Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18
SUMMER
Garðstóll m/stillanlegu
baki. Pólýtrefjar. Ø107 cm.
12.900,- NÚ 6.450,- Einnig til grænn.
SUMMER Garðstóll
m/stillanlegu baki.
nú 6.450,-
50%
...................................
af SUMMER
garðstól
einfaldlega betri kostur
Nokkur ungmenni fóru á sjóinn frá Nauthólsvík í
blíðviðrinu í gær og að sjálfsögðu allir í björg-
unarvesti sem í bátana fóru. Stutt er í að sigl-
inganámskeiðin hefjist í Nauthólsvík en þau hafa
jafnan verið vel sótt af ungu kynslóðinni. Mann-
lífið var iðandi á öllu höfuðborgarsvæðinu í gær,
sem og víða um land. Veðurstofan gerir ráð fyrir
áframhaldandi hlýindum og sólskini um helgina
og allt að 20 stiga hita víða inn til landsins.
Styttist í að siglinganámskeið sumarsins hefjist í Nauthólsvík
Morgunblaðið/Eggert
Forskot tekið á sæluna í sumarblíðunni
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umræða um veiðigjaldafrumvarp
ríkisstjórnarinnar hefst væntanlega á
Alþingi í dag. Þingflokkur sjálfstæð-
ismanna hefur óskað eftir tvöföldum
ræðutíma og er búist við löngum um-
ræðum um málið. Þingfundur mun
standa fram á kvöld en hlé gert um
sjómannadagshelgina.
Nefndarálit þingmanna stjórnar-
meirihlutans í atvinnuveganefnd um
veiðigjaldafrumvarpið og breytingar-
tillögur voru lögð fram á Alþingi í
gær. Reiknað er með að álitum minni-
hlutans verði dreift í dag.
Frumvarp um breytingar á lögum
um fiskveiðistjórn er enn til umfjöll-
unar í nefndinni, m.a. tillaga fulltrúa
stjórnarflokkanna um óverulegar
breytingar á efni frumvarpsins.
Fundur hefur verið boðaður í at-
vinnuveganefnd árdegis. Þar kynnir
sérfræðingahópur sem atvinnuvega-
nefnd fékk til að gera úttekt á áhrif-
um frumvarpanna viðbrögð sín við
málunum eins og þau standa nú og
svarar spurningum nefndarmanna
ásamt fulltrúum sjávarútvegsráðu-
neytisins.
Kristján L. Möller, formaður at-
vinnuveganefndar, sagði í gær óljóst
hvort hægt yrði að ljúka umræðu um
málið á fundinum í dag. Einar K. Guð-
finnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
segir ekki hægt að afgreiða veiði-
gjaldafrumvarpið sem sjálfstætt mál.
„Áformaðar breytingar á lögum um
fiskveiðistjórnun skapa rammann
sem veiðigjaldið þarf að passa í,“ seg-
ir Einar og bætir því við að heildar-
myndin sé enn ekki skýr.
Ekki samkomulag um þinglok
Formenn þingflokka funduðu með
forseta Alþingis í gær til að ræða
framhald þingstarfa en þeim átti að
ljúka í gær, samkvæmt starfsáætlun.
Fundurinn varð árangurslaus, að
mati Gunnars Braga Sveinssonar,
formanns þingflokks framsóknar-
manna. „Hann skilaði okkur frekar
aftur á bak en fram á við,“ segir
Gunnar. Hann minnti á að fulltrúar
stjórnarandstöðunnar hefðu liðkað til
svo hægt væri að hefja afgreiðslu ým-
issa mála í gær en stjórnarflokkarnir
gæfu ekki annað til kynna en þeir
hygðust keyra öll mál stjórnarinnar í
gegn, jafnvel mál sem mikið ósætti
væri um. Nefndi hann sjávarútvegs-
frumvörp og IPA-styrki sem dæmi.
Enn eitt umdeilda málið er fjár-
mögnun Vaðlaheiðarganga. Það er
ekki útrætt. Í gær lögðu sex þing-
menn umhverfis- og samgöngunefnd-
ar, úr öllum flokkum, fram bókun við
afgreiðslu samgönguáætlunar þar
sem fram kemur það álit að gerð
Vaðlaheiðarganga riðli eðlilegri for-
gangsröðun framkvæmda. Dýra-
fjarðar- og Norðfjarðargöng væru
framar í röðinni.
Veiðigjöld til umræðu
Tvöfaldur ræðutími við umræður um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar
Fiskveiðistjórnarfrumvarpið tekið fyrir á fundi atvinnuveganefndar í dag
Ingvar P. Guðbjörnsson
ingvar@mbl.is
Örtröð varð í útibúi Landsbankans á Fáskrúðsfirði í gær
þegar fólk mætti í röðum á síðasta klukkutímanum fyrir
endanlega lokun útibúsins til að taka út þá peninga sem
það átti í bankanum. Ekki vildi betur til en svo að pening-
arnir dugðu ekki til og á endanum var ekki hægt að af-
greiða viðskiptavini með fjármuni sína og þeim í staðinn
boðnar ávísanir eða þá að fara í dag á Reyðarfjörð til að
sækja peningana.
Höfðu íbúar í mótmælaskyni flaggað íslenska fánanum
í hálfa stöng fyrir utan útibúið, sem var eitt þeirra sjö úti-
búa á landsbyggðinni sem Landsbankinn lokar um þessi
mánaðamót. Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir
mótmælaaðgerðina að formaður sóknarnefndar staðar-
ins, Eiríkur Ólafsson, fór fyrir hópi íbúa sem fjölmenntu í
bankann.
Grétar Geirsson var einn af þeim sem gerðu tilraun til
að taka út fé á Fáskrúðsfirði. Hann sagði þetta hafa verið
mótsvar íbúa staðarins, sem fengu með litlum fyrirvara
að vita af lokuninni og þeir hefðu því mætt með litlum
fyrirvara til að slíta viðskiptum við bankann.
Óánægjan er einnig mikil á Eskifirði, Króksfjarðar-
nesi, Bíldudal, Grundarfirði og í Súðavík. Fram kom í
fréttum RÚV í gær að einn viðskiptavinur Landsbank-
ans á Króksfjarðarnesi hefði neitað að yfirgefa útibúið
fyrr en hann fengi allt sitt sparifé. »21
Landsbankinn tæmdur
Margir Fáskrúðsfirðingar slitu viðskiptum við bankann
Íbúar ósáttir og flögguðu í hálfa stöng við útibú bankans
Morgunblaðið/Albert Kemp
Tómur Löng biðröð var í útibúinu á Fáskrúðsfirði.
Rúmlega tvítug-
ur piltur lést í
bílslysi við Hörg-
árbrú í Eyjafirði
síðastliðið
miðviku-
dagskvöld. Hann
hét Stefán Páll
Stefánsson og
var 21 árs að
aldri. Stefán Páll
var til heimilis í
Lyngholti 1 á Hauganesi í Dalvík-
urbyggð. Hann var fluttur á
Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem
hann var úrskurðaður látinn.
Tildrög slyssins liggja ekki fyrir
en lögreglan á Akureyri og rann-
sóknarnefnd umferðarslysa vinna
að rannsókn þess.
Lést í bílslysi við
Hörgárbrú í Eyjafirði
Stefán Páll
Stefánsson
Það var árvekni nágranna sem
leiddi til þess að upplýst var um
tugi innbrota þriggja karla sem
handteknir voru í Grafarvogi í síð-
ustu viku. Gildi nágrannavörslu
hefur margsannað sig síðustu ár,
ekki síst á þessum tíma árs þegar
fólk er oft lengi að heiman í sum-
arfríi. Hluti af þýfinu var endur-
heimtur en mennirnir stálu m.a.
fartölvum, sjónvörpum, skart-
gripum og peningum. una@mbl.is
Nágrannar komu
lögreglunni á sporið
„Ljóst er að mjög langt er
seilst miðað við heildarpakk-
ann,“ segir Daði Már Kristó-
fersson, dósent við HÍ, um
áhrif sjávarútvegsfrumvarp-
anna eins og þau standa nú.
Daði og Stefán B. Gunn-
laugsson, lektor við Háskólann
á Akureyri, töldu að nokkur
hluti stærstu útgerðarfyr-
irtækja landsins myndi ekki
geta staðið undir veiðigjöldum
og upphafleg frumvörp myndu
hafa slæm áhrif á sjávar-
byggðir.
Daði Már segir að þrátt fyrir
breytingar sé veiðigjaldið enn
mjög hátt og engar efnislegar
breytingar gerðar á frumvarpi
um fiskveiðistjórnun. Því standi
gagnrýni þeirra óhögguð.
Mjög langt
er seilst
ÁLIT SÉRFRÆÐINGS