Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
Smáa letrið Ekki er allt gull sem glóir og eins gott að kynna sér vel réttu leiðina áður en haldið er af stað út í óvissuna, því annars er hætta á því að villast og það er sjaldan skemmtilegt.
Eggert
Í frétt Morgunblaðs-
ins hinn 22. júní kemur
fram túlkun Lands-
bankans hf. vegna ný-
fallins dóms Evr-
ópudómstólsins
C-618/10, sem sagt var
frá í viðskiptablaði
Morgunblaðsins
fimmtudaginn 21. júní
síðastliðinn. Heldur
bankinn því fram að
þar sem Hæstiréttur hafi byggt nið-
urstöðu sína á ákvæðum laga um
vexti og verðtryggingu nr. 38/2001
hafi dómur Evrópudómstólsins ekki
fordæmisgildi hvað varðar skilmála
gengistryggðra lána hér á landi.
Samræmd lagatúlkun
Það er hins vegar svo samkvæmt
margítrekaðri dómaframkvæmd
Evrópudómstólsins, allt frá árinu
1983, að þegar dómstólar aðild-
arríkja fjalla um mál sem snerta
gildissvið tilskipana Evrópusam-
bandsins ber þeim að túlka öll
ákvæði landslaga til samræmis við
markmið og tilgang viðkomandi til-
skipunar. Evrópudómstóllinn kveð-
ur einna skýrast á um þetta í málum
C-397-403/01 en þar segir:
„Þrátt fyrir að meginreglan um að
landsréttur skuli túlkaður til sam-
ræmis við sambandslöggjöf eigi
fyrst og fremst við um afleidda lög-
gjöf, felur það ekki eingöngu í sér
túlkun þeirra ákvæða, heldur áskilur
það að dómstólar aðildarríkja þurfi
að íhuga alla löggjöf ríkisins í heild
til að meta að hvaða leyti beita megi
lögum þannig að niðurstaða málsins
verði ekki andstæð þeirri niðurstöðu
sem sóst er eftir með viðkomandi til-
skipun.“
Af þessu má sjá að dómstólar að-
ildarríkja Evrópska efnahagssvæð-
isins geta ekki beitt réttarreglum
sem ekki teljast leiddar af Evr-
ópulöggjöf, ef hægt er að fella atvik
máls undir afleidda löggjöf, leiði það
til annarrar niðurstöðu en leiddi af
viðkomandi Evrópulöggjöf.
Afleidd löggjöf
Það eru helst tvær tilskipanir
Evrópusambandsins sem gengis-
lánamálin falla undir, tilskipun 93/
13/EB um óréttmæta skilmála í
neytendasamningum og tilskipun
87/102 um neytendalán en um þá síð-
arnefndu var fjallað í grein sem birt-
ist í Morgunblaðinu hinn 4. maí 2011
undir heitinu „Vaxtaákvæði gengis-
lána.“
Landsbankinn telur að túlkun sú
sem fram kom í frétt Morgunblaðs-
ins sé á misskilningi byggð þar sem
Hæstiréttur hafi byggt á ákvæðum
vaxtalaga, en vaxtalög teljast ekki til
afleidds réttar. Þó ber að líta til þess
að þegar sú niðurstaða er fengin að
einhliða samdir skilmálar um geng-
istryggingu í neytendasamningum
séu ólögmætir í skilningi vaxtalaga
verður fyrir okkur sú staðreynd að
þar með teljast þeir skilmálar órétt-
mætir í skilningi tilskipunar 93/13/
EB samanber 36. gr. a-d. samn-
ingalaga nr. 7/1936.
Niðurstaða Evrópudómstólsins
Það er einmitt á markmiðum og
ákvæðum tilskipunar 93/13/EB sem
niðurstaða Evrópudómstólsins hinn
14. júní síðastliðinn byggist sam-
anber 65. og 66. málsgreinar dóms-
ins, en þar segir: „Það leiðir því af
orðalagi 1. mgr. 6. gr. [tilskipunar
93/13] að dómstólum ber einungis að
útiloka beitingu óréttmæts skilmála,
þannig að skilmálinn bindi ekki
neytandann, án þess að heimilt sé að
endurskoða innihald skilmálans.
Samningurinn skal því halda gildi
sínu án nokkurra annarra breytinga
en þeirra sem beint leiða af útilokun
hins óréttmæta skilmála, að svo
miklu leyti sem, í samræmi við
landslög, áframhaldandi samnings-
samband er mögulegt að lögum.
Þessi túlkun er ennfremur leidd af
tilgangi og heildarmarkmiðum til-
skipunar 93/13/EB.“
Jafnframt segir í dómi Evr-
ópudómstólsins að ef dómstólum
væri heimilt að breyta óréttmætum
samningsskilmála í neytendasamn-
ingi, myndi slíkt valda talsverðri
hættu á því að langtímamarkmið til-
skipunarinnar myndu ekki nást. Slík
heimild dómstóla myndi útiloka hin
letjandi áhrif sem tilskipuninni er
ætlað að ná þar sem veitendur
myndu freistast til að nota órétt-
mæta skilmála í þeirri vissu að þrátt
fyrir að skilmáli teldist óréttmætur
gætu dómstólar breytt samningnum
þannig að hagsmunir beggja aðila
samningsins væru hafðir í huga.
Kemur í raun fram í dóminum að
hætta er talin á því að dómstólar
myndu freistast til að gæta, að ein-
hverju leyti, að hagsmunum selj-
enda og veitenda í slíkum málum. Þá
segir dómstóllinn ennfremur að úti-
lokað sé að skilja tilskipun 93/13/EB
þannig að hún veiti dómstólum
heimild til að breyta skilmálum ein-
hliða saminna skilmála í neytenda-
samningum sem þeir dæma órétt-
mæta.
Að endingu verður að geta þess að
eitt af markmiðum tilskipunar 93/13/
EB er að vernda kaupendur vöru og
þjónustu „gegn valdníðslu seljanda
eða veitanda, einkum gegn einhliða
staðalsamningum og óréttmætum
undandrætti lykilréttinda í samn-
ingum.“
Ráðgefandi álit?
Um það hefur verið rætt að leita
þurfi ráðgefandi álits EFTA dóm-
stólsins til að rétt niðurstaða fáist í
gengislánamál er varðar neytendur.
Verður að teljast ljóst, að þessari
skýru niðurstöðu Evrópudómstóls-
ins fenginni, að í raun sé ekki lengur
þörf fyrir slíkt álit, enda getur nið-
urstaða EFTA dómstólsins aldrei
orðið önnur en niðurstaða Evr-
ópudómstólsins.
Eftir Aðalstein
Sigurðsson og
Arnar Kristinsson
» Verður að teljast
ljóst, að þessari
skýru niðurstöðu Evr-
ópudómstólsins feng-
inni, að í raun sé ekki
lengur þörf fyrir slíkt
álit, enda getur nið-
urstaða EFTA-dóm-
stólsins aldrei orðið
önnur en niðurstaða
Evrópudómstólsins.
Aðalsteinn
Sigurðsson
Aðalsteinn er meistaranemi í lögfræði
við Háskólann í Reykjavík. Arnar er
lögfræðingur hjá PwC Legal.
Samspil landsréttar og
Evrópuréttar í gengislánamálum
Arnar
Kristinsson