Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 6
Vorið er annatími í sveitinni og þegar stórt æðarvarp bætist við 700 fjár og 40 nautgripi verður ekki mikið um svefn. Þetta er veruleikinn hjá Eiríki Snæbjörnssyni og fjölskyldu hans á Stað í Reykhólasveit, en á Stað búa þau Eiríkur og Sigfríður Magn- úsdóttir félagsbúi með dóttur sinni Rebekku og manni hennar, Kristjáni Ebeneserssyni. Þess má geta að æð- arvarpið og önnur hlunnindi eru í óskiptri sameign bæjanna Staðar og Árbæjar, en í Árbæ búa þau Ása Stefánsdóttir og Þórður Jónsson. „Þetta er lífið og ástæðulaust að kvarta,“ segir Eiríkur í spjalli, en í Reykhólasveit eru yfir 80% jarða með hlunnindi af æðarvarpi og/eða silungi. „Þetta er gott vor. Almennt bera hlunnindabændur sig vel og hretið í maí hafði ekki áhrif hér um slóðir. Einstaka staðbundin svæði hafa þó orðið fyrir ágangi af flugvargi, eink- um hrafni og erni. Af erninum eru það einkum ungir geldfuglar sem flækjast um og valda oft miklum usla, en síður ráðsettir ernir sem komnir eru í varp.“ Eiríkur segir að þeir hafi að mestu verið lausir við minkinn síðustu 6-7 ár vegna þess að honum sé haldið í skefjum. Hans verður þó vart við og við, einkum í hinum gamla Múla- hreppi. Þess má geta að Eiríkur nytj- ar æðarvarpið á Svínanesi í Múla- hreppi. Refurinn hefur oft verið erfiðari í varpinu heldur en í vor, en í vetur voru nokkur dýr felld í grennd við Stað. Stöðugt eftirlit þurfi að hafa með þessum vágestum, enda hefur ref fjölgað að undanförnu. Yfir talsvert svæði er að fara á landi, eyjum og skerjum. Auk hefð- bundins búskapar og dúntekjunnar er dúnhreinsistöð á Stað. Þá selur Ei- ríkur og hans fólk sjálft dúninn og fer fyrsta sendingin til erlendra kaup- enda síðsumars. Eftirlíkingar af arnareggjum Ekki nægja þessi verkefni Eiríki því á veturna smíðar hann og rennir ýmsa gripi. Hann nefnir penna og skálar og nú síðast renndi hann eft- irlíkingar af arnareggjum fyrir arn- arsetrið í Króksfjarðarnesi, sem verið er að opna, en þar er jafnframt hand- verksmarkaður. Þá er hann þátttak- andi í verkefninu „Beint frá býli“ og verkar og selur meðal annars hangi- kjöt og reyktan rauðmaga. Erlendir kaupendur hafa oft verið gestir á Stað, en í sumar er ekki von á slíkum heimsóknum. Eiríkur var hins vegar nýverið beðinn að taka á móti japönsku kvikmyndagerðarfólki, en fyrirhugað er að gera kynningarmynd um æðarvarp á Íslandi. Vegna anna varð hann að hafna þessu erindi. Fyrir nokkrum árum dvaldi hins vegar hóp- ur franskra kvikmyndagerðarmanna um tíma á Stað til að gera mynd fyrir þýsk-franska sjónvarpsstöð. Eiríkur á Stað Sláttur hófst á Reykjanesi um helgina. „Þetta er lífið“ 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vel horfir með æðardúnstekju á þessu sumri og meðan margir bændur kvarta yfir þurrki hentar hann æðarbændum vel. Eftir- spurn eftir dúni hefur verið mikil síðustu misseri og virðist ekkert lát á henni. Verð hefur farið hækkandi frá árinu 2010 og hækkar enn. Ef áfram heldur sem horfir munu verðmæti útflutts æðardúns fara yfir hálfan milljarð króna á árinu. Æðarvarp er allt í kringum landið nema á sendinni suður- ströndinni og telst til hlunninda á um 400 býlum. Hreiðrin eru allt frá nokkrum upp í um fjögur þús- und og er dúntekja á ári um þrjú tonn af hreinsuðum æðardúni. Mestallur æðardúnn er fluttur út sem hráefni á erlenda markaði. Aðalmarkaður er Japan, Þýska- land og Austurríki. Ef æðardúnn er fluttur til Evrópu er vörur úr honum fullunnar þar, sem síðan eru að mestu seldar til Japan. Stöðugt er unnið að því að full- vinna úr æðardúni hér á landi og hefur slík vinnsla aukist. Markaðir taka við sér Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og hlunnindaráðgjafi hjá Bændasamtökunum, segir að markaðir virðist sterkir enda mik- il eftirspurn um þessar mundir og eldri birgðir uppurnar hjá flestum söluaðilum. „Kílóið af æðar- dúninum er komið um og yfir eitt þúsund evrur og í einhverjum tilfella upp í 1.800 evrur,“ segir Guðbjörg, en í krónum eru þessar upphæðir 160-300 þúsund. „Það var erfitt hjá mörgum árið 2009, en nú hefur markaðurinn tekið mikinn kipp og það lætur nærri að bændur fái allt að helm- ingi hærri greiðslur heldur en 2009. Þá voru flutt út um 1.650 kíló, en útflutningurinn var 3.662 kg árið 2010 og 3.050 kg í fyrra.“ Guðbjörg segir að langmest af æðardúninum fari í hágæðasæng- ur og sé verð á þeim gjarnan 2-5 milljónir króna í verslunum í Jap- an. Hún segist hafa heyrt um margfalt hærra verð, en ekki fengið þær tölur staðfestar. Ótt- ast var að skjálftar og flóð í Jap- an fyrir rúmu ári hefðu áhrif á eftirspurn, en að undanskildum afturkipp fyrstu vikur á eftir var markaðurinn fljótur að jafna sig. Hópar kaupenda hingað til lands Erlendir kaupendur fylgjast vel með framleiðslu hér á landi og Japanar gera mjög miklar kröfur og framkvæma gæðapróf á dún- inum. Auk þess hefur allur út- fluttur æðardúnn verið metinn af dúnmatsmönnum hér á landi og fylgir vottorð hverri sölueiningu þess efnis. Þá koma hópar kaupenda hingað til lands á hverju vori til að fylgjast með varpi, dúntekju og hreinsun. Bændur hreinsa dúninn margir sjálfir og í um tíu stærri stöðvum fer hreinsun einnig fram. Á einstaka stað er farið að þvo dúninn fyrir útflutning, ýmist með handþvotti eða vélþvotti. Erfitt að sanna orðróm Árið 2009 kom upp kvittur um að hvítur dúnn af alifuglum hefði verið notaður í dúnsængur, sem ranglega voru sagðar frá Íslandi. Kannað var með réttmæti þessa og eins hvort ástæða væri til málaferla, en horfið var frá því þar sem erfitt var talið að sanna þennan orðróm og kostnaðarsamt að reka slíkt mál í Japan, að sögn Guðbjargar. „Hretið um miðjan maí í vor kemur vonandi ekki að sök að þessu sinni, en það kemur betur í ljós þegar farið verður að hreinsa dúninn,“ segir Guðbjörg. „Al- mennt er gott hljóð í bændum og þægilegt hefur verið að eiga við varpið í þurrki og hægviðri, sem víða hefur verið undanfarnar vik- ur. Hretið í fyrra var miklu erf- iðara og það var langvinnt á norðanverðum Vestfjörðum og Norðausturlandi þar sem æð- arfugl hrökklaðist af hreiðrum. Í fyrra var erfitt að komast í varp- ið og mikið af dúni varð veðri og vindum að bráð.“ 40 teistur á þremur tímum Hún segir ref og mink vera mikið vandamál í æðarvarpi og því miður sé engin stýring á stærð refastofnsins. Þá hafi hegð- un hans breyst á síðustu árum, hann hagi sér á margan hátt eins og hundar, sé spakari en áður, stökkvi yfir girðingar og láti grunnsævi ekki hindra sig í ætis- leit. „Tófan er mjög stórt og al- varlegt vandamál, ekki bara gagnvart æðarvarpi, heldur líka mófuglum og sauðfé,“ segir Guð- björg. Minkurinn sé sömuleiðis mikið vandamál og lítið sé gert til að fækka honum. Í fyrra hafi mink- ur komist út í Vigur í fyrsta sinn og á aðeins þremur klukkustund- um hafi hann drepið um 40 teist- ur. Æðarræktarfélag Íslands hefur ítrekað fjallað um þessa skað- valda og í ályktunum frá síðasta ársfundi er hvatt til þess að fyrirkomulag refaveiða verði endurskoðað og fjárveitingar til veiðanna tryggðar til frambúðar. Einnig að öll lífdýr í loð- dýrabúum verði örmerkt. Þá var ítrekuð áskorun félagsins til um- hverfisráðherra að halda áfram því verkefni að útrýma mink á Íslandi. „Það eru miklir hags- munir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu,“ segir í skýringu með ályktuninni. Ljósmynd/Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir Tilhugalíf Kollur og blikar við flugvöllinn á Ísafirði síðastliðið vor. Varp virðist víðast hafa tekist vel og hretið í maí ekki hafa haft mikil áhrif. Æðardúnn tekur flugið á ný  Mikil verðhækkun og útlit fyrir að verðmæti útflutts æðardúns fari yfir hálfan milljarð á árinu  Þægilegt að eiga við varpið í þurrki og hægviðri  Áhyggjur af ref og mink í æðarvarpinu Magn (kg) Fob verð í m. kr. (vinstri kvarði) Meðalverð í þús. kr. (hægri kvarði) Æðardúnssala 400 350 300 250 200 150 100 50 0 160 140 120 100 80 60 40 20 0 M eð al ve rð (þ ús .k r) 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012* *Fyrstu 4 mánuðir ársins 2012 2. 21 9 kg 2. 16 0 kg 3. 22 5 kg 1. 82 0 kg 1. 38 4 kg 2. 60 0 kg 1. 60 2 kg 3. 66 2 kg 3. 0 50 kg 86 1k g 139,2 m. kr. 132,4 m. kr. 374,8 m. kr. 62,7 þ. kr. 153,8 þ. kr. 122,9 þ. kr. Fo b ve rð (m .k r.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.