Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 24
24 finnur.is 9. febrúar 2012 Þ að fer vel á því að BL, bílafyrirtæki með nýju nafni, kynni glænýjan bíl frá einum af mörgum at- hygliverðum framleiðendum þess, Subaru. Í sl. viku kom til landsins fyrsta eintakið af al- gjörlega nýjum bíl, Subaru XV. Þessi bíll er byggður á Impreza-bíl fyrirtækisins og undirvagninn er sá sami. Samt er hann gjörólíkur í útliti og miklu hærri, semsagt Impreza á háum hælum! Hann er þó ekki nema 50 kg þyngri en Impreza og vegur aðeins 1.400 kg sjálfskiptur og 30 kg minna bein- skiptur. Subaru XV svipar mjög til margra jepplinga í stærð og þeg- ar honum var lagt við hliðina á Range Rover Evoque eftir reynsluaksturinn sást að hann er svo til alveg jafn langur. Subaru XV er sérlega háfættur og hefur 22 cm undir lægsta punkt, hæð sem margur jeppinn mætti vera stoltur af og það ætti að nýtast honum vel hér á landi. XV er fjór- hjóladrifinn eins og allar aðrar gerðir Subaru-bíla, á verði sem er undir verði flestra annarra jepp- linga og því nokkuð vænlegur kostur fyrir létta buddu Íslend- inga þessa dagana. Frískleg ytri hönnun Ytri hönnun bílsins er frískleg og ég er ekki frá því að hann sé nokkuð töffaralegur á sínum svörtu felgum með breiða svarta hjólskálaboga, snarlækkandi gluggalínu aftur eftir bílnum, skyggðar afturrúður og afgerandi hvasslínur á afturenda. Djörf og skemmtileg hönnun. Ekki er um sömu djörfung að ræða að innan, þar er allt frekar venjulegt og lág- stemmt. Stjórntækjum er ágæt- lega fyrir komið og virkni þeirra og staðsetning ágæt. Innrétting er íburðarlítil. Mikil plastnotkun er ríkjandi, í mæla- borði, hurðum og reyndar um all- an bílinn. Að þessu leyti stingur þessi bíll ekki mikið í stúf við aðra Subaru-bíla, en þeir hafa und- anfarin ár verið nokkuð íburð- arlitlir að innan. Þar liggja heldur alls ekki kostir Subaru-bíla, held- ur miklu frekar í góðum aksturs- eiginleikum, drifgetu, endingu og góðri smíði. Rými í aftursæti er einstaklega gott, bæði fyrir fætur og höfuð. Sætin eru óvenju mjúk og jafnvel um of þar sem ökumaður og far- þegi sökkva töluvert í þau. Skott- rými er lítið og minna en í mörg- um jepplingnum, ekki síst þar sem gólfið er óvenju hátt. Boxer-vél sem liggur neðarlega Vélarnar sem í boði eru í XV eru 2,0 l bensínvél af boxer-gerð og 2,0 l díselvél af boxer-gerð. Bens- ínvélin er 150 hestöfl og díselvélin 147. Reynsluakstursbíllinn var með bensínvélinni og sjálfskiptur, en hann verður einnig hægt að fá beinskiptan en díselbílinn ein- göngu sjálfskiptan. Þessi bens- ínvél dugar bílnum en ekkert meira en það. Betra væri að búa að meira afli þegar taka þarf fram úr eða leika sér með þennan ann- ars afbragðsgóða akstursbíl. Að aka Subaru XV er ein- staklega lipurt og ljúft. Hann er nákvæmur í stýri og fjöðrunin er hreint afbragð. Bíllinn var reyndur á malarvegi, talsvert holóttum og stóð sig frábærlega þar. Fjöðrunin er þó einna ljúfust í borg- arumferðinni og hann fer ein- staklega vel með farþega. Einn af stærri kostum allra Subaru-bíla er boxer-vélin. Hún liggur neðarlega í bílunum vegna þverstæðra strokka hennar og færist því þyngdarpunkturinn niður og eyk- ur á góða aksturseiginleika þeirra. Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Subaru XV Frísklegur á háum hælum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Subaru XV mun vafalaust höfða til margra íslenskra kaupenda, enda er bíllinn fallegur að utan, notadrjúgur, góður akstursbíll með mikla torfærugetu og fæst á góðu verði. Subaru XV Árgerð 2012 • 17“ álfelgur • Eigin þyngd: 1.400 kg • Burðargeta: 540 kg •Verð frá 5.790.000 kr. • 6,6 l/100 í bl. akstri • Umboð: BL • 0-100: 10,7 sek. •Hámark:187km/klst • Fjórhjóladrif •Mengunargildi: • 160 g CO2/km •Farangursr. 1.270 l. • 2,0 l. bensínvél • 150hestöfl/240Nm • 6 gíra CVTssk. Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.