Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Orka, tregi og ástríða eru orð sem koma upp í hugann þegar hlýtt er á undurfagran söng og tilfinningaþrungna túlkun hinnar spænsku Buiku. Buika heldur tónleika ásamt fjöl- þjóðlegri hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn, 3. júní, kl. 20 og eru þeir hluti af Listahátíð í Reykjavík. Buika, fullu nafni María Concepción Balboa Buika, hefur vakið mikla athygli í heimi heimstónlistar á undanförnum árum og hefur hún m.a. verið tilnefnd til fernra Latin Grammy-verðlauna. Árið 2008 var hún til- nefnd fyrir bestu plötu ársins og þá best framleiddu, plötuna Niña de Fuego og tveim- ur árum síðar fyrir plötu sem hún tileinkaði mexíkósku söngkonunni Chavelu Vargas, El Ultimo Trago, fyrir bestu plötu ársins og bestu upptöku ársins, á laginu „Se Me Hizo Facil“. Buika blandar jafnan saman hinum ýmsu tónlistarstílum; blús, djassi, sálartónlist og flamenkói en tónlistarlegar rætur hennar liggja í þeim síðastnefnda. Hún hefur unnið með heimsþekktum tónlistarmönnum, m.a. Nelly Furtado og Seal og kúbanska píanóleik- aranum Chucho Valdés en með Valdés vann hún plötuna El Ultimo Trago. Þá söng hún tvö lög í nýjustu kvikmynd Pedros Almodóv- ars, La Piel Que Habito, svo fátt eitt sé nefnt. Buika á ættir að rekja til Miðbaugs-Gíneu, fæddist á eyjunni Mallorca og ólst upp í sí- gaunahverfi í borginni Palma þar sem fátækt var mikil, eins og segir í æviágripi á vefsíðu hennar. Foreldrar hennar voru pólitískir flóttamenn og var fjölskyldan sú eina þel- dökka í hverfinu. Minnist Buika þess að íbúar hverfisins hafi viljað koma við hárið á henni, þótt það býsna forvitnilegt þar sem hún skartaði afrógreiðslu líkt og átrúnaðargoð hennar á þeim tíma, Whitney Houston og Michael Jackson. Í gegnum íbúa hverfisins, sígaunana, kynntist hún hinni einstöku list- grein og tjáningarformi flamenkóinu og varð heilluð. Var þá ekki aftur snúið, tónlistin varð að ævistarfi. Nú býr Buika í Flórída í Banda- ríkjunum. Hóf ferilinn á táningsaldri Blaðamaður ræddi við Buiku um miðjan síðasta mánuð og bar fyrst á góma æskuárin á Mallorca og kynni hennar af flamenkói. „Á áttunda áratugnum var flamenkóið vinsælast, tónlistin úr hverfinu, sígaunatónlist,“ segir Buika. Hún hafi byrjað að syngja frammi fyr- ir áheyrendum 17 eða 18 ára gömul og þótt það yndislegt. Að syngja fyrir fólk hafi æ síð- an verið hennar líf og yndi. Spurð hvort hún telji flamenkótónlist ein- staka eða ólíka annarri að einhverju leyti svarar Buika því til að öll tónlist snúist um samskipti og tjáningu og því skipti engu hvernig hún hljómi eða hvaða stíl hún til- heyri. „Ef þú veist hverju þú vilt koma á framfæri skiptir engu hvort þú gerir það með rokki, blús, flamenkói eða djassi,“ segir hún. Hún segist ekki hafa neina þörf fyrir að til- heyra einhverjum ákveðnum tónlistarstíl. „Ef ég einskorðaði mig eingöngu við flamenkó gæti ég ekki sótt í aðra stíla og ég tel að mað- ur verði að hafa frelsi til þess að gera til- raunir.“ – Þú ert mikil vinkona og aðdáandi Chavelu Vargas og gerðir plötu tileinkaða henni. „Já, það var stórkostlegt. Þegar ég hitti hana í fyrsta sinn henti hún mér út,“ segir Buika og hlær innilega. „Það var á hóteli. Fyrrverandi umboðsmaður minn kynnti mig fyrir henni og ég var svo spennt og tauga- veikluð, átti að syngja með henni á næstu tón- leikum hennar. Hún sagði: „Ó, þú ert svo fal- leg. Geturðu sungið fyrir mig?“ Ég var dauðhrædd við að syngja, það hafði aldrei nokkurn tíma komið fyrir mig! Yfirleitt líður mér mjög vel þegar ég syng og mér er sama hvar ég syng. En í þetta skipti var ég svo taugaveikluð, ég veit ekki af hverju og söng skjálfandi röddu. Þetta var hræðilegt! Hún bað mig að hætta og rak mig út, sagði að ég væri ekki tilbúin í að syngja með henni. Ég skyldi fara heim en það væri allt í lagi. Ég há- grét í marga klukkutíma. Þetta var svo kjána- legt!“ segir Buika. Seinna hafi Vargas séð hana á tónleikum í Mexíkó og orðið yfir sig hrifin. „Hún kom í búningsherbergið mitt og sagði að ég yrði þaðan í frá þeldökka dóttirin hennar,“ segir Buika og hlær að minningunni. – Nú blandar þú saman ýmsum stílum í lögunum þínum, hvað ræður því hvaða leið þú ferð í útsetningum á þeim? Ræðst það í hljóð- veri? „Nei, nei, nei. Ég syng bara þegar ég á að syngja. Ég undirbý mig ekkert, æfi ekkert. Ég lít svo á að tónlistin ráði ferðinni, nótan veit hvert hún á að fara,“ segir Buika. „Ég vil ekki leggja neitt á minnið, ég lifi í núinu. Ég treysti í raun ekki framtíðinni, ég hugsa ekki um hana.“ Áheyrendur stýra tónleikunum – Hvað ætlar þú að syngja á Íslandi? „Ég veit það ekki,“ segir Buika með mikilli áherslu, líkt og spurningin sé hálfkjánaleg. En blaðamaður gefst ekki upp. – Verður það blanda laga af þeim plötum sem þú hefur gefið út? „Já, líklega, þetta verður blanda og mikið um spuna. Ég tel að ættbálkurinn búi yfir miklum upplýsingum, ættbálkurinn er fólkið sem kemur á tónleikana, fólkið stýrir í raun tónleikunum og ég fylgi því. Trúðu mér, þetta er satt!“ segir Buika. Ættbálkurinn ráði ferð- inni og leggi hún traust sitt á hann muni hún rata rétta leið. Blaðamaður þarf svo ekki að bera upp hina sígildu spurningu hvort söngkonan hlakki til að koma til Íslands. Hún segist hlakka til þess að fyrra bragði. „Ég veit að Ísland er heitt, ég veit ekki af hverju,“ segir hún og hlær sínum ráma hlátri. – Það er þó ekki heitt í veðri hérna svona alla jafna! „Mér er alveg sama um veðrið, ég veit bara að það er heitt! Landið er heitt, ég veit það!“ segir Buika og skellihlær. Og með þeim orð- um kveður hún blaðamann á landinu heita. Ættbálkurinn ræður för  Spænska söngkonan Buika heldur tónleika í Hörpu  „Ef þú veist hverju þú vilt koma á framfæri skiptir engu hvort þú gerir það með rokki, blús, flamenkói eða djassi,“ segir hún  Lifir í núinu Ljósmynd/Muriel Rochat Innlifun Buika á djasshátíðinni í Montreaux í Kanada í júlí árið 2008. Tónleikarnir voru haldnir í Miles Davis Hall. Buika hlakkar til Íslandsferðarinnar og er sannfærð um að landið sé heitt. Vefsíðu Buiku má finna á vefslóðinni buika- music.com. Á síðunni er hægt að hlusta á fjölda laga með söngkonunni. Síðasta abstraktsjónin nefnist sýn- ing á verkum Eiríks Smith frá ár- unum 1964-1968 sem opnuð verður í Hafnarborg á morgun kl. 15. Sýn- ingin er þriðja í röð sýninga sem Hafnarborg heldur og kynna ólík tímabil á löngum ferli Eiríks. Flest verkanna á sýningunni eru úr safn- eign Hafnarborgar en safnið varð- veitir fjölda verka sem Eiríkur færði því að gjöf árið 1990. Sýning- arstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir forstöðumaður Hafnarborgar. Vogrek Verk Eiríks frá árinu 1965. Eiríkur Smith í Hafnarborg einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987-2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.