Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Heimildir rekja tengsl kristni og lambsins til sögu
Gamla Testamentisins af því þegar Abraham fékk boð
um að fórna syni sínum. Slátrun páskalambs var mik-
ilvægur hluti af hátíðahaldi gyðinga og í sögunni af
Móse og faraó Egyptalands gekk dauðinn framhjá þeim
dyrum sem merktar voru blóði páskalambsins. Jesú
Jósepsson er á ýmsum stöðum i Biblíunni kenndur við
lamb og krossfestingin við fórnun og slátrun páska-
lambsins.
Raunar er talið að hefðin fyrir lambakjötsáti á þess-
um tíma árs hafi upphaflega komið til vegna þess að
hebreskir hirðingjar urðu að neita sér um kjöt á meðan
ærnar voru með lambi, og héldu því hátíð þegar þeir
gátu fyrst slátrað sér til matar eftir sauðburð að vori.
Gaman er að geta þess að hjá mörgum kaþólskum
þjóðum birtist lambið á veisluborðum í kökuformi, og
er þá bakað í serstöku móti og skreytt með hvítu kremi.
L
ambakjöt er algengt á
veisluborðum landsmanna
um páska. Lambið er ekki
bara ljúffengt að snæða
heldur hefur það trúar-
lega tilvísun sem nær allt aftur til
tíma Abrahams.
Aðalbjörn Jónsson hjá Kjöt-
vinnslunni Snæfelli á Egilsstöðum
segir koma mikinn kipp í lamba-
kjötssölu í kringum páska og þeir
séu, ásamt jólum, þorra og grill-
tímabilinu meðal stærstu toppa
ársins. „Páskalærin, lambalæri á
beini, eru langvinsælust og hefð-
bundinn páskamatur í hugum
flestra Íslendinga. Vitaskuld eru
margir sem vilja frekar bjóða upp
á lambahrygg eða lamba-filé þó
það sé dýrara kjöt, en filéð og
lundin eru auðvitað alveg sér á
báti.“
Kjötvinnslan Snæfell er í eigu
Sláturfélags Austurlands sem er
sameignarfélag 111 bænda á svæð-
inu. Lambið sem Snæfell verkar
og vinnur er selt á vefsíðunni
www.snaefellkjot.is.
Það virðist ekki hafa breytt mat-
arvenjum landans á hátíðardögum
þó efnahagsástandið sé ekki með
besta móti á mörgum heimilum.
„Eflaust hefur fólk eitthvað breytt
matarinnkaupunum hversdags og
við sjáum t.d. hagsýna heim-
ilisfeður og húsmæður leita í aukn-
um mæli í að kaupa heila skrokka.
En sama hvernig efnahagsástandið
er þá reynir fólk að gera vel við
sig endrum og sinnum og þegar
kemur að hátíðarmatnum helst
kjötsalan mjög stöðug.“
Geymslan skiptir máli
Lambakjötið er ekki bara snætt
út af menningarlegum tengslum
við páskahátíðina, heldur er það
raunin að íslenskt lamb er sann-
kallaður sælkeramatur. „Ófáir sér-
fræðingar hafa kveðið upp þann
úrskurð að íslenskt lambakjöt sé
með betra kjöti sem hægt er að
finna og fáir geta keppt við bragð-
gæði íslenska lambsins,“ segir Að-
albjörn.
Hann segir líka að neytendur
geti alla jafna gengið að því vísu
að fá gott kjöt í verslunum og þá
segir Aðalbjörn að ekki þurfi
mikla þekkingu til að meta með
sjón og þreifingu hvort vöðvinn er
pattaralegur og fitumagnið hæfi-
legt. Til að ná fram bestu eig-
inleikum lambsins sé hins vegar
mjög æskilegt að huga rétt að
geymslu kjötsins, leyfa því að
þiðna rétt og leyfa helst að
meyrna í nokkra daga.
Aðalbjörn segir best að leyfa
lærinu að hægþiðna inni í ísskáp
og sitja í kælinum við 4 °C hita í
3-4 daga. „Forðast ætti eins og
frekast er unnt að þíða og frysta
kjötið á víxl en með hverri fryst-
ingu missir kjötið safa enda herp-
ast vöðvarnir saman við fryst-
inguna.“
Inn í heitan ofn
Sjálf matreiðslan er einföld og
Aðalbjörn segir erfitt að klúðra
eldun á lambalæri. „Sú tíð er samt
liðin að allir vilji hafa lambið gegn-
umsteikt. Sjálfur ólst ég upp við
að lambið var vel eldað en þegar
ég fór að matreiða kjötið sjálfur
fann ég mínar eigin leiðir og þykir
ágætt að sjá smá bleikt við beini.
Sumir vilja jafnvel hafa kjötið vel
rautt.“
Sama hvort lambið er eldað lítið
eða mikið segir Aðalbjörn góða
reglu að setja steikina inn í vel
heitan ofninn í 10-15 mínútur en
hægelda svo á 100-120 °C. „Þannig
heldurðu safanum betur í kjötinu.
Þetta er langbesta eldunar-
aðferðin.“
Áður en lambið er eldað þarf
kjötið að ná stofuhita inn að
kjarna. „Hver og einn hefur svo
ólíkar óskir um hvernig steikin er
krydduð. Mörgum þykir gott að
nota jurtir einsog blóðberg og
rósmarín og fá villibragðið en aðrir
vilja nudda kjötið upp úr salti og
pipar. Sjálfum þykir mér best ef
leyfa má kjötinu að liggja krydd-
uðu í eins og sólarhring svo það
taki vel í sig bragðið af krydd-
blöndunni.“
ai@mbl.is
Gott að leyfa
lambinu að
meyrna í
nokkra daga
Safinn helst betur í kjötinu ef steikin er sett inn í vel heit-
an ofn í 10-15 mínútu en hitinn svo lækkaður
Sauðir Aðalbjörn segir misjafnt því hvernig fólk vill hafa lambið. „Sjálfur ólst ég upp við að lambið var vel eld-
að en þegar ég fór að matreiða sjálfur fann ég mínar eigin leiðir og finnst ágætt að sjá smá bleikt við beinið.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Lambið og trúin
Um þrjátíu hljómsveitir koma fram á
rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður sem
haldin verður á Ísafirði um páskana.
Tónleikarnir verða haldnir í Græna-
garði við Skutulsfjarðarbraut og fara
fram á föstudaginn langa og laugar-
daginn. Á skírdag verður skemmtun í
Ísafjarðarbíó þar sem fram munu
koma landsfrægir listamenn. Hátíðin
Aldrei fór ég suður er nú haldin í ní-
unda sinn. Til stóð að hátíðin yrði
haldin í slippnum á Skiptatanga sem á
endanum reyndist ekki gerlegt og því
varð Grænigarður niðurstaðan.
Eins og undanfarin ár er enginn að-
gangseyrir að hátíðinni. Allt tónlist-
arfólkið sem kemur fram gefur vinnu
sína.
„Hljómsveitirnar í ár eru góð blanda
af hljómsveitum og höfum við passað
upp á að blanda saman fjölbreyttum
lista af hljómsveitum. Nei, ég get ekki
sagt að þessi hátíð hafi neina sér-
stöðu miðað við hinar fyrri. Hér er allt-
af sama gleðin og fjöldi fólks kemur ár
hvert vestur þó við vitum ekki töluna
nákvæmlega enda höfum við aldrei
innheimt neinn aðgangseyri,“ segir
Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíð-
arinnar. Meðal hljómsveita og lista-
manna sem fram koma eru Klysja,
Dúkkulísur, Sykur, Pollapönk, Gudrid
Hansdóttir, Jón Jónsson, Muck, Mug-
ison, Retro Stefson og Skálmöld.Ísafjörður Rokkarinn Múgi í sveiflu á hátíðinni fyrir vestan á sl. ári.
Ókeypis rokkhátíð á Ísafirði
Hátíðin Aldrei fór ég suður
haldin á Ísafirði um páskana.
Þrjátíu rokksveitir koma vest-
ur. Alltaf sama gleðin.
Rokk Hátíðina sækja um 30 sveitir, sem hafa hver sinn stíl og stefnu.