Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 3
SÓFAAFSLÖPPUN
Kvikmyndin
The Artist
er komin
á fl estar
myndbanda-
leigur landsins
en myndin var,
eins og mörgum er
kunnugt um, fyrsta franska myndin
til að vinna Óskarsverðlaunin sem
besta myndin. Þrátt fyrir að vera svo
til alveg hljóðlaus þá heldur hún
athygli manns allan tímann enda
ná karakterarnir með svipbrigðum
sínum og líkamstjáningu að hrífa
áhorfandann með sér.
SÓFASTUÐ
Monitor er ekki að
fi nna upp hjólið þegar
mælt er með góðu
Eurovision-partíi. En
það er engu að síður
orðin sígild hefð hjá
Íslendingum að samein-
ast í heimahúsi með snakk
og ídýfu og giska á það hver standi
uppi sem sigurvegari. Svei mér þá ef
Ísland tekur þetta ekki bara í ár.
SÓ FAR SÓ GÚD
Stjörnu- og Skaga-
mönnum hefur
gengið vel það sem
af er Íslandsmótsins
í knattspyrnu en þessi
lið mætast í kvöld í
Garðabænum. Þeir
sem hafa áhuga á
fótbolta ættu ekki
að láta þennan leik
framhjá sér fara því
Skagi hefur unnið
alla sína leiki hingað til og Stjarnan
hefur boðið upp á skemmtilegan
sóknarbolta eins og svo oft áður.
„Ég hef mestar áhyggjur af því hvað ég er
rólegur yfi r þessu, en þetta leggst mjög vel í
mig og ég hlakka gríðarlega til að gera þetta,“
segir söngvarinn Matthías Matthíasson,
betur þekktur sem Matti Matt. Á laugardaginn
næstkomandi fellur það í hans hlut að kynna
stig íslensku þjóðarinnar fyrir allri Evrópubyggð
í beinni sjónvarpsútsendingu. Undanfarin
ár hefur umrætt hlutverk verið í höndum
stórglæsilegra sjónvarpskvenna á borð við
Ragnhildi Steinunni og Þóru Tómasdóttur, en
Matti segist hvergi banginn við að feta í þeirra
fótspor. „Ég ætla svo sem ekki að reyna að feta í
fótspor neins heldur bara gera þetta eins og ég
geri þetta og reyna að hafa gaman af þessu.“
Það er þekkt innan Eurovision að stigakynnar
reyni að stela senunni með því að nýta sínar
fi mm mínútur í að lauma einhverjum brönd-
urum að Evrópubúum. Hefur Matti einhver
áform um slíkt? „Það sem maður þolir síst af
öllu þegar maður horfi r á Eurovision er þegar
þessir kynnar reyna að vera fyndnir þannig að
sjálfsögðu ætla ég ekki að vera sú týpa (hlær).
Ég ætla auðvitað að vera léttur og skemmtileg-
ur en ég hyggst ekki segja brandara.“
Ætlar ekki að reyna við frönskuna
Matti fylgdist grannt með gangi mála í
undankeppninni í fyrradag og ennfremur
hefur hann setið í Eurovision-spekingastól á
sjónvarpsskjánum í vetur í þáttunum Alla leið,
þar sem framlög allra landa til keppninnar hafa
verið grannskoðuð. Að eigin sögn var hann
mjög hrifi nn af frammistöðu Gretu Salóme og
Jónsa. „Við hittumst nokkrir félagar sem vorum
saman í Hárinu í fyrra og horfðum á Voffa
okkar, Pétur Örn, standa sig vel á sviðinu. Mér
fannst frammistaðan hjá okkar fólki stórkost-
leg, þau voru frábær svo ég er auðvitað bara
þokkalega bjartsýnn.“
Ásamt því að setja upp Eurovision-spekings-
gleraugun í vor var Matti einn af Vinum Sjonna
sem stigu á stokk í Eurovision fyrir hönd
Íslendinga í fyrra, svo það er líklega óhætt að
fullyrða að keppnin hafi skipað stóran sess
hjá honum undanfarið ár. „Þetta hefur verið
nördaár hjá mér í þessum efnum og þá spilar
þátttakan í fyrra auðvitað líka inn í. Þá kynntist
maður keppninni á nýjum forsendum sem
keppandi og það opnaði augu manns betur
fyrir því hvað þetta er skemmtilegt fyrirbæri,“
segir fyrrverandi Eurovision-farinn, en hverjum
spáir hann tólf stigum frá Íslendingum? „Ég
held að Svíar fái tólf stigin frá Íslandi, það er
nánast fyrir fram ákveðið. Ég er meira að segja
byrjaður að æfa mig að segja: „And our twelve
points go to, Sweden!“. Ég hugsa að ég sleppi
því hins vegar að segja það á frönsku.“
elg
Eurovision-farinn fyrrverandi Matti Matt verður í nýju hlutverki á laugardag-
inn þegar hann kynnir stig Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Byrjaður
að æfa
Greta Salóme fæddist árið 1986, sem var einmitt
árið sem Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision.
fyrst&fremst
Greta Salóme
Very happy
with tonight’s
results. Next
step, get some
sleep. Preparat-
ions for the final start tomorrow
morning :) #eurovision
22. maí kl. 22:40
Vikan á
Erna Dís
Schweitz
Eriksdóttir
Var að vinna
mína fyrstu
jóðlkeppni :D
Vonandi ekki sú síðasta!
22. maí kl. 9:29
Halldór
Halldórsson
Bráðvantar
myndir á
hverjirvoruhvar
- djamm myndir
- hipsterar með byssuleyfi -
hipsterar að grilla - hipsterar að
hipsterast - wipzterar - sipsterar
- gifsterar you name it -
doridna@fiton.is 22. maí kl. 9:20
Í BLAÐINU
FEITAST
Strák-
arnir í
Tilbury
voru að senda
frá sér plötu og
spila á Nasa í
kvöld.
Það
styttist
í Hróar-
skeldu og ef
lánið leikur við
þig gætir þú farið
þangað frítt.
6
4
Í nótt var
sigurveg-
arinn í
American Idol
krýndur og leit
Monitor yfi r
farinn veg.
Mundi-
er afar
hæfi -
leikaríkur
drengur sem
varð óvart
fatahönnuður.
MONITOR MÆLIR MEÐ...
MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is)
Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Þórhildur Þorkelsdóttir (thorhildur@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir
Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Styrmir Kári (styrmirkari@mbl.is)
Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136
Efst í huga Monitor
Fullkomið kurteisishjal
Stundum getur það verið ótrúlega erfi tt að standa sig vel í kurteisishjali.
Maður á það til að vera alveg úti á þekju
og muna ekkert hvar einhver einstaklingur er staddur
í lífi nu almennt þó maður ætti að vera með það allt á
hreinu. Auðvitað er þetta persónubundið því sumir virð-
ast fæðast með þann hæfi leika að vera góðir mannþekkj-
arar, muna öll nöfn, andlit og hvað hver og einn er að fást
við á meðan að aðrir þekkja varla móður sína í sjón.
Ég var alltaf ágætur í því að tengja saman nöfn og andlit á fólki en eftir því sem árunum fjölgar þeim
mun erfi ðari verður sú kúnst því að það safnast alltaf
fl eiri og fl eiri andlit í bankann. Í dag er ég í raun ennþá
góður í því að muna andlitin en það tekur mig lengri
tíma að tengja rétta nafnið við hvert og eitt fés. Það má
vel vera að samskiptatæknin hafi þessi áhrif á mann,
maður treystir orðið svo mikið á símann sinn eða
Fésbókina og fi nnst vart taka því að leggja svona hluti
á minnið. Að sama skapi þá fi nnur maður fyrir meiri
pressu í hinu dags daglega lífi því maður ætti að vera
með allt á hreinu varðandi allt og alla af því að upplýs-
ingaöfl unin á að vera leikur einn á tímum internetsins.
En tilfi nningin sem fylgir því að standa sig vel í kurteisihjalinu (e. small talk) er ótrúlega góð. Í mínum
huga snýst hið fullkomna hjal um rétta blöndu af lengd
samtals, tali um sjálfan sig, tali um viðmælandann og
hæfi legan hressleika. Lengdin fer auðvitað eftir tilfi nn-
ingu. Þegar maður fi nnur það á sér að maður sé að verða
uppiskroppa með spurningar þá er fínt að leiða samtalið
inn í einhver lokaorð. Það eru allir fegnir því að þurfa ekki
að lenda í einhverri óþægilegri þögn með einhverjum sem
þú þekkir ekkert svo vel. Það er líka rosalega sterkur leikur
þegar maður getur sýnt það í spurningunum til viðmæl-
andans að maður hafi einhverja hugmynd um hvað hann
sé að stússa í lífi nu og svo er ágætt að geta súmmerað upp
sjálfan sig á stuttan og skorinortan hátt án þess að gera
viðmælandann þreyttan. Hvað varðar hressleikann þá
gengur auðvitað ekki að vera of hress því þá virkar maður
bara stressaður en það skiptir auðvitað máli að brosa smá
og láta eins og þér líði vel að hitta viðkomandi. Svo er
það náttúrulega snilld ef maður nær að henda inn einum
góðum brandara svona rétt undir lokin. Þannig stendur
viðmælandinn eftir og hugsar: „Mikið er alltaf gaman að
hitta þennan einstakling.“ Nei, bara pæling.
Ljúfar stundir, Jónsson
Antoine Fons
NYC =
alltof mikið af
Antoinette-um
... alltof mikil
samkeppni... I
better step my game up!
18. maí kl. 15:59
3 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 MONITOR
8
Hemmi Gunn
Styttist odum
i heimferd, en
herna losadi
hitinn 44 gradur
i morgun, en
thad besta vid thetta allt, er
ad thad er skollid a bliduvedur
heima. Svo er bara ad njota
sumarsins med stael.
21. maí kl. 2:55
11
MATTI MATT
Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex: 240975.
Uppáhaldsframlag Íslands
til Eurovision fyrir Coming
Home: Maður leitar einhvern
veginn alltaf í Nínuna.
Uppáhalds erlenda
Eurovision-lag frá upphafi :
Gente di mare.
Uppáhaldslag í ár: Kuula frá
Eistlandi.
Mín spá fyrir gengi Íslands:
Topp fi mm, jafnvel alla leið.
M
yn
d/
Ár
ni
S
æ
be
rg
„12 points go to Sweden!“