Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 VÍS hefur styrkt Heillakeðju barnanna á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi um eina milljón króna í tilefni þess að fyrir- tækið var apríl-hlekkur keðjunnar. Starfsfólk VÍS lagði söfnuninni einnig lið með eigin heillakeðju og safnaði 275 þúsund krónum í sínum ranni. Barnaheill eiga í ár samstarf við tólf íslensk fyrirtæki sem mynda stuðningskeðju og styrkja hvert og eitt samtökin með einhverjum áber- andi hætti í einn mánuð. VÍS lagði verkefninu lið með því að láta 15% af iðgjöldum líf- og sjúkdómatrygg- inga sem seldar voru í mánuðinum renna til samtakanna. Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og safna fé til styrktar verk- efnum í þágu barna. Heillakeðja Barnaheilla Stofnfundur Breiðholtsráðs verður haldinn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi föstudaginn 25. maí kl. 14.00-16.00. Jón Gnarr borgarstjóri mun sækja fundinn og taka þátt í stofnun ráðsins. Breiðholtsráði er ætlað að vera opinn vettvangur fyr- ir íbúa Breiðholts. Ráðið mun fjalla um helstu mál sem varða hverfið og hagsmuni íbúa. Á stofnfundinum verður fjallað um hvernig fundar- menn sjá Breiðholtsráðið nýtast við að efla Breiðholtið. Áætlað er að ráðið hittist á opnum fundi tvisvar á ári. Allir íbúar í Breiðholti eru vel- komnir í Breiðholtsráð. Jafnframt eru fulltrúar stofnana og samtaka í Breiðholti hvattir til þátttöku í ráðinu, segir í frétt frá borginni. Breiðholtsráð stofn- að í Gerðubergi Fimmtudaginn 24. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir ráðstefnu um vistvæn byggingarefni sem ber yfirskriftina, Efnið skapar andann – Vistvæn byggingarefni og áhrif þeirra á innivist og hönnun. Á ráðstefnunni verður sjónum sérstaklega beint að notkun vist- vænna byggingarefna á Íslandi. Það er Vistbyggðarráð sem stendur að ráðstefnunni, Efnið skapar andann, sem stendur frá kl. 9-13 á Hótel Natura, þingsal 2. Vistvæn bygging Fyrsta „hakk-maraþon“ Íslands- sögunnar verður haldið í Háskól- anum í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 9. Það er opið öllum og er síðasti skráningardagur 24. maí. Þátttakendur reyna að leysa marg- víslegar forritunarþrautir. „Sigurvegarar eiga von á pen- ingaverðlaunum og jafnvel atvinnu- tilboðum, en erlendis hafa hakk- maraþon sem þessi tekið við hlutverki hefðbundinna atvinnu- viðtala í tölvugeiranum,“ segir í frétt frá HR. Upplýsingar um skráningu eru á Facebook-síðu keppninnar (undir Hackathon 2012). „Hakkmaraþon“ haldið í fyrsta sinn STUTT Fundur var haldinn í kjaradeilu Landssam- bands smábátaeigenda og viðsemjenda hjá ríkissáttasemjara á mánudag og var þetta fyrsti fundurinn í deilunni hjá embættinu. Ekki er í gildi samningur á milli aðila fyrir sjómenn á bátum undir 15 metrum að lengd. Landssamband smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasambandið, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannasamband Ís- lands hafa undanfarin ár unnið að gerð kjara- samnings fyrir sjómenn á smábátum. Ekki hef- ur gengið saman í deilunni og urðu aðilar ásáttir um það fyrir tæpum tveimur vikum að vísa deilunni til sáttasemjara. Aðilar kynntu sín sjónarmið á fundinum í fyrradag, en einkum er tekist á um trygginga- mál og skiptaprósentu. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambandsins, segir að það sé skoðun sambandsins að taka eigi mið af samn- ingi LÍÚ varðandi hlutaskipti og leggur mikla áherslu á tryggingaþáttinn í þessum viðræðum. Kjarasamningar forsenda Sævar segir að hann hafi talið að samningar væru handan við hornið skömmu fyrir páska. Þá hafi viðsemjendur virst missa áhugann og segist Sævar skýra það með því, að um svipað leyti hafi sjávarútvegsráðherra lagt fram frum- varp um stjórnun fiskveiða. Þar hafi ekki verið að finna ákvæði um að gerð kjarasamnings við áhafnir væri forsenda nýtingarsamninga. Sjómannasambandið teldi það ekki nægja þó slíkt ákvæði væri í greinar- gerð. Á síðasta ári hefði slíkt ákvæði verið að finna í frumvarpi Jóns Bjarnasonar, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra, um fiskveiðistjórn- un og síðan drögum að frumvarpi um sama efni. aij@mbl.is Tekist á um tryggingar og hlut Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Rætt er um kaup og kjör á bátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.