Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 39
Það er lífsins
gangur að unga fólkið eignast
maka og þar með nýja tengda-
fjölskyldu, í viðbót við sína eigin.
Kjartan Páll okkar fékk að kynn-
ast því fyrir fáeinum árum, þegar
hann fór að vera með henni
Hörpu frá Húsavík. Honum var
strax tekið opnum örmum af Ás-
geiri heitnum og Hafdísi. Það fór
ekki framhjá neinum að hjá Ás-
geiri var velferð fjölskyldunnar í
fyrirrúmi. Hann dekraði svo
sannarlega við sína nánustu, af
mikilli alúð. Þau hjón munaði
ekki um að bæta foreldrum og
systkinum Kjartans við í hópinn
sinn. Við erum afar þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta einstakrar
gestrisni og velvildar þeirra
hjóna.
Í návist Ásgeirs leið öllum vel,
jafnt ungum sem öldnum. Sama
hvort fótbolta eða fiskveiðistjórn-
un, álver eða atvinnusköpun bar
á góma, ræddi Ásgeir það for-
dómalaust, af áhuga og innlifun. Í
heimsókn í Sólbrekkunni var
gjarnan byrjað á kaffisopa og
meðlæti.
Fljótlega fór Ásgeir að kíkja
út um gluggann og niður að sjó.
Svo heyrðist: „Jæja, strákar, eig-
um við ekki að kíkja í smá túr?“
Og það var ekki að sökum að
spyrja, litlu frændurnir fengu að
fara í veiðiferð á trillunni hans
Geira. Á trillunni voru réttu
handtökin æfð, nokkrir þorskar
dregnir um borð og ungir sjó-
menn upplifðu ævintýri sem aldr-
ei gleymist.
Á kveðjustundu erum við
þakklát fyrir að hafa kynnst þeim
öðlingsmanni sem Ásgeir var.
Við minnumst með söknuði og
virðingu hans hlýja og þægilega
viðmóts. Hugur okkar og samúð
✝ Ásgeir Þórðar-son fæddist á
Húsavík 14. ágúst
1957, hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 10. maí
2012.
Útför Ásgeirs
fór fram frá Húsa-
víkurkirkju 19. maí
2012.
er hjá eftirlifandi
fjölskyldu; eigin-
konu, dætrum, afa-
stelpum og móður.
Þórarinn, Inga,
Atli Sveinn,
Halla og synir.
Nú kveðjum við
einhvern hjartahlýj-
asta mann sem ég
hef kynnst. Frændi
minn og pabbi bestu vinkonu
minnar. Þó svo að þetta geti á
engan hátt sýnst réttlátt þá trúir
maður því að á himnum hafi vant-
að reyndan sjómann til veiða. Þar
verðurðu líka í góðum félgasskap
með afa Dodda þar sem þið getið
getið róið á sjóinn í blíðskapar-
veðri alla daga og haft það náð-
uðgt, feðgarnir, eins og þið voruð
vanir að hafa það.
Ég man alltaf eftir því þegar
við Harpa og fleiri vorum að spila
kana, þú komst alltaf og leist á
okkur til að athuga hvort að við
værum ekki að gera þetta eins og
á að gera þetta, enda voru fáir
sem stóðust þig í kana.
Ég er þakklátur fyrir tímann
sem ég fékk að eiga með þér, þú
varst alltaf til í að spila eða leika
við okkur krakkana eða hafa ofan
af fyrir okkur á einn eða annan
hátt, þannig varst þú bara, ein-
hvernveginn gast þú alltaf séð af
tíma fyrir okkur. Ég veit að þú
munt núna vaka yfir fallegu fjöl-
skyldunni þinni, yndislegu kon-
unni þinni og fallegu dætrum þín-
um og barnabörnum. Minn hugur
er hjá þeim og ég mun halda
minningu þinni á lofti með þeim.
Jón Friðrik Þorgrímsson.
Þá er kallið þitt komið, og það
kom því miður allt of snemma.
Sorgin er sár og söknuðurinn
mikill því að í kringum þig geisl-
aði af þér kærleikurinn og um-
hyggjan.
Frá því að ég hitti ykkur Haf-
dísi fyrst hefur mér alltaf verið
tekið opnum örmum og þú vildir
allt fyrir mann gera svo að manni
mundi líða vel. Á meðan við
Harpa bjuggum fyrir sunnan var
samt sem áður mikill samgangur
á milli okkar og þið voruð dugleg
að renna suður og líta inn hjá
okkur. Ef við vorum á sitthvorum
landshlutanum gátum við stólað
á símtal frá þér þar sem þú
spurðir hvort við hefðum ekki
örugglega horft á Útsvarið.
Einnig áttum við tveir margar
góðar stundir fyrir framan sjón-
varpið að ræða málin með kaffi-
bolla í hönd og ÍNN malandi í
bakgrunninum.
Allt sem ég tók mér fyrir
hendur, sama hversu ómerkilegt
mér fannst það vera, þá spurðir
þú hvernig gengi og hlustaðir af
áhuga. Ég mun aldrei gleyma því
þegar heilsan þín var orðin mjög
slæm og þú eyddir öllum þínum
kröftum í það að spyrja mig
hvernig gengi á veiðinámskeiði. Í
ljósi aðstæðna var þetta það síð-
asta sem ég var að hugsa um, en
fyrir þér skipti það öllu máli að
maður væri ánægður og gengi
vel.
Elsku Ásgeir, þín er sárt sakn-
að og öllu sem við áttum eftir að
gera saman í þessu lífi er ég viss
um að við náum í því næsta.
Kveðja,
Kjartan.
Nýlega var jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju elskulegur vin-
ur minn, nafni og frændi Ásgeir
Þórðarson. Illvígur sjúkdómur
lagði þennan sterklega hrausta
mann sem hafði sjómennskuna
sem sitt ævistarf. Við nafnarnir
brölluðum margt á okkar yngri
árum enda stutt á milli æsku-
heimila okkar og mikill samgang-
ur. Í gegnum lífið höfum við
fylgst hvor með öðrum í leik og
starfi og notið fjölmargra sam-
verustunda sem nú verða geymd-
ar í huga mér sem dýrgripir
væru.
Að þú kæri vinur skulir vera
kallaður frá okkur svona allt of
ungur er mikill harmur fyrir fjöl-
skyldu þína, vini og samfélagið
allt. Dugmikill, áræðinn og ósér-
hlífinn drengur og vildir alltaf
öðrum vel og varst tilbúinn til að
takast á við það sem lífið færði
þér. Þessir eiginleikar þínir
fylgja þér inn yfir landamærin og
eflaust bíða þín önnur og krefj-
andi verkefni. Megi algóður Guð
styrkja og styðja ástvini þína í
þeirra miklu sorg, minning um
góðan dreng lifir áfram í hugum
okkar allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Ásgeir Kristjánsson.
Elsku Ásgeir minn, mikið er
þetta skrítið líf, nú varst þú
kvaddur til annarra starfa annars
staðar eða allvega verður maður
að trúa því til að halda sönsum yf-
ir þessu öllu saman. Ég var mjög
lánsöm að eiga þig sem ferða-
félaga og spilafélaga en fyrst og
fremst sem vin.
Þær voru ófáar sumarbústaða-
ferðirnar sem við fórum fjögur
saman í og spiluðum eins og eng-
inn væri morgundagurinn, lágum
í pottinum með Camusi vini okk-
ar, þetta voru dásamlegar ferðir
og margs að minnast. Svo varstu
svo duglegur að kalla vini þína
heim í veislur, svartfuglsveislu,
grásleppuveislu sem ég hlakkaði
alltaf svo til að koma í. Hvíldinni
varstu örugglega feginn þó kallið
hafi komið alltof snemma. Hvíldu
í friði, elsku vinur, og minning lif-
ir um góðan og fallegan mann.
Hafdís, Arna, Harpa og fjöl-
skyldur. Guð styrki ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Rósa Borg.
Ásgeir
Þórðarson
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Mannlegu valdi
eru takmörk sett, hið óhugsandi
stundum óumflýjanlegt. Það er
erfiðara en orð fá lýst að kveðja
Garðar, tengdason minn, 33 ára að
aldri. Hversdagsleg orð duga vart
því Garðar var allt annað en
hversdagslegur. Hann var ein-
stakur karakter og tókst iðulega
að hrinda því sem viðbúið var, í lífi
sínu, veikindum og leiðarlokum.
Styrkur hans og baráttuþrek eiga
sér fáa líka.
Garðar og Andrea dóttir mín
hittust fyrir sex árum og urðu
strax óaðskiljanleg. Í ljósi veik-
inda hans tóku þau sér tíma til að
ákveða sig um sambandið en nið-
urstaðan var fyrirfram gefin. Þau
nutu lífsins saman en ekki síður
hvort annars þegar á reyndi. Lín-
ur úr Spámanninum eftir Kahlil
Gibran hafa síðustu vikur og mán-
uði öðlast dýpri merkingu:
Garðar Skagfjörð
Björgvinsson
✝ Garðar Skag-fjörð Björg-
vinsson fæddist í
Reykjavík 3. jan-
úar 1979. Hann
lést á heimili sínu
22. apríl 2012.
Jarðarför
Garðars fór fram
í kyrrþey.
Og sá einn er stór, sem
með ást sinni breytir þyt
vindsins í ljóð og söng.
Að vinna er að sýna ást
sína í verki.
Það er vandaverk
að vera manneskja: Að
vinna með og úr þeim
aðstæðum sem uppi
eru. Að skapa heimili,
gleði og líf en vinna
líka úr mótlæti og
áföllum. Að rækta ást sem breytir
þyt vindsins í ljóð og söng. Að tak-
ast á við líf og dauða. Andrea og
Garðar náðu þrátt fyrir ungan ald-
ur að vera hvort öðru styrkur þeg-
ar lífið sjálft lá undir. Það var fal-
legt að horfa á samspil þeirra, þau
voru stór.
Garðar var lífsglaður dugnaðar-
forkur, undi illa iðjuleysi en naut
sín sem gestgjafi og þegar hann
gerði fólkinu sínu gott. Við kynnt-
umst þeim eiginleikum snemma, ef
veikindi steðjuðu að sýndi Garðar
hug sinn, hann þekkti þau spor
manna best. Umhyggjan var ein-
læg, hjartalagið einstakt, hann var
glettinn, skemmtilegur og afar
hreinskiptinn.
Fyrir þremur árum veiktist
Garðar alvarlega og ágerðust veik-
indin síðasta árið. Oft stóð líf hans
tæpt en þá kom þrautseigja hans
best í ljós. Hann spyrnti fast á
meðan viðspyrnu var að fá en að
lokum fann hann að fótfestan var
haldlítil. Hann sýndi þá fádæma
reisn og hugrekki, valdi að gefa
sjálfum sér og fólkinu sínu kveðju-
stund, vera heima og njóta fylgdar
ástvina til enda. Ég er óendanlega
þakklát fyrir umhyggju hans þá
því hann notaði tækifærið til að
hvetja Andreu áfram til lífsins eft-
ir að hann hyrfi á braut.
Gleði og sorg eru samtvinnuð,
dýpsta sorg oft nátengd mestu
gleði. Á apríldegi var Andrea
ásamt fjölskyldu Garðars við hlið
hans og hið óumflýjanlega blasti
við.
Hún var svo glöð því Garðar átti
góðan dag, miklu betri en búist var
við, og yfir hvað hann væri ein-
stakur og hver mínúta með honum
dýrmæt. Gleði og sorg voru sam-
ferða þann dag. Garðar skildi
þannig við Andreu sína, og hún við
hann, að í sorginni búa þakklæti og
gleði sem milda hana. Í Spámann-
inum stendur:
Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu henni,
þótt vegir hennar séu brattir og hálir.
Og láttu eftir henni, þegar vængir henn-
ar umvefja þig, þótt sverðið, sem falið er
í fjöðrum þeirra, geti sært þig.
Og þegar hún talar til þín, þá trúðu á
hana.
Ég kveð Garðar með þakklæti
fyrir samfylgdina og kærleika
hans til dóttur minnar og fjöl-
skyldu. Við pössum upp á Andreu
eins og við lofuðum.
Soffía Guðný
Guðmundsdóttir.
Elsku Garðar minn.
Nú þegar lífi þínu er lokið og
þú hefur kvatt þennan heim tekur
við gífurlegur missir og sorg. Það
er sárt að hugsa til þess að þú sért
farinn og óskandi að tíminn með
þér væri lengri. En þrátt fyrir
sorgina býr gleði og gífurlegt
þakklæti innra með mér. Óskap-
lega vorum við heppin að þú
varðst partur af fjölskyldunni. Að
þú tókst saman við systur mína og
ég fékk tækifæri til að kynnast
þér var guðsgjöf sem ég verð
ávallt þakklát fyrir enda varstu
einstakur í alla staði.
Þú varst sannarlega engum lík-
um. Gerðir allt á þinn veg og með
þínum hætti, og þar skipti álit
annarra engu máli. Þú komst allt-
af hreint fram, sagðir hlutina án
allra málalenginga, varst einstak-
lega hreinskilinn og óhræddur við
það. Þú varst bara Garðar, fólk
tók þér eins og þú varst eða ekki.
Einstök umhyggjusemi einkenndi
þig og fjölskylda þín og vinir voru
þér alltaf ofarlega í huga.
Ég gleymi aldrei símtalinu fyr-
ir um 4 árum þegar þú baðst mig
um að passa þig. Þú spurðir mig
hvort ég gæti ekki komið til ykkar
Andreu, gist nokkrar nætur,
passað þig og veitt þér fé-
lagsskap. Þú varst nýkominn úr
aðgerð og Andrea í vinnu á dag-
inn. Ég tók glöð pössunarstarfinu
en gantaðist með að þú fengir litlu
systur unnustu þinnar til að passa
þig, fullorðinn mann. Svarið var
að sjálfsögðu glettið og ósköp
hreinskilið. Fyrst Andrea gat
ekki séð um þig var eins gott að
önnur hvor systir hennar gerði
það. Á þessum dögum eyddum við
góðum stundum saman, horfðum
á myndir, spiluðum tölvuleiki og
spjölluðum um allt og ekkert. Það
var ávallt gott að koma til ykkar
og þú varst frábær gestgjafi.
Þú skipaðir stóran sess á 20 ára
afmælinu mínu. Þú sem lást þá
uppi á spítala, bauðst mér íbúðina
fyrir ógleymanlega afmælis-
veislu. Ég fór svo í heimsókn til
þín á spítalann á afmælisdaginn
þar sem ég féll í yfirlið. Hvaða
sjúklingur annar en Garðar
stekkur upp og lætur gestinn fá
sjúkrarúmið sitt? Þarna rankaði
ég við mér í rúminu þínu með alla
athygli hjúkrunarfólksins en
sjúklingurinn stóð og beið rólegur
á meðan ég jafnaði mig. Þú
stríddir mér oft yfir þessu síðar,
passaðir samt upp á mig og varst
stoltur af mér í heimsóknum þar
sem ég hrifsaði ekki af þér spít-
alarúmið.
Er ég kveð þig, elsku Garðar,
langar mig að þakka fyrir allt sem
þú hefur gefið mér og fjölskyld-
unni, fyrir það verð ég ævinlega
þakklát. Takk fyrir að stimpla þig
jafn rækilega inn í líf okkar og þér
einum var lagið. Takk fyrir dýr-
mætu stundirnar sem við fengum
að njóta saman, á bæði ljúfum og
erfiðum tímum. Takk fyrir að
taka alltaf vel á móti okkur, hvort
sem það var á spítalanum eða
heima. Takk fyrir alla þá um-
hyggju og ást sem þú sýndir okk-
ur.
Síðast en ekki síst – takk fyrir
að hafa gert hana Andreu þína
hamingjusama og deila með henni
óbilandi ást. Það er dýrmætasta
gjöfin sem þú gafst mér.
Garðar, þú auðgaðir líf okkar,
gafst okkur gleði og hamingju og
sýndir okkur styrk og hugrekki
sem við vissum ekki að væri til.
Fyrir það munt þú aldrei gleym-
ast heldur ávallt lifa í hjörtum
okkar.
Takk fyrir að vera þú.
Helga Lára.
Garðar var besti frændi minn,
hann var skemmtilegur, fyndinn
og góður. Hann kenndi mér ým-
islegt eins og að skjóta af boga.
Garðar og Andrea fóru einu
sinni með mig út á sjó að veiða og
við veiddum í kringum 35 fiska en
við fengum einn gefins. Við fórum
líka á veitingastað þar sem Garðar
kenndi mér trix með penna og
bréfi.
Ég fékk stundum að leika við
Garp sem var brúnn hvolpur með
löng eyru. Hann var algjör kjáni
og mjög sætur.
Þegar ég lenti á spítala þá
komu Andrea og Garðar í heim-
sókn með tvær „Ótrúlegt en satt“
bækur og allar seríurnar af „Fut-
urama“. Ég var mjög glöð af því
að Garðar vissi hvernig það væri
að vera á spítala.
Ég kom líka til hans á spítal-
ann, hann var svo sterkur og hug-
rakkur. Mér þótti svo vænt um
hann og hann var hetjan mín að
geta þolað þetta allt. Hann var al-
veg æðislegur og duglegur.
Snædís.
Jóhanna Kristín Guðjónsdótt-
ir Hjaltalín og móðir mín voru
systur. Þau hjón fluttu til
Reykjavíkur eftir að við mæðg-
ur fluttumst úr sveitinni í
kreppunni. Móðir mín hafði
íbúð á leigu og gat boðið stofu
ásamt sameiginlegu eldhúsi, þar
sem systurnar elduðu í sátt og
samlyndi. Mikið var gott að
koma heim úr skólanum þar
sem Fríða frænka stóð við elda-
vélina með heitan matinn, en
hún var myndarkona til munns
og handa og kattþrifin.
Við Hanna frænka urðum
vinkonur, lásum lexíurnar okkar
og lékum okkur að dúkkunum.
Hanna fór í Ingimarsskólann.
Hún var námsmanneskja, vel
gefin, samviskusöm og prúð-
mennskan uppmáluð. Ég var í
barnaskóla Miðbæjar, fjórum
árum yngri og ærslafengin, en
samt urðum við vinkonur og
héldum sambandi meðan hún
lifði. Mamma skrapp út í Bro-
key eftir að Hanna var orðin
húsfreyja, og eftir að hún eign-
aðist eigið húsnæði átti Bro-
keyjarfólkið vísan verustað þar.
Ég réð mig hjá Rauða kross-
inum á stríðsárunum að gæta
barna sem voru send úr bænum
vegna loftárásahættu. Ég lenti í
Stykkishólmi og þekkti engan.
En Brokey var ekki langt und-
an og þar var Hanna frænka
húsmóðir. Þær frænkur Ingi-
björg og Jóhanna höfðu ráðið
sig í kaupavinnu. Þar voru fyrir
tveir bræður, Jón og Vilhjálm-
Jóhanna Kristín
Guðjónsdóttir
Hjaltalín
✝ Jóhanna Krist-ín Guðjóns-
dóttir Hjaltalín
fæddist í Reykja-
dalskoti í Hruna-
mannahreppi 22.
sept. 1918. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
í Stykkishólmi 30.
apríl 2012.
Jóhanna var
jarðsungin frá
Stykkishólms-
kirkju 15. maí 2012.
ur, og þeir létu ekki
þessar frænkur sér
úr greipum ganga.
Þær voru mikil hús-
móðurefni. Þeir
byggðu stórt íbúð-
arhús sem rúmaði
báðar fjölskyldurn-
ar.
Gaman var að
koma í Brokey þá
og seinna með
börnum mínum.
Allt umhverfið nýstárlegt, bú-
skaparhættir, æðarvarpið, sjór-
inn, bátarnir, turninn sem við
klifum upp í til að sjá útsýnið
yfir eyjarnar óteljandi á Breiða-
firði. Þarna risu þær fagur-
grænar í kollinn, svartir klett-
arnir upp úr fagurbláum
sænum. Fuglalífið fjölbreytt,
allt frá smáfuglum upp í stóra
sjófugla. Eitt sinn þóttist ég sjá
örn á hreiðri.
Eitt sinn fórum við með
krakkana að Hólmlátri. Óskap-
lega var vegurinn illur yfirferð-
ar. Annað en núna. Fegin urð-
um við þegar Vilhjálmur sótti
okkur. Seinna var ég stödd á
Gröf í Miklaholtshreppi. Þá
hringdi ég í Jóhönnu og hún
bauð okkur öllum. Svona var
gestrisnin.
Einu sinni fór móðir mín með
Guðrúnu nöfnu sína út í Bro-
key. Þær voru þar í viku. Það
var farið á bát að smala fé og
Gúa bað um að fá að verða
áfram.
Fundum okkar fækkaði með
árunum. Þau Brokeyjarhjón
keyptu hús í Stykkishólmi. Vil-
hjálmur lést á undan Jóhönnu á
Sjúkrahúsi Stykkishólms, en
hún fór á Dvalarheimili aldr-
aðra. Ég vil þakka börnum
hennar skemmtilegar samveru-
stundir, ekki síst Steina sem
flutti okkur mæðgur á sínu
fagra fleyi út í Brokey í fyrra.
Þá hittum við Hönnu í síðasta
sinn. Henni lýsa best orðin:
Væn kona, hver hlýtur hana?
Hún er meira virði en perlur.
Unnur Kolbeinsdóttir.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR