Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR
Við gerum þér verðtilboð
– þetta er ódýrara en þú heldur,
– jafnvel ódýrara en að sjá um
sláttinn sjálf/ur
Sími: 554 1989
www.gardlist.is
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI - SÍMI: 462 4646
Pilot
síðan 1937
nokkrum árum en er nú orðið að
raunverulegum möguleika.
Hörður var spurður utan úr sal
hvernig Landsvirkjun ætlaði að anna
eftirspurn og hann sagði að sam-
kvæmt þeirra mati gætu þeir tvöfald-
að framleiðsluna en samt verið innan
ramma- og umhverfisverndaráætl-
unar.
Herði varð tíðrætt um spurninguna
hvort það væri „win-win situation“ í
spilunum eða það sem hægt væri að
segja upp á íslensku hvort sú nið-
urstaða væri möguleg að allir gætu
grætt og verið sáttir. Að hans mati er
slíkt mögulegt vegna ólíkra aðstæðna
í löndunum og benti á að fyrir utan að
Landsvirkjun gæti fengið hærra verð
fyrir orkuna þá myndi nýting hennar
verða miklu betri og í ofanálag kæmi
með sæstrengnum aukið orkuöryggi
hér á landi, því við lifum í dag við þá
ógn að náttúruhamfarir geta illilega
truflað og jafnvel alvarlega skaðað
orkuframleiðsluna.
Eflir íslenskan raforkumarkað
Á eftir Hendry og Herði talaði Odd
Hákon sem eins og fyrr sagði talaði
um reynsluna af lagningu sæstrengs-
ins frá Noregi til Hollands. Þegar
meðaltalsverðið var skoðað var mun-
urinn á milli APX- og NO-verðs 53,43
evrur annars vegar og 56,23 evrur á
MWst hins vegar eða aðeins 3,20 evr-
ur á MWst sem var ekki nægilegur
verðmunur til að réttlæta lagningu
strengs. En þegar miðað var við að
selja þegar gott verð gafst var verð-
munurinn 16,20 evrur MWst.
Lagning strengsins kostaði 600
milljónir evra en tekjur af honum
hafa verið á aðeins fjórum árum 301
milljón evra.
Á ráðstefnunni var einnig um það
rætt hvað lagning sæstrengsins gæti
hjálpað mikið við þróun raforku-
markaðarins á Íslandi, en markaður-
inn hér er nýr og almennt talinn í það
minnsta tíu árum á eftir þróuðum
mörkuðum Evrópu.
Lengsti sæstrengur heims, sá sem
liggur milli Noregs og Hollands,
kostaði 600 milljónir evra. Áætlað
er að lagning 700 MW sæstrengs
milli Íslands og Bretlands myndi
kosta 1,5-2 milljarða evra. Það er
ljóst að fjárfesting í sæstrengnum
milli Noregs og Hollands mun
borga sig enda hafa tekjur af hon-
um á aðeins fjórum árum verið
301 milljón evra en það er ekki
ávísun á að sæstrengur frá Íslandi
muni gera slíkt hið sama.
En sérstaða Íslands hvað raf-
orku varðar er mikil á alþjóðlegum
markaði enda er þetta litla land
með 2% hlutdeild í álframleiðslu
heimsins, er með tólftu mestu
framleiðslu grænnar raforku í Evr-
ópu og langmestu framleiðsluna í
álfunni miðað við höfðatölu.
Einsog staðan er í dag er Lands-
virkjun að bjóða MWst á 43 doll-
ara sem er að sögn Harðar Arn-
arsonar, forstjóra Landsvirkjunar,
30-50% lægra verð en í Evrópu
auk þess sem fyrirtækið býður
tímabundinn afslátt fyrstu 6-8 ár-
in í tilfelli nýrra verksmiðja. Sam-
kvæmt útreikningum Landsvirkj-
unar er meðalverðið á
Norðurlöndunum 62 dollarar á
MWst, í Þýskalandi sé verðið í
kringum 70 dollara og í Hollandi
sé það einnig um 70 dollarar. Ýms-
ir vilja meina að verðið sé orðið
mun lægra í Evrópu, en í öllu falli
er það enn lægra á Íslandi –
ennþá.
Lagning sæstrengs myndi bæta
markaðsstöðu Landsvirkjunar
verulega en gagnrýnisraddir hafa
komið fram um þá hugmynd.
Með raforkulögum sem sett
voru á Íslandi árið 2003 var
ákveðið að markaðslögmál skyldu
gilda við sölu á raforku á Íslandi
þar sem lögmál framboðs og eft-
irspurnar skuli ráða. Margir óttast
að með sæstreng muni fást mun
betra verð fyrir orkuna og hún
vera flutt út og það hafi veruleg
áhrif á uppbyggingu iðnaðar hér á
landi. Líta margir á það sem aft-
urhvarf, ekki ósvipað því og ef við
færum að flytja allan fisk út óunn-
inn. Þá myndu ansi mörg störf
tapast hér á landi. Ef menn flyttu
alla orkuna út „óunna“ myndu
engin störf skapast í kringum iðn-
aðinn hér á landi. En eins og kom
fram í úttekt Morgunblaðsins á
fimmtudag hefur til dæmis áliðn-
aðurinn hér á landi skapað gríðar-
lega mikil verkefni fyrir íslensk
fyrirtæki í mörgum geirum.
Þannig hafa fyrirtæki einsog
verkfræðistofan Efla, VHE véla-
verkstæðið og HRV Engineering
fengið það mikið af verkefnum og
það mikla reynslu að þau eru í
raun komin í útrás og farin að
sinna stórum verkefnum erlendis.
Þetta yrði lengsti sæstrengur heims
SÆSTRENGIR HAFA REYNST ARÐBÆRIR ANNARS STAÐAR Í EVRÓPU
Morgunblaðið/Eggert
Stjórinn Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á fundinum í Arion banka í gær.
Lántökukostnaður bandaríska ríkis-
ins hefur ekki verið lægri frá því
árið 1946. Fjárfestar leita nú í
auknum mæli að öruggri höfn í
bandarískum, breskum og þýskum
ríkisskulda-bréfum á sama tíma og
ótti fer vaxandi um að skulda- og
bankakreppan á evrusvæðinu muni
dýpka enn frekar á komandi mán-
uðum.
Ávöxtunarkrafan á bandarísk
ríkisbréf til tíu ára nam aðeins 1,6%
á skuldabréfamörkuðum í gær og
hefur ekki mælst lægri frá því í
mars 1946, að því er fram kemur í
frétt Financial Times. Sama er uppi
á teningnum með bresk ríkisskulda-
bréf, en ávöxtunarkrafan á þau hef-
ur ekki verið lægri frá því í upphafi
18. aldar. Ávöxtunarkrafan á þýsk
ríkisskuldabréf til tveggja ára fór
ennfremur í 0% í fyrsta sinn í
fyrradag.
Greinendur segja þessa þróun
endurspegla þá gríðarlegu óvissu
sem ríkir á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum – ekki síst á evrusvæð-
inu. Fjárfestar eru því aðeins reiðu-
búnir að lána þeim ríkjum sem þeir
telja víst að muni geta staðið í skil-
um. Ekki þyrfti að koma á óvart ef
ávöxtunarkrafan á þýsk og banda-
rísk ríkisbréf yrði brátt neikvæð og
fjárfestar borguðu því í raun með
sér á því að lána þeim fjármagn.
Mario Draghi, bankastjóri Evr-
ópska seðlabankans, sagði á ráð-
stefnu Evrópuþingsins í gær að
grunnstoðir evrópska myntbanda-
lagsins væru „ósjálfbærar“. Hann
telur nauðsynlegt, eigi að takast að
afstýra enn dýpri efnahagskreppu,
að ráðast í enn frekari samþættingu
á sviði ríkisfjármála og bankastarf-
semi. hordur@mbl.is
AFP
Bankastjóri Mario Draghi.
Fjárfestar leita
í öruggt skjól
Draghi segir evrusvæðið „ósjálfbært“