Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sat föst í ánni með tvö börn 2. „Ég furða mig á þessari yfirlýsingu“ 3.Fékk bætur vegna látins sessunautar 4. Völdu kynlíf fram yfir sjónvarp »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Píanóleikarinn Þóranna Dögg Björnsdóttir, sem gengur undir nafn- inu Trouble þegar hún kemur fram á tónleikum, flytur hljóðverk í Ný- listasafninu annað kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Trouble flytur hljóð- verk í Nýlistasafninu  Hjónin Sigur- geir Agnarsson sellóleikari og Berglind Stefáns- dóttir flautuleik- ari koma fram á þriðju tónleik- unum í tónleika- röðinni „Þriðju- dagskvöld í Þingvallakirkju“ sem hefjast annað kvöld kl. 20.00. Bílum skal lagt við Nikulásargjá (peningagjá) og er aðgangur ókeypis. Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju  Samsýningin Allt + var formlega opnuð á Akureyri um helgina og stendur hún til 3. september. Hughönnuðurinn Karl Örvarsson útfærði táknmynd sýning- arinnar en verk 71 myndlistar- manns um Akureyri eru á víð og dreif um bæinn í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Samsýningin Allt + á Akureyri til hausts Á þriðjudag og miðvikudag Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola. Þokubakkar úti með norður- og austurströndinni. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 20 stig. VEÐUR 28 mörk voru skoruð í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Það stefnir í æsi- spennandi toppbaráttu en Stjarnan komst upp að hlið Þórs/KA í toppsætið með því að vinna Aftureld- ingu. ÍBV er stigi á eftir Stjörnunni og Þór/KA eftir frábæran útisigur gegn norðanliðinu og skammt á eftir koma Valur og Breiða- blik. »8 Spennandi toppbarátta Signý Arnórsdóttir, GK, og Har- aldur Franklín Magnús, GR, eru Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi árið 2012 en mótinu lauk á Leirdalsvelli í gær. Haraldur Franklín lagði Hlyn Geir Hjartar- son, GOS, í úrslitum, 2/0, en Signý lagði stöllu sína úr GK, Önnu Sólveigu Snorradóttur í úrslitunum, 2/1. »4-5 ,Signý og Haraldur Íslandsmeistarar ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þóra Ása Guðjohnsen er ekki ein- höm kona. Þegar hún er ekki að sinna ættfræðirannsóknum þá má búast við að hún sé að búa til glerlí- kön af húsum eða stunda aðrar hannyrðir. Hún er orðin 82 ára göm- ul en mun yngra fólk gæti verið ánægt byggi það yfir þeirri lífsgleði og starfsorku sem stafar af Þóru. Þóra sýnir í Grafarvogskirkju 11 glerlíkön af húsum, einkum kirkjum, sem hún hefur búið til á undanförnum fjórum árum. Hún byrjaði á húsagerðinni veturinn 2007-2008 þegar hún sótti námskeið fyrir eldri borgara á Korpúlfs- stöðum. Kirkjubækur í afmælisgjöf „En ég hef lítið verið í þessu í vet- ur því ég hef verið í ættfræðinni,“ er Þóra fljót að bæta við þegar hún hef- ur lokið við að lýsa glerskurðinum. Þóra hefur um árabil stundað ætt- fræðirannsóknir. „Það var nú svo- leiðis að bróðir minn, Einar Þórður Guðjohnsen, var búinn að fá mann til að gera ættartöluna en hann dó. Hann fékk annan en hann dó líka,“ segir hún. Þá hafi bróðir hennar stungið upp á því að hún tæki þetta að sér og hún tók hann á orðinu. Nú stendur til að gefa aftur út bók um Guðjohnsen-ættina og því hefur glerið þurft að víkja í vetur. „Ég er komin með textann að miklu leyti og mikið af myndum frá Bandaríkj- unum og Kanada. Allt í gegnum Facebook. Hún hjálpar manni aldeilis að finna fólkið og komast í samband við það,“ segir hún. Áður hafi hún þurft að „hringja og hringja“ til að fá þær upplýsingar sem nú berast í gegnum Facebo- ok og með tölvupósti. Þá hafi hún og maður hennar heitinn, Sigurþór Margeirsson, í um 10 ár safnað öllum minningargreinum og afmæl- isgreinum úr blöðum. Greinunum raðaði Sigurþór síðan í stafrófsröð og batt þær inn. En þótt tölvan hjálpi til er þó lang- ur vegur frá því að hún hafi leyst bækurnar af hólmi. Á heimili Þóru er gríðarlegt safn af ættartölubókum, meira en hún hefur tölu á. „Þetta eru heilu veggirnir. Ég þarf ekkert á safn orðið. Ég er með öll manntöl og allt, kirkjubækur meira að segja. Þegar ég átti afmæli spurði maðurinn minn hvað ég vildi í afmælisgjöf, honum fannst hann aldrei nógu hug- myndaríkur, þannig að ég sagði bara kirkjubók. Og þá var bara keypt ljós- rit og hann batt það inn,“ segir Þóra. Ættfræði í gegnum Facebook  Býr til glerhús og sinnir ættfræði- rannsóknum Morgunblaðið/Styrmir Kári Sýning Þóra fer eftir ljósmyndum við líkanagerðina, ýmist myndum sem aðrir hafa tekið eða hún sjálf. Hún kaupir síðan gler í viðeigandi lit, sker það í plötur og lóðar þær svo saman, bæði að utanverðu og innanverðu. Meðal húsanna sem Þóra sýnir í Grafarvogskirkju er Guðjohnsens- hús á Húsavík, þar sem pabbi hennar, Sveinbjörn Guðjohnsen spari- sjóðsstjóri á Húsavík, fæddist. Einnig er þar Alþingishúsið, Húsavíkurkirkja og Grafarvogskirkja sem var erfiðust. „Þetta er svo þröngt hérna á milli,“ segir hún og sýn- ir blaðamanni gluggana á langhliðum kirkjunnar, þar sem það reyndist þrautin þyngri að koma lóðbolt- anum að. Kosturinn við kirkjuna er að hún er flöt að ofan og því auðvelt að snúa henni við þegar þurfti að lóða innveggina. Það tekur Þóru um tvo til þrjá mánuði að búa til eitt líkan. „En það fer eftir því hvað ég sit mikið við,“ segir hún. Gott að kirkjan er flöt að ofan TEKUR TVO TIL ÞRJÁ MÁNUÐI AÐ GERA EITT LÍKAN Grafarvogskirkja. „Ég er virkilega ánægð og frábært að hafa náð að bæta Íslandsmetið. Ég hef stefnt að þessu,“ sagði hin 16 ára gamla Aníta Hinriksdóttir, hlaupari úr ÍR, við Morg- unblaðið í gær eftir að hafa bætt Ís- landsmetið í 800 metra hlaupi sem var orð- ið 29 ára gamalt. »1 Aníta bætti 29 ára gamalt Íslandsmet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.