Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 18
Tæki Áhöldin eru ekki margbrotin. Fyrst og fremst þarf gleði í verkið. 18 | MORGUNBLAÐIÐ Þó eggjagerðin sé ekki flókin segir Sigríður vissara að gera prufu í eldhúsinu nokkrum dög- um áður en páskarnir ganga í garð. Stundum þurfi örlitla til- raunastarfsemi til að bæði ná góðri súkkulaðiblöndu og svo til að ná góðu valdi á handtökunum við eggjagerðina. „Það væri ekki gott að standa í ströngu við eldavélina langt fram á aðfaranótt páskadags og mistökin verða frekar þegar fólk er að flýta sér. En þegar búið er að finna góða formúlu tekur páskaeggjagerðin ekki langan tíma.“ H vað er betra en að gæða sér á súkku- laðieggi á páskum? Jú, kannski að háma í sig heimagert páskaegg, fagurlega skreytt og einstakt, fyllt af öllu uppáhaldsnamminu. Sigríður Þorvarðardóttir á og rekur verslunina Pipar og salt á Klapparstíg í Reykjavík og segir að mót til páskaeggjagerðar seljist mjög vel. „Það eru örugglega yfir 20 ár síðan við fórum að selja þessi mót og eftirspurnin hefur alltaf verið að aukast. Við bjóðum eggjamót í fimm stærðum, frá dæmigerðri hænueggjastærð upp í stór og vegleg egg í stærð 6 eða þar um bil. Svo má ekki gleyma mótum til að gera súkkulaðihéra, en þau njóta líka mikilla vin- sælda.“ Krepputíð virðist bara hafa auk- ið áhuga landans á að gera eigin páskaegg. „Á heimilum með mörg börn geta mótin verið mjög fljót að borga sig upp, en svo er þetta líka kjörin leið fyrir þá sem hafa ofnæmi eða óþol sem hamlar þeim frá að borða venjuleg súkku- laðiegg út úr búð,“ segir Sigríður. „Við fáum einnig fjöldamargar pantanir frá Íslendingum búsett- um erlendis. Súkkulaðiegg á ís- lenska vísu eru vandfundin úti í heimi og ef eggin eru send með pósti er alltaf hætta á að þau brotni. Þess vegna fer fólk þá leið að búa til sín eigin egg til að halda í hefðina.“ Súkkulaðiblandan aðalmálið Um er að ræða glær plastmót sem móta „hömruð“ egg eins og Íslendingar eiga að venjast. Fyrst er skelin steypt og síðan fóturinn, og svo allt límt saman og skreytt. „Við látum fylgja með eggjunum ljósrit úr páskablaði Morgunblaðs- ins frá árinu 1994 þar sem farið er mjög ítarlega yfir hvernig best er að standa að páskaeggjagerðinni.“ Annars er eggjagerðin sáraein- föld og fljótleg, að sögn Sigríðar. „Aðalatriðið er að nota rétt súkku- laði og ágætt að prófa sig áfram til að finna réttu blönduna. Að nota hjúpsúkkulaði hjálpar til, bæði til að gera skelina harðari og fá fallegan gljáa en svo er ekkert sem segir að megi ekki bregða á leik og t.d. bæta út í lakkrískurli. Allt er hægt og þarf ekki að setja sköpunargáfunni neinar skorður.“ Byrjað er á að bræða súkku- laðið yfir heitu vatnsbaði. „Súkku- laðinu er svo hellt eða því penslað í mótin og gott að fara 2-3 um- ferðir. Eggið er þvínæst látið í kælinn um stund, og loks er eggið tekið út, og ylurinn frá höndunum notaður til að losa um eggið og fella það úr mótinu,“ segir Sigríð- ur og minnir a að helst má ekki sápuþvo mótin og á að láta duga að þurrka af þeim með eldhús- bréfi. „Næsta skref er að fylla eggin með því sælgæti, skrauti, málsháttum og gjöfum sem hverj- um hugnast best og svo eru sam- skeytin límd með sykurhúð eða súkkulaðirönd úr rjómasprautu.“ Þegar eggið er klárt og súkku- laðifóturinn kominn undir hefur súkkulaðimeistarinn frjálsar hend- ur um skreytingar. „Hingað í búð- ina hefur fólk komið til að sýna mér heimagerð egg sem hafa verið sannkölluð listaverk. Það má hengja á eggin fallega borða, fjaðrir eða annað páskaskraut, og getur verið efni í mjög skemmti- lega samverustund fyrir alla í fjöl- skyldunni.“ ai@mbl.is Ungar Í verslun Pipars og salts má fá margskonar páskaskraut sem er gullfallegt og setur skemmtilegan svip á heimilið um hátíðarnar. Margar pant- anir frá Íslend- ingum erlendis Með góðum mótum er ekki mikill vandi að gera eigið egg. Skiptir mestu að nota rétta súkku- laðiblöndu. Mót til súkkulaðigerðar seljast vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mót Sigríður Þorvaldsdóttir með mótin sem þarf til páskaeggjagerðar. „Næsta skref er að fylla eggin með því sælgæti, skrauti, málsháttum og gjöfum sem hverjum hugnast best,“ segir Sigríður hér í viðtalinu. Gott að gera prufu- keyrslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.