Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
Cognicore®
brokkolítöflurnar
Fæst í helstu apótekum
og heilsubúðum
www.brokkoli.is
Eitt áhrifaríkasta
bætiefni veraldar!
Byggir á sérvirka kjarnaefninu sulforaphane úr
lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu
túrmeric og selenium.
Virkjar hið mikilvæga varnarkerfi líkamans sem
verndar frumur okkar fyrir skaðlegum áhrifum
og stuðlar að endurnýjun þeirra.
Cognicore® getur þannig hægt á öldrun og
haft stórkostleg áhrif á heilsuna og útlitið.
Brokkolí áhrifin
Betri heilsa - Betra útlit
Verslunin Belladonna á facebook
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Full búð af
flottum sumar-
vörum fyrir
flottar konur
Stærðir 40-58Esjuhlaupið, Mt. Esja Ultra hlaupið,var haldið í fyrsta sinn á laugardag
og tókst einkar vel. Alls mættu 87
hlauparar til leiks og 85 luku
hlaupi. Sigurvegari kvenna í tveim
ferðum var Eva Skarpaas 1:49:35. Í
karlaflokki fór Björn Margeirsson
með sigur af hólmi á tímanum
1:27:50. Í flokki fimm ferða sigraði
Birna Varðardóttir á tímanum
5:39:41 í kvennaflokki en Friðleifur
Friðleifsson á tímanum 4:07:23 í
flokki karla. Þorlákur Jónsson sigr-
aði í flokki 10 ferða á 11 klst., 27
mínútur og 53 sekúndum.
Um 11½ tíma
með 10 Esjuferðir
Byrja Hlauparar ræstir í fimm ferðir.
Fólk gekk í hundraðatali á laugardag frá Hallgríms-
kirkju og niður á Lækjartorg í svonefndri Druslu-
göngu. Þetta var í annað skiptið sem Drusluganga var
gengin hér á landi. Tilgangur hennar er að vekja at-
hygli á því að gerendur beri ábyrgð á kynferðisglæpum
en ekki fórnarlömbin. Einnig að hvetja fólk til að líta
ekki á klæðnað eða hegðun þolenda sem afsökun fyrir
glæpum. Nafnið á göngunni er sótt í þá afsökun nauðg-
ara að fórnarlambið hafi viljað láta nauðga sér. Göng-
unni lauk með tónleikum og ræðuhöldum.
Morgunblaðið/Júlíus
Gengu og hrópuðu gegn nauðgunum