Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 samskipti@tonaflod.is | www.tonaflod.is Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu Vantar þig heimasíðu? ...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu? Sími 553 0401 Engin útborgun, 0% vextir Bjóðum vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði fyrir VISA og Mastercard korthafa Viljálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Síðastliðinn föstudag skutu Sýrlendingar niður tyrkneska orrustuþotu af gerðinni F-4 á al- þjóðlegu svæði. Tyrkir hafa í kjölfarið kallað eftir fundi Atlantshafsbandalagsins, NATO, í samræmi við 4. gr. sáttmála bandalagsins sem kveður á um að aðilar að bandalaginu muni hafa samráð sín á milli hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landsvæðis aðila banda- lagsins, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað. Atlantshafsbandalagið mun funda um málið á morgun William Hague, utanríkisráðherra Breta, sagði að stjórnvöld í London væru tilbúin til þess að beita sér af fullum krafti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna atviksins.Utanrík- isráðherra Evrópusambandsríkjanna munu einnig funda um atvikið í Lúxemborg í dag. Sjálfir segja Sýrlendingar að þotan hafi farið inn fyrir lofthelgi Sýrlands þegar skotið var á hana og ekki beri að túlka atvikið sem árás á Tyrkland heldur hafi verið um varúðarvið- brögð að ræða þegar orrustuþotan braut loft- helgi Sýrlands. Tyrknesk stjórnvöld hafa við- urkennt að þotan hafi um tíma farið inn fyrir lofthelgi Sýrlands en hún hafi verið komin á al- þjóðlegt svæði þegar hún var skotin niður. Þá gagnrýna Tyrkir að engin viðvörun hafi verið gefin áður en skotið var á orrustuþotuna sem þeir segja að hafi verið vopnlaus. Tyrkir boða neyðarfund hjá NATO  Sýrlendingar skutu niður F-4 orrustuþotu frá Tyrklandi á alþjóðlegu flugumferðarsvæði Leita enn flugmannanna » Árið 2003 var síðast boð- að til fundar vegna 4. gr. sátt- mála NATO. Þá boðuðu Tyrkir einnig fundinn vegna innrás- arinnar í Írak. » Björgunarsveitir leita enn að tveimur flugmönnum vél- arinnar en flak hennar er talið vera á 1.300 metra dýpi rétt fyrir utan Sýrland. Afganskur búðareigandi í Helmand-héraði bíður rólegur eftir viðskiptavinum sínum en héraðið hefur verið helsti vígvöllur í átökum milli her- manna Bandaríkjanna og NATO gegn talíbön- um. Stefnt er að því að 130 þúsund hermenn NATO-ríkjanna yfirgefi Afganistan í lok árs 2014. Óttast er að brotthvarf erlendra hersveita úr landinu ýti undir áhrif talíbana í þeim hér- uðum þar sem mest átök hafa verið. AFP Óttast bakslag við brotthvarf hermanna Langþráður friður í Afganistan vonandi í sjónmáli Væntingar þýska viðskiptalífsins hafa ekki verið lægri í tvö ár en reglulega er gerð könnun hjá 7 þúsund stjórn- endum þýskra fyrirtækja. Stella Wei Wang, einn þeirra sem sjá um könnunina, segir niðurstöðuna vera í samræmi við ástandið á evrusvæðinu. „Ef það verða ekki verulegar breyt- ingar á evrusvæðinu eigum við eft- ir að sjá væntingar viðskiptalífsins falla enn frekar.“ Stjórnmálamenn um alla Evrópu leita nú leiða til að leysa skuldavanda evrusvæðisins en aðgerðir hafa hingað til dugað skammt. Lánakostnaður Spánar og Ítalíu hefur til að mynda ekki lækkað þrátt fyrir neyðarlán til Spánar. Dregur úr væntingum í Þýskalandi  Skuldavandi evru- svæðisins ástæðan Þýskaland Líður fyrir evruvandann. Mohamed Morsi, forsetaframbjóð- andi Bræðralags múslima, hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum í Egyptalandi sem fram fóru fyrir meira en viku. Kjörstjórn í landinu tilkynnti um það í gær en niðurstöðu hennar hefur verið beðið í ofvæni. Moris, sem er með doktorsgráðu í verkfræði frá Bandaríkjunum, er fyrsti þjóðhöfðingi sem kosinn er lýðræðislega í Egyptalandi en hann fékk 51,7 prósent atkvæða. Ahmed Shafiq, sem var forsætisráðherra í ríkisstjórn Mubaraks og fyrrverandi hershöfðingi, hlaut 48,3 prósent at- kvæða. Sigur Moris er stórt skref í lýðræðisátt þrátt fyrir að völd for- seta landsins hafi verið takmörkuð verulega. Mohamed Morsi hefur heitið því að gera Egyptaland að nú- tíma íslömsku ríki og tryggja lýðræði í landinu. Tugir þúsunda einstaklinga höfðu safnast saman í miðborg Kaíró, höf- uðborgar Egyptalands, og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar tilkynnt var um niðurstöðu kosningarinnar. vilhjalmur@mbl.is Forsetakosningar Mohamed Morsi er fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn. Mohamed Morsi vann í Egyptalandi  Fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.