Morgunblaðið - 29.03.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.03.2012, Qupperneq 6
geisar. Hamill leikur einmitt hermann að nafni Griff sem er skytta af Guðs náð en þvertekur hinsvegar fyrir „að fremja morð“ eins og hann orðar það. Myndinni var vel tekið á sínum tíma, var tekin til keppni á kvikmyndahátíðinni í Cannes og er í dag með 91% skor á Rotten Tom- atoes. The Big Red One var við frumsýningu 113 mínútur að lengd. Árið 2004, sjö ár- um eftir andlát leikstjórans Fuller, var óklippt útgáfa frumsýnd, sömuleiðis í Cannes, sem er heilar 162 mínútur að lengd. Í kjölfarið hefur talsverð „költ“-menning orðið til í kringum myndina og þykir hún almennt í hópi forvitnilegri stríðsmynda sem greina frá hild- arleik seinni heimsstyrjaldarinnar. The Big Red One er sýnd á TCM í kvöld, fimmtudagskvöld, og er um upprunalegu útgáfuna að ræða. T he Big Red One er leikstýrt af Samuel Fuller, sem sjálfur þekkti vígvelli seinni heims- styrjaldarinnar mætavel af eigin raun. Myndina gerði hann árið 1978, sem útskýrir sumpart hvers vegna Mark Hamill er í einu aðal- hlutverkanna. Hamill skaust sem kunnugt er upp á stjörnuhimininn árið áður þegar fyrsta Stjörnustríðs- myndin sló í gegn og var með eft- irsóttari leikurum Hollywood í kjöl- farið. Þannig atvikaðist vera hans í myndinni á meðan liðþjálfinn, að- alpersóna myndarinnar, er leikinn af sjálfum Lee Marvin, engum að óvör- um enda harðsoðnir byssumenn hans ær og kýr, allan hans leik- araraferil. Myndin rekur samveru fjögurra her- manna sem eru í sömu herdeild og átökin sem þeir lenda í gegnum stríð- ið. Leikstjóranum Fuller er umhugað um samanburðinn á drápi og morði, enda fín lína þar á milli meðan stríð 6 finnur.is 29. mars 2012 um Mme Tussauds tekist bæri- lega upp með þau, einkum Angelinu; Brad blessaður virðist hafa verið á óþarflega mögru fóðri upp á síðkastið ef marka má vax- myndina því hann er heldur kinnfiskasognari en vanalega. Hvort honum verða gefnar bústnari kinnar í millitíðinni fram að opnun skal ósagt látið en kemur í ljós þegar safnið verður opnað, sem fyrr segir í maí næstkom- andi. Vaxmyndasafn madame Tussauds er hið þekktasta sinnar tegundar og verður nýtt útibú opnað í maí næstkomandi í Sydney í Ásrtralíu. Ýmis kunn andlit sem safnið mun hýsa eru þegar farin að skjóta upp kollinum í borg- inni. Þar á meðal eru skötuhjúin Brad Pitt og An- gelina Jolie, en þau híma á útsýnishæð Sydney To- wer Eye út- sýnisturns- ins þangað til hið nýja safn verður opnað. Eins og venja er hefur vax- listamönn- Madame Tussauds opnar í Sydney Brangelina í vax Sófakartaflan hefur áður haft á orði hversu gaman hún hefur af því að gleyma sér yfir góðri heimildarmynd. Þá er kunnara en frá þurfi að segja að hún er áhugasöm um fallegan fatnað. Báðum hugðarefnunum var svalað yfir mynd sem var á dagskrá Stöðvar 2 í fyrrakvöld. hún nefnist „Schmatta: Rags to Ric- hes to Rags“ og segir frá tísku- og textíliðnaði í Bandaríkjunum á 20. öld, hvernig menn gerðu stórveldi úr engu en sáu svo áratuga starf verða að engu er störfunum var öllum úthýst til þrælkunarbúða í þriðja heiminum. Og allan tímann hugsaði sófakartaflan um það hvar hún hefði heyrt orðið „schmatta“ áður? Orðið er úr jiddísku og merkir efni eða vefnaður og varð samheiti yfir bransann í New York á fyrstu árum síðustu aldar. Allt um það, myndin var hin áhugaverðasta og kenndi, ef eitthvað, að stórfyrirtæki geta keppt á grundvelli fjöldaframleiðslu og lágs verðs en fjölskyldufyrirtæki eiga að sjá um að keppa á grundvelli hágæða og handverks. Og svo rifjaðist það loks upp – ódámurinn Bernie Bernbaum, sem leikinn er af John Turturro í gangsteramynd Coen- bræðra, Miller’s Crossing, var jafnan kallaður The Schmatta Kid af óvildarmönnum sínum þar eð hann var uppstrílaður spjátrungur af lífi og sál, og gyðingur í ofanálag. Ein sneið til þýðandans að lok- um – umræddur bandarískur tískuhönnuður hét Geoffrey Beene, en ekki Geoffrey Bean. SÓFAKARTAFLAN RAUSAR Smjattað á „schmatta“ DAGSKRÁIN UM HELGINGA Úrslita- þáttur Gettu bet- ur er ávallt skyldu- áhorf og skemmtun hin besta, ekki síst nú til dags þegar dómararnir spila burðarrulluna refja- laust. Sýndur á RÚV. Föstudagur In Good Company er fínasta gam- anmynd sem fjallar um rómans og metorð á auglýs- ingastofu. Scarlett Jo- hansson meiðir ekki aug- un frekar en fyrri daginn. RÚV. Föstudagur Einmitt myndir eins og True Lies voru aðall Arnalds frá Austurríki áður en hann fór í landsmála- pólitíkina. James Came- ron kann þetta líka allt saman. Stöð 2. Laugardagur Ást á tím- um kól- erunnar er gerð eftir sögu Gabríel Garcia Marquez og skartar Javier Bardem í aðalhlutverki. Betur verður vart boðið. Myndin er sýnd á RÚV. Uns Adele þóknast að halda hér tón- leika ger- um við okkur upptökur að góðu, eins og þessa frá Royal Albert Hall í London frá því 2011. Einstakir tón- leikar, sýndir á Skjá 1. Sunnudagur Allir kannast við Lee Marvin feluklæddan og mundandi vopn í stríðsmyndum. Færri kannast við Mark Hamill, sem lék Loga Geimgengil, í framangreindu samhengi. Stórmyndin The Big Red One býður meðal annars upp á þessa óvanalegu tvennu. * Mark Hamill léði rödd sína sömuleiðis í tölvuleikinn Call Of Duty: The Big Red One. *Scorsese leist ekki illa á það, en var farinn að leggja drög að gerð Raging Bull og varð að afþakka. * Fjölmargar senur í myndinni eru byggðar beint á reynslu leikstjórans sjálfs í stríðinu. *Fuller, sem sjálfur var gyðingur, valdi gyðinga í öll hlutverk nasista í myndinni. *Fuller vildi fá Martin Scorsese til að leika óbreyttan Vinci, hermann í hópnum sem myndin fjallar um. Vissirþú að... Rauði ásinn Lee Marvin eins og við þekkjum hann flest - grjótharður og klár í slaginn. Mark Hamill mundar hólk- inn í The Big Red One Merki 1. sveitar fótgönguliðsins í Bandaríkjaher - Rauði ásinn. Sunnudagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.