Morgunblaðið - 29.03.2012, Qupperneq 2
2 finnur.is 29. mars 2012
Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is
Axel Axelsson
Löggiltur fasteignasali
Heimir Bergmann
Sími 822 3600
heimir@domusnova.is
heimir.domusnova.is
Nánari uppl. veitir Heimir Bergmann
4ra-5 herb. íbúð
í Grafarholti óskast
– fyrir viðskiptavin sem þegar hefur selt sína eign
Flestum Íslendingum þykir snúið að aka
þar sem vinstri bílaumferð er ríkjandi.
Slíkt fyrirkomulag er jú spegilmynd þess
sem við þekkjum, stýrið í bílunum öfug-
um megin og hægastur vandinn að verða
vananum að bráð og gera einhverjar
gloríur, til dæmis þegar inn í hringtorg
kemur þar sem allt gangvirkið er á röng-
unni. Engu að síður var vinstri umferð við
lýði í áratugi hér á landi og þeir sem fengu
bílpróf fyrir 1968 muna slíkt fyrirkomu-
lag. Það var nefnilega á því herrans ári
sem skipt var yfir í hægri umferð hér á
landi. Gamla lagið má glöggt sjá á mynd-
inni hér til hliðar, sem tekin er í þann
mund sem umbreytingin átti sér stað.
Horft er í vesturátt frá gatnamótum
Miklubrautar og Lönguhlíðar, og efst á
myndinni til hægri glittir í gatnamót
Miklubrautar og Rauðarárstígs. Flestir
eru því eflaust fegnir að ráðist var í um-
breytinguna þó það snemma enda væri
umstangið, umfangið og tilkostnaðurinn
við slíka aðgerð næsta óyfirstíganlegur
nú á dögum.
Tímavélin
Ólafur K. Magnússon
Vinstri hægri snú!
Hún er þekkt fyrir skemmtileg uppátæki og framúrskarandi leik, en
Ágústa Eva Erlendsdóttir á sér ýmsar hliðar sem ekki eru á allra vit-
orði. Finnur sló á þráðinn og fékk hana til að deila nokkrum leynd-
armálum með lesendum. Ágústa kemur um þessar mundir fram í
leikritinu Ævintýri Múnkhásens sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu.
1. Ég stamaði þegar ég var lítil. Fingurinn beinist
einna helst að eldri systkinum mínum, því þau
kitluðu mig svo mikið. Ég hætti að stama án að-
stoðar, þetta fór af sjálfu sér. En ég get dottið
um orðin enn þann dag í dag ef ég verð mjög
æst eða reið.
2. Þegar ég var barn og búsett í Hveragerði,
fannst mér agúrkur bestar í heimi. Ég var oft
kölluð Ágústa agúrka.
3. Ég á gleraugu sem ég þyrfti að nota, en
nenni því aldrei.
4. Ég er eiginlega alltaf með kalda fingur og
tær.
5. Ég trúði á yfirnáttúrlega hluti á tímabili, til
dæmis guð, en geri það ekki lengur. Lífið virðist
mun merkilegra og innihaldsríkara fyrir vikið.
6. Ég held að ég hafi drepið hest í æsku, óvart.
Ég held að ég hafi eitrað fyrir hann um nokkurt
skeið, gefið honum reglulega eitraðar jurtir.
7. Ég hef mikið teiknað í gegnum árin
og á tímabili var ég í skóla að
læra að teikna.
Hver veit nema
það eða eitthvað því tengt hefði komið í
staðinn ef ég hefði ekki dottið inn í leiklistina.
8. Þegar ég var unglingur fór ég til útlanda í
keppni í sápuóperuleik, ég fékk tilboð um að
flytja til New York til þess að leggja sápu-
óperuna fyrir mig. Ég gerði það ekki.
9. Ég er mjög gjörn á að sjúkdómsgreina
sjálfa mig, oftast er það einhver alvarlegur
sjúkdómur sem ég sannfæri sjálfa mig að ég
sé með. Ég hef ekki verið greind með neitt þrátt fyrir ýmsar rann-
sóknir.
10. Með því leiðinlegra sem ég á til að gera er það að labba, lengri
vegalengdir, útilegur og gisting í tjaldi er þar með talið ásamt fjall-
göngum, sem ég fer í bara gegn borgun. Svona 700 metrar myndi
ég segja að væri þolanlegt.
11. Það skemmtilegasta sem ég hef séð í sjónvarpi eru breskir grín-
þættir sem heita Nighty Night. Þeir
eru skrifaðir af aðalleikkonu þáttanna
Juliu Davis. Gálgahúmor af bestu
gerð.
12. Ég hef áhuga á ættfræði.
13. Ég var feimið barn. Þegar ég
komst á unglingsárin fór feimnin að
renna af mér.
14. Við áttum heitan pott í bakgarð-
inum okkar í Hveragerði og þar lágum
við á sólríkum sumardögum.
Sælar minningarnar úr þeim
bænum og ég bið að heilsa öll-
um sem þar eru!
15. Besta leiksýning
sem ég hef séð var
rússnesk áhuga-
mannaleiksýning.
Hún fékk mig til að
skilja af hverju leikhús
væru til yfirhöfuð.
ai@mbl.is
LEIKKONAN
ÁGÚSTA EVA
ERLENDSDÓTTIR
15 HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM MIG
6
2
10
„Að stofna rokkhljómsveit og spila
frumsamin lög er ekki krísa fyrir
miðaldra karlmenn sem nenna ekki
að ganga í Frímúrararegluna eða
Oddfellow og klæðast mörgæsa-
búningum. Nei, það er endalaus út-
rás fyrir sköpunargleði, ósagðar
sögur og skemmtilegheit,“ segir
Karl Örvarsson. Hann er einn þeirra
sem skipa hljómsveitina Trúboðana
sem með sveitinni Heflunum held-
ur tónleika á Græna hattinum á Ak-
ureyri nk. laugardagskvöld. Herlegheitin byrja kl. 22.
„Í báðum sveitum er að finna gamla spilafélaga
sem leikið hafa í mörgum rokk- og poppsveitum
Norðlendinga. Segja má að hér sameinist akureyrsk
rokk- og tónlistarsaga í eitt,“ segir Karl Hann nefnir í
þessu sambandi sveitirnar Zýkklana, Hún andar, Ex-
it, Stuðkompaníið, Dægurlagapönkhljómsveitin
Húfa, Útópía, og fleiri. „En hér er það rokkið sem
gildir, orka sem fær fólk til að gleyma stund og
stað,“ segir Karl.
Heflar og Trúboðar á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöld
Ljósmynd/Daníel Starrason
Alveg endalaus útrás
Karl
Örvarsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar
Davíð Oddsson, Haraldur Johannes-
sen Umsjón Jón Agnar Ólason
jonagnar @mbl.is Blaðamenn Sig-
urður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@
mbl.is Ásgeir Ingvarsson, Bergljót
Friðriksdóttir, Finnur Thorlacius.
Auglýsingar finnur@mbl.is, sími
5691107 Prentun Landsprent ehf.
Maturinn Nú er málið að
taka stjórn á lífi sínu og
koma sér upp
nokkrum helstu
kryddjurtunum,
ferskum í pott-
um. Ferskar
kryddjurtir hefja all-
an mat upp í æðra veldi
en verðið út úr búð er oftast
alveg úti í móa. Byrjaðu á
steinselju, basil, mintu og
blóðbergi, jafnvel rósmaríni,
og þér mun vel farnast við
matarborðið í framhaldinu.
Menningin Ævintýri hins
hraðlygna bar- óns
von Münch-
hausens eru
með þeim galn-
ari sem heims-
bókmennt-
irnar geyma,
en um leið ómissandi
skemmtun fyrir alla aldurs-
hópa. Nú hefur Gaflaraleik-
húsið sett baróninn á svið,
með grallarann Gunnar
Helgason í tiltilhlutverki. Við
blasir að þetta er hittari.
Þarfaþingið Tann-
burstinn, gott fólk.
Tannburstinn. Við
fáum fregnir af því
að tannheilsuleysi
ógni heilli kynslóð
vormanna Íslands
því hér gera börnin
meira af því að baða
tennurnar í gosi en að
bursta þær. Gyrðum í brók
og gerum bragarbót á; það
er miklu fyrirhafnarminna,
ódýrara og síður kvalafullt
að skrúbba tennurnar en að
þurfa að fara í rótarfyllingu.
Bókin Afmælisdagar með
málsháttum er
bráðsniðug bók og
eitthvað svo ís-
lensk. Bókin kom
fyrst út árið 1950
en hefur nú litið
dagsljósið í lít-
illega endurbættri og
uppfærðri útgáfu. Séra Frið-
rik A. Friðriksson valdi máls-
hættina upprunalega og
sagði í inngangi um máls-
hættina: „Eru gróði hverjum
þeim er kann.“ Orð að
sönnu.
MEÐMÆLI
VIKUNNAR