Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Útiflísar á frábæru verði
Gæði og glæsileiki á góðu verði
Eigum á lager yfir 1.000m2
á sérverði (4 litir) 3. flokkur.
ATH fleiri litir væntanlegir
Af hverju lenda flísar í 3. flokki?
Flísarnar hugsanlega hornskakkar.
– Eitthvað að yfirborði flísanna.
–Litatónar etv. ekki alveg réttir.
– Kannski aðeins kvarnað úr hornum.
– Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk.
ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í heilum
pakkningum og ekki er hægt að skila
afgöngum.
1.790 kr. fm
2
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
„Ég reikna með að það verði sama
óreiðan og hingað til. Málþófið hélt
áfram á laugardag þar til ræðutím-
inn var á enda. Það virðast ekki
vera nein teikn á lofti um að meiri-
hlutinn ætli að taka af skarið og af-
greiða mál samkvæmt 64. grein
þingskapa,“ segir Þór Saari, þing-
maður Hreyfingar, um stöðuna.
„Það hefur verið talað um það í
margar vikur að gera það en ekkert
orðið úr því. Það var talað um það á
laugardag að
þingið myndi
starfa á mánu-
dag og þriðju-
dag og svo
áfram í júlí.
Það er erfitt að
festa hönd á
því hvað ger-
ist. Það er ekki
ólíklegt að ef veiðigjaldið fer ekki í
gegn á næstu dögum þá verði júl-
íþing. Ég lít þannig á eftir að hafa
setið ótal fundi með þingflokks-
formönnum og formönnum flokk-
anna síðustu daga að þingið sé ekki
starfhæft. Ég held að þingið sé
komið á þann tímapunkt á þessu
kjörtímabili að það væri skyn-
samlegt að boða til kosninga sem
fyrst. Þetta gengur ekki. Hvernig
ætli það verði á haustþingi ef þing-
ið er búið að vera meira og minna
óstarfhæft síðan fyrir páska?“
Kominn tími á kosningar
ÞINGMAÐUR HREYFINGARINNAR SEGIR ÞINGIÐ KOMIÐ Í ÖNGSTRÆTI
Þór Saari
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Mér finnst það mjög hæpið og eigin-
lega ómögulegt að þingið starfi áfram
svo nærri kosningum. Við erum kom-
in miklu nær forsetakosningunum en
talið var forsvaranlegt. Það var rætt
um það í þinginu á sínum tíma að við
mættum helst ekki fara fram yfir 7.
júní vegna þess að þá hæfist kosn-
ingabaráttan vegna forsetakosning-
anna formlega með umfjöllun í fjöl-
miðlum. Nú er kominn 17. júní. Hver
dagur sem líður gerir þetta því enn
vandræðalegra fyrir þingið og stjórn-
armeirihlutann,“ segir Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, um stöðuna á
þingi.
Haldið áfram endalaust
„Mér finnst eðlilegra að það verði
gert hlé á þingfundum. Ástæðan fyrir
því að ríkisstjórnir hafa í gegnum tíð-
ina samið við stjórnarandstöðu um
þinglok hefur verið sú að menn hafa
ekki talið viðeigandi að framlengja
þingið endalaust til þess að koma mál-
um í gegn.
Nú er hins vegar uppi sú óvenju-
lega staða að þingið er framlengt
endalaust til að ná fram málum; mál-
um sem komu inn í þingið löngu eftir
að frestur var liðinn og hafa fengið
mjög neikvæða gagnrýni frá sérfræð-
ingum og fulltrúum sveitarfélaga um
allt land.
Við höfum farið fram á það og talið
það skyldu okkar sem stjórnar-
andstöðu að það yrði þá farið yfir mál-
in eins og þau standa nú af sérfræð-
ingum til þess að meta hvort
sjávarútvegsfrumvörpin muni kosta
þúsundir starfa
eins og rök voru
færð fyrir í upp-
hafi. Við fram-
sóknarmenn telj-
um það mjög
óábyrgt af
þinginu að sam-
þykkja mál sem
gætu sett undir-
stöðuatvinnuveg
og efnahag lands-
ins í uppnám.“
– Hvað með 64. greinina, þann
möguleika að stöðva þingræður til að
koma málum í atkvæðagreiðslu?
Rætt um „kjarnorkuákvæðið“
„Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórn-
in muni beita því sem í daglegu tali er
kallað kjarnorkuákvæðið og hefur
ekki verið beitt, að mér skilst, síðan
1949 þegar það urðu óeirðir á Austur-
velli vegna aðildar að Nató.
Það væri býsna gróft að beita því
ákvæði um mál sem er vanbúið, er
ekki búið að fara yfir af sérfræðingum
og er framhald máls sem hefur hlotið
einróma neikvæða gagnrýni. Að beita
þessari aðferð til að knýja þetta mál í
gegn væri því mjög gróft. En ég geri
ráð fyrir því að við höldum áfram að
funda á morgun [í dag] og sjáum
hvort hægt verði að ná niðurstöðu,“
segir Sigmundur Davíð og bætir því
við að honum þyki eðlilegt að þing
komi aftur saman í ágúst.
„Það væri mjög erfitt gagnvart
starfsmönnum þingsins að halda
starfsfólkinu í júlí andstætt því sem
þingsköp gera ráð fyrir. Mér þætti
því eðlilegra að þingið kæmi saman
aftur um miðjan ágúst,“ segir Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Þingsalurinn Þingið átti að ljúka störfum 31. maí sl. Það starfar enn.
Ólíðandi að þingið
rekist á kosningar
Formaður Framsóknar vill þinghlé
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson