Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
SVIPMYND
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Þingstörfin ganga ennþá fremur
hægt fyrir sig og fjölmörg mál frá
ríkisstjórninni eru ennþá í vinnslu í
þinginu þrátt fyrir að það styttist í
að Alþingi eigi að ljúka störfum
samkvæmt starfsáætlun.
Óhætt er að segja að það hafi
verið óvænt í gær þegar nýr meiri-
hluti myndaðist í utanríkismála-
nefnd þingsins þegar Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir lagði fram bók-
un þess efnis að það bæri að vísa
því til þjóðarinnar hvort halda ætti
áfram með aðildarumsóknina að
Evrópusambandinu.
Allar forsendur liggja fyrir
„Þær fórnir sem aðildarferlið
krefst, sundurlyndið sem það mynd-
ar, athyglin sem það dregur frá öðr-
um valkostum og ringulreiðin innan
Evrópusambandsins eru allt rök-
semdir fyrir því að gera þjóðinni
kleift hið fyrsta að koma að mál-
inu,“ segir í bókun Guðfríðar Lilju
og jafnframt að allar forsendur
lægju fyrir til þess að almenningur
gæti tekið upplýsta ákvörðun um
málið. Það eina sem skorti væri vilji
hjá stjórnvöldum til að fara með
málið til þjóðarinnar með upplýstri
þjóðfélagsumræðu í aðdraganda al-
mennrar atkvæðagreiðslu.
„Efna þarf til slíkrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu hið fyrsta – fyrir
lok þessa árs,“ segir í bókuninni.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í utanríkis-
málanefnd lögðu fram bókun þar
sem þeir tóku undir gagnrýni Guð-
fríðar Lilju og kölluðu eftir því að
utanríkisráðherra kæmi á fund
nefndarinnar til að fara yfir málið
og í framhaldinu að Alþingi tæki
málið til umfjöllunar.
Í upphafi þingfundar í gær voru
störf þingsins rædd og undir þeim
lið greindi Guðfríður Lilja frá bók-
un sinni. Í kjölfarið ræddu nokkrir
þingmenn málið.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði: „Þau tíðindi gerð-
ust í utanríkismálanefnd í morgun
að þar myndaðist nýr meirihluti. Í
dag myndaðist meirihluti í
utanríkismálanefnd fyrir því að
þjóðin fengi tækifæri til þess að
greiða atkvæði um það hvort hún
vildi halda áfram í þessu aðildarferli
og hvort hún vildi ganga í Evrópu-
sambandið.“
Þór Saari gerði stöðu málsins
einnig að umtalsefni og sagði: „Slík
ákvörðun held ég að yrði eitthvert
það heimskulegasta sem íslensk
þjóð gæti gert vegna þess að það
myndi kalla á áframhaldandi ára-
tuga deilur um hvað það þýðir að
fara í ESB og menn væru að greiða
atkvæði um eitthvað sem þeir vita
ekki hvað er. Hér er um að ræða ör-
væntingarfulla tilraun þingmanns
til að endurheimta bakland kjós-
enda sinna sem er horfið, en það er
horfið vegna allt annarra mála held-
ur en ESB.“
„Það kemur mér reyndar alltaf
jafn mikið á óvart hvað þeir sem
eru andstæðir aðild að Evrópusam-
bandinu eru uppteknir af því að
kjósa um aðildina áður en samning-
urinn (er klár – innsk. blaðamanns).
Hafa þeir eitthvað að óttast með
það að leyfa þjóðinni að taka af-
stöðu til samningsins þegar hann
liggur á borðinu? … Þjóðin á að
skera úr um aðild að Evrópusam-
bandinu þegar samningurinn liggur
fyrir því þá fyrst getur hún tekið af-
stöðu til samnings, tekið afstöðu til
aðildar á grundvelli upplýsinga,“
sagði Magnús Orri Schram í ræðu
sinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson sagði
utanríkisráðherra hafa sagt að hann
fylgdi meirihluta utanríkismála-
nefndar og spurði hvort svo væri
einnig í þessu máli.
Stærstu kaflarnir eftir
Mörður Árnason sagði engin tíð-
indi fólgin í bókun Guðfríðar Lilju.
Hann sagði þingmenn ekki vita
hvaða niðurstaða fengist í sjávar-
útvegskaflanum og landbúnaðar-
kaflanum og spurði hvort þjóðin
ætti að greiða atkvæði um málið áð-
ur en niðurstaða væri fengin í þessi
mál.
Vigdís Hauksdóttir blandaði sér í
málið og gerði tillögu sína um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um ESB að um-
talsefni. „Ég fagna því að nú hefur
þessi tillaga mín varðandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu fengið forgang hér
í þinginu,“ sagði Vigdís og hvatti
þingforseta til að koma málinu á
dagskrá.
Vill fá þjóðar-
álit á árinu
Guðfríður Lilja vill þjóðaratkvæði
um ESB-umsókn fyrir árslok Nýr
meirihluti í málinu í utanríkisnefnd
,,Helgin lítur vel út, Norðaustur-
landið hefur þó vinninginn,“ seg-
ir Hrafn Guðmundsson, veður-
fræðingur á Veðurstofunni, um
veðurspána fyrir komandi hvíta-
sunnuhelgi. Nokkuð hlýtt verður
á öllu landinu alveg fram í næstu
viku. Það verður þó skýjað að
einhverju leyti og rigning með
köflum sunnan- og vestantil fram
að helgi, en besta veðrið verður
á norðausturhluta landsins og
Austurlandi. Þar getur hitinn
orðið allt að 20°C og strax í dag
fer að hlýna meira á öllu landinu.
Á Suðvesturlandi fer veðrið
hlýnandi með helginni og verður
orðið mjög gott á sunnudag.
Á fimmtudag og föstudag
dregur úr úrkomu á Suðaust-
urlandi og hlýjasta veðrinu spáð
þar á hvítasunnudag. Á höf-
uðborgarsvæðinu verður ekki
jafn hlýtt fyrr en á mánudag en
þangað til verður frekar skýjað.
Þá verður veður milt og gott alls
staðar á landinu eftir helgi. Úr-
komulítið verður um helgina á
öllu landinu.
Allt að 20 stiga hiti
um hvítasunnuhelgina
Morgunblaðið/Ómar
Sól Hitinn mun koma um helgina og þá verður gott að fara í sund.
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
STÚDENTAGJAFIRNAR FÁST
HJÁ JÓNI OG ÓSKARI
Stúdentarósin 2012
úr 14 kt gulli
kr. 19.900
Stúdentastjarnan 2012
úr 14 kt gulli
kr. 16.500
Stúdentastjarnan /Silfur
kr. 7.900
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég tel góðar líkur á að þingið sam-
þykki tillöguna. Þetta verður
spennuþrungin atkvæðagreiðsla.
Breytingartillagan kemur til af-
greiðslu á fimmtudag og áður en til-
lagan um þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna tillagna stjórnlagaráðs fer
fyrir þingið. Það reynir þá á hvort í
þinginu sé meirihluti fyrir því að vísa
aðildarumsókninni í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Ástandið í Evrópu
er mjög breytt síðan umsóknin var
lögð fram,“ segir Vigdís Hauksdótt-
ir, þingmaður Framsóknar, um þá
tillögu sína að þjóðin verði spurð
hvort stöðva eigi aðildarviðræðurnar
við ESB samhliða þjóðaratkvæði um
tillögur stjórnlagaráðs.
Á Alþingi sitja 63 þingmenn og
bendir lausleg talning blaðamanns
til að ekki sé meirihluti fyrir henni.
Er hér gengið út frá því að 20
þingmenn Samfylkingar kjósi allir
gegn henni og minnst 9 þingmenn
VG, að Ögmundi Jónassyni meðtöld-
um. Þá sögðust þrír þingmenn
Hreyfingarinnar ætla að hafna til-
lögunni, líkt og Siv Friðleifsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks, eins
og rakið er hér til hliðar.
Verði samhliða kosningum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, leggst
einnig gegn tillögu Vigdísar og ættu
því að vera kominn 34 atkvæði á
móti. „Ég mun ekki styðja þessa til-
lögu. Ég hef haft frumkvæði að því
að kosið verði um framhald viðræðna
samhliða þingkosningum, því við
verðum að taka afstöðu til þess
hvernig og hvort málið er flutt milli
kjörtímabila. Við gerum það best
samhliða þingkosningum.“
Flokkssystir hennar, Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, á eftir að gera upp
hug sinn í málinu. „Á þessari stundu
get ég ekki svarað því hvernig ég
myndi kjósa um tillögu Vigdísar. Ég
mun íhuga það og myndi vilja halda
mig við landsfundaráætlun Sjálf-
stæðisflokksins í þessu máli.“
Ögmundur Jónasson, er hins veg-
ar andvígur tillögunni. „Þetta er ekki
í samræmi við það upplegg sem ég
hef haft. Ég styð ekki framsetningu
Vigdísar … Ég hef talað fyrir þeirri
stefnu að þjóðaratkvæðagreiðslu um
ESB, þar sem þjóðin yrði spurð
hvort hún vilji ganga í sambandið á
grundvelli þeirra upplýsinga sem
liggja fyrir eður ei, verði hraðað sem
verða má.“
Guðmundur Steingrímsson, þing-
maður utan flokka, hyggst einnig
greiða atkvæði gegn tillögu Vigdísar.
„Ég er andvígur tillögunni, enda
eindreginn fylgismaður þess að þjóð-
in kjósi þegar aðildarsamningur og
allar upplýsingar um hann liggja fyr-
ir, að þá fari fram þjóðaratkvæða-
greiðsla eins og ákveðið hefur verið.“
Morgunblaðið/Golli
Þingstörf Nóg er að gera hjá þingmönnum þessa dagana og þingfundur sem hófst upp úr hádegi stóð fram á kvöld.
Spurt verði hvort
stöðva eigi viðræður
Þingmaður Framsóknar horfir til þjóðaratkvæðagreiðslu
Framsóknarflokkurinn á nú níu þingmenn á þingi. Af þeim hafa þrír viljað
halda aðildarviðræðunum við ESB áfram og leitaði Morgunblaðið því álits
þeirra á tillögu Vigdísar. Birkir Jón Jónsson er fylgjandi tillögunni: „Ég tel
að þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á framhaldi viðræðnanna.“
Eygló Harðardóttir er sammála: „Ég er fylgjandi henni. Ég hvatti Vigdísi
til að leggja þessa breytingartillögu fram við þetta mál. Ég tel að það sé
kominn tími til að þjóðin fái að greiða atkvæði um málið. Mín skoðun er
að það eigi ekki að draga umsóknina til baka heldur eigi að ljúka aðild-
arferlinu. Hins vegar á þjóðin ekki aðeins að greiða atkvæði um mál sem
ég er sammála. Hún fer með æðsta ákvörðunarvaldið og þingmenn starfa
aðeins í umboði hennar. Ef þjóðin telur að það eigi að draga umsóknina til
baka, þá gildir það. Við þingmenn eigum að framfylgja þjóðarvilja.“ Siv
Friðleifsdóttir er andvíg tillögunni: „Ég hef verið þeirrar skoðunar og er
enn að úr því að umsóknarferlið er hafið að þá eigi að ljúka því. Ég tel að
það eigi að ljúka samningaviðræðum og leggja aðildarsamning í dóm
kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar niðurstaða í þeim er fengin.“
Siv leggst gegn tillögunni
FRAMSÓKN OG EVRÓPUMÁLIN