Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert alltaf að tala um að þú hafir
engan tíma til að gera neitt skemmtlegt, en
það er ekki satt. Gerðu eitthvað nýtt og
spennandi og reyndu þannig að gæða líf þitt
ævintýraljóma.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt auðvelt með að ná eyrum áhrifa-
mikils fólks. Sýndu þolinmæði og þrautseigju
því öll él birtir upp um síðir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt mörgu sé hægt að breyta er
sumt ekki í mannlegu valdi. Taktu tillit til
þess og frestaðu mikilvægaum ákvarð-
anatökum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þið eigið ekki að láta aðra segja ykk-
ur fyrir verkum um útlit og hegðan. Sköp-
unargleðin er mikil í dag og rétt að veita
henni útrás. Aðrir kunna að vilja hjálpa þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er engin ástæða til þess að láta
smáatriði standa í veginum fyrir því að tilskil-
inn árangur náist. Líklega þarftu að mæta á
mannfagnað, þvert gegn vilja þínum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Valdabarátta við maka eða nána vini
fyllir þig af efasemdum um þína nánustu
framtíð. Þú ert vingjarnleg um þessar mundir
og þar með vinsælli en ella.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú heldur stöðugt aftur af þér áttu á
hættu að springa í loft upp einn góðan veð-
urdag. Gakktu þó ekki svo hart fram að þú
skemmir fyrir þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér ætti að ganga vel að koma
málum þínum á framfæri, ef þú gætir þess
að tala hreint út um hlutina. Mundu að grasið
er ekki grænna handan hornsins.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það vefst fyrir þér að ganga frá
máli sem þér hefur verið falið að leiða til
lykta. Aðrir vilja njóta starfskrafta þinna og
samvinnan mun einnig koma þér vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Leitaðu ekki langt yfir skammt,
hin sanna gleði býr innra með þér. Ekki verða
hissa þegar það verður meira en lítið gaman í
alvöru.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt þú viljir gera gagngerar
breytingar á heimilinu ættirðu að láta þær
bíða til betri tíma. Einhver vinnur fyrir þig
bakvið tjöldin.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Horfðu framhjá því fólki sem reynir að
espa þig upp því það er ekki þess virði að
kasta perlum fyrir svín. Horfur í ástalífinu eru
góðar og mikið af skapandi verkefnum á döf-
inni.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fíaá Sandi, beið þess í gær að Ís-
land keppti í söngvakeppninni
miklu og sagðist í fyrsta skipti á
ævinni ánægð með lagið sem Ís-
lendingar sendu – „þó ég gæfi
Hrútspungunum reyndar atkvæði.
Það var eina atkvæðið sem ég hef
greitt í þessari keppni. Ég er svo
ánægð með þjóðlegt.“ Og hún rifj-
ar upp vísu sem hún orti „þegar
þjóðin var rasandi vegna vanþakk-
lætis heimsins fyrir eitthvert popp-
lagið sem við sendum inn“.
Ekki var nú sigur Íslands sóttur.
Svona fer margt verr en margir halda.
Við áttum að senda Ásu Ketilsdóttur
út, með rímnatónlist fyrri alda.
Skopmynd sem birtist af Ólafi
Ragnari Grímssyni forseta Íslands
í Fréttablaðinu um helgina hefur
vakið deilur. Gísli Ásgeirsson orti á
fésbók af þessu tilefni:
Afhjúpað er eðli hans
ætlar mæli að fylla.
Nýju fötin forsetans
fara honum illa.
Séra Hjálmar Jónsson sagði frá
því á fésbókinni að hann hefði ver-
ið í golfi. Kristín Heiða Krist-
insdóttir blaðamaður á Morg-
unblaðinu skaut þá inn
athugasemd: „Ætla rétt að vona að
kristilegu kærleiksblómin spretti
um allan völl …“ Það varð til þess
að Hjálmar orti:
Kraftur er í íþrótt sóttur,
yndi og skapið létta,
en kringum Heiðu Kristinsdóttur
kærleiksblómin spretta.
Sigurður Sigurðarson dýralækn-
ir fékk heimsókn frá konu, sem er
hestamaður af lífi og sál og heitir
Auður. Hann lét hana hafa vísu í
nesti:
Verði þér allt að gæfu og gagni
góðum aktu beislavagni
um lífsins veginn loka til.
Auðar líkar eru fáir
elskar menn og hrossin dáir
það er ljóst – ég þetta skil.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af söngvakeppni, blómum
og klæðum forsetans
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
SMAKK!
ÞETTA
VAR EKKI
FYNDIÐ
HVERT ER
HANN AÐ
FARA?
HANN ER
AÐ FARA AÐ
SKAUTA
HANN FER ÞANGAÐ Á
HVERJU KVÖLDI TIL AÐ
SKAUTA MEÐ SÆTRI STELPU...
ER
ÞAÐ?
FARÐU VARLEGA SNOOPY,
ÞAÐ ER EKKI GÓÐ HUGMYND
AÐ GIFTA SIG ÁÐUR EN
MAÐUR FÆR HVOLPAVITIÐ!!
HALTU
ÞÉTTAR UM
HNÍFINN OG
SKERÐU MINNA
Í EINU
HVAÐAN
KOM ÞESSI
NÁUNGI!
ÉG HEF SKORIÐ KALKÚN Í ÁRATUGI,
ÉG ÞARF EKKI Á HJÁLP ÞINNI AÐ HALDA!
ÉG ER AÐ LESA
UM VITRINGANA
ÞRJÁ. HVERNIG
ÆTLI MIRRA
HAFI LYKTAÐ?
ÉG VISSI EKKI
AÐ EINN AF
VITRINGUNUM
HEFÐI VERIÐ
KONA
HVAÐ
ÁTTU VIÐ?
MIRRA ER EKKI
KVENNMANNSNAFN
SKRÍTIÐ,
ÞAÐ HLJÓMAR
EKKI MJÖG
KARLMANNLEGA
Vefmiðillinn Karfan.is er öflugur.Í liðinni viku fór fram Norður-
landamót yngri flokka í körfubolta í
Solna í Svíþjóð og vart hægt að
hugsa sér betri þjónustu. Á vefnum
var textalýsing af leikjum íslensku
liðanna í beinni. Leikirnir voru síð-
an gerðir upp í fréttum auk þess
sem boðið var upp á myndskeið
með viðtölum við leikmenn og þjálf-
ara og syrpur með ljósmyndum úr
leikjunum. Þá tókst umsjónar-
mönnum vefsins að halda dampi
jafnt þótt margir leikir væru sama
daginn og jafnvel tveir leikir sam-
tímis. Þetta finnst Víkverja til
fyrirmyndar.
x x x
Á mótinu spiluðu fjögur landsliðÍslands, U-18 og U-16 bæði
kvenna og karla og stóðu liðin öll
fyrir sínu. Best var gengi U-18 liðs
karla, sem lék frábærlega á köflum
og vann fjóra fyrstu leikina – Dani,
Svía, Norðmenn og Finna. Það
mætti Finnum síðan aftur í leikn-
um um gullið og mátti því miður
lúta í lægra haldi. Þá tapaði U-18
lið kvenna með grátlegum hætti
leik um brons gegn Dönum eftir að
hafa leitt nánast allan leikinn og
U-16 liðið tapaði einnig bronsleik
gegn Dönum. Öllum tókst liðunum
að vinna leik og frammistaða þeirra
í Svíþjóð lofar góðu um framtíð ís-
lensks körfubolta.
x x x
Skagamenn láta ekki að sérhæða. Eftir margra ára eyði-
merkurgöngu komust þeir loks á
ný upp í efstu deild. Víkverji er
reyndar ekki meðal helstu aðdá-
enda Skagaliðsins, en hann er á því
að það á heima meðal hinna bestu
og hefur saknað þess úr efstu
deildinni þrátt fyrir að það hafi
gert liðinu, sem hann heldur með,
marga skráveifuna í gegnum tíðina.
Skemmtilegt hefur verið að fylgjast
með því hvernig Skagamenn hefja
tímabilið af krafti og eru með fullt
hús stiga eftir fjórar umferðir. Vík-
verji er ekki viss um að Akranes
muni halda flugi, en það er ekki
amaleg staða fyrir nýliða í upphafi
móts að geta látið hin liðin vera í
eltingarleik við sig. víkverji@mbl.is
Víkverji
En hjálparinn, andinn heilagi, sem
faðirinn mun senda í mínu nafni,
mun kenna yður allt og minna yður á
allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14,
25.)
Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar
! "
!!
# $ %&
'
#
# þinn. Við erum í síma 510-6000.
Lækkaðu símreikninginn
Öflugt IP símkerfi frá Snom
3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki
Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur
Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI
8.500 m/vsk
Öflugt IP símkerfi frá Snom
5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki
Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur
Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI
Stofngjald 39.900 m/vsk
Mánaðargjald
10.500 m/vsk
Stofngjald 39.900 m/vsk
Mánaðargjald
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla
Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla