Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Atvinnuleysiðsem þjakaðhefur lands-
menn í rúm þrjú ár
og ekki sér fyrir
endann á er ekki
náttúrulögmál. Og þetta at-
vinnuleysi er ekki heldur óhjá-
kvæmileg afleiðing bankahruns-
ins fyrir þremur og hálfu ári.
Atvinnuleysið er hins vegar bein
afleiðing af getuleysi ríkis-
stjórnarinnar til að fást við
vandann og viljaleysi til að leyfa
nýjum störfum að verða til.
Nú kann að vera að einhverjir
telji ósanngjarnt að kenna ríkis-
stjórninni um ástandið, enda eru
ráðherrar hennar duglegir við
að varpa sökinni á aðra þó að
þeir hafi setið að völdum í næst-
um heilt kjörtímabil. En hlýtur
ekki að koma að því að núver-
andi ráðherrar verði að axla sína
ábyrgð á því hve illa hefur geng-
ið á undanförnum árum, eða
ætla þeir ef til vill að skýla sér á
bak við bankahrunið í mörg ár
enn? Verður þetta einhver ei-
lífðarafsökun stjórnarflokkanna
fyrir að ná engum árangri? Mun
hún ef til vill endast út næsta
kjörtímabil verði þeim að ósk
sinni um að halda völdum eftir
kosningar?
Vitaskuld dugar þessi afsök-
un ekki lengur og töluvert er um
liðið frá því að hún hætti að vera
sannfærandi. Allar forsendur
hafa verið hér á landi til öflugrar
uppbyggingar atvinnulífsins og í
raun hefur þurft alveg sérstaka
útsjónarsemi og hörku til að
koma í veg fyrir að ný störf yrðu
til.
Fyrir þessu má færa ýmis rök
en einfaldast er að líta til þeirra
röksemda sem ríkisstjórnin sjálf
hefur fært fram, óbeint að vísu.
Allt frá því ríkisstjórnin tók
við stjórnartaumunum hefur
hún sagst vilja leggja áherslu á
atvinnumálin, enda hefði verið
útilokað annað fyrir ríkisstjórn
en að lýsa yfir þessum áhuga
þegar horft er til þess atvinnu-
leysis sem ríkt hefur. Ekki hef-
ur verið látið nægja að lýsa al-
mennum áhuga á að laga
atvinnumálin heldur hefur ríkis-
stjórnin ítrekað nefnt hvaða
verkefni séu framundan og gefið
upp tölur um hversu mörg störf
ætti að skapa, eins og lýst er í
vandaðri samantekt í Morgun-
blaðinu í gær.
Snemma árs 2009 ætlaði
ríkisstjórnin að skapa „ríflega
4.000 ársverk á næstu miss-
erum“. Skömmu síðar var til-
kynnt að ríkisstjórnin hefði ráð-
ist í brýnar aðgerðir sem skila
ættu „6.000 ársverkum á næstu
mánuðum og misserum“.
Eftir að hafa gefið þessi lof-
orð var bætt í og samið við aðila
vinnumarkaðarins um stöðug-
leikasáttmála og nýja sókn í at-
vinnumálum, eins og það var
kallað. Ríkisstjórnin gaf ekki
upp fjölda starfanna að þessu
sinni en Alþýðu-
sambandið sagði í
tengslum við stöð-
ugleikasáttmálann
að honum fylgdu
verkefni upp á 950
milljarða króna og yfir 14.000
ársverk.
Á árinu 2010 héldu loforð um
þúsundir starfa áfram og síðast-
liðið haust sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir frá því í stefnuræðu
sinni að á næstu árum væru
framundan verkefni sem myndu
skapa um 7.000 störf og annar
eins fjöldi yrði til í orkugeir-
anum og tengdum fjárfest-
ingum, samanlagt 14.000 störf.
Í liðinni viku gerðist það svo
að ríkisstjórnin setti enn einu
sinni fram tölur um þau störf
sem áformað væri að skapa á
næstunni, nánar tiltekið á ár-
unum 2013 til 2015. Á þessum
árum á nú að skapa 4.000 bein
störf og önnur 6-7.000 afleidd
störf, samtals á annan tug þús-
unda starfa.
Erfitt er að henda reiður á öll-
um þessum loforðum um ný
störf en þó má sjá að samtals
eru þetta um 50.000 störf eða
ársverk sem ríkisstjórnin hefur
gefið fyrirheit um á síðast-
liðnum þremur árum að verði til
hér á landi en ekkert bólar á.
Þegar loforðahrinan hófst
voru 14.500 án atvinnu og rúm-
lega 300 höfðu verið án atvinnu
lengur en í eitt ár. Augljóst er ef
gengið er út frá loforðum ríkis-
stjórnarinnar að vinna hefði
mátt bug á þessu atvinnuleysi
fyrir löngu. Þess í stað eru nú
tæplega 11.000 atvinnulausir og
á fimmta þúsund höfðu verið at-
vinnulausir í meira en eitt ár.
Þegar við bætist að á sjötta þús-
und Íslendinga flutti af landi
brott á árunum 2009-2011 má
sjá að árangur ríkisstjórn-
arinnar í að skapa ný störf hefur
enginn orðið.
Niðurstaðan af þessu er því
sú að ríkisstjórnin hefur sjálf
talið raunhæft að skapa tugþús-
undir starfa hér á landi en ár-
angurinn er sá að engin störf
hafa orðið til.
Þetta er sárara en tárum taki,
ekki síst þegar horft er til þess
að það mat ríkisstjórnarinnar að
hægt sé að skapa mikinn fjölda
starfa hér á landi er rétt. Vand-
inn er á hinn bóginn sá að þær
aðferðir sem ríkisstjórnin beitir
hafa þveröfug áhrif enda er eng-
inn raunverulegur vilji hjá
stjórnarflokkunum til atvinnu-
sköpunar. Þar er einungis vilji
til að halda áfram að tala um at-
vinnumál og reyna að blekkja al-
menning með nýjum og nýjum
loforðum um stöðugt stórtækari
áform. Þetta er ljótur leikur
gagnvart öllu því fólki sem glím-
ir við mikla erfiðleika vegna at-
vinnuleysis og hefur haldið í
vonina um að ítrekuð loforð
væru annað og meira en orðin
tóm.
Samtals hefur
ríkisstjórnin lofað
um 50.000 störfum}
Loforðin tóm
Á
lfar í íslenskum þjóðsögum eru
eins og menn að öllu leyti nema
því að þeir eru ósýnilegir, eða svo
lærði ég fræðin í það minnsta þeg-
ar ég las þjóðsögur Jóns Árnason-
ar sem barn. Þar er til að mynda að finna frá-
sögn Álfa-Árna, sem líka var kallaði
Ljúflings-Árni, enda orðið ljúflingur notað yfir
álfa, af því er guð almáttugur kom til Adams og
Evu og þau sýndu honum börnin sín, og þótti
honum þau allefnileg. Svo stóð aftur á móti á,
að Eva hafði ekki verið búin að þvo sumum
börnunum og fyrirvarð sig á því að láta guð sjá
þau. Hún skaut þeim fyrir þá sök undan, en
þetta vissi guð og sagði: „Það sem á að vera
hulið fyrir mér, skal verða hulið fyrir mönn-
um.“
Þessi börn urðu í kjölfarið mönnum ósjáan-
leg, hulin, og bjuggu upp frá því í holtum og hæðum, hól-
um og steinum. Álfasteinum.
Eftir því sem árin liðu áttaði ég mig smám saman á því
hvernig álfasögur höfðu gagnast köldum og svöngum íbú-
um landsins, því huldufólkið, álfarnir, voru eins og menn
að öllu leyti nema því að þeir voru ósýnilegir og höfðu það
gott, áttu nóg að bíta og brenna og voru alltaf vel til hafðir.
Fjölmargar sögur eru þannig af smalamönnum sem villt-
ust inn í gróðursæla dali á hálendinu, álfkonur sem birtust
ríkulega búnar og huldufólk sem létt gott að hendi rakna
til þurfandi. Eins og Purkeyjar-Ólafur (f. um 1780, d. 1845,
„hégiljufullur en siðgóður og guðhræddur maður“) lýsti
því er fénaður þeirra allur vænni og betri til
mjólkur og frálags en annar fénaður og „þeir
eru eptir því sem sögur fara af, gæddir marg-
falt meiri hæfilegleikum til sálar og líkama en
menn“ sagði Jón Árnason þjóðsagnasafnari.
Í liðinni viku voru fréttir af því að sunn-
lenskur álfasteinn hefði verið fluttur út í Eyjar
og að vonum mikill viðbúnaður. Álfasteinseig-
andanum var til aðstoðar „sjáandi“ sem flutti
álfana í körfu eins og hver önnur varphænsn. Í
álfatrú var það algengt að huldufólk kæmi sér
fyrir í klettum og stundum stökum björgum
líkt og sá steinn sem nú stendur á Heimaey.
Það er aftur á móti nýtt í íslenskri þjóðtrú að
huldufólk sé hægt að flytja í kassa, þó að fóðr-
aður hafi verið með ullarleppum. Það er þó
kannski í takt við það hvernig íslensk þjóðtrú
og -sagnir hafa verið útþynntar fyrir áhrif að
utan, innflutt hégilja rennur saman við íslenska og úr
verður grautur fyrir hégiljufulla en siðgóða.
Ekki má skilja þetta svo að ég amist við að huldufólk
flytji búferlum milli landsvæða eða að gömul þjóðtrú sé
færð í nútímalegan búning, því er öðru nær – mér finnst
öll slík þróun fremur forvitnileg en óttaleg. Af því hlýtur
svo að leiða að breytingar verði á sjálfri álfsmyndinni í
tungumálinu menn hætta að vera eins og álfar út úr hól og
verði, tja, frekar eins og álfar út úr kú eða kannski álfar
alls fagnaðar. „Við huldufólkið erum ekki meiri álfar en
þið mennirnir,“ sagði huldukonan í þjóðsögunni.
arnim@mbl.is
Ljúflings-
Árni
Pistill
Álfur alls fagnaðar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
E
rlendar rannsóknir hafa
sýnt fram á orsaka-
samband á milli auk-
innar dánartíðni og svif-
ryksmengunar í
borgum. Engar slíkar rannsóknir hafa
farið fram á Íslandi að sögn Ragnhildar
Finnbjörnsdóttur, doktorsnema í lýð-
heilsuvísindum.
Íslendingar eru komnir stutt á veg
með að kanna áhrif svifryksmengunar
á heilsufar. Aukinn þungi hefur verið
settur í rannsóknir á svifryksmengun í
kjölfar eldosa í Eyjafjallajökli og í
Grímsvötnum. Aska úr þeim hefur auk-
ið magn svifryks í umhverfinu til muna.
Í þeim rannsóknum sem eru yfir-
standandi eru meðal annars könnuð
tengsl á milli sjúkrahúsinnlagna vegna
hjarta-, öndunarfæra- og tauga-
sjúkdóma í tengslum við loftmengun.
Yfirstandandi er vinna úr þeim gögn-
um sem búið er að safna. Ein niður-
staða liggur fyrir sem vakið hefur at-
hygli og er hún frá Hanne Krage
Carlsen, doktorsnema í lýðheilsuvís-
indum, sem fann samband á milli auk-
innar asmalyfjanotkunar og svifryks-
mengunar. Rannsóknunum er stýrt af
Þórarni Gíslasyni, lungnalækni á
Landspítalanum.
Mikil svifryksmengun
Svifryksmengun mældist mjög
mikil í Reykjavík í vikunni. Mest mæld-
ist hún um 465,8 μg/m3 á mánudags-
kvöld. Mælieiningin μg/m3 segir til um
magn svifryks í míkrógrömmum á
hvern rúmmetra. Á vef heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkurborgar kemur fram að
ef mengun mælist meiri en en 100 μg/
m3 , ættu þeir sem eru með ofnæmi eða
alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma
að forðast nálægð við miklar umferð-
argötur. Aðrir gætu fundið fyrir óþæg-
indum ef mengun mælist meiri en 150
μg/m3.
Ólíkar tegundir svifryks
Svifryksmengun er ólík eftir því
hvort hún er náttúrulegs eðlis eða af
mannavöldum. Eftir því sem agnir eru
minni því meiri er skaðsemin. Í stórum
dráttum má segja, að fínni svif-
ryksagnir séu flestar af mannavöldum
(frá bruna eldsneytis), en þær grófari
frá náttúrulegum uppsprettum á borð
við ösku úr eldgosum. Svifryksagnir
eru ekki aðeins ólíkar hvað stærð
varðar. Eiginleiki agnanna er mjög
breytilegur eftir uppruna þeirra.
Könnun á samsetningu svifryks sýnir
að um 25-35% svifryks í Reykjavík
koma frá náttúrulegum uppsprettum.
Annað svifryk er af mannavöldum og
kemur frá allri starfsemi, en mest frá
eldsneytisbruna, umferð og iðnaði.
Lítil skammtímaáhrif
af gosinu
Nýlega birtist grein unnin upp
úr íslenskri rannsókn á áhrifum loft-
mengunar vegna eldgoss í Eyja-
fjallajökli í British medical journal.
Könnuð voru andleg og líkamleg
áhrif loftmengunar á 207 íbúa sem
búa nærri jöklinum. Tímabilið sem
rannsóknin náði til var frá 31. maí til
11. júní árið 2010 en Eyjafjallajök-
ulsgos hófst 14. apríl það sama ár og
entist í 6 vikur. Rannsakendur fundu
engin tengsl við alvarleg heilsufars-
vandamál vegna loftmengunar sem
var mikil á þessum tíma. Haraldur
Briem sóttvarnalæknir var meðal
rannsakenda. ,,Almennt séð ef loft-
mengun er í stuttan tíma þá hefur
hún sáralítil ef nokkur áhrif á fólk
yfirleitt. Við gerðum öndunarfæra-
próf á fólki. Niðustaðan var sú að
þetta hefði lítil áhrif. Hins vegar
kvörtuðu þeir sem voru með und-
irliggjandi öndunarfærasjúkdóma á
borð við asma undan auknum óþæg-
indum. Fólk í þessari rannsókn varð
bæði fyrir stórum og smáum svif-
ryksögnum,“ segir Haraldur.
Svifryksmengun lítið
rannsökuð á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Mökkur yfir borginni Mikil svifryksmengun var yfir Reykjavík eftir eld-
gos undanfarin ár. Enn berast svifryksagnir um allt land af þeim sökum.
Innan
Reykjavíkur-
borgar er
viðbragðs-
teymi vegna
svifryks-
mengunar
sem saman-
stendur af
þremur
fulltrúum
borgarinnar.
Gefin er út viðvörun ef magn
svifryks fer yfir 50 μg/m3 yfir
sólarhring.
Á mánudag var gefin út við-
vörun til fjölmiðla af þeim sök-
um. Kristín Lóa Ólafsdóttir,
fulltrúi hjá heilbrigðiseftirlit-
inu, er í teyminu. „Við ákváðum
að gefa út þessa tilkynningu
þar sem það leit út fyrir að
magn svifryks væri yfir 50 μg/
m3. Þetta hafði ekkert með
umferð að gera. Ástæðan er
hægur vindur úr austri í bland
við þurrkatíð,“ segir Kristín
Lóa.
Bregðast
við svifryki
BORGIN GAF ÚT TILKYNN-
INGU Á MÁNUDAG
Kristín Lóa
Ólafsdóttir