Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SVEINSSON véltæknifræðingur, Hagaseli 32, Reykjavík, lést mánudaginn 18. júní á Landspítala við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 27. júní kl. 13.00. Ingibjörg Jónsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Ársæll Már Arnarsson, Freydís Sif Ólafsdóttir, Árni Már Rúnarsson, Þórdís Jóna Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ Guðbjörg Dag-mar Sig- mundsdóttir fædd- ist í Hveragerði 17. júlí 1945. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- mundur Bergur Magnússon bóndi og ullarmatsmaður, f. 5. feb. 1923, og Margrét Guðmunds- dóttir, f. 27. des. 1915, d. 22. feb. 2008. Systkini Guðbjargar eru Kristjana María fé- lagsráðgjafi, f. 27. nóv. 1948, Sigurveig snyrtifræðingur, f. 10. maí 1952, og Guðmundur Ingi rafvirki, f. 10. maí 1952. Guðbjörg giftist 1. júlí 1966 Heimi Pálssyni dósent, f. 28. apríl 1944, foreldrar hans voru Páll H. Jónsson, f. 5. apríl 1908, d. 10. júlí 1990, og Rann- veig Kristjánsdóttir, f. 1. ágúst 1908, d. 31. mars 1966. Heimir Guðbjörg ólst upp í Hvera- gerði og Reykjakoti í Ölfusi. Hún lauk námi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Íslands í októ- ber 1966 og námi í heilsu- gæsluhjúkrun frá Nýja hjúkr- unarskólanum 1988. Þau Heimir bjuggu víða með börn sín. Þau fluttu til Noregs 1969 en þar starfaði hún við Ulle- vålsykhus í Ósló. Ári síðar fluttu þau aftur til Reykjavík- ur og Guðbjörg starfaði á Víf- ilsstöðum. Þegar börnin voru orðin þrjú fluttu þau sig til Uppsala í Svíþjóð en þar vann Guðbjörg á Kungsgården. Þau komu til baka til Íslands árið 1977. Eftir að heim var komið starfaði hún á Grensásdeild. Eftir námið í heilsugæslu- hjúkrun vann Guðbjörg á heilsugæslustöðvum og við skólahjúkrun í Kópavogi, Hlíðahverfi og í Miðbæ. Tvö ár bjó fjölskyldan á Selfossi, 1981-1983, þá starfaði hún á Heilsugæslustöð Selfoss og Sjúkrahúsi Suðurlands. Eftir að Guðbjörg fór á eftirlaun starfaði hún um skeið á Hjúkr- unarheimilinu Droplaug- arstöðum. Útför Guðbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 25. júní kl. 11. og Guðbjörg skildu í apríl 2002. Börn þeirra eru: 1) Bergur tölv- unarfræðingur, f. 30. jan. 1967, maki Adeline Tracz verkfræðingur, f. 18. apríl 1972, börn þeirra eru a) Axel, f. 20. apríl 2002, b) Anais Lilja, f. 26. ágúst 2004. 2) Hildur kennari, f. 19. feb. 1971, maki Guðrún Jar- þrúður Baldvinsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 25. nóv. 1960. 3) Snorri fagottleikari, f. 5. sept. 1972, maki Telma Rós Sigfúsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, f. 11. ágúst 1974, börn þeirra eru a) Gunnhildur Lovísa, f. 10. mars 1999, b) Daníel Birkir, f. 19. mars 2003, c) Sölvi Jarl, f. 25. jan. 2009. Vinur Guðbjargar undanfarin tíu ár er Guð- mundur Bachmann rafmagns- iðnfræðingur, f. 12. júní 1942. Daginn eftir að þú kvaddir vorum við stödd á Þingvöllum. Sól skein í heiði eftir stutta rign- ingarskúr. Öxará skartaði sínu fegursta og græni liturinn sem er svo sérstakur í náttúrunni hafði sjaldan verið fallegri. Við leiddumst öll fjölskyldan eftir stígnum að Almannagjá. Axel fannst gangan tilgangslaus fram- an af. Ég minnist þess að þú sagðir alltaf að hann væri kátur frá fyrstu sporunum sem hann tók og líka að hann væri stríðinn eins og þegar hann tveggja ára faldi skóna þína í frystikistunni þegar þú varst að huga að ný- fæddri systur hans. Ég minnist þess líka að alltaf varstu jafn heilluð þegar þú hlustaðir á hana spila á píanó. Eitt sinn dreymdi mig Anais að spila og að tónarnir fylltu líkama þinn orku sem megnaði að græða öll mein. Stuðningur þinn og ráð við uppeldi barnabarnanna var ómetanlegur. Hvernig þyrfti að venja börnin frá unga aldri á góða háttu og hvað þyrfti að gera til að örva þroska þeirra. Fyrir mér opnaðir þú heim íslenskrar menningar og áhugi þinn á föð- urlandi mínu varð til þess að þú sóttir tíma í frönsku og ferðaðist þangað nokkrum sinnum, meðal annars til Parísar, Suður-Frakk- lands og til sveitarinnar í Bresse þar sem ég er uppalin. Þú varst spennt fyrir mörgu, m.a. franskri matarmenningu og óvenjulegum ostum eins og Ro- quefort og geitarostum. Þú hafð- ir líka mikinn áhuga á kvikmynd- um og bókum þaðan eins og myndunum hans Tati sem við rifjuðum upp á líknardeildinni þar sem húsin sem sjást út um gluggann minna á senur í mynd- inni „Frændi minn“. Lengi höfðu börnin verið spennt fyrir straumöndum og farið margar ferðir að leita þeirra. Að Mývatni, Laxá í Þing- eyjarsýslu og í Elliðaárdalinn en aldrei lét hún sjá sig. Ég man hvað þú varst leið einn af síðustu dögunum þegar við komum úr einni slíkri ferð og hvíslaðir: „Það var leitt að þið sáuð enga straumönd.“ Við komum loks að brúnni yfir Öxará. Þar sem við litum yfir brúarhandriðið sáum við eitthvað og hjartað tók kipp: Litfagrir straumandarsteggir breiddu úr sér á þurrum steinum. Okkur langaði að segja ömmu frá þessu. Adeline Tracz. Þá er þessu lokið. Fjögurra ára baráttu við dauðann sem hafði krabbann að vopni, en hún reglufestu og skipulagningu. Henni tókst oft að snúa á hann. Ég get ekki unnt honum þess að hrósa sigri, ég held að þau hafi samið um jafntefli. Hún valdi sól- ríkan laugardagsmorgun til himnaferðar og sveif inn í blóma- landið laus við þjáningar og veik- indi. Hún systir mín var ákaflega vönduð kona til munns og handa. Allt sem hún gerði var vel gert og vandað. Hönnun og handa- vinna var hennar eftirlæti og með sínum rólegheitum fram- leiddi hún ótrúlega mikið af fal- legum hlutum, prjónuðum, hekl- uðum, útsaumuðum eða á saumavél. Hún var alltaf að, féll aldrei verk úr hendi. Hún fór ekki um með hávaða og látum eða dansaði á borðum í partíum. Henni fannst samt mjög skemmtilegt að sækja mannfagnaði og gat sagt frá þeim í smæstu atriðum (kannski stundum í löngum frásögnum) jafnvel áratugum seinna. Hún mundi hvernig fólk var klætt ef það voru falleg föt, fallegan borð- búnað, útsauminn á dúkum og hvernig maturinn var framreidd- ur. Oft er sagt að innri maður komi í ljós þegar gefur á fleyið í ólgusjó lífsins. Það fengum við svo sannarlega að sjá. Þessi ró- lega og stillta kona sem alltaf hafði verið heimakær þrátt fyrir að vinna alltaf fulla vinnu sem hjúkrunarfræðingur, lifði kyrr- látu lífi. Þegar líf hennar breyttist við skilnaðinn kom í ljós hve styrkur hennar var mikill. Í stað þess að láta neikvæðni, reiði og hatur brjóta sig niður endurskipulagði hún líf sitt. Bjó sér nýtt yndislegt heimili og skapaði sér ný við- fangsefni. Aldrei mælti hún styggðaryrði eða talaði illa um nokkurn mann. Guðmundur kom inn í líf henn- ar og áttu þau saman frábær fjarbúðarár, ferðuðust mikið, fóru í golf og áttu skemmtilegar stundir saman. Aftur kom þessi mikli styrkur í ljós þegar hún greindist með krabbamein. Þetta var verkefni sem varð að sinna og auðvitað gerði hún það á þann hátt að við sem á horfðum urðum orðlaus. Þvílíkur styrkur og seigla. Aldrei kvartað yfir hlutskipti sínu, eng- in uppgjöf, bara haldið áfram. Þegar sjúkdómurinn leyfði ekki prjónaskap heklaði hún potta- leppa, þeir voru svo léttir. Síðan fór hún að lesa. Hún las hverja bókina eftir aðra, krimma jafnt sem ævisögur og áttum við mörg löng símtöl um bækur síðustu mánuði. En hún var ekki ein í barátt- unni. Krakkarnir hennar og Guð- mundur studdu hana og hjálp- uðu. Elsku Bergur, Hildur, Snorri og fjölskyldur. Þið eruð stolt af því að hafa átt frábæra mömmu. Aldraður faðir missir elsta barn- ið sitt. Við systkinin systur okk- ar. Guðmundur missir sína góðu vinkonu og ferðafélaga, einmitt þegar tíminn var kominn til að gera allt þetta skemmtilega. Hjartanlegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá okkur Þorláki og stelpunum. Kristjana. Við kveðjum í dag kæra vin- konu, Guðbjörgu Sigmundsdótt- ur hjúkrunarfræðing. Nær hálf öld er liðin síðan kynni tókust með vináttu, í þann mund er þau Heimir hófu búskap sinn. Langt yrði að rekja öll samskipti sem síðan hafa verið við Guðbjörgu og fjölskyldu hennar, en vináttan hefur alltaf verið fölskvalaus. Skemmtilegan tíma áttum við saman um jólin 1969, þegar þau Heimir dvöldust hjá okkur í Glostrup með Berg og við horfð- um öll saman á Línu langsokk í sænska sjónvarpinu og spiluðum á spil. Guðbjörg var hógvær mann- eskja og lítillát og lét ekki fyrir sér fara á mannamótum, en hún var ljúf í viðmóti, gamansöm og gædd lifandi frásagnargáfu og frásagnargleði sem naut sín vel í þröngum hóp. Gestrisni hennar og hlýju nutum við oftar en tölu verði á komið. Á sínu starfssviði var hún vafalaust bæði sam- viskusöm og vel að sér, enda ráð- holl þegar eftir var leitað. Í langri baráttu við sjúkdóm- inn sem nú hefur sigrað sýndi Guðbjörg vel hvað í henni bjó. Öllu mótlæti tók hún með æðru- leysi og jafnvel votti af kímni þegar við varð komið. Hún hafði lengi vitað hvert stefndi og átti ekki erfitt með að ræða það sem eðlilegan hlut. Minnisstæð verð- ur okkur ætíð heimsókn hennar í Grímsnes fyrir tæpum tveimur árum þegar við fórum saman í bílferð um þær slóðir sem fóstr- uðu móður hennar unga, eina af systkinum þeim sem eru fyrir- myndir í ódauðlegum skáldsög- um Einars Más frænda hennar. Við sendum öllum aðstand- endum Guðbjargar einlægar samúðarkveðjur. Unnur A. Jónsdóttir og Vésteinn Ólason. Það var eitt sinn hjá okkur lifandi ljós en lífið er hverfult í mannanna heimum. Ef fellum við tár yfir fölnaðri rós við fegurstu minningar um hana geymum. (B.S.) Í dag kveðjum við kæra vin- konu og skólasystur. Hún kvaddi þennan heim á sólbjörtum sum- ardegi þegar náttúran skartar sínu fegursta. Okkar fyrstu kynni voru fyrir mörgum árum þegar hópur ungra stúlkna víðs vegar af land- inu settist á skólabekk í Hjúkr- unarskóla Íslands. Í þá daga bjuggum við í heimavist. Með okkur skólasystrum tókust góð kynni. Framtíðin var spennandi og lífið var skemmtilegt. Margt var sér til gamans gert og uppá- tækin margvísleg. Eftir að hjúkrunarnáminu lauk fór hver í sína áttina til starfa ásamt því að margar stofnuðu til fjölskyldu og heimilis. Minningar leita á hugann. Guðbjörg var ein af okkar bestu vinkonum. Mörg undanfarin ár höfum við verið henni samtíða, átt því láni að fagna að starfa við hjúkrun á sama vinnustað, á Grensásdeildinni, Heilsugæslu- stöð Kópavogs og nú síðast á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Guðbjörg var farsæl í sínu starfi og lagði mikla alúð við það. Hún var tilfinninganæm kona, hafði sterka réttlætiskennd og bar umhyggju fyrir öðrum. Hún var glaðvær og gamansöm, lifði lífinu lifandi og lét draumana rætast. Það var ánægjulegt að sitja með henni yfir kaffibolla, hvort sem var á hennar fallega heimili eða á kaffihúsi. Hún var fróð um marga hluti, hafði góða frásagnargáfu og yndi af lestri góðra bóka. Ferðalög voru eitt af áhuga- málum Guðbjargar. Hún og Guð- mundur, vinur hennar, nutu þess að fara í ferðalög, bæði innan- lands og utan. Ekki alls fyrir löngu hafði hún orð á því að ef heilsan leyfði dreymdi hana um að fara í sumar nýja Suður- strandarveginn. Af því varð ekki en við vinkonur ætlum einhvern sólardag að fara fyrir hana, með þá vissu að hún verði með okkur í för. Guðbjörg ræddi opinskátt og af miklu æðruleysi um veikindi sín, nýtti tímann, gekk frá hlut- unum og gerði það sem auðveld- ast fyrir ástvini sína. Það var einstakt og okkur lær- dómsríkt að sitja með henni, spjalla um lífið og tilveruna, rifja upp góðar minningar og slá á létta strengi. Hún kunni svo vel að njóta stundarinnar. Guðbjörg átti kærleiksríka fjölskyldu sem hélt þétt utan um hana þar til yfir lauk. Við vottum öllum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Minning um góða vinkonu lif- ir. Amalía Þórhallsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir. Guðbjörg Dagmar Sigmundsdóttir Grátið ei við gröf mína ég er ekki þar. Ég lifi í ljúfum blænum er strýkst um vanga þinn. Ég er sólargeisli er smýgur í sálu þína inn, vermir hug og hjarta eins og hinsti kossinn minn. Ef að kvöldi til himins þú horfir og þráir anda minn þá líttu skæra stjörnu og horfðu hana á því þar er ljómi augna minna og svalar þinni þrá. Er norðurljósin leiftra þá njóttu þess að sjá að orku mína og krafta þú horfir þar á. Ef uppsprettu lífsins þú leitar þaðan ljósið kemur frá dvel ég þar í birtu þeirri er lífið nærist á. Mér gefið hefur verið að dvelja ykkur hjá og tendra ykkur lífsneista með nýrri von og þrá. Eybjörg Bergljót Hansdóttir ✝ Eybjörg Berg-ljót Hansdóttir fæddist að Sól- vangi, Hafnarfirði, 25. júní 1966. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. júní 2012. Útför Eybjargar fór fram frá Vídalínskirkju 14. júní 2012. Grát því ei við gröf mína ég lifi ykkur hjá. (Þýð. Helga S. Sigurbjörnsd.) Það er með óbærilegum söknuði sem ég rita þessi orð. Elsku mamma mín hefur kvatt þennan heim, langt fyrir aldur fram og hefði hún átt afmæli í dag. Hún stóð sig eins og hetja í veikindum sínum, vildi alltaf hlífa okkur systkinunum og var það meira að segja það síðasta sem hún gerði í þessu lífi. Ég er stolt af því að hafa fengið að hugsa um mömmu mína í þessum veikindum, það gerði okkur nánari og leyfði okk- ur að eyða síðustu stundunum saman. Mamma mín var yndisleg kona og ósköp hjartahlý. Hún tók okkur börnin alltaf fram fyrir sín- ar þarfir og sinnti okkur eins vel og hún gat, þrátt fyrir að vera í krefjandi starfi. Ég minnist henn- ar sem umhyggjusamrar móður sem var alltaf skellihlæjandi sín- um fagra hlátri. Hún var alltaf svo dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur, ofsalega gáfuð og hefur ætíð verið mín fyrir- mynd. Lífið virðist óbærilegt án henn- ar í augnablikinu, vegna þess að áður fyrr þá var hún lífið mitt. Það var hún sem hvatti mig áfram og studdi við mig þegar ég þurfti á stuðningi að halda. En nú er komið að mér að hvetja sjálfa mig áfram og halda minningu hennar á lofti. Eitt er víst að ég mun aldr- ei hætta að elska þig, mamma. Þín dóttir, Sigrún Alda Ragnarsdóttir. Valur sér á bak einum sinna góðu félaga nú þegar Björgvin Hermannsson húsgagnasmíða- meistari hefur kvatt eftir erfið veikindi síðustu ára. Björgvin hóf ungur að stunda knatt- spyrnu og átti glæsilegan feril hjá félaginu sem hámarki náði þegar Valur varð Íslandsmeist- ari 1956 og er óhætt að segja að þar lék Björgvin mjög stórt hlutverk. Björgvin lék einnig með Björgvin Hermannsson ✝ Björgvin Her-mannsson fæddist í Reykjavík 27. júní 1938. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. maí 2012. Útför Björgvins Hermannssonar var gerð frá Há- teigskirkju 11. júní 2012. landsliðinu og varð aftur Íslandsmeist- ari með Val tíu ár- um síðar, 1966, þegar hann hlýddi kallinu og tók aftur fram hanskana þegar neyðin kall- aði. Það var ákveð- inn ljómi yfir þess- um góða dreng. Flottur á velli með góðan húmor og vinsæll meðal félaga sinna, allt í hófi engin mikil fyrirferð en góð nærvera. Eftir að keppn- isferlinum lauk, lagði Björgvin sitt af mörkum til áframhald- andi uppbyggingar félagsins með ýmsum hætti, þ.á m. stjórnarsetu.Valur þakkar fyrir mikið og óeigingjarnt framlag og sendir fjölskyldu og vinum Björgvins sínar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Fulltrúaráðs Val, Halldór Einarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.