Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 17

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 Þ ennan hóp mynda um tíu fjölskyldur sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á að ferðast um hálendi lands- ins á breyttum og öflugum jepp- um. Við höfum alltaf farið í góðan leiðangur um páskana og í ár er stefnan sett á Friðlandið að Fjallabaki. Við höfum aðgang að skála við Landmannahelli, þannig að þetta verður örugglega hin besta helgi í góðra vina hópi,“ seg- ir Benedikt Magnússon. Krakkarnir með snjóþotur Hópurinn sem Benedikt til- heyrir kallar sig Túttugengið og hefur farið saman í hálendisferðir um páskana í rúman áratug. „Við erum búin að fara ansi víða um hálendið. Þetta er fólk á öllum aldri. Sú yngsta sem fer með í ferðina að þessu sinni er eins árs. Venjulega hefjast þessi ferðalög miðvikudaginn fyrir páska og svo förum við heim annan í páskum, enda vinna daginn eftir hjá full- orðna fólkinu. Við karlarnir eigum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á breyttum jeppum. Allir í hópnum hafa síðan ríka löngun til að komast á staði sem fáir hafa áður náð að sjá. Við erum með vélsleða í þessum ferðum og leik- um okkur á þeim eins og mögulegt er og svo er auðvitað farið í öku- ferðir, þá ræður færðin hvert farið er. Krakkarnir eru með snjóþotur og önnur leiktæki, þannig að þetta er ein samfelld skemmtun fyrir alla. Á kvöldin er spjallað og borð- aður góður matur.“ Pyngjan ræður ferðinni Verð á bensíni og olíu hefur snarhækkað að undanförnu og eðli málsins samkvæmt hefur sá bitri veruleiki áhrif á ferðavenjur jeppamanna. „Það kostar um 100 þúsund krónur að fylla tankinn á bílunum, því reynum við að stytta ferðirnar. Ég held að sömu sögu sé að segja um aðra sambærilega hópa sem fara á hálendið. Vonandi verða snjóalög hagstæð í ferðinni, draumurinn er að komast upp á Torfajökul á jeppanum. Ég hef reynt nokkrum sinnum að komast á jökulinn, en færið hefur til þessa ekki verið hagstætt. Ef það tekst núna verður það auðvitað punkt- urinn yfir i-ið.“ Börnin áhugasöm Benedikt og kona hans Sigrún Magnea Gunnarsdóttir eiga fjögur börn sem fara öll með í páskaferð- ina. „Áhugi krakkanna er mikill. Þetta er ekki sport okkar sem eldri erum. Það eru margir mán- uðir síðan krakkarnir fóru að skipuleggja páskaferðina á hálend- ið. Svo er bara að vona að veðrið verði sem best. Það jafnast fátt á við að vera á hálendinu í góðra vina hópi,“ segir Benedikt Magn- ússon. karlesp@simnet.is Viðgerð Jeppamenn í viðgerðarbrasi í vetrarferð á Gæsavatnaleið. Fjallamaður Vonandi hagstæð snjóalög, segir Benedikt Magnússon. Færðin ræður hvert farið er Samfelld skemmtun fyrir alla aldurshópa. Túttugengið í páska- ferð. Ferðast um há- lendi landsins á breytt- um og öflugum jeppum. Tíu fjölskyldur saman að Fjallabaki. ALDAGÖMUL HEFÐ ÞROSKUÐ Í ÍSLENSKU UMHVERFI Íslenskir mjólkurbændur kynna með stolti hina íslensku Óðalsosta. Átta ostar byggðir á alþjóðlegri hefð og fullkomnaðir með besta hráefni sem völ er á — íslenskri mjólk. ERTU NÓGU ÞROSKAÐUR FYRIR BRAGÐIÐ? ÚR FÓRUM MEISTARANS OSTAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /M S A 58 05 6 01 /1 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.