Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Borgarlistamaður Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri (t.h.) skartaði þjóðbúningi í Höfða í gær þegar tilkynnt var að hún væri borgarlistamaður Reykjavíkur í ár. Hamrahlíðarkórinn söng.
Ómar
Í umræðum um frum-
vörp ráðherra til laga
um stjórn fiskveiða og
veiðigjöld hafa margir
orðið til þess að gera lít-
ið úr varnaðarorðum
þeirra sem til sjáv-
arútvegsins þekkja með
því að yppta öxlum og
segja sem svo að fisk-
urinn verði áfram
veiddur. Þannig er gef-
ið í skyn að allt verði áfram í lagi fyrst
fiskurinn verði áfram veiddur og að
engu skipti hver veiði fiskinn, hvernig
og við hvaða aðstæður. Því miður er
veruleikinn allur annar.
Rétt er að hafa í huga að ekki vant-
aði upp á að fiskurinn væri veiddur
árið 1981, en það ár komu 460 þúsund
tonn af þorski á land af íslenskum
skipum. Engu að síður voru efnahags-
aðstæður og afkoma veiðanna með
þeim hætti að útvegsmenn treystu sér
ekki til að halda veiðum áfram við
óbreytt skilyrði og kölluðu flotann í
land.
Ekki vantaði heldur upp á að fisk-
urinn væri veiddur í lok níunda ára-
tugar síðustu aldar, en þá var þorsk-
aflinn hátt í 400 þúsund tonn ár eftir
ár. Engu að síður var afkoma sjáv-
arútvegsins svo slæm á þessum tíma
að stofna þurfti opinbera sjóði á
kostnað skattgreiðenda til að styrkja
áframhald fiskveiðanna. Það var ein-
mitt til þess að komast út úr þessum
vanda sem núverandi stjórnkerfi fisk-
veiða með aflahlutdeild og frjálsu
framsali var komið á.
Hvernig verða verðmætin til?
Verðmæti í sjávarútvegi verða til
með skynsamlegri og hagkvæmri nýt-
ingu auðlindarinnar. Í þessu felst að
gætt er hófs í sókn í fiskistofna þann-
ig að þeir haldist í sem hagkvæmastri
stærð og hafi burði til að endurnýja
sig. Með þessu móti má fá meiri og
jafnari afla en ella ár eftir
ár og með minni tilkostn-
aði á hvert tonn af afla,
enda er fljótlegra og því
kostnaðarminna að sækja
tiltekið aflamagn úr
stórum stofni en litlum.
Jafnframt þarf að gæta
þess að aflinn sé ekki sótt-
ur með of stórum fiski-
skipaflota svo að aflaverð-
mætinu sé ekki sóað í að
kaupa og reka fiskiskip
sem engin þörf er fyrir.
En ekki er nóg að veiða
fiskinn með skynsamlegum og hag-
kvæmum hætti—fleira þarf að koma
til. Stór hluti þeirra verðmæta sem ís-
lenskur sjávarútvegur skapar verður
til vegna þess að fyrirkomulag fisk-
veiðistjórnunar gerir fyrirtækjunum
kleift að sinna þörfum erlendra kaup-
enda afurðanna á þann hátt sem best
verður á kosið. Þannig geta stjórn-
endur sjávarútvegsfyrirtækja sam-
ræmt skipulag veiðanna og vinnslu
aflans þörfum kaupendanna. Gerðir
eru fyrirfram samningar um afhend-
ingu tiltekins magns afurða af hverri
fisktegund í hverri viku ársins í þeirri
mynd og í þeim gæðum sem uppfyllir
þær kröfur sem hver og einn kaup-
andi gerir.
Allir þessir þættir, og margir fleiri,
gera það að verkum að íslenskur sjáv-
arútvegur hefur náð sterkri stöðu til
að skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti
og miklar gjaldeyristekjur í krafti
þess skipulags sem sjávarútvegurinn
býr við vegna gildandi fyrirkomulags
við stjórn fiskveiða.
Hverju myndu frumvörpin
breyta?
Frumvörpin sem nú eru til með-
ferðar Alþingis myndu grafa alvar-
lega undan öllum þeim þáttum sem
verðmætasköpun sjávarútvegsins
byggist á. Of hátt og illa ígrundað
veiðigjald myndi gera greininni
ókleift að fjárfesta í skipum og búnaði
í þeim mæli sem þarf til að hún haldi
stöðu sinni á erlendum mörkuðum.
Leiga ríkisins á aflaheimildum, í stað
þess að byggja áfram á aflahlutdeild,
myndi draga úr hvata til góðrar um-
gengni um auðlindina og auka brott-
kast og aðra sóun. Flutningur veiði-
heimilda til annarra en þeirra sem
keypt hafa aflahlutdeild myndi eyði-
leggja þá hagræðingu sem náðst hef-
ur við veiðarnar, auka heildar til-
kostnað við fiskveiðar og valda þannig
sóun verðmæta auk þess að auka
þrýsting á að heimila of mikinn afla.
Óvissa um aflaheimildastöðu myndi
gera fyrirtækjunum erfitt fyrir um að
skipuleggja veiðarnar og gera samn-
inga um afhendingu afurða og þannig
grafa undan því verðmæta trausti
sem byggt hefur verið upp um áratugi
við mikilvægustu kaupendurna. Svona
mætti lengi telja.
Stóra spurningin
Ef frumvörpin verða að lögum
verður fiskurinn eflaust áfram veidd-
ur. Við þurfum þó öll að spyrja okkur
hvort við viljum að fiskurinn verði
áfram veiddur með þeim ábatasama
hætti fyrir þjóðarbúið sem gert er í
dag eða með þeim óhagkvæma hætti
sem gert var fyrir meira en 20 árum
og frumvörpin myndu leiða af sér.
Valið ætti ekki að vera erfitt.
Nú þurfa stjórnvöld að taka hönd-
um saman við þá sem starfa í atvinnu-
greininni og nýta sér þekkingu þeirra
við að leiða deilur um stjórn fiskveiða
til lykta. Nauðsynlegt er að tryggja
að fiskurinn verði áfram veiddur á
ábatasaman hátt fyrir þjóðarbúið.
Fiskurinn verður áfram
veiddur, en …
Eftir Ásgeir
Gunnarsson » Þannig er gefið í skyn
að allt verði áfram í
lagi fyrst fiskurinn verður
áfram veiddur og að engu
skipti hver veiðir fiskinn
…
Ásgeir Gunnarsson
Höfundur er útgerðarstjóri
Skinneyjar-Þinganess hf.
Myndum við
loka Orðabók
Háskólans (sem
nú heitir Orð-
fræðisvið Stofn-
unar Árna
Magnússonar)
eða Landmæl-
ingum Íslands?
Ekki út af neinu
sérstöku, bara
svona af því að
við skiljum ekki hvað er gert á
þessum stofnunum og finnst
þessvegna að það sé alveg eins
hægt að sleppa því?
Ég held ekki, eða ég vona að
minnsta kosti ekki en nú liggur
hinsvegar fyrir alþingi frumvarp
mennta- og menningar-
málaráðherra til laga um menn-
ingarminjar sem skrúfar fyrir
alla möguleika á að hægt sé að
halda áfram skipulegri kortlagn-
ingu fornleifa á Íslandi. Öfugt við
orðasöfnun og landmælingar hef-
ur íslenska ríkið aldrei lagt forn-
leifaskráningu annað lið en að
skylda sveitarfélög (og eftir at-
vikum aðra skipulagsaðila) til að
láta framkvæma hana í sambandi
við skipulagsgerð. Lög um það
hafa verið í gildi síðan 1989 og þó
að þau séu veik og alls ekki ótví-
ræð, og þó að margir hafi komist
upp með að fara ekki eftir þeim,
þá hefur samt mikið áunnist. Af
um 120 þúsund fornleifum sem
áætlað er að séu í landinu eru í
gagngrunni Fornleifastofnunar
nú upplýsingar um 95.000 staði
og þar af hafa rúmlega 30.000
verið skráðir á vettvangi. Það er
vettvangsskráningin sem er dýr-
asti en jafnframt mikilvægasti
hluti þessa verks en ef frum-
varpið verður óbreytt
að lögum mun það
starf daga uppi.
Það má deila um
réttmæti þess að hafa
velt þessari byrði yfir
á sveitarfélögin og hún
leggst mjög misþungt
á þau. Þau hafa hins-
vegar mörg hver tekið
á þessu verkefni af
miklum metnaði enda
er víða skilningur á
gildi fornleifa, ekki að-
eins fyrir íslenska menningu,
heldur líka fyrir skólastarf og at-
vinnulífið, einkum uppbyggingu
ferðaþjónustu. Slíkan skilning er
ekki að finna hjá mennta- og
menningarmálaráðuneytinu. Það
hefur aldrei sýnt að það hafi
neinn vilja til að greiða götu
fornleifaskráningar, efla hana
(t.d. með því að jafna aðstöðu
sveitarfélaga til að skrá) eða
tryggja að þær upplýsingar sem
þó er safnað séu gerðar aðgengi-
legar almenningi. Nú tekur hins-
vegar steininn úr ef fjarlægja á
einu lagastoðina sem fyrir þessu
verkefni er.
Metnaðarleysi ríkisvaldsins í
þessum málaflokki er gríðarlegt
og yfirþyrmandi. Mér sýnist að
það sé borin von að koma vitinu
fyrir framkvæmdavaldið en sár-
bæni alþingi um að koma í veg
fyrir þetta slys.
Menningarslys
í boði menning-
arráðuneytis
Eftir Orra
Vésteinsson
Orri Vésteinsson
» Alþingi getur af-
stýrt því að forn-
leifaskráning leggist
af á Íslandi.
Höfundur er prófessor
í fornleifafræði.