Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Þetta er nú orðið bara mest fjöl- skyldan sem stendur að því núna. Það eru allavega komnir gluggar og hurð- ir. Við stefnum að því að opna 17. júní,“ sagði Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli á Hvítársíðu, um húsnæði fyrir Geitfjársetur sem hefur verið í innréttingu um nokkurt skeið. Í Geitfjársetri er tekið á móti ferða- mönnum allt árið til að kynna íslensku landnámsgeitina, sem er í útrýmingar- hættu og hefur Jóhanna verið ötull baráttumaður fyrir varðveislu stofns- ins. Árið 2011 stofnaði hún ásamt öðr- um félag um viðhald og varðveislu ís- lensku landnámsgeitarinnar sem hefur það markmið að gera geitarækt að sjálfbærum möguleika hér á landi og að fræða Íslendinga um íslensku geitina á Háafelli. Burður hjá geitunum á Háafelli hófst 11. apríl og eru eldri geiturnar flestar bornar, en veturgömlu geit- urnar nýbyrjaðar að bera. Vinsælt er fyrir hópa að heimsækja Geitfjársetrið, en þó svo að húsnæðið sé ekki komið í gagnið hefur Jóhanna um nokkra hríð tekið á móti gestum. Nú í vor er vinsælt hjá starfsmanna- félögum, skólum og leikskólum að heimsækja setrið þar sem fólk kemst í beina snertingu við geiturnar. „Ég er með girðingu sem ég fer með fólkið inn í og þar er allt frá kiðlingum og upp í 12 ára gamlan hafur sem elskar fólk. Hann skilur nú yfirleitt mest eft- ir sig hjá fólki.“ Aðspurð hvernig gangi með rekst- urinn segir hún: „Það er ennþá tölu- vert vegasalt hjá mér að halda þessu gangandi. Það virðist ganga hægt hjá yfirvöldum að finna út hvernig eigi að styðja við geitastofninn.“ Þingsálykt- unartillaga þess efnis hefur verið flutt nokkrum sinnum á Alþingi frá árinu 2005, en aldrei farið í gegn. „Það þarf að fara aðeins betur ofan í Ríó- sáttmálann og þau skilyrði sem þar eru sett því hann segir til um þeirra skyldur við dýrategundir í útrýmingarhættu.“ Geitfjárstofninn er vaxandi Geitastofninn hefur farið vaxandi. Fyrir 20 árum voru íslenskar geitur um þrjú hundruð en hefur fjölgað talsvert og eru nú rúmlega sjö hundr- uð hjá um 50-60 eigendum. En hvernig skyldi ganga að við- halda svona litlum stofni? „Það geng- ur ótrúlega vel því hann er búinn að ganga í gegnum tvo þrönga flösku- hálsa. Um aldamótin 1900 voru um hundrað geitur. Um 1930 voru skráð- ar um þrjú þúsund geitur, því þá voru þær mjólkurgjafi í öllum sjávar- plássum. Eftir stríð fórum við að rækta garða og þá var bannað að halda geitur í þéttbýli. Upp úr 1960 voru 86 geitur taldar og bara ein eftir af kollóttu geitunum og þessi eina kollótta geit hefur varðveitt heilmikið erfðaefni því að öll brúnleitu litaaf- brigðin fylgja kollótta geninu og þau eru svo til eingöngu hjá mér ennþá. Árið 1999 fékk ég fjórar síðustu koll- óttu geiturnar og þá var kollótti stofninn aftur orðinn svona lítill,“ segir Jóhanna sem hefur lagt áherslu á það að rækta kollótta stofninn upp og á nú orðið um 60 fullorðnar koll- óttar geitur. Afurðir af geitunum á Háafelli eru fyrst og fremst kjöt, skinn, sápur og krem. „Ég anna engan veginn eftir- spurn eftir kjöti. Það er allt búið núna,“ segir Jóhanna. Spurð um nýt- ingu á kasmírull segir hún að það sé verið að gera prufur á því að spinna og hreinsa ull hérlendis fyrir text- ílgerð. „Það er mikil vinna að hreinsa grófu hárin frá. Svo erum við með í Noregi nokkur kíló í spuna í tilraun og þá er eftir að sjá hvort það borgar sig að senda út til að láta hæra það í vélum. Þetta er náttúrlega lúxusull. Það er synd að henda henni.“ Vandræði með mjólk á markað Jóhanna hefur átt í vandræðum með að koma mjólk til vinnslu. „Ég reyndi að semja við MS í vetur því ég hef ekki aðstöðu til að vinna osta sjálf, en þeir gáfu mér ekkert svar,“ segir Jóhanna. Hún segist mjólka geiturnar fyrir börn með óþol og að geitamjólk sé best fyrir kornabörn sem ekki fá brjóstamjólk. „Þessi mjólk þyrfti að vera á mark- aði fyrir magasjúklinga og þá sem eru með viðkvæma meltingu og ex- em. Allir geta notað þessa mjólk sem eru með próteinóþol af kúamjólk því það vantar í þessa mjólk prótein sem veldur óþoli. En það gengur ansi illa að finna einhverja leið til að koma henni á markað. Ef ég mjólka allar geiturnar get ég útvegað um 150 lítra á dag. Ég er með mjaltabás fyrir sex í einu, en ef ég færi að mjólka þær all- ar yrði ég að stækka. Þess vegna bað ég um að vita tímanlega hvort þeir væru til í að gera eitthvað,“ segir Jó- hanna og segir að eftirspurn eftir geitamjólk sé mikil. Jóhanna segir samtökin Beint frá býli vinna að því að fá leyfi til að selja beint ógerilsneydda geitamjólk, en að það gangi hægt. „Það er svo sér- kennilegt að við megum kaupa alls- konar óþverra í sælgæti og öðru sem við vitum að í eru hættuleg litarefni en svo má ekki kaupa það sem er hreint beint frá náttúrunni. Ég hef bara í staðinn gert sápur og krem úr geitamjólkinni og tólginni því tólgin er rosalega græðandi og góð,“ segir Jóhanna en hún er einnig í samstarfi um vinnslu á ís, ostum og salami- pylsum, en allt í litlu magni eða á til- raunastigi ennþá. Hún hefur einnig fengið nýsköpunarstyrki til þróunar á geitaafurðum. Jóhanna segir að geitakjöt sé jafn fitulítið og kjúkling- ur og jafn próteinríkt og nautakjöt og því sé erfitt að finna hollara kjöt. Íslenski geitfjárstofninn í hættu  Geitfjársetur opnað 17. júní  Kynna íslensku landnámsgeitina  Berjast fyrir varðveislu stofnsins  Gengur illa að finna leið fyrir geitamjólk á markað  Segir erfitt að finna hollara kjöt en geitakjöt Morgunblaðið/Ómar Landnámsgeit Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, er ötull baráttumaður fyrir íslenska geitastofninum. Álverið í Straumsvík heldur opinn íbúafund í Hafnarborg, Hafnarfirði, í kvöld kl 20. Á fundinum verður Sjálfbærniskýrsla kynnt fyrir árið 2011, þar sem dregin er saman frammistaðan í umhverfis-, öryggis- og heilbrigðismálum ásamt fleiru. Einnig verður rætt um áherslur ársins og þær miklu framkvæmdir sem standa yfir í Straumsvík. Að kynningu lokinni sitja Rannveig Rist forstjóri og Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs, fyrir svörum. Allir velkomnir! Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landssamband íslenskra útvegs- manna og Samtök atvinnulífsins vís- uðu í gær kjaraviðræðum útvegs- manna og sjómanna til ríkissátta- semjara. Í frétt frá LÍÚ segir að ekki verði hjá því komist að taka tillit til aukinna álaga og mikilla kostnaðar- hækkana við gerð nýrra kjarasamn- inga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir að á mannamáli þýði þetta að útvegsmenn vilji semja um lægri skiptaprósentu. „Þeir tilkynntu okkur á föstudag að þeir ætluðu að vísa deilunni til sátta- semjara og kynntu okkur þessar kröfur sínar. Við höfnuðum þeim al- veg skýrt á þessum fundi,“ segir Sævar. Samningar hafa verið lausir frá því í janúar 2011. Frá þeim tíma hafa að- ilar tvisvar samið sérstaklega um hækkun á kauptryggingu og kauplið- um í samræmi við launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Á heima- síðu LÍÚ segir að frá því að síðustu kjarasamningar hafi verið gerðir hafi ýmsir kostnaðarliðir og álögur á út- gerðina hækkað umtalsvert sem kalli á breytingar á kjarasamningum aðila. Kostnaðarliðir hafa lagst á hlut útgerðarinnar „Umtalsverð hækkun hefur orðið á veiðigjaldi, nýr skattur hefur verið lagður á olíu auk þess sem verð á olíu hefur hækkað verulega frá því að síð- ustu kjarasamningar voru gerðir,“ er haft eftir Friðrik J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ. Þessir kostnaðarliðir hafi allir lagst á hlut útgerðarinnar en launakerfi sjómanna byggist á því að þeir fá hlut úr aflaverðmæti. „Þessar auknu álög- ur og kostnaðarhækkanir eru það miklar að ekki verður hjá því komist að taka tillit til þeirra við gerð nýrra kjarasamninga milli útvegsmanna og sjómanna,“ segir Friðrik. Deila sjómanna og LÍÚ til sáttasemjara  Verulega aukinn kostnaður segir LÍÚ  Sjómenn hafna lægri skiptaprósentu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.