Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 skiptingin mikil og erfitt að koma sér áfram. Það er skelfilegt að þetta gáfaða og flinka fólk í Indlandi fái margt ekki að nýta hæfileika sína sem skyldi,“ segir Karl. María Ólafsdóttir maria@mbl.is K arl Eiríksson, fyrrver- andi flugmaður, gaf fyrir nokkrum árum veglega upphæð til ABC-barnahjálpar eða einar sjö milljónir króna. Var sú fjárhæð notuð til að reisa heimili fyrir ungar stúlkur á Indlandi. Upp- hafið má rekja til þess að Karl kynntist konu sem styrkti barn í gegnum ABC-barnahjálp og dóttur hennar sem styrkti tvö börn. Þetta varð til þess að Karl ákvað sjálfur að styrkja barn með ákveðinni upphæð mánaðarlega og gerði svo þar til drengurinn útskrifaðist úr mennta- skóla. Meðal þess starfs sem ABC sér um í Indlandi er bygging og rekstur Heimilis litlu ljósanna en meðal þeirra eru húsin Reykjavík 1 og 3, en Reykjavík 3 var reist fyrir þá fjárhæð sem Karl lét af hendi rakna. Hugulsemin hafði áhrif „Ég sá að búið var að byggja Reykjavík 1 þar sem voru nokkur hundruð strákar og á dagskrá var næst að byggja Reykjavík 2. Hlé varð þó á þeim framkvæmdum þar sem lóðin þótti óhentug en í staðinn hófust framkvæmdir við Reykjavík 3. Ég fékk að sjá teikningarnar og kostnaðaráætlun og eftir að hafa lagt til eitthvert smáræði til að gera grunninn áttaði ég mig á að ég gæti bara klárað þetta. Það varð úr og allar áætlanir stóðust þannig að hús- ið komst upp en alls tók ferlið um fjögur ár,“ segir Karl. Hann vildi á sínum tíma ekki koma fram undir nafni en var hvattur til þess af fjöl- skyldu sinni og vonar hann nú að framtak sitt geti hvatt fleiri að styrkja starfið. Karl segir foreldra sína hafa verið mjög hugulsama og það hafi haft áhrif á sig. „Á þessum slóðum er stétta- Tækifæri til að nýta hæfileika sína Með veglegri peningagjöf Karls Eiríkssonar til ABC-barnahjálpar var mögulegt að byggja heimili fyrir ungar stúlkur í Indlandi. Karl fylgdist vel með framkvæmd- unum og hrósar skipulaginu í kringum þær. Hann vonast með framtaki sínu til að geta hvatt fleiri til að styrkja starfið á einn eða annan hátt. Heimili Stúlkur fyrir utan Reykjavík 3 sem reist var fyrir framlag Karls. Nú þegar dásamlega íslenska sum- arið er á næsta leiti er ekki úr vegi að skipuleggja flakk um landið okkar. Sem betur fer eru ótal skemmtilegir gististaðir úti um allt land og gaman að styðja íslenskan ferðamannaiðnað með því að gista á þeim. Fyrir þá sem ætla að fara um suðurströnd lands- ins er vert að nefna Hrífunes í Skaft- ártungu. Hrífunes stendur á milli Mýrdals- og Vatnajökuls og þar í ná- grenninu er hægt að finna fjölbreytta afþreyingu. Gönguleiðir eru þar margar og fagrar, gil og gljúfur í nán- asta umhverfi. Sundlaugar eru bæði á Kirkjubæjarklaustri og í Vík og á síðarnefnda staðnum er hestaleiga. Að Sólheimum er vélsleða- og fjór- hjólaleiga og veiði fyrir þá sem hafa gaman af því að renna fyrir fisk. Og ekki má gleyma spennandi flúðasigl- ingum niður Hólmsána fyrir þá sem vilja meira fjör. Vefsíðan www.hrifunes.is Morgunblaðið/RAX Fagurt Mýrdalsjökull sést frá Hrífunesi og stutt í Sveinstind og Langasjó. Gisting í skjóli Mýrdalsjökuls Nú stendur yfir tíunda einkasýning Kolbrúnar S. Kjarval í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Á sýningunni, sem ber heitið Sköpunargleði, má sjá ýmsar kynjaverur og skrímsli, auk mannbíta og hverafugla. En þar er einnig að finna lóuher sem þrammar inn vorið, rjúpuna í vetrarbúningi, hrafna og uglur svo fátt eitt sé nefnt. En Kolbrún hefur starfað að leirlist sinni í yfir fjörutíu ár og er ef til vill hvað þekktust fyrir leirfuglana sína. Sýningin er fyrir alla aldurshópa og sýnir marga tjáningarmöguleika og stendur til sunnudagsins 27. maí. Opið er alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14:00 – 17:00. Endilega… …sjáið skrímsli og furðuverur Áhugasamur Spennandi skrímsli. Leikhópurinn Lotta frumsýnir á laug- ardaginn næstkomandi glænýtt ís- lenskt leikrit um Stígvélaða köttinn. Frumsýningin er klukkan fjögur og fer fram í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Í framhaldinu mun hópurinn ferðast með sýninguna og heimsækja yfir 50 staði víðsvegar um landið. Leikgerðina um Stígvélaða köttinn gerði Anna Bergljót Thorarensen og nýja tónlist fyrir verkið sömdu þeir bræður Baldur og Snæbjörn Ragn- arssynir. Stígvélaða köttinn þekkja flestir en auk hans eru ævintýrin um Nýju fötin keisarans og Birnina þrjá fléttuð inn í söguþráðinn. Alls eru sex leikarar í sýningunni sem skipta á milli sín 13 hlutverkum. Þá er flutt lifandi tónlist, söngur og dans og því nóg um að vera og fjör fyrir krakkana. Áhorfendur fá að hitta persón- urnar úr leikritinu eftir sýningu. Miðaverð á sýninguna er 1.500 krón- ur og ekki þarf að panta miða fyrir- fram, nóg er að mæta á staðinn. Gott er að klæða sig eftir veðri þar sem sýnt er utandyra. Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt Stígvélaði kötturinn fer á stjá með leikhópnum Lottu Stígvélaði kötturinn Hann er þó nokkuð mikill prakkari kötturinn sá. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari - Ég finn mig alltaf svo velkomna hérna! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.