Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Í grein í Morg- unblaðinu 22. júní sl. rifjar Vilhjálmur Bjarnason lektor upp misnotkun Ólafs Ragnars á neit- unarvaldinu. Ólafur Ragnar talar alltaf ranglega um mál- skotsrétt sinn, en sam- kvæmt stjórnarskrá okkar er neit- unarvaldið hans. Mál- skotsrétturinn er réttur og skylda ríkisstjórnar. Vilhjálmur rifjar upp, þegar Ólafur Ragnar beitti neit- unarvaldinu fyrstur forseta. Hann neitaði þá að staðfesta fjölmiðlalög, sem Alþingi hafði samþykkt og mjög hafði verið kallað eftir. Þetta er tímabær upprifjun. Í um- fjöllun síðustu vikur um forseta- kosningar og frambjóðendur hefur ótrúlega lítið verið fjallað um þetta. Þá hefur Ólafi Ragnari verið hlíft við upprifjun á því að hann beitti þessu umdeilda valdi til að þjóna vinum sínum í útrásinni, Baugsveldinu, og ekki síst Samfylkingunni, sem þá var gengin á mála hjá Baugsveldinu. Sá flokkur hafði með réttu kallað eftir lögum til að koma böndum á samþjöppun fjölmiðlavaldsins í höndum Baugsveldisins, en sneri nú við blaðinu til að njóta vináttu og fjármagns Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Allt er þetta rakið mjög vel í bók Björns Bjarnasonar, Rosa- baugur yfir Íslandi, og ætti að vera skyldulesn- ing allra sem vilja vita, hvað gekk á þá. Síðan var auðveldur eft- irleikur Ólafs Ragnars við misnotkun á neit- unarvaldinu í Icesave- deilunni og þjónaði vel tækifærissinnuðu hug- arfari hans. Nú er illt í efni við val á forseta. Sagt er að sjálfstæðismenn styðji manninn sem misnotaði neitunarvaldið í fjölmiðlamálinu til að þjóna Baugsveldinu og ætli þeir með því að klekkja á ríkisstjórninni. Ekki get ég það. Sagt er að Samfylk- ingin og Vinstri grænir styðji Þóru Arnórsdóttur til að klekkja á Ólafi Ragnari. Ekki get ég stutt fram- bjóðanda verstu ríkisstjórnar lýð- veldisins. Hvað er nú til ráða? Neitunarvald forseta Eftir Axel Kristjánsson Axel Kristjánsson » Þá hefur Ólafi Ragn- ari verið hlíft við upprifjun á því að hann beitti þessu umdeilda valdi til að þjóna vinum sínum í útrásinni, Baugsveldinu, og ekki síst Samfylkingunni … Höfundur er lögmaður. Landsmenn ganga til kosninga 30. júní næstkomandi. 16 ára seta sitjandi forseta er orðin nokkuð þung- bær. Þetta er orðið gott. Í framboði eru auk Ólafs Ragnars Grímssonar fimm aðr- ir frambjóðendur. Þóra Arnórsdóttir býður sig fram. Hún er velmenntuð kona í stjórnmálafræðum og heimspeki frá ýmsum háskólum m.a. frá John Hopkins-hákólanum í Washington D.C. Hún á barnmarga fjölskyldu og deilir þannig kjörum með fjöl- skyldufólki í landinu, sem verður að koma kröfuhörðu starfi og upp- eldi barna undir einn og sama hatt- inn. Þóra hefur mikla tilfinn- ingagreind; henni þykir vænt um fólk. Það þarf mikið hugrekki til þess að fara gegn sitjandi forseta. Hún sýndi það, þegar hún tók þennan forsetaslag, langt gengin með barni. Til þessa þarf hugrekki, sem vakið hefur heimsathygli. En íslenskar konur hafa í gegnum tíðina oft þurft að taka á honum stóra sínum – og Þóra er þar engin undantekning. Um aðra frambjóð- endur er eftirfarandi að segja: Andrea og Hannes eru fólk í blóma síns aldurs, sem ná að vísu ekki flugi í þetta sinn, en munu í framtíðinni vafa- laust láta að sér kveða til end- urreisnar í íslensku þjóðlífi. Öðru máli gegnir um þau Her- dísi og Ara Trausta. Þau eru bæði um og yfir sextugt; sum sé rétt að komast á eftirlaunaaldur. Mín skoðun er sú að frá þeim sé engrar endurnýjunar að vænta til þess að móta þá framtíð, sem nú þarf að móta eftir alvarlegt hrun fjárhags og siðferðilegra gilda. Það kemur fyrir að eftirlaunaþegar er kallað til ábyrgðarstarfa, sbr. Joachim Gauck, núverandi forseti Þýska- lands. Gauck býr yfir óvenjulegri lífsreynslu sem sóknarprestur og andófsmaður í Austur-Þýskalandi, og hann hefur fram að færa mikið siðferðilegt „átoritet“. Svo er ekki um þau Herdísi og Ara Trausta. Forsetaembættið væri einungis silkihúfa á farsælan starfsferil þeirra ásamt digrum eftirlaunum fyrir setuna á Bessastöðum. Ég hef undanfarið verið að sinna vorverkum við sumarbústað minn að Laugarvatni, hreinsa, setja nið- ur sumarblóm og klippa niður lúp- ínu, sem móðurbróðir minn – blessuð sé minning hans – gróð- ursetti þar fyrir margt löngu og taldi allra landsins meina bót. En svo einfalt er málið ekki. Í fyrstu gerði lúpínan gagn, en með tím- anum mikinn usla. Hún veður yfir allt, yfir mosa og berjalyng og þrengir að blessuðum mófuglinum. Þegar ég horfði ráðalaus yfir lúp- ínubreiðuna hugsaði ég: Það er með Ólaf Ragnar Grímsson eins og lúpínuna; þegar hún er einu sinni komin, er torsótt að losna við hana. Þráseta Ólafs á Bessastöðum er þjóðinni ekki til góðs. Hún kæfir niður alla umræðu um valmöguleik og nýstárlegar og frumlegar leiðir og markmið að góðu og heiðarlegu mannlífi á Íslandi og í heiminum. Á þeim bæ snýst umræðan mikið um vald. Góðir landsmenn! Kjósum Þóru Arnórsdóttur þann 30. júní næst- komandi. Veitum þessari vel gerðu og rösku konu brautargengi. Kjósum Þóru Eftir Vilborgu Auði Ísleifsd. Bickel »En íslenskar konur hafa í gegnum tíðina oft þurft að taka á hon- um stóra sínum – og Þóra er þar engin und- antekning. Vilborg Auður Ísleifsd. Bickel Höfundur er sagnfræðingur, sem rek- ur skólamiðstöðvar fyrir stríðs- hrjáðar konur í Bosníu. Móttaka að sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk- ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.