Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 27
vísi, þar blanda tónlistarmenn mik-
ið geði hver við annan, alveg óháð
því hvaða tónlistarstefnu þeir að-
hyllast.“
Tónlistarmaðurinn og málarinn
er að síðustu spurður að því hvort
það færi honum mikla gleði að
skapa. Hann svarar: „Mér er nauð-
synlegt að skapa. Einfaldlega
vegna þess að listin auðgar lífið.“
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
» Í Reykjavík gengurmaður niður Lauga-
veginn og mætir alltaf
nokkrum manneskjum
sem maður þekkir. Í
litlu samfélagi kemst
fólk ekki hjá því að hitt-
ast og þar er því meiri
fjölbreytni en í fjöl-
mennari samfélögum,
jafn einkennilega og það
kann nú að hljóma.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Come l’ acqua come l’oro … eða
Eins og vatn eins og gull … nefn-
ist myndlistarsýning Rósu Gísla-
dóttur sem sýnd verður í safninu
Mercati di Traiano eða Trajanus-
armarkaðnum í miðborg Rómar í
sumar. Aðspurð um tilurð sýning-
arinnar segist Rósa hafa haldið
einkasýningu í Róm árið 2009 sem
fulltrúar frá Trajanusarsafninu
sáu. „Í framhaldinu var mér boðið
að gera tillögu að sýningu sem
tengdist safninu og í kjölfarið
bauðst mér að sýna á þessum
eftirsótta sýningarstað,“ segir
Rósa og bendir á að safnið sé í
raun risastórar rústir byggingar
sem var miðstöð stjórnsýslu í
Rómaborg til forna og er frá dög-
um Trajanusar keisara á 1. öld eft-
ir Krist.
Hverjar verða fornminjar
framtíðarinnar?
„Alls verða tólf verk á sýning-
unni. Um er að ræða sex stóra
skúlptúra unna úr umhverfisvænu
gifsefni sem nefnist jesmonít og
einn stóran skúlptúr úr endurunnu
áli, eitt verk með afsteypum úr
gifsi og fjögur skúlptúrverk úr
plexigleri og plastflöskum sem eru
fylltar af vatni og lýstar upp,“ seg-
ir Rósa og tekur
fram að verkin
verði bæði inni í
safninu og á sýn-
ingarsvæði úti
andspænis Róm-
artorgi, þ.e. For-
um Romanum,
og Kapítólhæð.
„Ég sæki inn-
blástur verkanna
í klassíska list Grikkja og Róm-
verja. Verkin á sýningunni kallast
á við forna muni sem meðal annars
er að finna í rústum Trajanus-
armarkaðarins. Þau vísa til fortíð-
arinnar en hafa jafnframt skír-
skotun til samtíðar okkar þar sem
þetta eru klassísk form sem koma
fyrir á öllum tímum, líka í nútím-
anum.
Verkin vekja enn fremur spurn-
ingar um þær leifar sem við nú-
tímamenn munum skilja eftir okk-
ur. Hverjar verða fornminjar
framtíðarinnar? Kannski verður
það fyrst og fremst plastúrgangur
sem mengar umhverfið og gerir
vatnið á plánetunni okkar ódrekk-
andi. Skírskotun til umhverfisins
er sterkur þáttur í sýningunni en
nafnið á henni vísar í frægt ljóð
eftir forngríska skáldið Pindar sem
sagði eitthvað á þá leið að þótt gull
væri vissulega skært væri það
einskis virði ef við hefðum ekki
vatn,“ segir Rósa.
Þess má að lokum geta að Berg-
lind Ásgeirsdóttir, sendiherra Ís-
lands á Ítalíu, opnar sýninguna
fimmtudaginn 21. júní og stendur
hún til 23. september nk.
Rústir Trajanusarsafnið er í raun risastórar rústir byggingar sem var mið-
stöð stjórnsýslu í Róm og er frá dögum Trajanusar keisara á 1. öld e. Kr.
Gull einskis
virði án vatns
Rósa Gísladóttir
Rósa Gísladóttir
opnar sýningu í Traj-
anusarsafni í Róm
Kapalstöðin HBO, framleiðandi
þáttaraðanna Game of Thrones, hef-
ur sent frá sér afsökunarbeiðni
vegna gervihöfuðs sem sést stjak-
sett í einum þáttanna og svipar mjög
til höfuðs George W. Bush, fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta. Segir í af-
sökunarbeiðninni að HBO sé miður
sín yfir þessu. Höfuðið sést í atriði
þar sem Joffrey konungur sýnir
verðandi eiginkonu sinni, Sönsu
Stark, höfuðið af föður hennar á
spjóti. Höfundar þáttanna, þeir Dav-
id Benioff og D.B. Weiss, hafa einnig
beðist afsökunar á þessum óheppi-
legu líkindum. Margir þeirra gervi-
líkamsparta sem notaðir voru við
tökur voru leigðir, að því er fram
kemur í frétt á vef BBC.
HBO biðst
afsökunar
AFP
Óheppilegt Stjaksett höfuð í Game
of Thrones líkist höfði Bush.
Danska leik-
konan Mille
Dinesen hlaut í
liðinni viku verð-
laun sem besta
leikkonan í
dramatískum
sjónvarpsþátt-
um, á Monte
Carlo Television
Festival, verð-
launahátíð helg-
aðri sjónvarpsþáttum í Monte
Carlo. Verðlaunin bera heitið
Gyllta dísin og hlaut hún þau fyrir
leik sinn í dönsku þáttunum Rita.
Aðrar tilnefndar leikkonur voru
m.a. þær Juliane Margolis úr The
Good Wife og Michelle Dockery úr
Downton Abbey.
Dinesen
hlaut dís
Mille
Dinesen
veislusalir
Tökum á móti litlum og stórum
hópum í rómaðar veislur
Suðræn stemning
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Mið 20/6 kl. 19:30
AUKASÝN.
Fös 22/6 kl. 19:30
Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 23. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Þrenn Grímuverðlaun! Sýningar í september komnar í sölu.
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
Vesalingarnir HHHHH - SÍÐUSTU SÝNINGAR!
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill
...þú leitar og finnur