Morgunblaðið - 29.03.2012, Qupperneq 20
V
ið erum stolt af því að
reka fyrirtæki sem veitir
fjölda fólks atvinnu,
skapar gjaldeyri og
sparar hann sömuleiðis. Áhersla
okkar er á hönnun og vöruþróun
á afurðum úr íslenskri ull og
skinnum og að framleiðslan fari
fram hér heima. Áhugi neytenda,
íslenskra og erlendra, á íslensk-
um framleiðsluvörum er vaxandi
við núverandi aðstæður, bæði
vegna náttúrulegs uppruna
margra þeirra og eins vegna
gæða og aukinnar áherslu á
hönnun og vöruþróun,“ segir
Birgitta Ásgrímsdóttir hjá ull-
arvöruframleiðandanum Varma.
Hönnun, handbragð, hráefni
Á dögunum kynnti Varmi nýja
mokkavörulínu fyrirtækisins sem
Sigríður Heimisdóttir iðnhönn-
uður skapaði. Fara þar saman ís-
lenskt hugvit, hönnun, hand-
bragð, hráefni og framleiðsla og
má fullyrða að útkoman sé býsna
góð. Að þróun línunnar komu,
auk Sigríðar, starfsmenn Varma
og Loðskinns á Sauðárkróki. Þá
voru Impra – nýsköpunarmið-
stöð á Akureyri og Íslandsstofa
fyrirtækinu bakhjarlar í þessu
verkefni.
Í nýju mokkalínunni eru vörur
eins og vesti, treflar, húfur, lúff-
ur, veski og töskur, auk heimilisl-
ínu sem samanstendur af púð-
um, teppum, inniskóm og
eldhúskollum. „Þá erum við með
vörur úr ullarbandi sem ganga
með þessari línu, svo sem húfur,
trefla, sokka og fleira, auk þess
sem íslenskt fiskroð er notað í
nokkrar vörur. Útkoman af þessu
öllu er umfangsmesta hönnunar-
og vöruþróunarverkefni í ís-
lenskri mokkaframleiðslu í lang-
an tíma,“ segir Birgitta.
Fiskur um hrygg
Fyrirtækinu Varma hefur vaxið
fiskur um hrygg á undanförnum
misserum. Hryggurinn í fram-
leiðslunni hefur verið allskyns
ullarvörur úr íslensku ullarbandi
bæði undir merkjum Varma og í
sérvöruframleiðslu fyrir fyrirtæki
eins og Spakmannsspjarir, Farm-
ers Market, Munda, Geysi Shops
og Cintamani.
Varmi er í dag stærsti fram-
leiðandinn á vélprjónuðum ull-
arvörum á Íslandi með fram-
leiðslu á Hvolsvelli, á Akureyri og
í Kópavogi. Segist Birgitta vænta
þess að nýja mokkavörulínan
sem framleidd er nyrðra leiði til
þess að fyrirtækið fjölgi starfs-
fólki fyrr en síðar. Beri í því sam-
bandi að hafa í huga að útflutn-
ingur á ullarvörum hafi aukist
mikið – til dæmis til Skandinavíu
og Danmerkur. Þá sé Þýska-
landsmarkaður í sókn.
Gefa nýsköpun gaum
„Hönnun og vöruþróun er
meðal burðarásanna í starfsemi
okkar. Við munum leggja aukna
áherslu á þessa þætti á næstu
misserum. Hinsvegar er þetta
kostnaðarsamt og því mikilvægt
að selja á hverjum tíma sem
mest og sækja fram á ný svið og
markaði. Mikil tækifæri felast í
hefðbundnum greinum á Íslandi
með frekari vöruþróun. Það er
líka margfalt ódýrara að nýta
viðskiptatækifæri með nýsköpun
í starfandi fyrritækjum en með
uppbyggingu nýrra. Vissulega er
ástæða til að örva nýsköpun með
sprotum sem þróa nýjar lausnir
fyrir nýjar þarfir, en nýsköpun í
starfandi fyrirtækjum mætti gefa
meiri gaum,“ segir Birgitta Ás-
grímsdóttir að síðustu.
Snotrir
skór bera
fótkulda
ofurliði.
Lúffurnar eru góð-
ar á kalda lófa.
Gestabækur í mokkaklæðum eru falleg gjafavara.
Fallegt mokkavestið er virkilega skjólgóð flík.
Veitum vinnu og sköpum gjaldeyri
Varmi setur nýja fallega hannaða mokkavörulínu á markaðinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Hönnun og vöruþróun er meðal burðarásanna í starfsemi okkar,“ segir Birgitta Ásgrímsdóttir hjá Varma hf.
atvinna
Starfsferilinn byrjaði ég sextán ára gömul
þegar ég vann í spunadeild Hampiðj-
unnar við Brautarholt. Var í nokkur ár í
skemmtilegu starfi þar sem bauðst næg
aukavinna og góðar tekjur.
Sigurrós Kristinsdóttir,
varaformaður Eflingar – stéttarfélags.