Morgunblaðið - 29.03.2012, Side 16
16 finnur.is 29. mars 2012
V
ið eigum svo marga hæfi-
leikaríka tískuhönnuði og
RFF er mikilvægur vett-
vangur til að kynna þá,
bæði hér heima og fyrir erlendum
fagaðilum,“ segir Ellen Loftsdóttir,
listrænn stjórnandi Reykjavík Fas-
hion Festival sem fer fram dagana
30.-31. mars. Á tískuhátíðinni
munu 11 íslenskir fatahönnuðir
kynna í Hörpu haust- og vetrarlín-
urnar 2012-13 og fjölbreytt dag-
skrá verður í gangi víða um borg-
ina.
„RFF hefur vaxið jafnt og þétt
frá því að hún var fyrst haldin vorið
2010. Hátíðin fer nú fram í þriðja
sinn og hefur hún breyst þó nokk-
uð. Formið hefur haldið sér nokk-
urn veginn, við erum með margar
sýningar sem raðast niður á tvo
daga, en það sem hefur kannski
breyst hvað mest er að við höfum
þurft að stækka sýningastaðina
frá ári til árs því áhuginn hefur
aukist á meðal almennings. Það er
mjög jákvætt fyrir okkur og það
sem við stefndum að og sýnir að
við erum að vekja athygli.“
Erlendir blaðamenn
Ellen kveðst vera ákaflega stolt
af því fólki sem stendur að baki
verkefninu. „Tilgangur hátíð-
arinnar er að styrkja tískuiðnaðinn
á Íslandi og kynna hann hér heima
og erlendis. Tískuiðnaðurinn er
hluti af stóra samhenginu og við er-
um þakklát þeim fjölda bakhjarla
sem sjá hag sinn í því að styrkja
RFF. Þá hafa til að mynda Icelandair
og Icelandair Hotels verið ómet-
anlegir stuðningsaðilar. Svona hátíð
hefur keðjuverkandi áhrif í hagkerf-
inu og er klárlega jákvæð innspýt-
ing, til dæmis í ferðaiðnaðinum.“
Fjöldi erlendra blaðamanna sækir
RFF heim, þar á meðal fulltrúar
bæði þýska og ítalska Vogue. „Það
hefur mikla þýðingu að fá erlenda
tískublaðamenn sem koma hingað
til að fylgjast með fjölbreytileika og
framþróun í íslenskri tísku. Þar með
fáum við dýrmætt tækifæri til að
sýna hvað í okkur býr. Við erum að
gera hluti ólíka því sem sést víða er-
lendis og blaðamennirnir koma
hingað og sjá eitthvað sem þeir sjá
ekki á tískupöllum úti.“
Horft til Dana
Hún leggur áherslu á að ekki sé
síður mikilvægt að kynna íslenska
hönnun fyrir okkur Íslendingum.
„RFF er jafnframt mikilvægur vett-
vangur til að kynna íslenska tísku-
iðnaðinn fyrir íslenskum blaða-
mönnum og almenningi. Það hefur
svo margt skemmtilegt og spenn-
andi verið að gerast hér síðastliðin
þrjú til fimm ár á sviði fatahönnunar
og fólk er orðið miklu meðvitaðra
um tísku en áður. Það þarf samt að
halda því vel á lofti hvað fatahönn-
uðir eru að fást við og þar gegna
fjölmiðlar auðvitað lykilhlutverki.“
Og hún heldur áfram: „Við erum
fámenn þjóð og búum á lítilli eyju
norður í hafi en erum svo rík að
hæfileikamiklu og skapandi fólki.
RFF er frábært tækifæri fyrir ís-
lenska fatahönnuði til að sýna hvað
í þeim býr. Við erum að stíga okkar
fyrstu skref í að hasla okkur völl er-
lendis en ef við gerum þetta rétt
næstu ár og höldum okkar stefnu
mun það skila sér margfalt til baka
og allir munu njóta góðs af.
Við erum gjörn á að horfa til Dana
á ýmsum sviðum og það á líka vel
við í tískuhönnun. Í Danmörku
leggjast allir á eitt; aðilar í tískuiðn-
aði, stjórnvöld og almenningur, við
að gera veg fatahönnunar sem
mestan. Við ættum að taka Dani
okkur til fyrirmyndar og nota hugs-
unarhátt þeirra sem innblástur. Á
Íslandi er nægur kraftur og hug-
myndaauðgi á sviði tísku. Við þurf-
um að virkja þennan kraft og finna
honum farveg, hér heima og erlend-
is.“
beggo@mbl.is
ÝR - Ýr Þrastardóttir
BIRNA - Birna Karen Einarsdóttir
Við þurfum að
virkja þennan kraft
Ellen Loftsdóttir er listrænn stjórnandi Reykjavík
Fashion Festival sem fram fer dagana 30.-31. mars.
Tilgangur hátíðarinnar er að styrkja tískuiðnaðinn á Íslandi og kynna ís-
lenska hönnun, hér heima og erlendis, segir Ellen Loftsdóttir hjá RFF.
Zizka - Harpa Einarsdóttir
Milla Snorrason.