar íbúðirnar verði tilbúnar í ágúst nk. Ólafur Páll Snorrason, fram- kvæmdastjóri Framtaks, lýsir yfir mikill ánægju með aðkomu lífeyr- issjóðanna. „Aðkoma iðnaðarmannasjóða á borð við Sameinaða lífeyr- issjóðinn og Stafi að svona verk- efnum er gríðarlega jákvæð. Um leið og þetta verkefni veitir fjölda iðnaðarmanna vinnu erum við einnig að svara þeirri vaxandi eft- irspurn eftir leiguíbúðarhúsnæði sem nú ríkir á höfuðborgarsvæð- inu, sérstaklega eftir íbúðum í þessum stærðarflokki,“ segir Ólafur Páll. sbs@mbl.is Frumak byggir leiguíbúðir við Skyggnisbraut Iðnaðarmannasjóðir útvega fé í Úlfársárdal Framkvæmdir við fjölbýlishúsin ganga vel og fjármögnin er tryggð. Fasteignasalan Bær, Ögurhvarf 6, Kópavogi. Fasteignasalinn þinn þegar þú þarft að selja! Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali Persónuleg og fagleg þjónusta Hringdu núna s. 864 8090 snorri@fasteignasalan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.