Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
✝ GuðmundaÓlafsdóttir
fæddist í Stokks-
eyrarseli í
Sandvíkurhreppi
8. júní 1942. Hún
lést 25. maí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur
Gíslason bóndi í
Stokkseyrarseli, f.
að Björk í Sand-
víkurhreppi 15.
nóvember 1899, d. 1. apríl
1943 og Guðbjörg Pálsdóttir
húsfreyja, f. í Halakoti í Bisk-
upstungum 3. mars 1899, d.
17. ágúst 1982. Guðmunda var
yngst í röð sex systkina. Þau
eru Hulda Guðbjörg f. 26.
ágúst 1923, Bjarni f. 22. sept-
ember 1927, Guðmundur f. 24.
október 1929, Sigríður f. 23.
nóvember 1932 og Katrín f. 5.
nóvember 1938.
Guðmunda kvæntist 6. júní
1960 Guðjóni Jónssyni frá
Hrepphólum í Hrunamanna-
hreppi f. 28. október 1938, d.
17. maí 2011 og hófu þau bú-
skap á Selfossi. Foreldrar
hans voru Elísabet Kristjáns-
dóttir f. 1909, d. 1995 og Jón
Sigurðsson frá Hrepphólum f.
arsson f. 26. ágúst 1980.
Þeirra börn eru a) Dagný
Guðmunda f. 17. september
2007. b) Gunnar Ágúst f. 24.
mars 2010.
Guðmunda fluttist að Fag-
urgerði 9 á Selfossi með móð-
ur sinni og tveimur systk-
inum árið 1948. Árið 1955
flutti hún að Víðivöllum 8
með móður sinni. Árið 1958
kynntist hún Guðjóni og hófu
þau búskap að Austurvegi 57
þar til þau fluttu í nýtt hús að
Víðivöllum 26 árið 1964 og
bjuggu þar alla tíð síðan.
Guðmunda vann sem ungling-
ur í Mjólkurbúi Flóamanna en
gerðist heimavinnandi hús-
móðir þegar börnin fæddust.
Hún vann um tíma með
manni sínum hjá
jarðverktakafyrirtækinu
Vörðufelli, við afgreiðslustörf
og á söluskrifstofu Mjólk-
urbús Flóamanna í yfir tutt-
ugu ár. Guðmunda var einn
af stofnfélögum Kvenna-
klúbbs Karlakórs Selfoss og
vann að margvíslegum störf-
um innan félagsins.
Útför Guðmundu fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 1. júní
2012 klukkan 13.30.
1899, d. 1990.
Börn Guðmundu
og Guðjóns eru: 1)
Jón Viðar f. 21.
mars 1960, maki
Carola Ida Köhler
f. 3. september
1961. Þeirra börn
eru a) Andrea Ida
f. 18. ágúst 1983
b) Arnar f. 11. júlí
1985, í sambúð
með Sunnu Karen
Sigurþórsdóttur c) Þröstur f.
21. mars 1996, d. 21. mars
1996 d) Þorsteinn Hængur f.
29. janúar 1999. 2) Steinþór f.
22. mars 1962, maki Sigríður
Garðarsdóttir f. 9. júní 1963.
Þeirra börn eru a) Helena f. 2.
ágúst 1984, í sambúð með Sig-
fúsi Harðarsyni, þeirra barn
Hrafnkell Máni f. 9. mars
2010. b) Guðjón Garðar f. 3.
ágúst 1988, í sambúð með
Guðnýju Sjöfn Þórðardóttur.
c) Bjarki f. 6 maí 1994. 3)
Reynir f. 15. janúar 1967,
maki Soffía Stefánsdóttir f. 1.
desember 1967. Þeirra börn
eru a) Guðjón f. 25. febrúar
1994. b) Sævar f. 30 desember
1999. 4) Guðbjörg f. 27. apríl
1977, maki Sigurður Gunn-
Heimsins þegar hjaðnar rós
og hjartað klökknar.
Jesús gefðu mér eilíft ljós
sem aldrei slökknar.
(Höfundur ókunnur.)
Þetta vers sem hún mamma
kenndi okkur þegar við vorum
litlar stelpur kemur í huga mér
þegar ég kveð hana Mundu
systur.
Þakklát fyrir öll árin sem við
áttum saman en ósátt yfir því að
þú fórst svona fljótt, aðeins ári
eftir að Gaui þinn lést. Þú varst
búin að ná þér svo vel eftir veik-
indin þín og erfiðan vetur, að
okkur fannst, en þá tók meinið
sig upp aftur og allt búið á
skömmum tíma. Nú er huggun
okkur sú að þú sért komin í
fangið á honum Gauja þínum og
þið svífið saman á englavængj-
um.
Við Munda vorum mjög nán-
ar systur, yngstar af systkina-
hópnum og ólumst upp hjá
mömmu og Mumma bróður, en
pabbi lést þegar Munda var á
fyrsta árinu. Okkar fjölskyldur
hafa alltaf verið nátengdar enda
við giftar bræðrum. Allar
skemmtilegu stundirnar þegar
börnin okkar voru skírð og
fermd, ferðalögin saman svo
eitthvað sé nefnt, þetta eru perl-
ur minninganna. Öll símtölin
okkar í vetur að bjóða hvor ann-
arri góða nótt, ég á eftir að
sakna þeirra.
Síðasta góða endurminningin
var þegar við fórum saman á
tónleika hér á Flúðum 2. maí
síðastliðinn. Þar varstu svo glöð
og stolt af barnabörnum þínum,
annað söng einsöng og hitt
sýndi dans. Þessa gleðistund
geymi ég í hjarta mínu.
Á hverju vori og fyrir hver jól
komum við systkinin saman til
að hugsa um leiði foreldra okk-
ar. Það var ekki síst Mundu að
þakka að þessi hefð komst á hjá
okkur. Að verki loknu var haldið
heim að Víðivöllum 26, sest við
hlaðið veisluborð af góðum og
fallegum kökum, þar áttum við
dýrmætar stundir við að rifja
upp gamlar minningar. Svo var
hlegið og haft gaman af.
Elsku systir, þú taldir ekki
eftir þér fyrirhöfnina. Þér þótti
svo gaman að stuðla að því að
við systkinin hittumst og erum
við þér svo óendanlega þakklát
fyrir þessar samverustundir.
Elsku Jón Viðar, Steinþór,
Reynir, Guðbjörg og fjölskyldur
ykkar: Að missa báða foreldra
sína með árs millibili er þung
lífsreynsla en þið eruð sterk og
samheldinn hópur og styðjið
hvert annað. Hún mamma ykk-
ar sagði þegar pabbi ykkar lést:
„Það hjálpar svo til hvað þau
eru sammála með allt“.
Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Elsku Munda okkar,
Far þú í friði
Friður Guðs þig blessi
Hafðu þökk fyrir allt og allt
(Vald. Briem.)
Fyrir hönd systkinanna,
Katrín Ólafsdóttir.
Í örfáum orðum viljum við
þakka henni Mundu frænku allt
sem hún hefur gert fyrir okkur
systkinin. Það hefur verið fastur
punktur í lífi okkar að koma við
á Víðivöllum 26, fá kaffisopa og
jafnvel kökusneið með. Kíkt á
fallega garðinn hennar þar sem
krakkarnir gátu leikið sér og
fengið gómsæt jarðarber í nesti.
Munda frænka var fagurkeri og
heimilið hennar bar þess merki,
allt svo fallegt og vel til haft.
Fínu smákökurnar hennar sem
voru akkúrat munnbiti og öll
fallegu hannyrðin. Það var svo
gaman að sjá hvað hún var orð-
in hress í vetur, hún var svo
dugleg og við leyfðum okkur að
vona að betri tímar væru í
vændum. Eftir áfallið að missa
hann Gauja sinn og baráttuna
við veikindi þá finnst okkur svo
óréttlátt að hún skyldi fara
svona fljótt. En við getum hugg-
að okkur við að hún sé komin til
hans Gauja, þar sem þau svífa í
léttum dansi saman á ný.
Elsku Munda, við viljum
þakka þér allar samverustund-
irnar, vináttuna og hlýhug til
okkar og barna okkar í gegnum
árin.
Elsku Nonni, Steinþór, Reyn-
ir, Gugga og fjölskyldur, missir
ykkar er mikill en eftir standa
minningar um góða konu sem
eiga eftir að ylja ykkur um
ókomna framtíð.
Hvíld í friði elsku Munda.
Ólafur, Lárus, Guð-
björg, Hulda Hrönn og
fjölskyldur.
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Benediktsson)
Þessi staka Einars
Benediktssonar minnir okkur á
Mundu Ólafs, eins og hún var
alltaf kölluð. Munda var traust,
góð og falleg manneskja. Hæg-
lát og fór ekki mikið fyrir henni,
glettin og hafði góðan húmor.
Hún var styrk stoð í hópi okkar
sem kallar sig Grínverjur en
það er hópur kvenna sem vann í
Fossnesti á Selfossi á árum áð-
ur. Hópur kvenna af tveimur
kynslóðum sem hittist reglulega
og rifjar upp gömlu dagana, fer
í sumarbústaðaferðir og heldur
litlu jól. Kæmist Munda mögu-
lega lét hún sig ekki vanta, með
sitt fallega bros og glettni í aug-
um, meira að segja kom hún í
haustferðina okkar síðastliðna
þó hún væri búin að vera mikið
veik, sat mitt á meðal okkar
brosti og hló að vitleysunni sem
valt upp úr okkur. Þá sá maður
þvílíkan karakter þessi kona
hafði að geyma.
Hún missti mann sinn í svip-
legu slysi fyrir rétt um ári síðan
og glímdi við mikil veikindi á
sama tíma en aldrei heyrði mað-
ur hana kvarta. Aðspurð um hag
og heilsu sagði hún alltaf: „allt
gott, allt á réttri leið“ og svo
kom bros sem taldi manni trú
um að svo væri.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveðjum við trausta vinkonu
og biðjum algóðan Guð að
blessa og vernda fjölskyldu
hennar, sem henni þótti svo
undurvænt um.
f.h. Grínverja,
Ingibjörg Eva Arnardóttir.
Allt í einu er húsið á horninu
tómt, þar á nú enginn heima.
Það er nálægt því eitt ár síðan
við kvöddum hann Gauja og nú
hefur meinið vonda tekið elsku
Mundu frá okkur líka. Eftir
stöndum við, nágrannar og vin-
ir, hnípin og ráðalaus. Það er
svo örstutt síðan við vorum
saman úti í gróðurhúsinu henn-
ar að skoða ræktunina. Sum-
arblóm af mörgum gerðum
gróskumikil og falleg. Það var
allt fallegt hjá henni Mundu,
hún gerði allt svo vel. Eftir
nærri fimmtíu ára nábýli er svo
margt að minnast. Það var gott
að eiga góða að handan við
hornið þegar við byrjuðum að
byggja, allt var okkur í boði og
ósjaldan kallað í kaffi á köldum
dögum. Myndaalbúm áranna
allra geyma svo margt sem við
gerðum saman. Þar eru myndir
af okkur í karlakórsstarfinu og
kvennaklúbbnum, í ferðalögum
innanlands og utan. Það voru
teknar myndir í vinnunni í Foss-
nesti, og á árshátíðum í Inghól.
Mikið dæmalaust dönsuðu þau
fallega saman Munda og Gaui.
Það eru myndir úr Grínverju-
ferðum, sumarbústaðaferðum,
afmælum og af morgunverðar-
fundum. Munda var alltaf með,
alltaf til í smá sprell þegar það
átti við. Hún hafði sínar skoð-
anir og lét þær í ljósi þegar þess
þurfti, föst fyrir, en alltaf sann-
gjörn og réttlát. Hún var „gull
af manni“. Já, hún var svo ein-
staklega góð, lagði aldrei illt til
nokkurs manns og notaði aldrei
ljót orð. Það er óendanlega dýr-
mætt að eiga allar þessar minn-
ingar og við eigum eftir að fletta
þeim og skoða í huga og á mynd
árin sem við eigum ónotuð.
Munda kveið ekki umskiptunum
og vissi að vel yrði tekið á móti
sér. Því trúum við líka. Svo er
sagt að þar sé sífellt sumar og
blóm á hverjum hól. Við munum
rétta úr okkur aftur og brosa
mót komandi sumri. Ónefndur
er vinahópurinn sem hefur kom-
ið saman á nýársnótt í næstum
fimmtíu ár. Við vorum fern hjón
hér í kringum hornið sem hitt-
umst til skiptis í húsunum, eftir
að áramótum hafði verið fagnað
með ættingjunum. Sátum svo
við að leysa lífsgátuna fram á
morgun. Munda og Gaui voru
með okkur þar. Þá tókum við
með okkur eina góða rakettu
hver hjón og skutum þeim upp
öllum fjórum, um það bil sem
annað fólk var að festa blund.
Kannski hefur nú austurbæing-
um dottið í hug að friðsælla yrði
á nýársnótt eftir því sem fækk-
ar í hópnum, en mig grunar að
svo verði ekki. Nú munum við
bæta í, tveimur dýrindis-
fallegum tívolíbombum og skjót-
um þeim á loft til minningar um
yndislega vini og nágranna.
Eins og hún Munda sýndi okkur
svo vel síðasta ár, þá er uppgjöf
ekki í boði, lífið er til að lifa því
svo lengi sem varir.
Elsku Nonni, Steinþór, Reyn-
ir, Guðbjörg og fjölskyldur, þið
hafið misst mikið, en frá foreldr-
unum hafið þið erft það sem
þarf til að halda ótrauð áfram.
Fyrir hönd nágranna og vina,
Helga R. Einarsdóttir.
Guðmunda Ólafsdóttir
Ég kynntist Ólafi fyrir þrjá-
tíu árum. Þá var hann nýorðinn
aðstoðarbankastjóri í Alþýðu-
bankanum. Kona hans Steinunn
Ólafur S.
Ottósson
✝ Ólafur Styrm-ir Ottósson
fæddist á Siglu-
firði 8. apríl 1943.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
16. maí 2012.
Útför Ólafs fór
fram frá Nes-
kirkju 24. maí
2012.
Árnadóttir var mér
þá þegar að góðu
kunn, sökum vin-
áttu foreldra okk-
ar. Og þó svo ég
gerði ráð fyrir að
eiginmaður Stein-
unnar hlyti að vera
eðalmaður, þá kom
hann mér ánægju-
lega á óvart í við-
kynningu.
Bankastörf voru
hans fag og hann vann sig til
frama í því starfi en yfirbragð
hans var annað en maður átti
að venjast hjá bankamönnum,
sem höfðu margir tilhneigingu
til að gæta að því að halda við-
skiptavinum sínum í nokkurri
fjarlægð. Hann var alltaf kátur
og viðræðugóður. Hafði ávallt
tíma til hlusta og fór aldrei í
manngreinarálit. Hafði áhyggj-
ur af hag viðskiptavina sinna.
Hafði tíma til að velta fyrir sér
þjóðfélagsmálum. Var manna-
sættir og lagði ávallt gott til
mála.
Ólafur Ottósson var eftir-
minnilegur maður, sem yfirgaf
lífið alltof snemma og er mikil
eftirsjá að honum. Hann hafði
mannbætandi áhrif á alla sem
náðu hans kynnum og jarðvist
hans gerði heiminn betri. Konu
hans Steinunni og börnum
þeirra og barnabörnum sendi
ég samúðarkveðju á sorgar-
stund.
Björn Jónasson.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga Steinunni og Ólaf
Styrmi að tengdaforeldrum
sonar míns af því að þau urðu
mér svo dýrmætir vinir og voru
okkur svo framúrskarandi góð
og gjafmild. Ólafur Styrmir
reyndist syni mínum sem annar
faðir og það var nú ekki ónýtt
því þeir voru svo miklir félagar
og unnu lengi á sama stað og
fóru í dýrmæta veiðitúra með
fleira fólki.
Ólafur Styrmir var slíkt göf-
ugmenni að það er ómögulegt
að skilja að til sé manneskja
sem alltaf er góð við mann en
jafnfamt svo glöð. Það er nefni-
lega svo dásamlegt að eiga að
veganesti minningu um mann
sem var jafn góður og glað-
sinna og Ólafur. Því það er svo
dýrmætt þegar verið er að
basla að óþörfu með uppspunn-
in vandamál og muna svo eftir
Ólafi Styrmi sem ekki var hægt
að vera með svoleiðis raus við.
Hann var alltaf brosmildur í
augunum og það fannst fljótt að
leiðindahjal var hreint og beint
alveg fánýtt og vitlaust.
Sonur minn og fjölskylda
ætluðu að fara í skólann að Bif-
röst í Borgarfirði og ég hef
aldrei lesið fallegra meðmæla-
bréf en Ólafur skrifaði um son
minn. Það var dásamlegt að
koma labbandi neðan úr bæ og
hugsa til þess fagnandi hvort
Steinunn og Ólafur væru nú
heima hjá sér á Reynimel 23.
Og þvílík gleði sem færðist yfir
þegar Steinunn kom til dyra
létt í spori og brosandi eins og
venjulega og sagði: „Gaman að
sjá þig, komdu og fáðu þér kaffi
eða te með okkur,“ alveg sama
þótt gestir væru hjá þessum
frábæru hjónum, það var pláss
fyrir fleiri. Og það er alltaf eitt-
hvað svo gott sem maður fær í
fallega eldhúsinu þeirra, brauð-
ið, kexið, kökurnar, sultutauj,
marmelaði, te eða kaffi og
spjallið og hláturinn er aldrei
langt undan. Ég get ekki að því
gert en ég klökkna af gleði þeg-
ar ég hugsa um stundirnar á
Reynimel 23. Og þá er aðeins
að halda áfram og vera glaður
af því það er ekkert nema slík-
ar minningar í kringum þau
hjónin og dætur þeirra og fjöl-
skyldur. Jesús blessi minn-
inguna um þennan mæta mann
og láti okkur minnast hans allt-
af.
Þóra Benediktsson.
Að vera rétti maðurinn, á
réttum stað, á réttum tíma og
gera þannig gæfumuninn fyrir
samfélag sitt og samferðafólk,
er gæfa sem ekki er öllum gef-
in. En þannig var það með vin
okkar og félaga, Ólaf Styrmi
Ottósson eða Óla í Oddshúsi
eins og við Hólmararnir köll-
uðum hann alltaf okkar á milli.
Það fór ekki mikið fyrir þeim
hjónum Óla og Steinunni fyrst
eftir að þau festu kaup á Odds-
húsi í Stykkishólmi, enda hóg-
vært og kurteist fólk á ferð. En
Hólmarar tóku þó strax eftir
því af hve mikilli natni og
myndarskap þau stóðu að end-
urbótum á húsinu sínu. En síð-
ar nutum við þess ekki síður
hversu mikla ræktarsemi þau
sýndu bænum og mannlífinu
sem þar blómstrar.
Það er okkur félögunum
minnisstætt þegar við kölluðum
Ólaf ásamt fleirum til fundar
við okkur í september 2010.
Markmiðið var að fá öflugt fólk
til liðs við okkur og finna leiðir
til að ljúka smíðinni á nýja
Klais-orgelinu í Stykkishólms-
kirkju og koma því heim í
Hólm. Í fyrstu hafði Ólafur sig
ekki mikið í frammi, eins og
hann þyrfti smástund til að
meta stöðuna, en það var fljót-
afgreitt og við höfðum svo
sannarlega fengið ómetanlegan
liðstyrk. Óli gegndi meira lyk-
ilhlutverki við að færa Stykk-
ishólmskirkju nýja pípuorgelið
en flestir geta gert sér grein
fyrir sem ekki tóku þátt í því
mikla átaki. Reynsla hans úr
fjármálaheiminum og útsjónar-
semi skiptu þar sköpum. Sumir
trúa því að allt sé fyrirfram
skrifað í skýin, að forsjónin ráði
öllu en aðrir að allt sé tilvilj-
unum háð. En hvort sem það
var tilviljun eða forsjónin sem
leiddi Óla og Steinunni í Stykk-
ishólm þá reyndist hann okkur
svo sannarlega rétti maðurinn,
á réttum stað, á réttum tíma.
Við félagarnir sendum Stein-
unni og fjölskyldu Ólafs okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
kveðjum góðan vin og félaga
með söknuði og þakklæti fyrir
liðveisluna.
Með kveðju úr Stykkishólmi,
Gunnlaugur A. Árnason
og Sigþór U.
Hallfreðsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og hvenær útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar