Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Í páskaeggjaframleiðslu sinni leita starfsmenn Nóa Síríus fanga jöfnun höndum suður á Fílabeinsströnd og í íslensku fornritin. Kakóbaunir vaxa á trjánum í hinu framandi Afríkuríki sem er langt sunnan miðbaugs og merkingarhlaðnir málshættir í eggjunum koma úr velþekktum ís- lenskum ritum, til að mynda Ís- lendingasögum og fleiri kjörritum hins menningarlega gullforða þjóð- arinnar. Búið þarf margs við enda lætur nærri að fyrir páska fram- leiði Nói – Síríus tvö egg á hvern Íslending. Þrjár nýjungar í ár „Páskaeggin eru afar stór þáttur í okkar starfsemi. Þegar jólaönn- um lýkur taka eggin við og þetta er vertíð sem stendur alveg frá áramótum og til vors. Og þá tekur raunar strax við ákveðið þróun- arstarf, svo sem að ákveða nýj- ungar í framleiðslu næsta árs og hverju skuli skipt út en venjulega erum við með fjórtán til fimmtán vörunúmer í framleiðslu,“ segir Kristján Geir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Nóa – Síríus. Nýjungar Nóa þetta árið eru þrjár. Í fyrsta lagi úr Pippsúkkul- aði Pipp egg – en þau eru fyllt með koníaki, karamellu og pip- armyntu. Egg með Nóa-kroppi eru önnur nýjung og svo og egg með súkkulaðiperlum sem uppistöðu í skurn eggsins góða. Eggin eru svo fyllt af ýmsu sælgæti; svo sem kúl- um, brjóstsykri, konfektmolum og fleiru slíku – rétt eins og hefðin býður. Páskaskattur í eggjum En hvaðan kemur páskaeggjas- iðurinn? Í grein á Vísindavef Há- skóla Íslands segir af því að á fyrri öldum tíðkaðist að leiguliðar greiddu landsdrottnum sínum skatt nokkrum sinnum á ári og var páskaskatturinn gjarnan greiddur í eggjum. Á 17. öld varð algengt hjá yfirstéttinni að gefa páskaegg með trúarlegum myndum og heil- ræðum. Þegar kom fram á 18. öld fór að bera á hamingjuóskum, ást- arjátningum og stríðni í stað trúarlegra heilræða. Um svipað leyti fóru menn líka að stinga orð- sendingum samanbrotnum inn í eggin. Hér á landi voru páskaegg fyrst auglýst og boðin til sölu um árið 1920 hjá Björnsbakaríi í Reykja- vík. Eins og með ýmislegt annað er þó líklegt að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku fyrr og þau farið að berast hingað til lands um og upp úr aldamót- unum 1900. Ekki er alveg ljóst, segir á Vísindavefnum, hvenær farið var að setja málshætti inn í páskaeggin hér á landi en það hef- ur þó tíðkast lengi. Nói fór að framleiða súkkulaði í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar. Lærðu listina í Danmörku „Íslenskir súkkulaðigerðarmenn lærðu listina í Danmörku og hafa eflaust þar fengið hugmyndina að því að setja málshætti inn í eggin. Íslendingar virðast vera eina þjóð- in sem haldið hefur þessum sið allt fram á þennan dag,“ segir á Vís- indavefnum. Gerir sér gottið að góðu „Súkkulaðið sem við steypum páskaeggin úr er ekki ósvipuð til dæmis hefðbundnu rjómasúkkulaði en þeir sem best þekkja finna þó að bragðmunurinn er til staðar,“ segir Kristján sem telur nærri láta að fyrir hverja páska framleiði Nói-Síríus allt í allt um 600 þúsund súkkulaðiegg fyrir þjóðina sem gerir sér gottið að góðu. sbs@mbl.is Fílabeinsströndin og fornritin Tvö egg á hvern Íslending. Páskaeggin stór þáttur í starfi Nóa-Síríus. Ýmsar nýjungar þetta árið. Gam- all siður en málshættirnir eru svo að segja sér- íslensk hefð. Morgunblaðið/Kristinn Súkkulaði Nói Síríus framleiðir um 600 þúsund egg fyrir páskana. Sem jafnan sér ýmsa nýjunga stað þetta árið, segir Kristján Geir Gunnarsson sem stýrir markaðsmálum fyrirtækins. ’Páskaegg eru stórþáttur í okkar starf-semi. Þegar jólaönnumlýkur taka eggin við ogþetta er vertíð til vors. Sellókonsert í E-moll eftir Edward Elg- ar og sinfónía nr. 5 eftir Dmitri Shos- takovich eru á dagskrá tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og félaga úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands sem haldnir verða í tónlistarhús- inu Hofi á Akureyri á skírdag, 5. apríl, kl. 15. Einnig kemur fram Sæunn Þor- steinsdóttir sem leikur einleik á Selló. Sæunn hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar skapað sér sess sem einn fremsti sellóleikari okkar Íslendinga og hefur komið fram sem einleikari með fjölda sinfóníuhljómsveita víða um heim. Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands hefur verið árlegur og mik- ilvægur þáttur í starfsemi SÍ frá því hún hélt sína fyrstu tónleika árið 2009. Ungsveitin hefur hlotið mikla og verð- skuldaða athygli enda margt sérlega hæfileikaríkt ungt fólk þar á ferð. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum í Hofi verða alls 85 og aldrei áður hefur svo stór sinfóníuhljómsveit komið fram í húsinu og það í tónleikasalnum Hamraborginni sem er sérstaklega hannaður fyrir flutning á klassískri tón- list. Sæunn Þorsteinsdóttir. Sellókonsert og sinfónía Hátíð í Hofi á Akureyri á skírdagskvöld. Sígild dag- skrá og glæsileg. Alls 85 hljóðfæraleikarar. PÁSKATILBOÐ FULLT VERÐ 139.900 109.900 17,6 kw/h FULLT VERÐ 109.900 79.900 16,5 kw/h FULLT VERÐ 59.900 42.900 Grill sem endast FULLT VERÐ 54.000 44.900 16,5kw/h Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl.16 ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞEIM VÖRUM SEM ERU Á PÁSKATILBOÐI www.grillbudin.is FULLT VERÐ 79.900 59.900 16,5 kw/h

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.