Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Glymskrattinn leggur sig í líma við að bregða nýju ljósi á sviðsframkomu og þekkt dansspor í poppkúltúr samtím- ans í kraftmikilli og nýstárlegri leik- húsupplifun sem vindur fram á jafn- vægisslá tónleika og dans.“ Þannig er sviðsverkinu Glymskrattanum lýst á vef Listahátíðar í Reykjavík, sem það heyrir undir, en verkið verður frum- sýnt í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 20. Í verkinu blandast saman tón- leikar og dansverk en listamennirnir sem sömdu það eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson og dansararnir og danshöfundarnir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Soffía Níels- dóttir. Blaðamaður ræddi í byrjun viku við Sigríði um þetta forvitnilega verk. -Hvernig hófst vinnan að þessu verki og hver var grunnhugmyndin? „Við byrjuðum ferlið í listamanna- vinnustofu sem er gamalt klaustur í Frakklandi. Við höfum verið að vinna í Þjóðleikhúskjallaranum síðustu sex vikurnar. Hugmynd okkar var að vinna með dans og söng. Þar sem við höfum báðar verið að vinna með rödd í síðustu verkum vorum við spenntar fyrir því að taka það lengra og semja tónlist þar sem hreyfing gæti einnig verið í for- grunni,“ svarar Sigríður. „Við fengum tónlistarmanninn Valdimar Jóhanns- son til liðs við okkur og saman höfum við unnið að Glymskrattanum, dans- tónleikasýningu með 10 frumsömdum, íslenskum lögum í mismunandi stílum. Þetta er virkilega kraftmikil sýning,“ segir Sigríður. Umhverfið hefur áhrif á útkomuna -Þið hófuð að semja verkið í klaustri, heldurðu að það umhverfi hafi haft áhrif á útkomuna? „Já, ég held að umhverfið sem maður skapar í hafi alltaf áhrif á út- komuna. Í okkar tilfelli var það meira fólkið í klaustrinu heldur en bygg- ingin sjálf. Það voru nokkrir eft- irminnilegir karakterar í klaustrinu sem voru innblástur, bæði fyrir texta og hreyfingar. Annars held ég að Þjóðleikhúskjallarinn hafi haft meiri áhrif. Við sömdum heilt lag sem var innblásið af kjallaranum, um stelpu og hund í neðanjarðarbyrgi,“ segir Sigríður kímin. -Glymskrattinn, hvaðan kom sá tit- ill? „Nafnið er tilkomið af því að við vinnum með marga tónlistarstíla. Þegar þú setur pening í Glymskratt- ann veistu ekkert hvað þú færð sem getur verið spennandi. Við reynum að taka mismunandi stereótýpur af tón- listarstílum, s.s. popp, diskó, rapp og ballöður en setja nýtt „twist“ á lögin. Við bætum við kóreógrafíu, ýkjum eða minnkum klisjur svo úr verður ákveðinn gleðikabarett fullur af húm- or, söng og dansi.“ Sigríður segir ákveðnar hreyfingar og dans beintengt við hvern tónlist- arstíl. „Í Glymskrattanum prófum við að fara bæði með og á móti reglunum, hvort hægt sé að syngja dansvænt rapplag án þess að hreyfa sig í takt við tónlistina og hvort þú getir jafnvel dansað við þögnina,“ segir hún. Í verkinu sé reynt að sameina mismun- andi þætti sviðslista, dans og tónlist en ljós og hljóð leiki einnig stórt hlut- verk. „Við vildum að áhorfendur gætu komið á tónleika, hlustað á mis- munandi lög en séð danssýningu í leiðinni. Kveikjan að þessari hug- mynd um danstónleika var einnig sú staðreynd að dans er oftast sýndur í mjög formlegu samhengi, okkur langaði að fólk gæti upplifað dans á afslappaðri nótum.“ Litrík og skemmtileg sýning -Á vef Listahátíðar segir að Þjóð- leikhúskjallaranum verði breytt í raf- magnaðan danstónleikastað, hverju eiga gestir von á? „Allt í allt stefnir þetta í mjög lit- ríka og skemmtilega sýningu, tíu frumsamin lög, átta búningaskipti, þrjú svið, sex diskókúlur og eina upp- stoppaða rjúpu. Við vinnum með frá- bærum tæknimönnum sem láta hvorki tíma né rými stoppa sig, það er m.a. búið að tvöfalda allan tækni- búnað í Þjóðleikhúskjallaranum. Ell- en Loftsdóttir gerir ótrúlega búninga og Brynja Björnsdóttir leikmynda- hönnuður er búin að útbúa þrískipta leikmynd svo það má segja að allt sé í botni í þessari sýningu. Það sem er einnig óvenjulegt við sýninguna er að hún byrjar kl. 22:30 en hugmyndin er að fólk geti farið út að borða og komið svo í kjallarann í gleðisprengju,“ seg- ir Sigríður að lokum. Glymskrattinn er styrktur af EUF, Listahátíð í Reykjavík, Þjóð- leikhúsinu og KKnord. Sex diskókúlur og uppstoppuð rjúpa  Sviðsverkið Glymskrattinn verður frumsýnt í kvöld  Dansað á mörkum tónleika og danssýningar Morgunblaðið/Styrmir Kári Jafnvægisslá Tíu frumsamin lög, átta búningaskipti, þrjú svið, sex diskókúlur og ein uppstoppuð rjúpa. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Gítarleikarinn Andrés Þór Gunn- laugsson sendi á dögunum frá sér geisladiskinn Mónókróm, sem hefur að geyma lög Andrésar Þórs í flutningi hans og Agnars Más Magnússonar píanóleikara, Þor- gríms Jónssonar kontrabassaleik- ara og Scotts McLemores trommu- leikara. Þeir félagar koma saman í Þjóðmenningarhúsinu við Hverf- isgötu á föstudagskvöld og leika verk af plötunni í bland við aðra ópusa, en Andrés Þór hefur áður gefið út plöturnar Blik og Nýjan dag. Tónlistin á Mónókróm er óneit- anlega mjög djassskotin, en líka skreytt poppi, blágresi og þjóðlaga- tónlist. Þar ræður miklu að Andrés Þór leggur á stundum frá sér raf- gítarinn og tekur sér í hönd dóbró og lap steel gítar. Óneitanlega bregður manni í brún að heyra dóbró í djasslagi, en kemst svo að því að það svínivirkar, eins og ég nefni við Andrés Þór, sem svarar því til að útgangspunkturinn með hjóðfæraskipan á plötunni hafi ver- ið að fara nýjar leiðir, „að finna nýja rödd fyrir mig og sjá hversu langt ég gæti teygt hugmyndina. Ég hef mikið unnið í djass und- anfarin ár, en upp á síðkastið hef ég verið að hlusta á annarskonar strengjahljóðfæri, ekki bara dobro og lap steel gítar, heldur líka banjó og mandólín og á þá sem spila á þannig hljóðfæri. Mig langaði því að læða þessu inn í mína tónlist, sem sækir mest úr djassheiminum, og sjá líka hvernig hinir í hljóm- sveitinni myndu taka þessu,“ segir Andrés Þór og hlær er hann bætir því við að þeir hafi tekið því vel þegar dobro kom uppúr gítartösk- unni. „Með árunum verður maður opn- ari fyrir músík, eða það er mín reynsla, og reynir að skynja kjarn- ann í tónlistinni án þess að eyrna- merkja hana, að leyfa henni að hafa áhrif á sig sama hvaðan hún kemur. Það skýrir það hvers vegna ég fer inn á þessar brautir. Ég hef verið að opna eyrun fyrir allskonar tón- list sem ég hef ekki gefið neinn sér- stakan gaum hingað til, en áhuginn er að vakna og eðlilegt skref að skoða allskonar fleira,“ segir Andr- és Þór, en bendir líka á að hann sé líka að nota popp- og rokkáhrif úr sínum grunni. „Þetta er líka frels- andi á vissan hátt, það að leyfa sér að gera eitthvað án þess að gefa því endilega eitthvert nafn. Þetta er tónlistin sem kemur frá mér á þessari stundu, tónlist sem passar fyrir bandið og þetta hugarástand.“ Tónleikarnir í Þjóðmenning- arhúsinu á föstudag hefjast kl. 20. Ljósmynd/Arnþór Birkisson Frelsandi Félagarnir Andrés Þór Gunnlaugsson, Agnar Már Magnússon, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore. Frelsandi á vissan hátt  Andrés Þór Gunnlaugsson heldur útgáfutónleika Mónókróms Álnabær veitir alhliðaþjónustu er lýtur að gardínum. Máltaka, uppsetning og ráðleggingar. SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.