Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg Glöggir lesendur Morgunblaðsins hafa e.t.v. tekið eftir því, ef þeir hafa rýnt í ljósmynd sem birtist í blaðinu í gær af grárri Douglas DC-3 flugvél, að hún er merkt með stöfunum DoS Air Wings. Vélin er bandarísk og DoS er skammstöfun fyrir bandaríska utanríkisráðu- neytið. Í svari frá Lauru Gritz, talsmanni bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík, kemur fram að vélin er að koma frá Líbíu en þar sinnti hún flutningum fyrir sendiráð Bandaríkjanna í Trípólí. Áður var hún í Afganistan þar sem hún var einkum notuð til birgðaflutninga í tengslum við baráttuna gegn fíkniefnasmygli og -rækt- un. Ekki var þörf fyrir vélina vegna þessara verkefna lengur og þess vegna er verið að flytja hana til Flórída í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið er með yfir 200 flugvélar í notkun og eru þær einkum notaðar í baráttu gegn fíkniefnum og til að flytja starfsmenn sendiráða. Þótt þessi Þristur sem nú er á Reykjavíkurflugvelli hafi upphaflega verið af gerðinni DC-3 er hún nú nefnd Basler Turbo-67 eftir að hafa fengið aðra gerð hreyfla, sömu tegund og er á Fokker-skrúfuþotunum, skrokk- urinn hefur jafnframt verið lengdur fyrir framan vængina og ýmsum búnaði bætt við. Á vef Basler Turbo segir m.a. að auðvelt sé að laga vélar sem þessar að aðstæðum, s.s. með því að setja á þær skíði, vopn og fleiri aukahluti. runarp@mbl.is „Þristur“ í verkefnum fyrir Bandaríkin í Líbíu og Afganistan 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 ,,Ég er að mestu hættur, en Ragnheiður dóttir mín er tekin við þessu öllu,“ segir Karl Gunn- laugsson, garðyrkjubóndi á Varmalæk á Flúð- um. Hann segist vera kominn í frí enda kominn á níræðisaldur. Karl segist sinna einstaka vor- hreingerningum og gengur í verk ef eitthvað bil- ar. ,,Ég er hálfgerður húsdraugur,“ segir Karl en hann hefur búið á Flúðum síðan 1956. ,,Við hjónin rákum búið áður, en við fluttum hingað þegar hér voru innan við 30 íbúar. Það mætti segja að ég væri einn af frumbyggjunum á Flúð- um,“ segir Karl. Karl segist þó hafa fasta atvinnu enn þann dag í dag. ,,Ég er atvinnugolfari, við félagarnir mæt- um alla daga út á golfvöll. Það er bara eins og að mæta í vinnuna,“ segir Karl. Á Varmalæk er tómataræktunin fyrir- ferðarmest en einnig eru margar blómjurtir ræktaðar á Varmalæk. ,,Sumarblómin eru að fara út núna enda sumarið loksins komið,“ segir Karl. Sumarblómin fara loksins út í góða veðrið Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ragnheiður Karlsdóttir rekur nú garðyrkjubýlið á Varmalæk á Flúðum í stað föður síns Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í umsögn borgarráðs um frumvörp til laga um veiði- gjöld og stjórnun fiskveiða er lögð áhersla á að al- þingi hagi veiðigjöldum þannig að vel rekin fyrir- tæki geti staðið undir þeim og jafnframt skilað eigendum sínum ásættanlegum arði. Einnig þurfi „að tryggja að þjóðin, eigandi fiskimiðanna, fái ásættanlegan arð af sinni auðlind,“ segir í umsögn- inni sem send hefur verið atvinnuveganefnd þings- ins. Umsögnin var samþykkt með 5 atkvæðum en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. Fram kemur að borgarráð telji mikilvægt að við rýningu Alþingis á sérstöku veiðigjaldi verði sér- staklega skoðað hvort taka beri meira tillit til skuld- settra sjávarútvegsfyrirtækja, en gert sé í frum- varpinu. Þetta mætti gera með því að gefa lengri aðlögunarfrest við innleiðingu á sérstöku veiðigjaldi. Því er sérstaklega fagnað að settur verður á laggir markaður, kvótaþing, sem gefi nýliðum færi á að komast inn í greinina. Gjörbreytir eðli viðskipta með aflaheimildir „Gera verður ráð fyrir því að innleiðing veiði- gjalda muni hafa þau áhrif til lengri tíma að verð á aflaheimildum á kvótaþingi lækki verulega, enda mun verð aflaheimilda til framtíðar hætta að endur- spegla óeðlilega arðskröfu þeirra kvótaeigenda sem ekki nýta sjálfir aflaheimildir sínar. Nýliðar munu ekki þurfa að greiða andvirði auðlindarentunnar til þeirra sem eru að selja og þeir sem eru að selja munu ekki geta horfið frá útgerð með andvirði auð- lindarentunnar sem hagnað. Þetta mun gjörbreyta eðli viðskipta með aflaheimildir,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar og mikilvægt að tryggja sjálfbæra nýt- ingu þeirra. Hafa beri í huga að árangursrík fisk- veiðistjórnun byggist á því að útgerðin sé tilbúin að taka á sig aflamarksskerðingar þegar gengið er of nærri stofninum og njóti þess á móti þegar stofn- stærðin leyfir slíkt. Aðeins um þúsund manns Um atvinnugreinina segir í umsögninni: „Um 4.600 störfuðu á landinu öllu við fiskveiðar árið 2011 eða um 2,7% vinnuaflsins en á höfuðborgarsvæðinu aðeins um 1.000 manns eða 0,5% af vinnuaflinu. Í fiskiðnaði störfuðu á sama tíma um 4.300 manns, þar af um 800 manns á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýnir að helsti tekjustofn borgarinnar, útsvarstekjur, byggist í takmörkuðum mæli á atvinnutekjum starfsfólks í sjávarútvegi.“ Tæplega 15% allra aflaheimilda eru skráð í Reykjavík. Lengja mætti aðlögunarfrest  Borgarráð hefur skilað umsögn um fiskveiðifrumvörp ríkisstjórnarinnar  Skoða hvort taka beri meira tillit til skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja Í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins er varað alvarlega við að sett verði lög sem íþyngja svo undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar að rekstrar- forsendur fjölmargra fyrirtækja geti verið brostnar með ófyrir- séðum afleiðingum fyrir þjóðfé- lagið í heild. Bent er á að Reykjavík sé einn helsti út- gerðarstaður landsins og meðal útgerðarfyrirtækja þar sé stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Frumvörpin muni ekki aðeins hafa áhrif á minni og meðalstór fyrirtæki heldur einnig hafa harkaleg áhrif á stærri útgerðarfyrirtæki, sem m.a. eru staðsett í borginni. Harkaleg áhrif á útgerðina VARAÐ ALVARLEGA VIÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími:569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 1. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudginn 25. maí. í blaðinu verður fjallað um tískuna sumarið 2012 í förðun, snyrtingu, sólarkremum og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. SÉRBLAÐ Tíska & förðun Gunnar I. Birgis- son og Sigrún Ágústa Braga- dóttir voru dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í gær til þess að greiða 150 þúsund krón- ur í sekt hvort um sig fyrir að hafa gefið Fjármála- eftirlitinu rangar upplýsingar sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogs. Stjórn lífeyrissjóðsins var ákærð fyrir að ávaxta fé hans með pen- ingamarkaðslánum og að blekkja FME með bréfi þar sem því var lýst yfir að fjárfestingar sjóðsins væru í samræmi við lög. Voru þau Gunnar og Sigrún Ágústa sýknuð af fyrri ákæruliðnum en sakfelld fyrir þann seinni. Stjórnarmennirnir Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júl- íusson og Sigrún Guðmundsdóttir sem einnig voru ákærð voru sýknuð af öllum sakargiftum. Töluverður málskostnaður hlaust af málinu og var Gunnari og Sigrúnu Ágústu gert að greiða fimmtung af þóknun verjenda sinna. andri@mbl.is Dæmd til greiðslu sektar  Sýknuð af fyrri ákæruliðnum Gunnar I. Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.