Morgunblaðið - 01.06.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Fjallalamb á framandi máta
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
2.690 kr.
Hálendis
spjótNÝTT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Íslendingar verða í sérstaklega
góðri aðstöðu til að berja augum
þvergöngu reikistjörnunnar Venus-
ar fyrir sólina á þriðjudagskvöld og
aðfaranótt miðvikudags í næstu
viku. Að sögn Sævars Helga Braga-
sonar, formanns Stjörnuskoðunar-
félags Seltjarnarness, er um er að
ræða afar fátíðan stjarnfræðilegan
viðburð sem á sér stað á 105 til 120
ára fresti. Það er þó eins gott fyrir
þá Íslendinga sem eru áhugasamir
um að sjá þvergönguna núna því
ekki verður hægt að sjá hana aftur
hér á landi fyrr en árið 2247 því að
næst á hún sér stað að nóttu til hér.
„Þetta er afskaplega sjaldgæft
því að Venus er yfirleitt annaðhvort
fyrir ofan eða neðan sólina. Það
sem fólk sér ef það notar viðeigandi
búnað er lítill hnöttur sem ferðast
hægt og rólega yfir sólina á um það
bil sex klukkustundum,“ segir Sæv-
ar.
Þvergangan sést best frá Kyrra-
hafinu en Ísland er hins vegar í
þeirri sérstöðu að vera eini stað-
urinn þar sem sólin bæði sest og rís
meðan á henni stendur. Þannig
verður hægt að sjá bæði upphaf og
endi þvergöngunnar hér. Sævar
segist vita til þess að hópar af er-
lendum ferðamönnum leggi leið
sína hingað af þessum sökum.
Selja sérstök gleraugu
Á sunnudaginn verður Stjörnu-
fræðifélagið með opið hús í Val-
húsaskóla á Seltjarnarnesi þar sem
fólki gefst kostur á að kaupa sér-
stök gleraugu til að geta horft á sól-
ina meðan að á þvergöngunni
stendur. Þá sýna félagar hvernig
hægt er að fylgjast með á öruggan
hátt án þess að skaða sjónina. Auk
þess verða félagar tilbúnir með
sjónauka á lofti þegar stóra stundin
rennur upp.
„Ef veður leyfir í höfuðborginni
ætlum við að koma okkur fyrir við
Perluna þar sem við höfum gott út-
sýni til norðvesturs og norðausturs.
Þvergangan hefst um klukkan tíu
en við verðum mættir um níu. Við
byrjum á því að skoða sólina, sól-
bletti og gos ef eitthvað svoleiðis
verður í gangi. Þangað eru líka allir
velkomnir,“ segir Sævar.
Þvergangan hefst þegar Venus
snertir vinstri rönd sólar, ofarlega á
skífunni, klukkan 22:04 á þriðjudag
en þá er sólin lágt á norðvest-
urhimni. Henni lýkur svo klukkan
04:54 á miðvikudag þegar sólin er
lágt í norðaustri, samkvæmt upp-
lýsingum úr Almanaki Háskóla Ís-
lands.
Búa sig undir að sjá
Venus bera við sólu
Ísland í sérstöðu til að sjá þvergöngu Venusar fyrir sólina
Erlendir ferðamenn til landsins til að sjá viðburðinn
Venus er önnur reikistjarnan frá
sólinni og sú sjötta stærsta, að-
eins minni en jörðin. Hún er
nefnd eftir rómversku ástar-
gyðjunni og er bjartasta fyrir-
bærið á næturhimninum á eftir
sólinni og tunglinu.
Reikistjarnan er hulin þykk-
um lofthjúp sem gerir það að
verkum að hitastigið á Venusi er
það hæsta á reikistjörnunum,
um 480 gráður, sem er nógu
heitt til að bræða blý.
Funheitur
heimur
REIKISTJARNAN VENUS
Það er dásamleg tilfinning að verða loks Ís-
landsmeistari í skák. Ég hef tekið þátt í
mótinu 25 sinnum áður,“ segir Þröstur sem
komst í landslið Íslands í skák 13 ára gamall.
„Þetta er búið að renna mér oft úr greipum
þar sem ég hef tvisvar áður lent í öðru sæti,“
segir Þröstur.
Hann segir titilinn afrakstur áralangs erf-
iðis. „Á meðan aðrir sleiktu sólskinið yfir
hvítasunnuhelgina eyddi ég 40-50 klukkutím-
um í skák,“ segir Þröstur Þórhallsson, sem
varð Íslandsmeistari eftir einvígi við Braga
Þorfinnsson.
Armageddon
Íslandsmótið byrjaði í apríl. Eftir það stóðu
þeir Þröstur og Bragi efstir og jafnir. Því
háðu þeir fjögurra skáka einvígi með hefð-
bundnum umhugsunartíma. Því lauk 2-2.
Teflt var til þrautar á miðvikudag í atskák og
hraðskák. Eftir það stóðu leikar enn jafnt,
2-2, og var þá gripið til bráðabana sem nefn-
ist armageddon. Þar hafði Þröstur betur.
Í armageddon er varpað hlutkesti. Sá sem
vinnur það má velja um að leika svörtum eða
hvítum skákmönnum. Sá sem fær hvítt hefur
fimm mínútur á klukkunni en sá sem er með
svart er með fjórar mínútur. Hvítur verður að
sigra en svartur sigrar á jafntefli. Bragi fékk
að velja og valdi hvítt en það dugði ekki til
sigurs og Þröstur sigraði eftir snarpa skák.
„Það er mikilvægt að koma andstæð-
ingnum á óvart. Á þessari tækniöld geta allir
séð hvernig maður hefur byrjað skákir áður.
Ég ákvað því að koma honum (Braga) á óvart
með nýjum byrjunum í samvinnu við Einar
Hjalta Jensson og Björgvin Jónsson sem
hjálpuðu mér mikið í undirbúningi fyrir skák-
irnar.“
Þröstur hefur verið stórmeistari í skák frá
árinu 1996 en starfar nú sem fasteignasali.
Frá árinu 2000 hefur hann bæði sinnt fast-
eignasölu og skák. ,,Það er mjög mikilvægt að
geta hvílt sig á skák inn á milli. Golfíþróttin
hefur hjálpað mér og ég spilaði golf fyrir ein-
vígið til að tæma hugann.
Anand sigraði sama dag
Allra síðustu ár hefur skákin verið í mikilli
sókn og við erum að sjá upprennandi stjörn-
ur. Sem dæmi þá vann hin 10 ára Nancy Dav-
íðsdóttir Íslandsmót barna í sameiginlegum
flokki stráka og stelpna undir 12 ára aldri.
Á heimsvísu sjáum við einnig þessa sömu
þróun. Yngri skákmenn eru fljótari að komast
á meðal þeirra bestu. Til að mynda er stiga-
hæsti skákmaður heims, Magnus Carlsen, 21
árs gamall Norðmaður.“
Miðvikudagur var merkilegur fyrir skák-
áhugamenn. Þá fór einnig fram heimsmeist-
araeinvígi Indverjans Anands og Ísraelans
Gelfands. Þeirra einvígi fór einnig í bráða-
bana og endaði með sigri Anands, sem er
jafnaldri og vinur Þrastar síðan þeir kepptu á
heimsmeistaramóti unglinga. ,,Ég byrjaði
daginn á því að fylgjast með því í beinni út-
sendingu á netinu. Ég var mjög ánægður að
sjá þar vin minn Anand vinna sig úr sömu
stöðu og ég.“ Þröstur segir það hafa komið
sér nokkuð á óvart hvað hann stóð sig vel á
nýliðnu Íslandsmóti en þakkar það góðum
undirbúningi. Aðspurður hvers vegna hann sé
svo góður skákmaður og hvort það sé á allra
færi að ná árangri í skák segir hann þetta
sambland af vinnu og hæfileikum.
„Ég hef þá trú að ef menn fá tækifæri til að
þroska hæfileika sína og vinna að sínu séu
þeim allir vegir færir.“
Á nóg eftir
Þröstur hefur áður verið í þeirri stöðu að
heyja úrslitaeinvígi. Hann þakkar því það að
hann skyldi ná að halda ró sinni þegar taug-
arnar voru þandar til hins ýtrasta í lokin „Ég
bý kannski að því að vera reyndari en Bragi.
Ég hafði áður háð einvígi við Jón Viktor
Gunnarsson fyrir 12 árum og tapaði þá.“
Með sigrinum ávann hann sér keppnisrétt á
Ólympíuleikunum í skák fyrir Íslands hönd.
„Oft er talað um það að eftir fertugt hafi
skákmenn lifað sitt blómaskeið. Það er ekki
algilt. Ég á nóg eftir og er ekki dauður úr öll-
um æðum.“
Þröstur er giftur og á þrjú börn. Elsta dótt-
ir hans heitir Anna Margrét. Hún er 21 árs og
er stödd í Amasonskóginum á ferðalagi. Hann
fékk skilaboð frá henni fyrir einvígið um að
hún væri viss um sigur hans en hann hefur
ekki heyrt í henni síðan þar sem hún er ekki í
símasambandi. ,,Hugur minn er hjá henni
núna og ég bíð í ofvæni eftir að heyra í
henni,“ segir Þröstur.
Dásamlegur sigur í 25. tilraun
Þröstur Sigurvegari á Íslandsmótinu í skák
2012. Afrakstur áralangs erfiðis.
Þröstur Þórhallsson er Íslandsmeistari í skák Háði einvígi við Braga Þorfinnsson sem réðst
í bráðabana Hefur tvívegis tapað í lokaeinvígi á Íslandsmóti Á nóg eftir í skákíþróttinni