Monitor - 24.05.2012, Page 14
14 MONITOR FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012
SíÝasta sem ég...
Síðasta borg sem ég heimsótti
fyrir utan landsteinana: Það var
London. Á leið frá Hong Kong, á leið
frá Shanghai.
Síðasti veitingastaÝur sem ég borðaði á:
Ég var nú bara að borða á veitingastað áðan í hádeginu
og það var Laundromat.
Síðasta bíómynd sem ég horfði á: Ég fór á the Avangers
í bíó. Hún var svona eins og við mátti búast, full af sprenging-
um.
Síðasti hlutur sem ég keypti: Ég keypti ýmislegt í Hong
Kong fyrir saumastofuna. Skæri, fætur undir saumavélina og
þannig dót. Það er svo miklu ódýrara þar. Svo keypti ég mér
bambus teikniborð sem er fáránlega nett.
Síðasta húsverk sem ég innti af hendi: Ég er búinn að
vera að byggja sturtuklefa í stúdíóinu mínu því ég ætla að
fl ytja þangað inn og sturtu var ábótavant. Þar var smíðaður
veggur, pípulagt og ég veit ekki hvað og hvað.
Síðasta skipti sem ég sagði einhverjum að mér þætti vænt
um hann: Ég geri það nú svo oft. Ætli það hafi ekki bara verið
um helgina á Listahátíð. Þar gekk ég á milli allra og sagði þeim
hvað ég elskaði þá mikið. Sérstaklega honum Erling Klingen-
berg, mér þykir rosalega vænt um hann.
Hver er tilgangurinn með þeim? Tvær þeirra
voru gerðar í þeim tilgangi að kynna fatalínurnar
og skapa í raun einhverskonar draumkenndan
ævintýraheim í kringum fatamerkið. Hinar tvær
fjalla um allt aðra hluti. Önnur um jólasveina og
þessi sem ég vinn að núna fjallar um handbolta.
Ætlar þú að leggja kvikmyndagerðina eitthvað
frekar fyrir þig eða er þetta bara áhugamál? Ertu
með fl eiri járn í eldinum? Ég hef aldrei tekið
neinu skapandi sem einhverju hobbýi, það sem
ég tek mér fyrir hendur vil ég bara gera vel. Núna
langar mig að gera kvikmynd í fullri lengd og er
aðeins byrjaður að vinna að því. Ég er ekki að segja
að ég ætli að færa mig frá tískunni út í kvikmynda-
gerð en ég hef mikinn áhuga á þessu og hef náð
að láta þetta virka saman. Ég fi nn mig vel í hvoru
tveggja og fi nnst þetta spennandi og skemmtilegt.
Ertu hissa á velgengninni? Stundum. Þegar einhver
kraftaverk gerast þá er maður náttúrlega hissa.
En ég er alveg búinn að strita fyrir þessu. Þetta
er rosaleg vinna. Maður er bæði oft hissa og líka
bara ánægður með afrekin og árangurinn sem er
verðskuldaður. Maður uppsker eins og maður sáir.
Nú hafa listamannalaun mikið verið í umræð-
unni. Hver er þín skoðun á þeim? Listamanna-
laun eru í fínu lagi og mér fi nnst eins og það
ættu að vera hönnunarlaun líka. Reyndar held
ég að það væri alveg spurning um að gefa fl eiri
af upprennandi listamönnum þessa peninga
frekar en einhverjum þekktum nöfnum. Það er
nefnilega oftar en ekki þannig að að þeir sem fá
launin eru kannski þekktustu listamennirnir sem
maður myndi halda að ættu mestan möguleika
á að lifa á þessu. Samt eru það kannski stundum
líka frábærir listamenn sem eru að gera list sem
er ekki hægt að græða peninga á, og þ.a.l. er þess
virði að halda þeim gangandi. Fyrir utan að það er
ekki eins og það sé eitthvað mikill peningur sem
er verið að dæla í þetta. Úthlutun á mann er oft
minni en atvinnuleysisbætur. Ég er alltaf virkilega
spenntur að sjá hverjum er úthlutað listamanna-
launum ár hvert, enda þekki ég fl est þetta fólk og
það á þetta allt mjög vel skilið.
Hvar verður Mundi eftir tíu ár? Ég verð ennþá
að vinna í merkinu mínu en vonandi verður
það komið á enn meira fl ug en núna. Ég vil
að hlutirnir gangi kannski aðeins meira
eins og smurð vél og meiri peningar verði
komnir inn. Þetta er nefnilega ennþá
algjört basl og mikið hark. Maður þarf alveg
að vinna fyrir hverri einustu krónu. En
þetta lítur alltaf betur og betur út. En ég
ætla ekkert að hætta að hanna föt nema
ég neyðist til þess.
Það eru vissulega
rotin epli í öllum
brönsum og tískubransinn
er kannski að vissu leyti
extraslæmur.