Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið
úti ferðum til og frá Íslandi en í
sumar en þau eru alls 17. Sam-
kvæmt tölum frá Isavia fjölgar
flugferðum frá landinu um 18 í
fyrstu viku júnímánaðar á milli ára.
Í fyrra voru þær 231 frá 1.-7. júní
en nú er áætluð að þær verði 249.
Þá sé gert ráð fyrir um 15-18%
fjölgun farþega.
Það hefur því verið ljóst um
nokkurt skeið að samkeppni á flug-
markaði ætti eftir að harðna veru-
lega í sumar og hefur þess sést
merki í miðaverði undanfarnar vik-
ur. Verðstríð hefur geisað á milli
lágfargjaldaflugfélaganna Iceland
Express og Wow-air. Félögin hafa
boðið ferðir aðra leiðina til London
og Kaupmannahafnar á allt niður í
tæpar tíu þúsund krónur.
Verðkönnun ferðavefjarins Túr-
ista.is leiðir í ljós að ódýrasta farið
með Easyjet, sem flýgur í fyrsta
skipti hingað til lands í sumar í
júní, kosti næstum því tvöfalt meira
en tilboðsferð íslensku lágfargjalda-
flugfélaganna tveggja.
Vekur spurningar
Kristján Sigurjónsson, útgefandi
Túrista.is, segir það vekja spurn-
ingar að Iceland Express og Wow-
air auglýsi svo lág fargjöld rétt fyr-
ir háannatímann.
„Maður hefði haldið að félögin
þyrftu að selja sætin dýrar á sumr-
in sem eru háannatíminn en á vet-
urna. Þess vegna kemur á óvart að
verið sé að bjóða flugmiða tveimur
dögum fyrir mánaðamót maí/júní á
undir tíu þúsund krónur,“ segir
hann.
Kristján segir erfitt að segja til
um hvort það sé eftirspurn frá Ís-
lendingum eða útlendingum sem
ráði. Easyjet hafi þó gefið það út að
helmingur farþega þeirra hefji ferð-
ina á Íslandi. Ekki sé ólíklegt að
þetta hlutfall sé hærra hjá Iceland
Express og Wow-air sem hafi ekki
sömu tækifæri til að kynna sig í
Bretlandi og Evrópu.
„Eftirspurnin er líklega minni en
reiknað var með því að félögin
hefðu sennilega ekki lagt af stað
með það í byrjun árs að selja flug-
miða sumarsins á tíu þúsund krón-
ur,“ segir Kristján.
Tilboðin dreifist á ferðir
Að sögn Heimis Más Pétursson-
ar, upplýsingafulltrúa Iceland Ex-
press, hefur félagið þvert á móti
selt betur í ár en í fyrra á Evr-
ópuleiðum sínum. „Það hefur
harðnað mjög samkeppnin, sérstak-
lega yfir sumartímann þegar
sautján flugfélög fljúga hingað. Við
höfum verið leiðandi í samkeppn-
innni um lágt verð á flugi til og frá
Íslandi og ætlum okkur að halda
þeirri stöðu okkar áfram,“ segir
Heimir Már.
Hann segir að tilboðin séu á til-
teknum sætum í tilteknum flugferð-
um og ekki sé verið að selja í heilu
vélarnar á því verði.
„Þessi tilboðsverð dreifast á
margar flugvélar og eru tiltölulega
fá í hverri vél. Við erum með mjög
vandaða tekjustýringu. Það verð
sem við fáum í heildina fyrir okkar
flugvélar er mjög gott og dugar til
þess að skila fyrirtækinu eðlilegum
arði,“ segir hann.
Raunhæft viðmið?
Björn Guðmundsson, markaðs-
stjóri hjá ferðaskrifstofunni Vita,
segist ekki hafa séð eins blóðuga
samkeppni á þessum markaði áður.
Hann segir lægstu tilboðin ekki
endurspegla kostnaðinn við flug-
ferðirnar. Á einhverjum tímapunkti
hljóti það að hætta að vera hag-
kvæmt að bjóða upp á svo mikið af
tilboðum.
„Samkeppnin er hörð og hún
smitast inn í ferðaskrifstofubrans-
ann. Tilboðin setja viðmið fyrir fólk
hvað sé raunhæft að eyða í ferðalög
erlendis. Svo er bara spurning
hversu raunhæft það viðmið er,“
segir Björn.
Blóðug samkeppni flugfélaganna
Lág tilboð skömmu fyrir háannatíma benda til minni eftirspurnar en búist var við Verðstríð á milli
íslensku lágfargjaldaflugfélaganna Iceland Express segist hafa bókað meira í sumar en í fyrra
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Jómfrúarflug flugfélagsins Wow-air var farið frá
Keflavíkurflugvelli í gær og var förinni heitið til Par-
ísar þar sem lent var á Charles de Gaulle-flugvelli.
Formlegt áætlunarflug félagsins til 13 áfangastaða í
Evrópu hefst á sunnudag. Flugfélagið hefur á að
skipa tveimur 168 sæta Airbus A320-vélum í flugflota
sínum en þær eru leigðar frá Avion Express.
„Við erum verulega stolt af því að vera að hefja
okkur til flugs. Þetta eru spennandi tímar, en við
teljum ferðamannamarkaðinn á Íslandi vera að
stækka og ætlum okkur hlut í þeirri köku. Við von-
umst til að sjá áframhaldandi fjölgun í heimsóknum
erlendra ferðamanna til og frá Íslandi en einnig von-
umst við til að sjá aukningu hjá íslenskum ferða-
mönnum í kjölfar batnandi efnahagsástands og lækk-
andi flugfargjalda,“ er haft eftir Baldri Oddi
Baldurssyni, forstjóra Wow-air, í tilkynningu frá fyr-
irtækinu.
Þar segir ennfremur að nú þegar starfi 80 manns
hjá fyrirtækinu en verið sé að ráða fjölda starfs-
manna til viðbótar. Alls hafi 450 manns sótt um stöð-
ur sem félagið auglýsti á dögunum.
Fyrirtækið segist leggja mikla áherslu á einstaka
þjónustu sem muni skila sér í mun léttari og
skemmtilegri ferðaupplifun en Íslendingum hafi áður
staðið til boða. Tekið er fram í tilkynningunni að fé-
lagið vilji samsama sig flugfélögum á borð við Virg-
in, South West og Kulula.
Þá segir að eitt af markmiðum Wow-air sé að gera
flugferðir til og frá Íslandi ódýrari en áður hafi sést.
Nú þegar megi merkja lækkun fargjalda með til-
komu flugfélagsins, að því er segir í tilkynningunni.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Upphaf Áhöfn vélar Wow-air ásamt forsvarsmönnum fyrirtækisins skömmu fyrir fyrstu flugferðina á Keflavíkurflugvelli í gær.
Wow-air hefur sig til flugs í fyrsta sinn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Formaður velferðarráðs Reykjavíkur-
borgar segir að rekstur Fríðuhúss í
Reykjavík sé á ábyrgð ríkisins og vel-
ferðarráðherra segir að ekki séu til
peningar hjá ríkinu til að standa
straum af taprekstri hússins, sem var
sex milljónir króna á liðnu ári. Hins
vegar sé þjónustan nauðsynleg og
finna þurfi lausn á fjárhagsvandanum.
Félag áhugafólks og aðstandenda
alzheimersjúklinga og annarra
skyldra sjúkdóma, FAAS, fékk Fríðu-
hús við Austurbrún að gjöf og hefur
rekið þar dagvist fyrir fimmtán ein-
staklinga í rúm ellefu ár. Húsið er
óhagvæm rekstrareining, en ekki hef-
ur fengist leyfi til að fjölga fólki í dag-
vistuninni.
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra segir að þjónustan sé nauð-
synleg en spurning hvort eðlilegt sé
að veita aukið fé í óhagkvæma rekstr-
areiningu. Þetta þurfi að ræða og
verði tekið fyrir á fundi með fulltrúum
FAAS í næstu viku.
„Þetta er gríðarlega þörf starfsemi
og mikilvæg,“ segir Guðbjartur Hann-
esson og bætir við að fullur vilji sé til
þess að leysa vandann með FAAS.
Hann leggur áherslu á að unnið sé
samkvæmt fjárlögum og engar auka-
fjárveitingar séu fyrir hendi til þess að
bæta við. Hafa beri í huga að FAAS
hafi sett í gang viðurkennda starfsemi
miðað við ákveðnar forsendur og
skoða þurfi hvort það sé réttlætanlegt
að greiða meira vegna aðstæðna. Því
hafi verið hafnað við síðustu fjár-
lagagerð.
„Við getum ekki tekið að okkur
hluta af rekstrinum,“ segir Björk Vil-
helmsdóttir, formaður velferðarráðs
Reykjavíkurborgar, og leggur áherslu
á að daggjöldin frá ríkinu eigi að
standa undir rekstri dagþjónustu eins
og sé í Fríðuhúsi. Húsnæðiskostnaður
sé hluti af rekstrarkostnaði hverrar
dagþjónustu og allur þessi kostnaður
sé á hendi ríkisins.
Björk segir það mjög alvarlegt mál
ef Fríðuhúsi yrði lokað. Hún bendir á
að í gangi séu viðræður milli ríkis og
sveitarfélaga um að málefni aldraðra
fari yfir til sveitarfélaganna og þegar
það gerist verði væntanlega sett fjár-
magn í uppbygginguna.
Ríkið á ekki peninga í
taprekstur Fríðuhúss
Guðbjartur
Hannesson
Björk
Vilhelmsdóttir