Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d MIKIÐ ER ÞETTA FALLEGT, AF HVERJU FER ÉG EKKI OFTAR ÚT ÉG ER HIÐ EINA SANNA NÁTTÚRUBARN JÁ, AUÐ- VITAÐ EN ÞAÐ JAFN- VÆGI ÉG HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ LÍNUDANSARI Í MARGRA METRA HÆÐ, ÁN ÖRYGGISNETS ÚPS HRÓLFUR, HVAÐ GERUM VIÐ NÚNA? KANNSKI GETUM VIÐ MÚTAÐ ÞEIM MEÐ NESTINU OKKAR!? KAFFI OG BÆKUR TIL SÖLU MIG LANGAR AÐ LESA SYKURLAUSA ANNE RICE MEÐ BARA SMÁ STEPHEN KING G æ sa m a m m a o g G rí m u r Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu stoltur af sjálfstæði þínu og hikaðu ekki við að fara þína leið, ef þér sýnist hún sú skásta. Komdu þér bara í burtu ef það reynist nauðsynlegt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í miklu vinnustuði núna. Hugur þinn er skarpur og skýr og þú kemur auga á hugmyndir og aðferðir sem hvörfluðu aldrei að þér áður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að sitja á strák þínum, því annars áttu á hættu að eyðileggja gamalt vinasamband. Andrúmsloftið fyrir ný við- skiptasambönd er ekki gott núna og á næstu vikum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Deilur við maka þinn krefjast mála- miðlunar af þinni hálfu. Vertu uppörvandi í samskiptum við aðra. Reyndu að komast til botns í því hvað er að angra þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Sættu þig við það sem er og njóttu þess sem lífið hefur að bjóða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fullkomnunarárátta er streituvaldur. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur verð- ur ánægjulegt og gefandi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú þarftu að líta til baka, það skiptir miklu máli. Ef þú ert óviss um ákvarðanirnar sem þú ert að taka, spurðu þá stílistann þinn ráða. Reyndu ekki að berja höfðinu við stein- inn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ástandið í vinnunni er ein- staklega ruglingslegt núna. Hlustaðu á ábendingar um það hvernig þú getur hagrætt í vinnunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ferðaáætlanir eða vonir tengdar útgáfu verða hugsanlega fyrir einhverjum töf- um núna. Farðu þér hægar og þá gengur dæmið upp. Mundu að slá hvergi slöku við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til þess að taka höndum saman með góðgerð- arsamtökum. Taktu því með ró sem skoðunin leiðir í ljós. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberinn er eirðarlaus og upp- reisnargjarn í dag. Líttu á broslegu hliðarnar og brettu upp ermarnar til athafna og ekki væri heldur vitlaust að bjóða heim gestum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að hrista af þér ýmsar venjur sem falla ekki að því lífi sem þig langar til þess að lifa. Karlinn á Laugaveginum stóðfyrir ofan Vatnsstíginn og horfði niður á gangstéttarhelluna, þar sem stendur að Halldór Lax- ness hafi fæðst þar endur fyrir löngu: „Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst í timb- urhúsinu uppí lóðinni á Laugavegi 32 þar sem stelpan misti mig útum gluggann, heldur muni það hafa gerst í steinbænum fast við götuna þar sem kötturinn stökk uppí vögg- una til þess að læsa klónum í andlit- ið á barninu meðan það svaf; og var heingdur fyrir vikið.“ Hann var ágætis karl þessi Kiljan, kommi og erfitt að skilja’ann en samt fundust þeir – ég segi ekki meir sem sögðust til forseta vilja’ann. „Ónefnt skáld hér í borginni kann að koma orðum að hlutunum eins og þú sást í Sunnudagsmogg- anum fyrir viku svo að það er ekki við mig að sakast þó þetta hljómi kunnuglega:“ Hvað á Bessastöðum sé brýnast? Til að byrja með: vertu ekki að grínast. Það er auðvitað tákn eða upphafið bákn embætti til þess að sýnast. Karlinn fylgist vel með skoð- anakönnunum og tekur mark á þeim: Samfylkingin sínu fylgi tapar. samkvæmt Gallup-könnun hrapar, hrapar sem ósegjanlega gleður garminn mig. Dagur orð sín varfærnislega velur víkur sér undan, – samt hann þetta telur persónulegan sigur fyrir sig. Að þessu mæltu sagði karlinn við mig eins og í trúnaði að Káinn hefði ort hringhenda hlunkhendu sem væri eins og töluð út úr Ráðhúsinu þó að hárgreiðslan væri ekki sú sama: Það sem ég meina, sérðu, sko! – vera ekki að neinu rugli; bara reyna að drepa tvo steina með einum fugli. Þetta er tómt bull en Káinn átti til að vera skemmtilegur með því að villa mönnum sýn. Ég fann hérna inni í horni gamla vísu eftir Bjarna úrsmið: Endalaust ég alltaf finn annarra sálir grunnar. Ég er sjálfur, manni minn, miðja tilverunnar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Embætti til þess að sýnast Ferðalög innanlands eru mjög aðskapi Víkverja. Til hvers að fara til Spánar og liggja í sandkassa ef maður getur farið í Landmannalaug- ar eða Ásbyrgi? x x x Það veit Víkverji, eins og aðrir semhafa ferðast um hálendi Íslands, að þar leynast ótal náttúruperlur og skemmtilegar leiðir að ferðast um. Fyrir óvana getur hálendið þó reynst varasamt. Í versta falli hættulegt. x x x Nú um helgina héldu sjálfboðaliðarbjörgunarsveitanna til fjalla að sinna hálendisvakt, sjöunda árið í röð. Væntanlega bíða þeirra fjöldamörg verkefni, en ekki er sjaldgæft að um eitt þúsund aðstoðarbeiðnir berist þær vikur sem hálendisvaktin er í gangi. x x x Það er að sjálfsögðu mikið gleðiefniað björgunarsveitarfólk fórni hluta af sumarfríi sínu til að vera mis- reyndum ferðamönnum innan hand- ar. Það er líka mikið gleðiefni hversu margar björgunarsveitir eru fjár- hagslega í stakk búnar til að halda úti slíkri vakt. Hálendisvaktin er að hluta til rekin fyrir fé frá styrktarað- ilum, en afgangurinn kemur úr flug- eldasölu, neyðarkallasölu og annarri fjáröflun björgunarsveitanna. Og það er vel. x x x Verkefni hálendisvaktarinnar eruallt frá því að segja fólki til vegar, ráðleggja fólki með val á leiðum í samræmi við fararskjóta, draga fasta bíla upp úr ám og yfir í það að bregð- ast við alvarlegum slysum. Reynslan af þessu verkefni er óhemju góð og vonandi verður mögu- legt að halda því gangandi um ókom- in ár. x x x Þegar Víkverji fer á fjöll finnst hon-um gott að vita af björg- unarsveitum í viðbragðsstöðu. Í sum- ar gera þær gott betur og eru á fjöllum. Víkverja ætti því að vera óhætt að halda þangað, og hann hvet- ur aðra til að gera það sama. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) FYRIR ALVÖRU KARLMENN Fæst á hársnyrtistofum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.