Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 23
9. febrúar 2012 finnur.is 23 Bandaríkjamenn halda lengi í bíla sína og nýta þá vel. Það end- urspegla tölur um meðalaldur bandaríska bílaflotans sem aldrei hefur verið hærri. Meðalbíllinn er 11,1 ár í akstri samkvæmt upplýs- ingum greiningarfyrirtækisins Polk. Meðalaldur vörubíla er ögn lægri, eða 10,4 ár. Árið 2010 var meðalaldur bíla á bandarískum vegum 10,6 ár en árið 2008 10 ár. Að sögn Polk eru 240,5 millj- ónir fólks- og vörubíla á götum Bandaríkjanna í dag, en þeir voru 242,1 milljón 2008. Bandaríkjamenn hafa haldið aftur af kaupum á nýjum bílum undanfarin ár, bæði vegna at- vinnuleysis og kreppu. Breyting varð þar á í fyrra er salan jókst úr 11,6 milljónum bíla 2010 í 12,8 milljónir. Meðalaldur uppítökubíla hjá seljendum nýrra bíla var 6,5 ár á miðju nýliðnu ári, en var árinu minna 2007. Sérfræðingar segja að greinin hafi að vissu marki verið fórnarlamb eigin velgengni. Bílar bili ekki eins oft og slitni ekki eins hratt og áður fyrr. Neyt- endur hafi því uppgötvað að þeir þurfi ekki á nýjum bíl að halda þriðja eða fjórða hvert ár. agas@mbl.is Meðalaldur bíla í Bandaríkjunum 11,1 ár Flotinn verður sífellt eldri Reuters Bandaríkjamenn hafa haldið aftur af kaupum á nýjum bílum undanfarin ár, bæði vegna atvinnuleysis og kreppu og því eldist flotinn afar hratt. Bernharð á Íslandi hefur að undanförnu, í samstarfi við verkstæði víða um land, boðið upp á nýja gerð af þjón- ustukoðunum fyrir Honda CR-V jeppa af árgerðum 2002 til 2006. Er þetta gert í tilefni af því að hinir vinsælu jeppar hafa verið á Íslandsmarkaði í fimm- tán ár um þessar mundir. Í þessu skoðunarátaki lentu nöfn eigenda Honda CR-V bif- reiða í potti þar sem dregið var um tíu 50 þúsund kr. eldsneyt- isúttektir hjá Olís um land allt. Bernhard ehf. heldur upp á 50 ára afmæli sitt á árinu og af því tilefni verður ýmislegt gert til hátíðabrigða á næstunni. Þrjár gerðir nýrra bíla verða frumsýndar og má þar á meðal nefna nýjan Civic og Peugeot 208. sbs@mbl.is Ýmsar nýjungar hjá Bernharð á Íslandi Haraldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs Bern- harðs, afhendir Gísla Gíslasyni eldsneytisúttektina. Þjónustu- skoðun og þrír frumsýndir Nk. laugardag, 11. febrúar, verður sýning í Lexussalnum við Nýbýla- veg í Kópavogi þar sem meðal annars má sjá Lexus CT 200h. Þetta er fyrsti Hybrid-bíllinn í flokki smærri lúxusbíla, sportleg- ur með gott viðbragð en jafnframt eyðslugrannur og umhverf- isvænn. Reynsluakstur verður í boði á sýningunni sem stendur frá kl. 12 til 16. „Bíllinn er fljótur að ná spyrnu og hraða, vinnslan er góð og bíll- inn líður vel á veginum. Utan borga er hann aðeins örfáar sek- úndur að ná spretti, til að mynda á hraðbrautum. Á bugðóttum sveitavegum nýtur bíllinn sín ekki síður ágætlega; rennur vel í beygj- um og brekkum og missir hvergi flug í snerpu og krafti,“ sagði í reynsluakstursgrein um Lexus CT 200h hér í blaðinu á sl. ári. Var þar sérstaklega tilgreint að öllu væri haganlega fyrir komið í bílnum. „Ökumaður fær fljótt örugga til- finningu fyrir því hvar stjórntækin eru; það er við stýri eða í stjórn- borði á hægri hönd þar sem sjálf- skiptingunni er meðal annars fyrir komið. Vel fer um ökumann og far- þega,“ sagði í greininni. sbs@mbl.is Kynna nýjan Lexus CT 200h um helgina Lexus CT 200h. Eyðslugrannur og og hefur fengið mjög góða dóma. Bíllinn líður vel áfram á veginum E N N E M M / S ÍA / N M 4 9 8 6 1 Ergo þakkar frábærar viðtökur á grænum bílalánum sem miða að því að fjölga umhverfishæfari bílum á Íslandi. Græn bílalán standa til boða við kaup á bílum í útblástursflokkum A, B og C og eru þau án lántökugjalda út júnímánuð 2012. Kannaðu kosti grænna bílalána á ergo.is Græn lán fá frábærar viðtökur Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.