Morgunblaðið - 29.03.2012, Side 10

Morgunblaðið - 29.03.2012, Side 10
10 finnur.is 29. mars 2012 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is 1987 - 2012 Við erum 25 ára Afmælistil boð í mars *Kortið gildir frá mars til 25. september 6 mánaða kort* á 25.000 kr. H rafnhildur Schram listfræðingur hefur verið sjálf- stætt starfandi fræðimaður frá síðustu alda- mótum og að mestu unnið við skriftir og sýning- arstjórnun. Hún hefur helgað sig rannsóknum og skrifum um sögu íslenskra myndlistarkvenna og er höf- undur bókarinnar Huldukonur í íslenskri myndlist. Síðast setti hún upp málverkasýninguna Draumlandið mitt í norðri, í Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum, sem lauk fyrr í mánuðinum. „Sýningin fjallaði um danska listakonu, Karen Agnete, sem flutti til Íslands árið 1929 með eiginmanni sínum, Sveini Þórarinssyni listmálara, og bjó hér og starfaði í yfir hálfa öld,“ segir Hrafnhildur. „Þau deildu vinnustofu og sýndu verk sín ævinlega saman og því gaf sýningin tilefni til að hugleiða parsambönd listamanna og þá félagslegu annmarka sem þeim hafa oft fylgt og báðir aðilar liðið fyrir. Hjónin Karen Agnete og Sveinn virtust hafa fundið heilla- vænlega leið til að þroskast sem skapandi listamenn innan ramma kærleiksríks parsambands, án þess að flækjast í hefðbundnar skoðanir um karllæg og kvenlæg hlutverk.“ Ófyrirsjáanlegur matseðill Á heimili Hrafnhildar er það hún sem eldar. „Það hefur ekki verið mikið um ástríðufulla áhugakokka nálægt mér svo ég hef alltaf staðið fyrir eldamennskunni og átt sviðið ein. Það hefur verið bæði skemmtilegt og skapandi, ólíkt flestum öðrum heimilisstörfum. En maður þarf að gæta þess að detta ekki inn í ákveðið mynstur og reyna að forð- ast sömu réttina ákveðna daga vikunnar, sem mikið var um á mínum uppvaxtarárum. Helst á matseðillinn að vera ófyrirsjáanlegur. Ég les ekki sakamálasögur en fæ mína spennu úr kokka- bókum, sem jafnframt geta verið saga þjóðanna, og segja manni heilmikið um lífshætti, hefðir og trúarbrögð. Núna liggur á náttborðinu bók um uppruna kryddjurta en biblían mín í þessum fræðum er klassísk, eldgömul, spænsk kokkabók sem mér var gefin sem ungri konu sem aldrei hafði eldað nema í neyð. Í hana sæki ég aftur og aftur inn- blástur en þar er meðal annars að finna tugi uppskrifta að saltfiskréttum sem eru í miklu uppáhaldi á heimilinu.“ Hrafnhildur Schram listfræðingur Fæ mína spennu úr kokkabókum Morgunblaðið/Sigurgeir S Hrafnhildur Schram kaupir fisk í fiskibúð- inni við Freyju- götu en fer yfir lækinn eftir lambakjöti. Hrafnhildur Schram hefur helgað sig rannsóknum á sögu íslenskra myndlistarkvenna. Meðal nýjunga sem kynntar voru til sög- unnar á Hönnunarmars var ís í þremur gerðum frá bændaversluninni Búbót; Bis- markís, Grjónagrautsís og Hunangsís. Verslunin er til húsa í Þingborg, skammt austan við Selfoss, en að baki henni og framleiðslunni standa Guðbjörg Jónsdóttir og Gauti Gunnarsson, bændur á Læk í Flóa. Umbúðir íssins eru í laginu eins og köku- sneiðar og mynda átta sneiðar myndarlega ístertu. Eru þær afrakstur samstarfs vöru- hönnuðanna Auðar Aspar Guðmundsdóttur og Emblu Vigfúsdóttur. Nýi ísinn er fáanlegur í Búbót en verslunin selur eingöngu upprunamerktar, íslenskar matvörur. Jafnframt er stefnt að því að selja ísinn í völdum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. beggo@mbl.is Svalur ís frá Búbót Má bjóða þér Bismarkís? Lárpera, eða avókadó, er ávöxtur sem þó er oftast notaður eins og grænmeti. Þeir sem halda upp á avókadó og eru vanir að nota það til matreiðslu þekkja vandamálið hversu fljótt það verður brúnleitt og óspennandi eftir að það hefur verið skorið. Á því er ein- föld lausn – ekki henda steininum. Það er ekkert mál að nota aðeins hálft avókadó í einu, hinn helming- urinn geymist í nokkra daga ef steinninn er látinn vera á sínum stað. Sama á við þegar heilt avókadó er skorið niður í bita, til dæmis í salat. Auðvelt er að gera það fyrirfram og geyma; ef steinninn er látinn liggja með í skálinni helst ávöxturinn grænn og girnilegur. beggo@mbl.is Lárpera, eða avókadó Ekki henda steininum Rauðbeðusúpa Guðrúnar 1 ¼ dl rifnar gulrætur 2 ½ dl rifinn gulur laukur 2 1/2 dl rauðbeður, rifnar 2 1/2 dl sellerí, rifið 1 msk smjör 4 3/4 dl grænmetisten- ingur 2 1/2 dl hvítkál, rifið fínt hakkaðir tómatar úr einni dós (vökvinn sigtaður frá) salt og pipar 1 msk agave-síróp sýrður rjómi ferskt dill Gulrætur, laukur, rauð- beður og sellerí er sett í stóran pott með vatni sem flýtur yfir og soðið undir loki í 20 mínútur. Bætið við smjöri, græn- metiskrafti, hvítkáli og tómötum og sjóðið sam- an í 15 mínútur. Piprið, saltið og hrærið í matskeið af agave- sírópi. Súpan er færð upp á diska, setjið matskeið af sýrðum rjóma út í hvern skammt og stráið að lok- um dilli yfir. Fiskbúð og félagsmiðstöð Hún kveðst aðallega elda fisk- og grænmetisrétti. „Fisk- urinn hefur forgang, ég hef hann oft fjórum til fimm sinn- um í viku. Mér finnst spennandi að elda þessa „nýju“ neyslufiska, sem hafa auðvitað alltaf synt í sjónum, á borð við keilu og blálöngu. Hins vegar hef ég aldrei verið mikið fyrir rautt kjöt en get þó ekki alveg verið án þess og þá er það alltaf íslenska lambakjötið sem verður fyrir valinu. Fuglakjötið er líka í uppáhaldi hjá stórfjölskyldunni, við borðum núorðið kalkún á aðfangadagskvöld eftir að rjúp- an hvarf og endur og gæsir á öðrum tyllidögum.“ Aðspurð segist Hrafnhildur vera vandlátari á hráefnið nú en áður og matreiðslan er einfaldari. „Á veturna nota ég mikið rótarávexti sem ég baka í ofni; næpur, rauðrófur, gulrætur, sætar kartöflur og þær hefðbundnu sem er góð tilbreyting frá hráa grænmetinu. Íslenskt bankabygg í staðinn fyrir hrísgrjón, pasta og kartöflur er líka góður val- kostur. Úrval grænmetis og ávaxta er orðið nokkuð gott en ég sakna þess þó að fá ekki ávextina nægilega þroskaða. Núna nota ég fjölbreytilegra krydd en áður en þó ekki eins sterkt og kaupi það oft á ferðalögum. Fyrir margt löngu heimsótti ég kryddmarkað suður við Indlandshaf sem enn lifir sterkt i minningunni sem sannkallaður skæruhernaður á öll skilningarvit. Ég bý í miðbænum og það er ekki um mjög auðugan garð að gresja þar hvað varðar góðar matvöruverslanir þar sem hægt er að fá bæði ferskan fisk og kjöt á sama stað yfir afgreiðsluborðið. Því kaupi ég allan fisk í fiskbúð- inni við Freyjugötuna sem er dásamleg, gamaldags fisk- búð og um leið eins konar félagsmiðstöð fyrir hverfið. Hins vegar fer ég yfir lækinn eftir lambakjöti, oft í Melabúðina eða Hagkaup á Seltjarnarnesinu.“ Uppskrift Hrafnhildar er ættuð frá vinkonu hennar sem er að sögn listakokkur. beggo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.