Monitor - 24.05.2012, Qupperneq 21
21 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 MONITOR
Þótt Quentin Tarantino eigi enn eftir um tvo mánuði í tökum á vestranum
sínum, sem hann kýs að kalla suðra, slógu
Weinstein-bræður um sig í Cannes þar
sem þeir sýndu sjö mínútna brot úr Django
Unchained. Þessar mínútur hafa lítið gert
annað en magna enn eftirvæntinguna eftir
myndinni. Þeir sem á horfðu virðast fl estir
yfi r sig hrifnir enda benda myndbrotin til
þess að Tarantino sé í toppformi.
Ljóst þykir að Leonardo DiCaprio skemmtir sér konunglega í hlutverki
aðal illmennisins, plantekrueigandans
Calvin Candie. Hann sést brosa ljótu brosi
og spreða hinu illræmda n-orði af miklu
kappi. Jamie Foxx sýnir einnig hvað í honum
býr sem Django þegar hann plaffar niður
rasistaskríl. Foxx er sagður í miklum ham í
myndinni og þykir vægast sagt svalur þegar
hann kynnir sig gerir hann það með þessum
eftirminnilegu orðum: “Django. The D is
silent.” Jango er semsagt ekkert lamb að
leika sér við frekar en nafni hans Fett í Star
Wars.
Gamla jaxlinum Franco Nero, sem gerði garðinn frægan í nokkrum Django-
myndum fyrir einhverjum áratugum,
bregður einnig fyrir og Don Jonson sést gera
sig breiðan sem voldugur búgarðseigandi.
Christoph Waltz leikur þýskan mannaveið-
ara sem frelsar þrælinn Django og samþykkir
í framhaldinu að hjálpa þrælnum að ganga
milli bols og höfuðs á DiCaprio og hyski hans
til þess að bjarga eiginkonu Django sem
Candie heldur fanginni á búgarð síðnum.
Waltz er sagður minna um margt á nasist-
ann Hans Landa, sem hann lék í Inglorious
Basterds og að hann sé allt í senn viðkunn-
anlegur, fyndinn og hættulegur.
Myndbrotið bendir til þess að Django Unchained verði eins og sígildur Sergio
Leone spagetti-vestri jafnvel þótt hún eigi
sér stað í New Orleans og Mississipi tveimur
árum fyrir borgarastríðið. Eins og Tarantinos
er von og vísa er tónlistarvalið í myndinni
útpælt og ljóst að klassíkerar frá mönnum
eins og Johnny Cash og James Brown munu
hljóma í myndinni.
Heilmikið hefur verið Twittað um sýnis-hornið og þar er meðal annars sagt að í
myndinni verði nóg af blóði, mikill hlátur og
að allt bendi til þess að Waltz eigi sviðið. Allt
sem fyrir augu bar í Cannes er sagt nákvæm-
lega eins og við var að búast frá Tarantino
hvað varðar kvikmyndatöku, samtöl og útlit
og að svo virtist sem Tarantino væri að gera
vestra á sama hátt og hann gerði Kill Bill vol.
1 sem samúræja-mynd.
Leikhópur myndarinnar er gríðarlega stór eins og vera ber þegar Tarantino er
annars vegar en í þessum vestra tefl ir hann
fram Kerry Washington, Samuel L. Jackson,
Walton Goggins, M.C. Gainey, Don Johnson,
Tom Savini, Anthony LaPaglia, rapparinn
RZA, og að vitaskuld Foxx, DiCaprio, Waltz pg
Johnson.
Django Unchained verður frumsýnd um jólin.
www.svarthofdi.is
Nýjasta hefndarsagan Tarantino
...horfi r til framtíðar
Það er klárt að framleiðendur Starhawk hafa verið á vel pússuðum
ballskónum þegar þeir unnu að leiknum, enda lyktar hér all af stuði
og klárt að markmiðið hefur verið aðeins eitt, að skemmta þeim sem
spila.
Hér fara leikmenn í hlutverk málaliðans Emmett Graves, en hann
ásamt félaga sínum þarf að taka á öllu sínu til að berjast við hin
illu Outcast kvikindi og að lokum taka niður foringja þeirra. Sögu-
þráðurinn er ekki að fara taka Edduna fyrir handrit, heldur er hann
einfaldlega til staðar svo leikmenn kynnist þessum heimi, læri að spila
leikinn og undirbúa sig fyrir netspilunina sem er í raun hjarta leiksins.
Starhawk er þriðju persónu skotleikur sem inniheldur bæði söguþráð
sem 1-2 geta spilað og netspilun þar sem allt að 32 geta spilað saman.
Fyrir utan hefðbundna skotleikjaspilun inniheldur leikurinn svokallað
„Build & Battle“ kerfi þar sem leikmenn geta hamrað upp byggingar til
að bæta varnir og til að fá hin ýmsu vopn og farartæki. Þetta bygging-
arkerfi gerir leikinn dýpri og er á sama tíma mjög einfalt og skemmti-
legt í framkvæmd.
Netspilun Starhawk er einhver sú hraðasta, fjölbreyttasta og skemmti-
legasta sem er í boði í dag, en leikmenn þurfa að hafa sig alla við til
að bregðast við árásum óvina sem geta komið úr öllum áttum. Hér
hjálpar til að stýringar leiksins eru mjög þægilegar sem gerir allan
þennan hraða viðráðanlegan og hefur framleiðendum
leiksins tekist vel upp með að fi nna hárrétt jafnvægi í
stýringum og spilun leiksins.
Grafíkin í Starhawk er ekki sú besta sem sést hefur,
en efl aust hefur þar einhverju verið fórnað til að geta
keyrt upp hraða leiksins. Tónlistin og hljóð þjóna
sínu en eru svo sem ekki að lýsa upp heiminn
með gæðum.
Starhawk er leikur að mínu skapi, hér eru öll
réttu atriðin dregin fram og undirstrikuð á
kostnað annarra sem skipta minna máli þegar
kemur að spilun. Niðurstaðan úr því er hraður
og skemmtilegur skotleikur sem nær að velgja
hörðustu skotleikjahausum undir uggum.
Sturlaður
stjörnuhaukur
ÓLAFUR ÞÓR
JÓELSSON
TÖ LV U L E I K U R
Tegund:
Skotleikur
PEGI merking: 16+
Útgefandi: Sony Computer
Dómar: Gamespot 7,5 af 10 /
IGN 9 af 10 / Eurogamer 7 af 10
Starhawk
Django Unchained
! " ! # $% &
' ()% ! *
! +% ! ',',-.-,/,
- %
-,/, %
0$%
% #12 - % -,3, % !
0$%
% ! #12 4 5% 55
5%
'6! *
)% ! (
%%) ! 05% ! -,*, -,*, 5% 3 $ % 7 $
, 12
) ,
4 55
+) 8
!
-,*,
0$%
#92 3 :
% % ;7 ! :
+4
*"
<'
8(
( 4
/"=;3>;8
?@A
B
C2
?C