Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Um árið þegar litaðar linsur komu í tísku var Erna oft spurð hvar hún hefði keypt sínar, augnalitur hennar var alveg ein- stakur semi kattar gul/grænn og alveg ótrúlega fallegur. Það eru u.þ.b. 25-30 ár síðan ég kynntist Ernu og þyrfti heila bók ef ég myndi reyna að rifja upp allt sem við brölluðum saman. Þegar ég læt hugann reika yfir hennar allt of stuttu ævi kemur eitt orð upp í hugann, „orkubolti“ sem efaðist ekki eina einustu mín- útu um að hún gætir gert allt sem henni datt til hugar og það var al- veg ótrúlega margt sem Erna komst yfir, eins og allar ferðirnar sem hún fór með gullið sitt hann Andra Frey og þá var ekki verið að fara stuttar ferðir heldur var búið í einhvern tíma á hverjum stað, eins og í Danmörku þegar hann var bara tveggja ára og síðar Belgíu, Brussel og ekki má gleyma ferðunum til Bandaríkj- anna. Ég held að ég fari rétt með að það voru allavega 13 lönd sem þau heimsóttu saman ef ekki fleiri. Listinn er endalaus, tilvitnunin úr Vaktarþáttunum „Hvað er að frétta“ á vel við, því það var alltaf eitthvað að frétta af henni Ernu ef hún var ekki nýkominn einhvers staðar erlendis frá þá var hún að plana nýtt ferðalag eða að hún var að fara á námskeið eða skrá sig í einhvern skóla o.s.frv. Ef einhver var að flytja eða framkvæma eitt- Erna Björg Bjarnadóttir ✝ Erna BjörgBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1968. Hún and- aðist á krabbameins- deild, Landspítala – háskólasjúkrahúsi, 13. maí 2012. Erna Björg var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 24. maí 2012. hvað var hún alveg ómissandi. Farandverka- maður, sjómaður, sölumennska, mark- aðsmál, gistiheimil- isstýra, kokkur, rútubílstjóri og þetta er ekki allt sem hún gerði ég stikla bara á stóru. Svo voru það öll námskeiðin og próf- in: sjókokkurinn, mótorhjólapróf, kafarapróf, meirapróf og síðasta vetur eða 2010-2011 reyndi hún að klára það sem hún átti eftir í ferðamálaskólanum í Kópavogi, og átti aðeins tvö próf eftir. En þessi elska var bara orðin veik þarna án þess að vita það. Einnig eiga börnin mín góðar minningar um hana og dettur mér ein í hug þar sem hún tók þau öll þrjú dagstund fyrir einhverjum árum. Það voru kosningar þessa helgi og fór hún með þau á kosn- ingaskrifstofur allra flokka. Þar fengu þau merki, blöðrur, húfur og fána merkt viðkomandi flokki og að sjálfsögðu gos, djús, vöfflur eða pönnsur á hverjum stað og komu heim alsæl með allt þetta kosningadót og með rjóma upp á kinnar með þá visku frá Ernu „frænku“ að það skipti ekki máli hvað flokkurinn héti, þeir væru allir með gott meðlæti. Þetta var á þeim tíma þegar Andri var orðinn of fullorðinn til að nenna þessu með mömmu sinni og hún fékk þá bara önnur börn „lánuð“ til að gera eitthvað skemmtilegt með, eitthvað varð að gera til að fá út- rás fyrir orkuna hjá þessari elsku. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Erna mín, takk fyrir allt. Ég mun fylgjast með honum Andra þínum og Ásdísi Freyju og sjá til þess að minning þín lifi, kæra vinkona. Elsku Andri Freyr, Tara, Ás- dís Freyja, Alda, Óli og Markús, hugur minn er hjá ykkur Hlín Íris og fjölskylda. Það má segja að dregið hafi fyrir sólu þegar við, litlu frænkur Ernu, fengum fregnir af veikind- um hennar. Þegar myrkrið var sem dýpst í sálinni þá örlaði þó á ljósbroti vonar um að Ernu frænku, sem lét aldrei deigan síga, hvorki fyrir sjálfri sér né því sem hún tók sér fyrir hendur, tækist að sigra þennan sjúkdóm. Því í minningu var hún svo sterk- ur persónuleiki, næstum því eins og hún væri ósnertanleg og óbug- andi, þvílíkur var kraftur hennar og lífsorka. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Ernu því alltaf var eitt- hvað í bígerð til dæmis læra á mótorhjól, ná sér í trukkaréttindi, ferðast heimshornanna á milli og svo margt annað. Þú varst alltaf til staðar fyrir svo marga og alltaf reiðubúin að hjálpa öðrum. Ekki er hægt að segja annað um hana Ernu frænku okkar en að hún hafi lifað á ljóshraða lífsins, þessi elska sem við unnum svo heitt. Við minnumst þeirra stunda þegar þú passaðir okkur þegar við vorum litlar, hvað það var gaman og mik- ið líf og fjör alltaf með þér, þú sannarlega hugsaðir vel um okkur litlu frænkur. Alltaf voru okkar tengsl sterk, við vorum ávallt kærar vinkonur og gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. En sitthvað er gæfa og annað gjörvi- leiki, það sem einum tekst megnar annar ekki að framkvæma. Þú gast svo sannarlega dimmu í dagsljós breytt þegar lífið brosti þér í mót, þannig minnumst við þín, elsku frænka. Við eigum þá ósk eina að allir guðs englar sjái sér fært að taka vel á móti þér og umvefja þig kær- leik og allri sinni umtöluðu ást. Hvernig þú komst fram við okkur og hvernig þú hafðir tíma til að hlusta á tvö lítil hjörtu, síðan stór. Það er ekki hægt að segja annað um þig en að þú komst vel fram við alla, þá sem minna máttu sín og líka alla sem urðu þér samferða. Vonum við að það muni lifa þús- und ljós í þinni Paradísarheimt, elsku frænka. Við minnumst þín sem skemmtilegrar, kærleiksríkr- ar og yndislegrar frænku sem við vorum svo heppnar að eiga að, við munum hittast síðar. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg – þegar húmar. (Hannes Pétursson.) Elsku Andri, Alda, Tara og Ás- dís Freyja. Við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Kristjana Lind og Jónína. Mig setur hljóða, ég fæ hnút í magann og reiðin ólgar í huga mér. Erna Björg litla frænka mín er farin, ferlega finnst mér lífið ósanngjarnt. Við Erna vorum þre- menningar. Þegar við vorum litlar hittumst við stundum og ég man svo vel eftir þessari litlu orku- sprengju sem víbraði af orku og prakkaraskap. Hún var 5 árum yngri en ég svo við áttum ekki sér- staka samleið á yngri árum. Við vorum ekki heldur í neinu sam- bandi síðustu áratugi en fengum fréttir hvor af annarri af og til eins og gengur og gerist í fjölskyldum. Vorið og sumarið 2011 stóðum við báðar frammi fyrir því að greinast með krabbamein, í kjöl- farið fórum við að hittast og töl- uðum oft saman í síma og milli okkar mynduðust sterk og falleg tengsl. Báðum fannst okkur synd að við skyldum ekki kynnast fyrr, en vorum ánægðar með að hafa náð saman þó það væri ekki til komið af góðu. Við hringdum oft hvor í aðra og gátum talað saman um allt án þess að ritskoða hvað við sögðum og hvernig og það er ekki lítils virði þegar maður stend- ur í þessari baráttu þar sem líð- anin er oft ekki upp á marga fiska. Við uppgötvuðum fljótt að við áttum margt sameiginlegt og höfðum því um nóg að spjalla. Við vorum báðar mótorhjólastelpur og stefndum að því að fara saman að hjóla í sumar, þar sem Erna átti ekki hjól í bili vorum við búnar að ákveða að hún kæmi sem hnakka- skraut hjá mér. Við töluðum um nám, störf, börnin okkar og barnabarnið hennar, vonir og væntingar í lífinu, óttann og hræðsluna. Við ætluðum að gera svo margt saman þegar við vær- um búnar að klára þessi leiðindi, enda báðar orkuboltar og höfðum fullt af hugmyndum um það sem okkur langaði að gera. Mér finnst ég ótrúlega heppin af hafa kynnst Ernu og það er alveg á hreinu að þar sem hún er núna, þar er engin lognmolla og kyrrstaða. Ef kraft- ur, dugnaður og vilji væri það sem til þyrfti til að sigrast á þessum óþverra er alveg á hreinu að Erna hefði sigrað fyrir löngu, því hún kunni að berjast og finna leiðir og lausnir á því sem hún stóð frammi fyrir, en þessi barátta snýst ekki um dugnað, því miður. Elsku Alda, Andri og fjölskylda, öll orð virðast svo innihaldslaus á þessari stundu en hugur minn er hjá ykk- ur og ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur á þess- um erfiða tíma. Marín Björk Jónasdóttir. Þrjátíu ára vinátta og kærleik- ur sameinaði okkur Ernu. Við sáumst kannski ekkert í mörg ár en þegar það gerðist var eins og einn dagur hefði liðið. Þannig vin- áttu á maður ekki með mörgum. Við kynntumst á gagnfræða- skólaárunum, sumarið fyrir 8. bekk. Stór vinahópur sameinaði okkur sem náði frá Hagaskóla- svæðinu alla leið út á Seltjarnar- nes. Það var mikið brallað á þess- um árum og við tvær langt frá því að vera „barnanna bestar“ enda leitaði maður að ævintýrum og háska alla daga. Og oftast var al- veg svakalega gaman hjá okkur. En svo uxum við upp og frá hvor annarri. Erna eignaðist Andra Frey sinn og byrjaði að búa og svo var ég komin með börn og bú og áður en maður áttaði sig á vorum við báðar orðnar „yfir fertugt“ og Erna átti von á barna- barni. Þá um sumarið var hún orð- in veik. Við vissum að það leit ekki vel út en samt, allir þeir sem þekkja Ernu trúðu henni til að redda þessu og lifa þetta af. Þann- ig varð það bara. Erna var svo mikill reddari og rösk, hörkudug- leg og á frekjunni dreif hún sig áfram, ákveðin að berjast fyrir lífi sínu. Og ég trúði henni til þess. Þannig var hún í mínum augum. Sterk og sjálfstæð og kvartaði aldrei. Mitt í hennar veikindum stóð hún eins og klettur með mér þeg- ar faðir minn lést skyndilega, síð- astliðið haust. Á hverjum degi hringdi hún og athugaði hvernig mér og mömmu liði. Bauð mér yf- ir til sín að spjalla og létta á mér og sendi mig í nudd og annað gott fyrir mig og sendi engla og bækur til mömmu. Þarna var Erna sjálf sárlasin og lítil í sér en samt að hugsa um aðra. Full af kærleika og samkennd. Hún ákvað að eyða afmælinu sínu hjá mér í Bandaríkjunum og ferðin var keypt og allt planað. Það var mikil tilhlökkun í okkur og ég hafði ákveðið að þegar hún kæmi ætlaði ég að stjana við hana í mat og drykk og fara með hana um allt. En breyta þurfti planinu á síðustu stundu vegna veikinda hennar. Henni þótti það ansi sárt og mér líka og mér fannst eins og krafturinn færi aðeins úr henni en ekki liðu nema nokkrar vikur og hún var búin að ná styrk aftur. Ákveðin að njóta sumarsins sem var að koma. Litla barnabarnið, Ásdís Freyja, átti hug hennar all- an og hún var alltaf að tala um hvað henni hlakkaði mikið til að geta verið meira með henni. Erna gerði plön fram á síðasta dag og ætlaði sér ekki að gefast upp. Hún lést sunnudaginn 13. maí á Landspítalanum. Friðurinn kom og tók hana. En Erna var með önnur plön. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Andra, Öldu, Markús- ar og Ólafs og yndislegu Ásdísar Freyju. Ég er full af þakklæti fyr- ir öll árin sem ég fékk að þekkja þessa yndislegu konu. Hvíl í friði, vinkona. Þórdís Árnadóttir. ✝ Haukur Rich-ardsson fædd- ist í Reykjavík 1. desember 1950. Hann lést 24. maí 2012. Foreldrar hans eru Richard Hauk- ur Ólsen Felixson, f. 2.3. 1926 og Erna Petrea Þór- arinsdóttir, f. 21.9. 1932. Systkini Hauks eru Camilla Ólsen Rich- ardsdóttir, d. 5.11. 2011, Hulda Jósepsdóttir, Bjarney Ólsen Richardsdóttir, Petrea Ólsen Richardsdóttir, Ágústa Ólsen Richardsdóttir, Arnar Ólsen Richardsson. Börn Hauks eru: 1) Sandra Hauks- dóttir, f. 1974, sambýlismaður hennar er Magnús Ólafsson, f. 1973. Börn þeirra eru: a) Saga, f. 2005, b) Dagur, f. 2008, c) Mirra, f. 2011. 2) Tinna Gallagher, f. 1984, eiginmaður hennar er David Gallagher, f. 1987. Útför Hauks fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 1. júní 2012 og hefst athöfnin kl. 15. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Hvíl í friði elsku sonur. Mamma og pabbi. Veröldin er grimm hvað sem hefur skeð. Þó nóttin þín sé dimm vakir engill yfir þér. Þegar mig kennir til þá veit ég og skil Einhver æðri en ég er hér sem vakir yfir mér. (Bubbi Morthens.) Í dag kveðjum við elsku bróð- ur okkar sem er okkur svo kær. Minningar um einstakan mann sem með glaðværð sinni, góð- mennsku og lífsgleði heillaði fólk í kringum sig. Hann hafði góða nærveru sem gerði það að verk- um að manni leið vel í návist hans enda átti Haukur marga trygga og góða vini sem voru í góðu sam- bandi við hann alla tíð. Öll vorum við svo montin með að eiga svona flottan bróður sem brunaði um bæinn á sínum flottu fákum. Hjartahlýr og yndislegur, góð- ur vinur sem reyndist öllum vel. Alveg frá því að við vorum lítil lit- um við svo upp til Hauks. Þegar hann mætti og tók okkur á rúnt- inn á hjólinu sínu, með skeggið, síða hárið og í flottasta gallanum. Í gegnum árin höfum við verið samheldin hópur. Alltaf skemmt- um við okkur vel þegar við hitt- umst, Leonard Cohen, Tina Tur- ner, Rolling Stones og fleiri snillingar settir á fóninn svo þak- ið ætlaði að rifna af húsinu. Það lýsir bróður okkar best er þegar hann keypti íbúðina við Nönnustíg í Hafnarfirði. Í for- gang hjá honum var að koma bíl- skúrnum (mótorhjólaskúr) í lag. Allt kapp var sett í að klára skúr- inn og þar komu margir góðir vinir við sögu. Skúrinn var hans heimili, þar eyddi hann mestum tíma dagsins, þegar hann var í fríi. Þar voru skrúfurnar bónaðar áður en þær voru settar í hjólið. Hjólin hans voru alltaf sem ný, stífbónuð og flott. Nú ert þú farinn í ferð og mun Camilla systir, sem féll frá á síð- asta ári, taka vel á móti þér ásamt góðum ættingjum og vinum. Missirinn er mikill fyrir okkur öll og munum við sakna þín sárt. Minning þín lifir í hjörtum okkar elsku bróðir. Þegar freisting mögnuð mætir, mælir flátt í eyra þér, hrösun svo þig hendir, bróðir, háðung að þér sækja fer, vinir flýja – æðrast ekki, einn er sá, er tildrög sér. Drottinn skilur – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Bjarney, Petrea, Ágústa, Arnar og fjölskyldur. Margs er að minnast, margs er að sakna. Þú varst einstakur maður með stórt og hlýtt hjarta. Á ævintýri mínu um heiminn hefur þú fylgst grannt með mér. Þér fannst þetta allt svo spenn- andi og skemmtilegt. Ég hef ver- ið dugleg að láta vita af mér og sent þér kort hvaðanæva að úr heiminum. Þú tókst það jú skýrt fram að ef eitthvað kæmi uppá þá kæmirðu að ná í mig. Þú varst mér alltaf svo kær. Nú hefur þú flogið á vit æv- intýranna, Guð einn veit hvert það ferðalag tekur þig. Á betri stað, það er ég viss um. Með trega og söknuð í hjarta kveð ég þig elsku frændi. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Minning- arnar munu ylja mér um hjarta- rætur um ókomna tíð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín frænka, Thelma Sif. Þrjú þúsund tákn er alltof stuttur texti til að segja frá vin- áttu okkar Hauks en ég ætla að reyna, var reyndar búinn að skrifa miklu lengri grein sem ég læt ættingjum Hauks í hendur. Við vorum búnir að vera vinir við leik, í skóla og í starfi í rúm sextíu ár og það hefur aldrei fallið blett- ur á vináttu okkar, já vinir alveg frá þeim tíma sem við höfðum vit til. Við lékum okkur saman, unn- um saman, keyptum okkur fyrstu mótorhjólin okkar saman. Ferða- lög saman á hjólum bæði innan- lands sem utan. Ég veit að Hauk- ur hefði ekki viljað að ég skrifaði um hann einhverja lofrullu. Að- eins fara lítillega yfir lífshlaup hans í þrjúþúsund orðum og þá aðallega um okkar sameiginlega áhugamál, mótorhjól. Við keypt- um okkar fyrstu hjól á sama tíma, Hondur 50, bláar að lit. Þegar Haukur hafði aldur til þá kaupir hann sér BSA A10 af Gústa Guð- mundssyni. Síðan er það nýr Tri- umph Tiger keyptur af Fálkan- um, sem Haukur fer á sína fyrstu hringferð um landið með æsku- félögum okkar, þeim Jóni Guð- mundssyni, Baldvini Jónssyni, sem báðir eru nú látnir, blessuð sé minning þeirra, og Sigurði Hermannssyni. Síðan er nokk- urra ára hlé frá hjólum eins og gengur og gerist þegar Haukur gengur að eiga æskuástina sína hana Sollu og á með henni auga- steina sína, dæturnar Söndru og Tinnu, sem hann var mjög stoltur af. Haukur kaupir sér síðan Tri- umph Trident T-160, það fyrsta sinnar gerðar á Íslandi og gerir það upp eins og nýtt. En öll hans mótorhjól fyrr og síðar gerði hann betri en ný. Haukur stofnar ásamt Þresti Víðissyni, Torfa Hjálmarssyni og mér Vjelhjóla- félag Gamlingja, þar koma reyndar fleiri við sögu t.d. Pétur Andersen. Einn góður vinur Hauks kemur mikið við sögu á þessum tíma sem og síðar, hann Hilmar Lúthersson. Sumir segja að Haukur hafi þroskast þegar hann selur bretann sinn og tekur upp nýja trú ef segja má svo og nú snýst allt hjá honum um Kawasaki og við andlát hans átti hann tvö glæsilegustu Kawasaki landsins. Eitt nýlegt sem hann kaupir nýtt sem hann breytti að nær öllu leyti og við mótorbreyt- ingar kom við sögu hans góði vin- ur og mágur Hjörtur Jónasson og svo annað, gamall Kawasaki sem hann snyrtir til þannig að það verður sem nýtt. Haukur átti marga góða kunn- ingja og nokkra trausta vini sem stóðu vel við bakið á honum þessa síðustu tvo mánuði í lífi hans og það er á engan hallað þó ég nefni sérstaklega systur Hauks, hana Ágústu, sem og vin hans og mág hans, hann Hjört. Við Haukur töluðum saman nær daglega síð- ustu tuttugu og fimm árin og það er ekki hægt að koma orðum að því hvað ég á eftir að sakna míns besta vinar. Ætla ekki að hafa þetta lengra, kæri vinur. Við sjáumst síðar, kveð þig með þinni kveðju: Annars allt gott, sjáumst hressir. Ég og fjölskylda mín vottum allri fjölskyldu Hauks okkar dýpstu samúð, minning um góðan vin lifir með okkur. Ólafur R. Magnússon, Ása Gíslason og fjölskylda. Haukur Richardsson HINSTA KVEÐJA Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðss.) Systkinabörn, Benedikt Viktor, Elma Dís, Hinrik, Haukur, Stefán Ás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.