Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 2
2 finnur.is 9. febrúar 2012 Bók Gerðar Kristnýjar, Garðurinn, hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur í Þýskalandi. Bókin var nýlega valin þar í stóra upplestrarkeppni og þykir töluverður heiður. Til viðbótar við vel- gengnina í Þýskalandi er svo ljóðabók hennar Blóðhófnir tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Finnur sló á þráðinn til Gerðar og komst að því að þessi flinki rithöf- undur á sínar skrítnu hliðar. 1. Þegar ég var barn ætlaði ég að verða tannlæknir og myndlistarkona. Veturinn sem ég gekk til prestsins hjá sr. Halldóri Gröndal ætlaði ég hins vegar að verða prestur. 2. Ég fer alltaf í Faraos cigarer, eða Vindla faraós, þegar ég er í Kaupmannahöfn. Þar fást teiknimyndasögur, fígúrur og fleira skemmtilegt skrípódót. 3. Einu sinni var því spáð fyrir mér að ég flyttist til ann- arrar heimsálfu. Þess vegna er ég einmitt á útkikkinu eftir heppilegri álfu. Annars er ég á leiðinni til Indóne- síu í apríl en er staðráðin í að koma þaðan aftur. 4. Ég tala stundum við sjálfa mig. Það má. 5. Sumarið 1980 tók ég þátt í hópdansatriði á mikilli ÍSÍ-hátíð í Laugardalnum. Fjöldi fimleika- stúlkna fór í glitrandi bleika leik- fimiboli og dansaði íþróttahreyf- ingunni til heiðurs. 6. Mér hættir til að tíma ekki að nota fíniríið mitt og geyma það bara inni í skápum og ofan í skúffum. Það er nauðsynlegt að fara að taka á þessari dellu. 7. Ef frænka mín Andrea Jónsdóttir er amma rokksins, eins og haldið hefur verið fram, eru synir mínir og rokkið fjórmenningar. 8. Ég var beðin um að kenna börnum í ritsmiðju í Gerðubergssafni síðasta sumar. Það var sko skemmtilegt. 9. Fyrir tveimur vikum sá ég sýningu kínverska listamannsins Ai Waiwai í Louisiana-safninu í Danmörku og stend mig að því að leiða hugann sífellt að henni. 10. Ég er afkomandi Halldórs hertekna frá Járngerðarstöðum. Hol- lenskur kaupsýslumaður keypti honum frelsi svo hann komst heim. Það var nú aldeilis heppilegt fyrir mig! 11. Reiðhjólið mitt er ljósblátt með myndum af fiðrildum og heitir Sumarfuglinn á sumrin en Svefnhjólið á veturna. 12. Eitt sinn átti ég skjóttan kött sem hét Ingunn Saltkráka í höfuðið á mömmu minni og uppáhalds- bókinni, Á Saltkráku eftir Astrid Lindgren. Kött- urinn varð eitt sinn svo veikur að ég varð að gefa honum stera. 13. Þegar ég var unglingur las ég eftirfarandi ljóð í bók Jóns Friðriks Ara- sonar, Tveir fuglar og langspil: ,,ef ég væri skáld / væri him- inninn lamb- húshetta / og eng- um yrði kalt.“ Ég var heill- uð. 14. Þegar ég var 19 ára vann ég við að ryksuga köngulær í suðurfrönsku klaustri. Eftir það fannst mér þær eilítið geðslegri en áður. 15. Ég hef farið í handahlaup á kínverskum hótelgangi. ai@mbl.is RITHÖFUNDURINN GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR 15 HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM MIG 2 5 14 Morgunblaðið/Árni Sæberg „Við Guðrún systir mín, sem er fjórum árum yngri en ég, eigum sama afmælisdag. Í tímans rás hefur því gilt að við skiptumst á um að halda afmælisboð og ég reikna með að fara í kökur til hennar. Um kvöldið er svo aðalfundur hjá blakdeild íþrótta- félagsins Hamars hér í bæ og hver veit nema ég komi með kökur á fundinn til þess að trekkja fólk að,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Kjöríss í Hveragerði, sem er 46 ára í dag, 9. febrúar. Valdimar segir að heilt yfir hafi lífið farið vel með sig. Hann sé í skemmtilegu starfi hjá fjölskyldufyr- irtækinu, eigi góða að og börnum þeirra Sigrúnar Kristjánsdóttur vegni vel í lífi og leik. „Eftir því sem krakkarnir hafa komist betur á legg og maður er ekki eins bundinn af því að fylgja þeim eftir á íþróttamótum hef ég gefið mér meiri tíma sjálfur í sportið. Er bæði í blaki og hlaupum og tók t.d. þátt í Mývatnsmaraþoni sl. vor sem var al- veg ljómandi skemmtilegt.“ Valdimar Hafsteinsson er 46 ára í dag Kökurnar hjá Guð- rúnu systur í kvöld Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar @mbl.is Blaðamenn Sig- urður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Ásgeir Ingvarsson, Elín Albertsdóttir, Finnur Thorlacius. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. Bókin Nú er glatt á hjalla hjá bókaunnendum því það eru útsölur á bókum víðast hvar og þar af leiðandi lag að ná í þær jólabækur sem ekki skiluðu sér í pakkana. Ýmsir ilmandi titlar eru á hálfvirði, til dæmis Listaverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thors- son. Það er því ekki eftir neinu að bíða fyrir bókaþjóð- ina – allir að bóka sig upp! Bíómyndin Lítið lát er á vel- gengni Contraband, spennu- myndar Baltasars Kormáks, og þegar þetta er rit- að standa tekjurnar í 8,7 millj- örðum króna. Allir sem eiga eftir að sjá afrekið ættu því að haska sér í bíó til að berja augum drög Baltas- ars að heimsyfirráðum. Flíkin Hin rysjótta tíð sem mörlandinn hefur mátt búa við undanfarið kallar á klæðnað sem ræður við veðráttuna. Til alls fyrst er að búa fæturna sæmilega enda eru illa skóaðir ein- staklingar kaldir úti þeg- ar illa viðrar. Hunter-stígvél eru ekki bara dugandi í öllum veðrum heldur líka stælleg í meira lagi. Það er líka eitthvað við fallega klæddar dömur í eld- rauðum gúmmístígvélum … Menningin Íslenski dans- flokkurinn setur iðulega upp dansverk sem fá gesti til að gleyma stað og stund, og fátt er skemmtilegra en að sjá tilfinningar túlkaðar í dansi. Sýningin Mínus 16 eftir Ohad Naharin er hörku- flott sýning með frábærri tónlist. MEÐMÆLI VIKUNNAR Hver man ekki hinn tilfinningaríka flutning leik- arans Johns Hannah á ljóði W.H. Audens, Funeral Blues, í kvikmyndinni Fjögur brúðkaup og jarð- arför? Skáldið öðlaðist þar frægð á einni nóttu, að kalla, 20 árum eftir andlát sitt, en hann féll frá árið 1973. Skáldið Auden kom til Íslands árið 1937 og aft- ur 1964. Í seinna skiptið er meðfylgjandi mynd tekin og settist þá Auden niður með menning- arjöfrum úr röðum heimamanna og fékk sér tár á Hótel Borg. Á myndinni má sjá frá vinstri Auden sjálfan, Gunnar Gunnarsson rithöfund, Sigurð Nordal prófessor og Tómas Guðmundsson skáld. Um sama leyti fór Morgunblaðið þess á leit við Auden að fá að þýða ljóð eftir hann til birtingar, að því er fram kemur í dagbókum Matthíasar Jo- hannesen. Matthías greinir svo frá framvindu mála gegnum breska sendiherrann: „Basil Boothby, sendiherra Breta á Íslandi, hefur skrifað mér bréf og segir að við megum þýða eftir Auden ljóð, ef við viljum. „He says: Since Iceland is for me, a „holy gro- und“ I shall ask no fee.“ Tímavélin Stöðvið allar klukkur … Leikararnir fimm sem tilnefndir eru fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla mættu allir í heiðurskvöld- verð sem efnt var til fyrir alla þá listamenn sem tilnefndir eru í ár. Fimmmenningarnir stilltu sér upp fyrir framan stækkaða útgáfu af Óskarsstyttunni og fór vel á með þeim þrátt fyrir að enginn verði annars bróðir þegar kemur að því að velja einn þeirra til að hampa sjálfri styttunni. Afhendingin fer fram í Kodak Theatre í Los Angel- es hinn 26. febrúar nk. Leikararnir eru frá vinstri: Gary Oldman (Tinker Tailor Soldier Spy), Jean Dujardin (The Artist), Demian Bichir (A Better Life), Brad Pitt (The Tree of Life) og George Clooney (The Descendants). Vinir Óskars Þar sem stórleikarar koma saman, þar er gaman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.