Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 7

Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 Monitor Uppruni: Pittsburgh, Bandaríkin. Starfandi frá: 2005. WIZ KHALIFA 6.019.820 15.557.210 Ungur, villtur og frjáls Óhætt er að fullyrða að allt Sjáland eigi eftir að skjálfa þegar Wiz Khalifa treður upp á Hróarskelduhátíðinni í júlí en lag hans og Snoop Doog ásamt Bruno Mars, Young, Wild and Free, hefur vægast sagt notið vinsælda hérlendis sem um heim allan á vordögum. Þessi 24 ára gamli töff ari hlaut heimsfrægð fyrir lagið Black & Yellow en lagið er óður til ruðningsliðsins Pittsburgh Steelers, sem er uppáhaldslið Khalifa í NFL-deildinni. Frægðarsól rapparans reis enn hærra þegar hann hóf samband við fyrirsætuna Amber Rose, sem áður var kærasta Kanye West, en turtildúfurnar trúlofuðu sig þann 1. mars síðastliðinn. Krosslagðir fi ngur fyrir Björk Sómi Íslands, sverð og skjöldur í tónlistarbransanum, Björk Guð- mundsdóttir, er eitt af stærstu nöfnunum á Hróarskeldu þetta árið. Söngkonan sífrumlega kom fram á hátíðinni árið 2003 og 2007 en eins og fl estir tónlista- runnendur vita hefur söngkonan fylgt eftir hinu framúrstefnulega verki sínu, Bíófílía, út um allan heim síðastliðin misseri. Að undanförnu hafa hnúðar á raddböndum plagað Björk með þeim afl eiðingum að hún hefur neyðst til að afl ýsa tónleikum á hátíðum í sumar, til dæmis í Ungverjalandi, Portúgal og á Spáni. Fyrir skemmstu greindi danska dagblaðið Berlingske frá því að mikil óvissa væri um hvort Björk sæi sér fært að koma fram á Hróarskeldu eftir allt en fáeinum dögum seinna sendi hún sjálf frá sér fréttatilkynningu þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa þurft að afl ýsa fyrr- nefndum tónleikum en sagðist jafnframt bjartsýn á að geta sungið aftur um miðjan júní, sem sagt í tæka tíð fyrir herlegheitin í Hróarskeldu. Uppruni: Reykjavík, Ísland. Starfandi frá: 1977. BJÖRK 304.395 2.197.264 Upphafsmaður „goth-tískunnar“? Breska rokksveitin The Cure er án efa ein stærsta hljómsveitin sem spratt fram með hinni svokölluðu nýbylgju sem varð til eftir pönktímabilið. Aðalvítamínsprauta hljómsveit- arinnar og raunar eini meðlimurinn sem hefur haldist í bandinu frá stofnun, Robert Smith, er trúlega einn af sérstæðari karakterum rokksögunnar en hann er frægastur fyrir ein- kennandi söngstíl sinn og einstakt útlit. Smith hóf snemma að mála sig um augun, setja á sig varalit og greiða hárið út í allar áttir og í gegnum tíðina hafa sumir eignað honum og Cure-mönnum heiðurinn að klæða- og tískustíl „gothara“ en sjálfur gefur hann lítið fyrir það. Uppruni: Crawley, England. Starfandi frá: 1976. THE CURE 29.580 4.114.057 Uppruni: Detroit, Bandaríkin. Starfandi frá: 1990. JACK WHITE 34.973 398.836 Frægasta bassa- stef heims? Jack White er líklega höfundur frægasta bassastef þessa árþúsunds en hann samdi lagið Seven Nation Army sem gerði allt vitlaust árið 2003. Sumir tónlistar- spekúlantar hafa viljað titla hann sem einn mikilvægasta tónlistarmann síðasta áratugar en hann þykir hafa endurvakið klassíska rokkhljóminn til lífsins. Eins og fl estum er kunnugt gerði White garðinn frægan með dúettinum White Stripes, sem meðal annars tróð upp í Laugardalshöll árið 2005, en sveitin lagði þó upp laupana á síðasta ári. Rokkarinn hefur einnig starfrækt hljómsveitirnar The Raconteurs og The Dead Weather en fyrir mánuði síðan gaf hann út sína fyrstu sólóplötu sem hann fylgir eftir í sumar, meðal annars með viðkomu á Hróarskeldu. Ásamt Björk verða hljómsveitirnar Dead Skele- tons og Ghostigital fulltrúar Íslands Hróars- keldu í ár auk þess sem sveitin Kúra inniheldur íslenska söngkonu, Fanneyju Ósk Þórisdóttur, og Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason plokkar bassann í bresku hljómsveitinni The Vaccines, sem einnig troða upp á hátíðinni. FULLTRÚAR ÍSLANDS Í ÁR Langar þig frítt á Hróarskeldu? Monitor og Roskilde Festival ætla að bjóða tveimur heppnum á Hróarskeldu hátíðina í ár. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að senda okkur mynd af þér og einum vini þínum á roskilde@monitor.is og þar með ferð þú í pott sem dregið verður úr þann 30. maí næstkomandi. Mundu eftir að láta símanúmerið fylgja með póstinum!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.