Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands sýnir að stjórn- endur 400 stærstu fyrirtækja lands- ins telja horfur framundan neikvæð- ar. Samkvæmt könnuninni telur mikill meirihluti stjórnenda aðstæður í at- vinnulífinu slæmar og fer þeim stjórnendum fækkandi sem búast við að aðstæður batni á næstunni. Um er að ræða ársfjórðungslega könnun og fór mælingin fram um mánaðamótin maí-júní. Könnunin var unnin af Capacent og náði til 406 stærstu fyrirtækja landsins m.v. heildarlaunagreiðslur. Svarhlutfall var 55%. Að mati 63% svarenda eru aðstæð- ur í atvinnulífinu slæmar og er það óbreytt hlutfall frá mælingunni sem fram fór í mars. Þriðjungur svarenda taldi aðstæður hvorki góðar né slæm- ar og 3% svöruðu að aðstæður væru góðar. Hljóðið virðist ögn þyngra í stjórn- endum fyrirtækja á landsbyggðinni; þar telja þrír af hverjum fjórum stjórnendum aðstæður slæmar, en þrír af hverjum fimm á höfuðborgar- svæðinu. Verst í sjávarútvegi Svör voru m.a. flokkuð eftir at- vinnugreinum en í öllum geirum at- vinnulífsins er meirihluti stjórnenda á þeirri skoðun að aðstæður séu slæm- ar. Viðhorfin eru hvað jákvæðust í fjármálaþjónustu, ýmissi sérhæfðri þjónustu og iðnaði þar sem 55% stjórnenda telja aðstæður slæmar. Í verslun, samgöngum og ferðaþjón- ustu svöruðu 57-65% stjórnanda á neikvæðan hátt. Horfurnar virðast dekkstar í sjávarútvegi, þar sem 90% stjórnenda segja aðstæður slæmar, og í bygging- ariðnaði þar sem hlutfallið er 80%. Könnun SÍ og Seðlabankans mælir einnig svokallaða vísitölu efnahags- lífsins, sem á að leggja mat á hvort stjórnendur telji að aðstæður muni batna á næstu sex mánuðum. Mat þeirra á hvernig ástandið verður eftir sex mánuði er nú lakara en í síðustu tveimur könnunum en þó virðast væntingar heldur jákvæðari en fyrir ári. Vísitala efnahagslífsins mældist hæst í lok árs árið 2003 en hefur mælst lægst í október 2005, desember 2007 og maí 2009. Í könnuninni kemur einnig fram að 86% stjórnenda búa við nægt fram- boð af starfsfólki. Á sama tíma skortir 14% fyrirtækja starfsfólk, en var 10- 12% í síðustu tveimur könnunum. Virðist enginn munur á landsbyggð og höfuðborgarsvæði hvað varðar framboð og eftirspurn eftir starfs- fólki. Þrír af hverjum fimm stjórnendum búast við óbreyttum starfsmanna- fjölda næsta hálfa árið. Fimmtungur býst við að fækka starfsmönnum og fimmtungur reiknar með að bæta við starfsfólki. Búast má við fjölgun í sérhæfðri þjónustu, iðnaði, byggingarstarfsemi, samgöngugeira, ferðaþjónustu og flutningum en fækkun í fjármála- starfsemi, sjávarútvegi og verslun, að því er segir í tilkynningu. ai@mbl.is Íslenskir stjórnendur alls ekki bjartsýnir  Skammtímahorfur versna milli ársfjórðunga  Búast við fækkun starfsmanna í fjármálageira, sjávarútvegi og verslun Morgunblaðið/Golli Krónur Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru allt annað en bjart- sýnir á horfurnar framundan samkvæmt könnun SA og Seðlabankans. Fyrrverandi stjórnandi farsíma- fyrirtækisins Everything Everyw- here, Tom Alexander, hefur fengið til liðs við sig fjárfestingafyrirtæk- in Kohlberg Kravis Roberts (KKR) og Apax með það að mark- miði að kaupa Everything Every- where. KKR á m.a. fyrir lyfjaverslana- keðjuna Boots og gæludýraversl- anakeðjuna Pets at Home. Eigna- safn Apax hefur m.a. innihaldið tískufyrirtækið Tommy Hilfiger Corporation og ríflega 80% hlut í raftækjafyrirtækinu Royal Philips Electronics. Everything Everywhere varð til árið 2010 með samruna fjarskipta- risanna Orange og T-Mobile og er stærsti seljandi farsímaþjónustu í Bretlandi. Er áætlað að virði fyr- irtækisins sé hátt í 10 milljarðar punda, um 1.900 milljarðar króna. Óformlegar þreifingar Bloomberg segir að fyrir nokkr- um vikum hafi Tom Alexander átt óformlega fundi með forsvars- mönnum France Telecom, móður- fyrirtækis Orange. Sunday Times segir Alexander, KKR og Apax hafa náð að tryggja nokkuð djarflegt 8 milljarða punda tilboð í reksturinn, sem jafngildir tæpum 1.300 milljörðum króna. Bloomberg hefur eftir heimild- armönnum að Deutsche Telekom, eigandi T-Mobile, sé í söluhugleið- ingum. Fyrirtækið vanti lausafé eftir að hafa mistekist að selja starfsemi T-Mobile í Bandaríkjun- um. Ku Deutsche Telekom vera á frumstigum þess að athuga hvort skynsamlegt sé að selja helmings- hlutinn í Everything Everywhere. Samruni Orange og T-Mobile á sínum tíma var m.a. hugsaður til að spara um 4 milljarða evra í sím- kerfis-, markaðs- og stjórnunar- kostnaði til ársins 2014. Tom Alex- ander kvaddi fyrirtækið á síðasta ári, að eigin sögn vegna persónu- legra ástæðna og til að sinna öðr- um hugðarefnum. Bloomberg segir þetta útspil koma á spennandi tíma en farsíma- þjónustuveitendur í Bretlandi eru að setja sig í stellingar fyrir mik- inn slag þegar fjórða kynslóð þráð- lausra gagnaflutninga verður tekin í gagnið. ai@mbl.is AFP Eftirspurn Það kann að gerast að eigendaskipti verði á stærsta seljanda far- símaþjónustu í Bretlandi. Frá hátíðahöldum í Lundúnum fyrr í mánuðinum. Risaleikflétta á breska farsíma- markaðinum Alþjóðleg samtök fjármálafyrir- tækja, Institute of International Finance (IIF), segja varasjóði evrusvæðisins ekki ráða við frekari björgunaraðgerðir, komi til þess að stórt aðildarríki þurfi á aðstoð að halda. Wall Street Journal greinir frá því að IIF hafi sent frá sér skýrslu á sunnudag þar sem fram kemur að í kjölfar allt að 100 milljarða evra björgunarpakka handa Spáni hafi björgunarsjóður evrusvæðis- ins ekki úr nema 250 milljörðum evra að spila. Þessir sjóðir nægi til að hjálpa hagkerfi eins af smærri aðildarríkjunum en dugi ekki til ef létta þarf undir með einhverju af stærri aðildarríkjunum. Hlaðið undir eldvegg AGS? Á sama tíma berast fréttir frá Mexíkó þar sem leiðtogar G20- ríkjanna munu funda í dag og á morgun. Á fundi með blaðamönnum á laugardag sagði Fepile Calderon, forseti Mexíkó og gestgjafi leið- togafundarins, að von væri á að þar myndi nást niðurstaða um að efla enn frekar svokallaðan „eldvegg“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að því er Bloomberg greinir frá. Eldveggurinn er björgunarsjóð- ur sem stofnað var til í apríl og inniheldur yfir 430 milljarða dala, til að grípa inn í atburðarásina þegar efnahagskreppa er í uppsigl- ingu. ai@mbl.is Evrusvæðið ræð- ur ekki við meira  Von á að G20-ríkin efli stuðning við neyðarsjóð AGS á fundi í Mexíkó AFP Kátur Mario Draghi, forseti Seðla- banka Evrópu, var glaðbeittur á blaðamannafundi fyrr í mán- uðinum. Evran má varla við meiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.