Morgunblaðið - 29.03.2012, Page 29
sjálfskiptum bíl.
Líklega er mesti munurinn á nú-
verandi B-class og forveranum
fólginn í undirvagninum sem sett-
ur verður í svo marga bíla Benz á
næstunni. Þar hefur Benz tekist
frábærlega til og hálfgerður mun-
aður er að keyra bílinn með svo
góða fjöðrun. Hvað það varðar er
hann alger bylting frá forver-
anum, sem seint gat talist
skemmtilegur.
Bíllinn er á McPherson-gormum
á framöxli og nýjum fjögurra liða
afturöxli. Með nákvæmri stýring-
unni er bíllinn eins og hugur
manns og akstursins er notið í
hvívetna. Með nýjum Benz B-
class er komin fram ein magnað-
asta kynslóðabreyting sem grein-
arritari hefur orðið vitni að og
ástæða til að hvetja bílakaup-
endur til að kanna gripinn.
finnurorri@gmail.com
Mercedes Benz B-class Árgerð 2012
•Verð frá: 4.590.000 kr.
• 4,4 l/100 í bl. akstri
• Umboð:Askja
• 0-100: 10,7 sek.
• Hámark: 190 km/klst
• Framhjóladrif
•Mengunargildi:
• 116 g CO2/km
•Farangursrými 486 l./1.545 l.
• 1,8 l. díselvél
• 109 hö/250Nm
• 7 gíra sjálfskipting
• 16“ stálfelgur
• Eigin þyngd: 1.505 kg
• Burðargeta: 520 kg Feglur eru skemmtilega hannaðar og á akstri verður bílinn sportlegur að
sjá. Í hönnun og mörgu fleiru tilliti er Mercedes Benz í fararbroddi.
Línur bílsins eru sérlega sportlegar að
sjá, bæði ljósabúnaður og annað.
29. mars 2012 finnur.is 29
„Þessi útgáfa af B-Class Mercedes-Benz er gjörbreytt frá fyrri gerð sem kom á markaðinn árið
2005. Að sjá er heildarsvipur bílsins líkur fyrri gerð. Þó hafa verið gerðar ýmsar breytingar og
þegar sest er undir stýri leynir sér ekki að eitthvað nýtt og framandlegt er á ferðinni,“ segir
Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Benz hjá Öskju. „Bæði vél, skipting og stýrisgangur
þessa bíls eru með allt öðrum hætti en í fyrri bíl og sama má segja um fjöðrun. Fyrir vikið er
þessi bíll afskaplega mjúkur á vegi og fer vel með bæði ökumann og farþega. Heldur
samt alveg þeirri Benz-tilfinningu sem jafnan einkennir bíla þessarar tegundar
enda finnur maður vel að hörðustu Benz-mennirnir sætta sig vel við hann þennan.
Finnst þeir alls ekki vera að taka niður fyrir sig þó hér séu þeir komnir á ódýrari og
minni bíl.“
Við sölu á B-Class bílnum leggur Askja mesta áherslu á díselbílana sem kosta
rétt tæplega 4,5 millj. kr. „Við náðum góðum samningum við framleiðandann og
getum því boðið bílana á hagstæðu verði,“ segir Sigurður Pálmar. Litlu munar
þó, sé bíllinn tekinn með ýmsum aukabúnaði sem mörgum þykir sjálfsagður
og þarfur. Þá má geta þess að bíllinn mengar lítið og því greiðir ökumað-
urinn til dæmis ekkert fyrir annars gjaldskyld stæði í miðborg Reykjavíkur.
sbs@mbl.is
B-Class Mercedes-Benz er breyttur frá fyrri útgáfu
Mjúkur og fer vel með fólk
Sigurður Pálmar
Sigfússon.
Gott úrval af notuðum bílum
Komdu og
skoðaðu úrvalið!
Suzuki bílar hf • Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími 568 5100 • www.suzuki.is
Suzuki
Swift Diesel
Skr. 06.2009
Ek. 55.000 km.
Diesel, beinsk.
Verð kr. 1.850.000
Suzuki
Grand Vitara
Skr. 01.2005
Ekinn 78.000 km
Bensín, beinsk.
Verð kr. 1.560.000
Suzuki Grand
Vitara LUXURY
Skr. 06.2007
Ekinn 74.000 km
Bensín, sjálfsk.
Verð kr. 2.680.000
Toyota Land-
Cruiser 150
Skr. 12.2010
Ek. 24.000 km.
Dieses, sjálfsk.
Verð kr. 8.390.000
Chevrolet
Lacetti Stw.
Skr. 01.2011
Ek. 28.000 km.
Bensín, beinsk.
Verð kr. 1.990.000
M. Benz
ML400
Skr. 03.2004
Ek. 87.000 km.
Diesel, sjálfsk.
Verð kr. 3.850.000
Toyota
RAV4
Skr. 02.2003
Ek. 125.000 km.
Bensín, sjálfsk.
Verð kr. 1.280.000
Suzuki Swift GL
Skr. 06.2009
Ek. 63.000 km.
Bensín, beinsk.
Verð kr. 1.620.000
Suzuki
SX4 4wd
Skr. 12.2009
Ekinn 48.000 km
Bensín, beinsk.
Verð kr. 2.530.000