Morgunblaðið - 29.03.2012, Side 17
29. mars 2012 finnur.is 17
S
elfossbær var að stækka
og öðlast svip raunveru-
legs þéttbýlisstaðar þegar
Hergeir Kristgeirsson og
Fanney Jónsdóttir hófu byggingu
einbýlishúss við Birkivelli þar í bæ.
Gatan er austarlega í bænum og við
vesturhluta hennar eru tveggja
hæða rishús áberandi en einlyft hús
austar. Flest húsin eru frekar lítil að
grunnfleti enda byggð þegar efni
fólks voru takmörkuð og kröfur um
stærð aðrar en nú.
Synirnir deildu herbergi
„Sjálfsagt þótti að synir okkar
deildu herbergi og þó eru sex ár á
milli þeirra. Hvorugur held ég að
hafi beðið nokkurn skaða af sam-
býlinu,“ segir Hergeir sem býr á
Birkivöllum 24. Þau Fanney eiga
fjögur uppkomin börn sem öll hafa
látið að sér kveða í lífi og leik, þótt á
ólíkum sviðum sé. Margir þekkja til
dæmis Þóri, þjálfara kvennalands-
liðs Norðmanna í handknattleik
sem vann heimsmeistaratitillin í
handbolta fyrr á þessu ári.
„Við byggðum húsið eftir teikn-
ingu Bjarna Pálssonar, bygging-
arfulltrúa á Selfossi, sem uppfyllti
þær kröfur þessa tíma að hús væru
mátulega stór og hönnuð af hugviti
svo byggingarkostnaður ryki ekki
upp úr öllu valdi. Teikningin stóð
undir væntingum og húsið var fljót-
byggt. Þá munaði um að vera sjálf-
bjarga; sem gamall rafvirki gat ég
lagt í, tengt, sett upp ljós og fleira,“
segir Hergeir.
Mikið ágætisfólk
Um miðan sjöunda áratug var
Selfossbær á margan hátt líkastur
sveitaþorpi. Sunnan við Birkivellina
var óbyggt svæði, tún, kart-
öflugarðar og rústir af fjárhúskró.
Það leið þó ekki á löngu uns farið
var að brjóta þetta svæði undir
byggingarlóðir, íþróttaaðstöðu og
skógrækt í svonefndum Rauðhól-
um.
„Lengi vel stóð þetta þannig af
sér að út um gluggana sem snúa til
suðurs var sjónlína sem ekkert
skyggði á og ég sá alltaf í mína
gömlu heimasveit, Gaulverjabæj-
arhrepp í Flóanum. Ljósin á bæn-
um Arnarhóli blöstu alltaf við mér.
Það var svo um 1990 þegar fram-
kvæmdir hófust við Grund-
arhverfið á Selfossi sem tók fyrir
þetta útsýni, sem mér þótti vissu-
lega skaði,“ segir Hergeir og bætir
við að eðlilega hafi margt breyst á
Birkivöllunum á þeim 48 árum sem
liðin eru síðan fjölskyldan flutti
þangað.
„Um daginn taldi ég saman þá
sem hér hafa búið og lauslega reikn-
að þá eru um sextíu manns héðan af
Birkivöllum horfnir fyrir stapann;
rúmlega einn á ári. Fólk kemur og fer
og mér telst svo til að sum húsin séu
búin að skipta fimm sinnum um eig-
endur. Þar gæti ég nefnt húsið hér
austan við mig, þar bjuggu lengi
sveitungar mínir hjónin Aðalheiður
Ólafsdóttir og Guðmundur Jónsson
sem í áratugi var með mikla vinnu-
vélaútgerð og var alltaf fljótur til að
moka bílastæðin hér við húsin ef
snjóaði sem gerist nú varla í síðari
tíð. Þau fluttu héðan fyrir allmörgum
árum og nú búa þarna Þórdís Jóns-
dóttir og Ólafur Helgi Kjartansson
sýslumaður, mikið ágætisfólk og þá
lýsingu gæti ég notað um alla Birki-
vallabúa,“ segir Hergeir.
Kólesteról í klóakinu
Við Birkivelli er skjólsælt enda eru
trén við götuna orðin himinhá, svo
einhverjum þykir nóg um. „Það var
lengi lenska hér á Selfossi að gróð-
ursetja aspir enda fljótsprottnar.
Margir uggðu þó ekki að sér. Sjálfur
var ég varaður við þegar þessir litlu
sprotar sem við gróðursettum voru
orðnir fjögurra metra tré og ræt-
urnar svo rammar að mér fróðari
menn töldu líklegt að þær myndu
smeygja sér inn í frárennslisrörin og
stífla allt gumsið. Þá ákvað ég hið
snarasta að fella trén, enda þekki
ég sjálfur hve válegt er þegar kól-
esteról kemst í æðakerfið,“ segir
Hergeir sem var lögreglumaður á
Selfossi í 38 ár – lengst í rannsókn-
ardeild.
„Ég man ekki eftir því að upp
kæmu nein mál hér í götunni að
þau kölluðu á rannsókn lögreglu
eða afskipti okkar. Jú, sjálfsagt
hafa komið smámál eins og að
strákar væru að henda snjóbolta í
glugga húsa eða einhver missti fót-
anna í tilverunni – en staðið fljótt
upp aftur. Slíkum málum eru þeir
sem starfa í lögreglu fljótir að
gleyma, sem raunar er nauðsyn-
legt í erilsömu starfi sem oft tekur
á,“ segir Hergeir að síðustu.
sbs@mbl.is
Gatan mín Birkivellir á Selfossi
Hafði sveitina
mína í
sjónlínu
Morgunblaðið/Golli
„Það var lengi lenska hér á Selfossi að gróðursetja aspir enda fljótsprottnar. Margir ugðu þó ekki að sér,“ segir
Hergeir Kristgeirsson fv. lögreglumaður sem býr við Birkivelli þar í bæ, en gatan var byggð um og eftir 1960.
Selfoss
Ölfusá
Birkivellir
Austurvegur (þjóðvegur 1)
Árvegur
Hrísholt
VallholtVallholt
Víðivellir
H
ja
rð
ar
ho
lt
Ra
uð
ho
lt
St
ek
kh
ol
t
Engjavegur
G
re
ni
gr
un
d
H
eiðm
örk
Þórsm
.
G
ræ
na
m
.
H
ör
ðu
v.
Grænuv.
Re
yn
iv
el
lir
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
KROM 53x80 cm
• Aluminum / Ál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Til sölu ef viðundandi tilboð fæst í jarðirnar NORÐUR BOTN I OG II í
Tálknafirði. Um er að ræða landmiklar jarðir sem liggja að sjó og til
fjalla með laxveiðiá og sjálfrennandi heitu og köldu vatni. Á jörðinni er
seiðaeldisstöð sem er í útleigu. Að mörgu leiti mjög áhugaverð jörð.
Sjá fasteignamiðstöðin.is Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson
á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. magnus@fasteignamidstodin.is
Tilboð óskast.
Tilvnr. 10-1799
Til sölu
NORÐUR BOTN I OG II
TÁLKNAFIRÐI