Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Paul McCartney 70 ára Afmælistónleikar í Eldborg Hörpu 18. júní kl. 20:00 Miðasala á harpa.is midi.is í miðasölu Hörpu og í síma 528 5050 OB-LA-DI OB-LA-DA Frakkastígur 8 Baldur Arnarson Ingvar P. Guðbjörnsson „Á fáum árum hefur á Íslandi verið lagður grunnur að nýju og betra samfélagi þar sem ríkir mun meiri fjárhagslegur jöfnuður, meira félagslegt réttlæti og leikreglurnar eru heil- brigðari en fyrir hrun. Þegar litið er til aukins jöfnuðar höfum við satt að segja náð mun lengra en mig dreymdi um, þegar ég stóð hér fyrir þremur árum,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra í hátíðarræðu á Aust- urvelli í gær. Meiri hagvöxtur en víða „Um tveggja ára skeið hefur hagur okkar Ís- lendinga batnað á ný og batinn er umtalsvert meiri en í flestum þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við. Ég finn vel á fundum með leiðtogum annarra ríkja að þeir fylgjast af áhuga með þeim jákvæðu breyting- um sem átt hafa sér stað hér á landi frá hruni,“ sagði Jóhanna og vék að fyrirhuguðum breyt- ingum á fiskveiðikerfinu. „Þá treysti ég því að Alþingi beri gæfu til að samþykkja á yfirstandandi þingi lög sem tryggja þjóðinni langþráðan og sanngjarnan arð af fiskveiðiauðlindinni. Arður þjóðarinnar getur á næstu árum numið tugum milljarða króna, ef vel árar eins og undanfarin ár en á sama tíma yrðu góð rekstrarskilyrði vel rek- inna fyrirtækja í sjávarútvegi tryggð. Ekkert má stöðva að þetta mál nái fram að ganga,“ sagði Jóhanna sem kvaðst ekki hafa upplifað jafn hatrömm átök í stjórnmálunum á 34 ára ferli sínum sem þingmaður og ráðherra. Ekki náðist í forsætisráðherra í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, seg- ir ekki koma til greina að meirihlutinn afsali sér ákvörðunarvaldi um afgreiðslu og inntak mála í hendur minnihlutans á Alþingi. „Það væri þvílíkur ábyrgðarhluti að gera það og kemur auðvitað ekki til greina. Nú held ég að þau verði að fara að átta sig á því að þau hafa sótt þetta það langt að þeim verður ekki hleypt lengra,“ sagði Steingrímur sem svarar svo spurður um þinglok: „Annaðhvort fæst botn í þetta á einum til þremur næstu dögum eða sumarþing blasir við. Þannig met ég stöðuna, en ég tala þar bara fyrir mína hönd.“ Var að benda á hið augljósa Steingrímur var spurður út í ummæli sín á Bylgjunni um mögulega endurskoðun á ESB- umsókninni. „Ég var aðeins að benda á hið augljósa að ef forsendur breytast þá hljótum við auðvitað að setjast niður og fara yfir það hvort það kalli á endurskoðun á þeirri stefnu sem við höfum unnið eftir,“ sagði Steingrímur sem telur aðspurður að færa megi rök fyrir því að slíkar forsendur hafi skapast. „Já, sumpart hafa hlutir þróast með öðrum hætti en menn reiknuðu með 2009 en að öðru leyti ekki. Ég hef talað alveg skýrt í þeim efn- um að mér finnst mjög mikilvægt að við fáum sem mest út úr þessu og vitum hvar við stönd- um. En það þýðir heldur ekki að við getum ekki ef aðstæður kalla á það sest niður og endur- metið stöðuna. Það hljóta stjórnvöld hvers tíma alltaf að áskilja sér rétt til að gera og í okkar tilviki, Vinstri grænna, var það alveg ljóst að við áskildum okkur slíkan rétt. Auðvit- að hefur ýmislegt á dagana drifið síðan vorið 2009. Það er ekki hægt að neita því. Þetta hafa verið sviptingatímar í Evrópu og eru enn.“ Árangurinn umfram væntingar  Jóhanna Sigurðardóttir segir endurreisn Íslands hafa gengið betur en hana dreymdi um árið 2009  „Ekkert má stöðva“ afgreiðslu sjávarútvegsfrumvarpa  Formaður VG segir sumarþing í myndinni Morgunblaðið/Ómar Á þjóðhátíðardag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flytur hátíðarræðu á Austurvelli. Guðrún Vala Elíasdóttir Borgarnesi ,,Ég vaknaði við einhvern hávaða, eins og brest eða sprengingu. Ég leit á klukkuna og sá að hún var bara fjögur, en eitt augnablik hvarflaði að mér að Dariusz væri vaknaður og á leið til vinnu,“ segir Grzegorsz Sienkiewicz, eigandi og íbúi í Dal, húsinu sem kviknaði í sl. fimmtudagsmorgun í Borgarnesi. Dorota Przymont, unnusta Grze- gorsz, slasaðist alvarlega er hún stökk út úr brennandi húsinu. Henni hefur verið haldið sofandi á gjörgæsludeild en hún höfuðkúpu- brotnaði og hlaut auk þess fleiri beinbrot á efri hluta líkamans. Líð- an hennar er stöðug. Dorota starf- aði í Hyrnunni og hefur dvalið á Ís- landi í fimm mánuði. Grzegorsz flutti til Íslands frá Póllandi og hefur búið hér frá árinu 2005. Hann keypti húsið árið 2007 en það er eitt af elstu húsunum í Borgarnesi, bárujárnsklætt timb- urhús. Dariusz er frændi Grzegorz og kom til landsins fyrir rétt tæp- um þremur vikum til að vinna hjá Loftorku. Þrátt fyrir þetta áfall ætlar hann vera áfram hér, hafði verið á Íslandi áður og líkar vel. Þeir búa nú tímabundið á Farfugla- heimilinu í Borgarnesi. Reyk lagði niður stigann ,,Ég fór fram á gang og sá þá reykjarmökk leggja niður stigann, en uppi í risi sváfu bæði Dorota og Dariusz“. Grzegorz var mjög brugðið þegar hann áttaði sig á að hvað var að gerast og hann hrópaði á þau. Við það vaknaði Dariusz og hljóp niður en þegar engin við- brögð komur frá Dorotu renn- bleytti Grzegorsz svefnpoka og hafði fyrir sér og reyndi að opna dyrnar að herbergi hennar. Þá kom eldhaf á móti honum og ekki annað að gera en koma sér niður og út. Stuttu síðar sáu þeir Dorotu liggja á stéttinni fyrir framan húsið með- vitundarlausa og blóðuga, en hún hafði stokkið út um gluggann. ,,Sem betur fer kom aðstoð mjög fljótt og Dorota var flutt fyrst með sjúkrabíl og svo þyrlu á sjúkra- húsið í Fossvoginum en þangað var hún komin klukkan rétt rúmlega fimm.“ Upptök eldsins voru í risinu fyrir framan herbergi Dorotu, en verið er að rannsaka orsakir brunans. Þrír reykskynjarar voru í húsinu en svo virðist sem enginn þeirra hafi farið í gang. ,,Sem betur fer náði ég að grípa jakkann sem hékk í forstofunni með mér út, en í honum var veskið mitt, sími og skilríki. Dariusz aftur á móti komst einungis út á stutt- buxum og bol og allir hans papp- írar brunnu, vegabréf og öku- skírteini.“ Með rennblautan svefn- poka gegn eldinum  Kona sem stökk út úr brennandi húsi í Borgarnesi enn á gjörgæsludeild  Enginn þriggja reykskynjara fór í gang Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Frændur Grzegorsz og Dariusz framan við húsið sem hugsanlega er ónýtt. Húsið er mjög illa farið og sennilega ónýtt, risið brann til kaldra kola og annað er mikið skemmt af reyk, sóti og vatni. Innbúið var ótryggt og fjöl- skyldan er allslaus. Þeir sem vilja og geta styrkt þau geta lagt fjárupphæðir inn á reikning Grzegorsz (0354-26- 4558 kt. 040780-2629) en einnig má snúa sér til Rauða krossins, Borgarfjarðardeildar, í síma 857-7100. Húsið senni- lega ónýtt INNBÚIÐ VAR ÓTRYGGT Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég á í grundvallarágreiningi við Jó- hönnu þegar hún segir að það sé hægt að skattleggja greinina svo mikið og halda um leið að greinin muni samt skila góðri afkomu. Þegar rætt er um að greinin eigi að skila arði til þjóðarinnar erum við líka að tala um að hér séu rekin heilbrigð fyrirtæki með rekstrarafgangi fyrir fjárfestingu og annað. Þetta er því byggt á miklum misskilningi eins og þessi málatilbúnaður allur,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, spurð um ummæli forsætisráðherra um sjávarútveg í háttíðarræðunni í gær. Ólöf segir sérstaka veiðigjaldið sem nú er rætt um, 12,7-13,5 millj- arða króna, vera alltof of hátt. „Veiðigjöldin, eins og þau eru núna, eru feiki- lega há. Þau eru langt, langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur tal- ist. Svo er alveg óljóst hvaða áhrif þau munu hafa fyrir greinina og þar með á afkomu okkar allra. Skort hefur á að litið sé á heildarsamhengi hlutanna. Ef það á að skattleggja at- vinnugrein sérstaklega sem borgar nú 5 milljarða í tekjuskatt og bæta á hana 13 milljörðum til viðbótar með veiðigjaldi er ekki hægt að halda því fram að það muni ekki hafa áhrif á svigrúm hennar til fjárfestingar.“ Haldið áfram endalaust Ólöf segir eina vitið að hlé verði gert á þingstörfum. „Spurningin er hverju þetta skilar. Það gengur ekki að ef ríkisstjórnin kemur ekki sínum málum fram eigi þingið að halda áfram út í hið óendanlega.“ Þrátefli sem skilar ekki neinu Ólöf Nordal  Varaformaður Sjálfstæðisflokks vill hlé á þingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.